Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 I minningu: Georgs Guðrmmdssonar Jónína M. Gunnars- dóttir—Minningarorð Við eigum ákaflega erfitt með að ákvarða aldur þeirra Afriku- manna, sem við hittum hér í Eþíópíu. Mælikvarðinn að heiman kemur að litlu gagni, fólk eldist hér með öðrum hætti. Mörg konan sem við höldum vera á efri árum, reynist miðaldra, en margur karl- inn er miklu eldri en við höldum. Reyndar vita fæstir raunveruleg- an aldur sinn. Það skiptir heldur ekki meginmáli. Timinn er harla afstætt hugtak, og það er nær að njóta samvistanna við blessað fólkið en grufla út í aldur þess. Menn segja líka hér í álfu: Hugsunin ákvarðar raunveru- legan aldur einstaklingsins. Þessi sannleikur var þó okkur ekki nvr. Kynnin af Georg Guðmunds- syni höfðu kennt okkur þessa lexíu fyrir löngu. Við vissum auð- vitað að hann var aldraður maður, jafnvel orðinn langafi, en Georg var alltaf jafngamall viðmælanda sínum í hugsun. En hann átti lika ríkan sjóð af margvíslegri lífsreynslu sem hann miðlaði viðmælendum sínum af ómótstæðilegri glettni eða djúpri samúð. Sjálfsvorkunn- semi heyrðist aldrei af hans munni, en þeim mun meir gerði hann góðlátlegt grín af sjálfum sér. Við kynntumst Georg fyrst fyrir um 15 árum. Hann kom þá oft að Holti í Önundarfirði, sem var hans heimabyggð, til Sigur- veigar dóttur sinnar og séra Lárusar. Við vorum þá í Súðavík og lögðum gjarnan á Breiðadals- heiði, þegar færð leyfði til vina- móta. Það spillti ekki gleðinni, ef Georg var þar staddur. Hann varð viðstöðulaust afi Svövu dóttur okkar eins og barnanna í Holti og varð svo tengdur okkur það kom af sjálfu, að þegar við fluttumst austur í Hreppa að hann skaust til okkar í helgarheimsóknir. Georg kom ævinlega færandi hendi, ekki aðeins með höfðinglegar og einstaklega smekklega valdar gjafir, heldur flutti hann með sér gleðibrag og bjartsýni svo allt virtist auðveldara í hans návist. Georg var greindur maður og vellesinn. Hann hafði það gjarnan á takteinum sem hreif huga hans og það var margt af ýmsu tagi. Hann hafði næma réttlætiskennd, sem var kveikjan til ákveðinna pólitískra skoðana Georgs. Næm- leiki hans fyrir því fagra og fin- gerða var ekki beinlínis það sem maður ímyndar sér að einkenni gamla togarajaxla. En slíkur var Georg. Hann lét ekki binda sig i formúlur samfélagsins. Hann var fagurkeri og erfiðismaður, heims- borgari og alþýðumaður, sósíalisti og bjargálnamaður, en fyrst og fremst var hann einfaldlega Georg, sem leit á allt sem lifði og hrærðist með samúð og skilningi og lýsti upp umhverfi sitt allt með þessari dæmalausu kímnigáfu sem mölbraut alla þessa veggi sem kynslóðir, stéttir og stöður byggja svo gjarnan í kringum sig. Aðrir kunna betur að rekja lifs- sögu Georgs. Við vitum reyndar af frásögnum hans að hann var löngum sjómaður oft i siglingum. Siðustu árin var hann netagerðar- maður. Hann varð snemma ekkju- maður og minntist ævinlega konu sinnar einstaklega fallega. Hann naut mjög barna sinna, tengda- og barnabarna og var þar áreiðan- lega gagnkvæm hlýja. Georg var trúlega sáttur við lifið og hefur vafalaust gengið glaður inn í fögnuð Herra síns nú að leiðarlokum. Við erum þakklát að hann varð á vegi okkar, þakklát fyrir þá innsýn sem hann veitti okkur í ýmis svið lífsins. Við hefðum sannarlega kosið að fá hann í heimsókn hingað til Blálands, hvar hann hefði kastað ljósi kímnigáfu sinnar og lífs- reynslu á ýmis tilvik hér, sem hafa verið okkur til angurs og ama, þannig að þau hefðu orðið okkur skiljanleg og þess vegna þolanleg. Ævinlega mun Georg standa okkur skýrt fyrir hugskotssjónum með gletttnisblik í auga og bros á vör þar var alltaf grunnt á grallaranum. En þar sjáum við fyrst og fremst mann sem engin svik voru í. Þar var góður maður, Guð blessi minningu hans. Rannveig og Bernharður Guðmundsson. F. 10.12. 1895. D. 18.3. 1977. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta á grænum grundum lætur hann mig hvilast leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Ut frá þessum orðum Daviðs- sálms nr. 23 lagð síra Árilius Níelsson þá er amma mín var kistulögð síðast liðinn mánudag, og sjaldan hafa orð verið sögð sem betur eiga við nú er gömul og þreytt kona leggur leið sína til fundar við skapara sinn eftir erf- iða sjúkdómslegu. Amma mín, Jónína M. Gunnars- dóttir eða Jónína amma eins og hún hét í minni okkar barnabarna hennar og fleiri barna, fæddist hinn 10.12 1895 að Syðri- Leikskálaá i Suður- Þingeyjarsýslu. Amma missti móður sína um 10 ára gömul og fór hún þá í fóstur að Ljótsstöðum i Laxárdal. Um æviatriði hennar framan af veit ég ekki, en allir vita hver kjör fátækt alþýðufólk bjó við á þeim tímum. Árið 1922 giftist hún afa minum Sigurði Vigfússyni og átti með honum 4 börn, þau eru: Gunnar B. Sigurðsson, framkvst. Norðurbrún 16, Vigfús B. Sigurðsson, bifreiðast, Gnoðar- vogi 40, Viggó M. Sigurðsson, framkvst. Brávallag. 40, og Ás- laug Sólveig Sigurðardóttir, en hún er búsett í Bandaríkjunum. Ekki báru þau afi minn og amma gæfu til að búa saman og slitu þau samvistum. Upp frá því helgast lif ömmu þeim eina til- gangi að koma upp sinum börnum og án efa hafa mörg kvöldin og næturnar farið í að staga í buxur og stoppa sokka þá er hún kom heim eftir vinnu dagsins. En amma átti eftir að sjá árang- ur erfiðis sins er börnin voru komin til manns og hin stóri hóp- ur barnabarna kom i heiminn og aldrei leið ömmu betur en er hún hafði sem flest af barnabörnum sínum hjá sér og óþreytandi var hún að gera þeim til hæfis og benda þeim á réttar leiðir þessa lifs og eru þessar línur ritaðar sem örli-till þakklætisvottur fyrir alla þá fórnfýsi sem hún sýndi mér og öðrum barnabörnum og barnabarnabörnum sínum bæði hér heima og úti i Bandaríkjun- um. Hvíli hún í friði. Sonarsonur. Móðir okkar KRISTÍN JÓSEFSDÓTTIR frá Súgandafirði andaðist i Fjórðungssjúkrahúsinu ísafirði. miðvikudaginn 23. marz Guðný Guðnadóttir Ingólfur Guðnason Samúel Guðnason Guðni E. Guðnason Eiginkona min HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Máitahllð 14, andaðist í Landspítalanum 23 marz. Fyrir hönd aðstandenda Ingvar Magnússon. Útför föður okkar GUÐMUNDAR V. ELÍASSONAR, vélstjóra, fer fram frá Dómkirkjunní I Hafnarfirði laugardagmn 26 marz kl 1 1 f.h. Börn hins látna. Jóhanna Stefánsdóttir frá Raufarhöfn Mrnning Fædd 19. des 1891. Dáin 14. mars 1977. Loks ert þú liðinn, land er nú tekið, höfninni náð bak við hvelsins flóð. — Höggvið er rjóður, hnfgin er til jarðar sú eik, sem lengst og styrkast stóð. Einar Benediktsson. Jóhanna Stefánsdóttir andaðist í Borgarspítalanum 14. þ.m. og var hún jarðsett föstud. 18. þ.m. Hún fæddist í Skinnalóni á Mel- rakkasléttu 19. des. 1891, eitt af ellefu börnum hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Stefáns Jónssonar, sem þar bjuggu. Hún er sú síðasta, sem fellur i valinn úr þeim stóra og mannvænlega systkinahópi. Ég minnist með þakklæti allra hinna systkinanna frá Skinnalóni, sem áður hafa gengið á vit feðra sinna. Þau voru af styrkum ættstofni, alþýðufólk, sem gætt var miklu þolgæði, sterkbyggð, hlý og glaðvær í við- móti. Jóhanna dvaldist í foreldra- húsum, þar til hún giftist önundi Magnússyni frá Borgum í Þistil- firði 6. apríl 1926. Hann var þá ekkjumaður og átti fimm börn á unglingsaldri. Þau settu saman bú á Raufar- höfn og bjuggu þar ætíð síóan. Ári síðar 6. apríl 1927 eignuðust þau son, Björn, nú tryggingaryfir- lækni í Reykjavík. Óhætt er að segja, að i hjónabandi Jóhönnu og Önundar hafi ríkt gagnkvæm virðing og vinátta. Jóhanna missti mann sinn 2. sept. 1945. Eftir lát Önundar héldu þau heimili á Raufarhöfn, Jóhanna og Björn, sonur hennar. í æsku átti Björn sér lífsdraum. Með mikilli vinnu og með góðri aðstoð móður hans varð sá lífsdraumur að veruleika. Síðar bjó Jóhanna i skjóli sonar sins og hans góðu eiginkonu, Sig- riðar Sigurjónsdóttur, að Brekku- gerði 9, hér í borg. Það var mikil ánægja að sjá hversu fallegt sam- band var á milli þeirra Jóhönnu og Sigríðar. Hjá þeim rikti gagn- kvæmt trúnaðartraust, sem aldrei bar skugga á. Ég dáist að, hvernig Sigríði og Birni tókst að lofa Jóhönnu ætíð að vera hún sjálf. Hún hafði sín skyldustörf á + Útför SIGURLAUGAR BENEDIKTSDÓTTUR GarSi. Mosfellssveit fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 26 mars kl 14. Magnús SigurBsson og aðstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns mlns, föður og stjúpföður SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR frá Siglufirði. Þórarna Erlendsdóttir, Þráinn Sigurðsson, Halldóra Thorlacius. Sigurjóna Sigurðardóttir, Steinunn Thorlacius. Vilhjálmur Sigurðsson, Edda Thorlacius. t Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og + Útför móður okkar, stjúpmóður og tengdamóður vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns mlns, föður okkar. ÞÓRUNNAR GUNNARSDÓTTUR tengdaföður. fósturföður og afa. frá Eyrarbakka, Njálsgötu 43 GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR, fer fram frá Bústaðakirkju laugardaginn 26. marz kl. 1 0 30 SyðraHól Jarðsett verður á Eyrarbakka kl. 1 3.30 sama dag. Vestur-Eyjafjöllum, Guðrlður Jónsdóttir Halldór Jónsson Katrln Auðunsdóttir, Ellas Jónsson Guðrún Einarsdóttir Auðbjörg Guðmundsdóttir, Helga Eirlksdóttir Guðrún Guðmundsdóttir, Jónas Pétursson, Gunnar Jónsson Sigrún Hjartardóttir Hrefna Magnúsdóttir, Jón Ágústsson. Guðrún Jónsdóttir Einar Saemundsson og barnabörn. Jón Jónsson Hólmfrfður Einarsdóttir. heimilinu. Þau störf innti hún af hendi af samviskusemi fram á síð- asta dag. Barnabörnin sá hún dafna og þroskast. Gleðistundir þeirra með ömmu voru ófáar. Hún naut þeirra allra, jafnt þess elsta sem þess yngsta. Ég veit að sökum þessa verður söknuður þeirra mikill. En verum þess minnug, að hún hafði lokið langri vegferð og hún var ekki vön að kveina né vila. Því ber að þakka, að hún skyldi kvödd burt úr þess- um heimi svo hljóðlátt, og henni varð að ósk sinni að fá að hverfa af sjónarsviðinu, áður en hún yrði öðrum byrði. í bernsku- og æskuminningum mínum norðan frá Raufarhöfn voru það mínir sólskinsdagar, þegar ég fékk að vera stund og stund hjá Jóu móðursystur minni. Þegar ég var lítil stelpa, gaf hún mér hlutdeild i lífi sínu. Síðar eftir að ég eignaðist mina eigin fjölskyldu hélst þessi notalega hlutdeild áfram. Alla tíð átti ég vináttu hennar, góóvild og ástúð. Fyrir allt þetta hlýtur hún nú, að leiðarlokum, mína innilegustu þökk. Jóhanna var sérlega barngóð, þess vegna hændust krakkar að henni. Þar réð hið glaða sinni og eðlislæga rólyndi og síðast en ekki sist þolinmæðin. Hún gerði ekki veður út af smámunum, reyndi að breiða yfir það sem afvega kunni að fara. Einu sinni kom ég i Brekkugerði. Það hafði verið fjör og ærsl í yngsta barna- barninu og því hafði orðið eitt- hvað á. Einhver andvarpaði: „Ó, Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.