Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 68. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977
11
Kammerhljómsveit
frá Stuttgart
ÞAÐ þjónar svo sem engum
tilgangi að rita gagnrýni um
leik Stuttgarter Kammer-
orkester nema þá til að stað-
festa það, sem allir hljðmleika-
gestir á tðnleikum þeirra s.l.
miðvikudag voru sammála um,
að þeir eru gððir, en þð ekki f
sfnu bezta formi, vegna þreytu
við lok erfiðrar hljómleikaferð-
ar f Ameríku.
Tónleikarnir hófust á Kanon
eftir    Johann    Pachelbel
(1653—1706) organistann frá
Nurnberg, sem m.a. starfaði i
Stuttgart og var einn af merk-
ustu orgeltónskáldum fyrir
daga Bachs. Verkið er sett sam-
an úr nokkrum keðjum tón-
hendinga og gefur verkið hljóð-
Tónllst
eftir JON
ÁSGEIRSSON
færaleikurum tækifæri til að
skapa fallegan hljóm. Það var
meira áberandi en venja er um
í samspili, í svipuðum kammer-
sveitum sem þessari, að tölu-
verður munur er á tónblæ
hljóðfæraleikaranna. Ef til vill
ekki lögð áherzla á að samræma
blæinn, sem má vera að sé
markmið og ekki óskemmtilegt.
Annað verkið á efnisskránni
var þriðji Brandenborgar-
konsertinn eftir Bach. Um
flutning hans er svo sem ekkert
að segja, annað en að allt gekk
eins og i sögu. Sama má segja
um Konsert fyrir tvær fiðlur í
d-moll, einnig eftir Bach. Fyrir
smekk undirritaðs var t.d. hægi
kaflinn þó einum of hraður og
verkið i heild of stift, ósveigjan-
legt í tempói, en þó vel leikið.
Sólþátturinn var nokkuð mislit-
ur og dró sá, er lék aðra fiðlu,
einum of að sér athygli fyrir
fallegan tón. Síðasta verkið á
efnisskránni var Serenaða eftir
Dvorak. Þarna mátti heyra
rómantískt verk leikið af skiln-
ingi og skaphita. Hver setning
var mótuð, staðldrað við í lok
hennar og nýrri hugmynd gefið
ráðrúm til að hljóma sjálfstætt.
Undirritaður hefur sjaldan
heyrt skýrari og mótaðri túlkun
á tónverki, mótaðri af gerð tón-
verksins, eins konar útlistun á
formi þess. Það eina sem er
slæmt við slíkar heimsóknir
sem þessar, er að listamennirn-
ir standa svo stutt við og koma
svo sjaldan, að minningin um
þá verður óraunveruleg og
fátækt okkar sjálfra því meiri,
sem lengur líður á milli heim-
sóknanna. Þetta má greina í
makalausri aðsókn að þessum
fáu tónleikum stórlistamanna,
sem um er að velja og þeirri
deyfð sem ríkir þess á milli.
Þetta vandamál er ekki að öllu
leyti sérísl. fyrirbæri, en þó
sennilega hvergi eins greinilegt
og hérlendis.
Jðn Ásg.
Tillaga kommúnista á Alþingi;
Úrsögn úr Nato - upp-
sögn varnarsamnings
ELLEFU þingmenn „Alþýðu-
bandalags" hafa lagt fram f Sam-
einuðum þingi tillögu tii þings-
ályktunar um úrsögn íslands úr
Atlantshafsbandalagi og uppsögn
varnarsamnings milli íslands og
Þorbjörn II til leigu
BLAÐIÐ Brautin í Vestmanna-
eyjum skýrir frá þvi i vikunni að
Gunnlaugur Ólafsson skipstjóri
þar í bæ hafi fest kaup á vélbátn-
um Þorbirni II GK, 541 frá
Grindavík. Þorbjörn II er 130
tonna eikarbátur með 700 hest-
afla Gummingsvél. Báturinn er
þegar byrjaður veiðar með
þorskanet.
Bandarfkjanna. — Tillagan er
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjörninni að segja upp aðild
íslands       að       Norður-
Atlantshafssamningnum, er gekk
í gildi 24. ágúst 1949. — Enn
fremur ályktar Alþingi að fela
rikisstjórninni að æskja nú þegar
endurskoðunar á varnarsamningi
milli íslands og Bandarikjanna
frá 5. maí 1951, í samræmi við
ákvæði samningsins, svo og að
leggja fyrir Alþingi frumvarp til
uppsagnar samnings þessa, þegar
er endurskoðunarfrestur sá, sem í
samningnum er ákveðinn, heimil-
ar uppsögn hans."
Tillögunni fylgir löng greinar-
gerð.
Afmælis*
tónleikar
TIL AÐ samgleðjast Þorsteini
Hannessyni og votta honum
virðingu sina á sextiu ára af-
mæli hans, efndu nokkrir af
okkar beztu söngvurum til sam-
söngs f Austurbæjarbiói s.l.
laugardag.
Hver söngvari söng eitt lag og
voru tónleikarnir i heild hinir
ánægjulegustu. Það er varla
ástæða til að fjalla sérstaklega
um söng hvers og eins, því bæði
eru þetta reyndir og vandaðir
tónlistarmenn og af flutningi
eins lags verður lítið sagt um
getu hvers söngvara. Sigurður
Björnsson opnaði tónleikana
með mjög léttu og skemmtilegu
lagi Ob blond, ob braun, eftir
Stolz. Hann kom sá og sigraði
og er ánægjulegt að Sigurður
skuli vera kominn heim og er
vonandi að hann fái notið sín
sem söngvari og ekki sízt að
söngvaraefni okkar fái notið
leiðsagnar hans, ísl. söngmennt
til blessunar. Vegna forfalla
eins kvensöngvarans hljóp i
skarðið Sieglinde Kahman,
kona Sigurðar Björnssonar og
sungu þau hjónin dúett úr
Fuglasalanum, eftir Zeller. Að
öðrum söngvurum ólöstuðum
var söngur þeirra eitt af eftir-
tektarverðustu atriðunum og
sannarlega fengur í slíkum
listamanni sem Sieglinde Kah-
man. Tónleikunum lauk með
þvi að afmælisbarnið söng þrjú
ísl. lög, sem hafa með ýmsum
hætti verið tengd söngferli Þor-
steins. Fyrsta lagið Fuglinn i
fjörunni eftir Jón Þórarinsson
frumflutti hann í upphafi söng-
ferils síns árið 1943. Annað lag-
ið,  Rósin,  eftir  Árna  Thor-
Tónllst
eftir JÖN
ÁSGEIRSSON
steinsson, hefur verið í sér-
stöku Uppáhaldi hjá isl. söngv-
urum, enda er lagið mjög góð
tónsmið: Það var eftirtektar-
vert við söng Þorsteins hve
beiting raddarinnar var yfir-
veguð og í góðu jafnvægi, en
umfram allt var túlkun hans
frábær. Bæði i Rósinni og
Sverri konungi, eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson, sem
hann söng sem aukalag og telur
sig hafa sungið oftar en nokk-
urt annað isl. lag, var söngur
Þorsteins annað og meira en
söngur. Flutningur laganna var
ofinn þeim galdri, sem gerir
söng annað og meira en flutn-
ing laglínu. Um starf Þorsteins
mæiti rita langt mál, heila bók
og væri slik saga ekki ófróðleg
þeim er áhuga hafa á söng, eða
hyggja að feta í fótspor hans,
því þó margir hefðu viljað, hef-
ur hann einn íslendinga sungið
á sviði Covent Garden óperunn-
ar London.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32