Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 68. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977
23
Ráðstefna um orlof húsmæðra:
Endurskoðuð verði lög
um orlof húsmæðra
NYLOKIÐ er f Reykjavfk annarri
ráðstefnu Orlofs húsmæðra sem
80 þátttakendur sðttu vfðs vegar
að af landinu. Tvö aðalmál voru
rsedd á ráðstefnunni, hið fyrra
um þá lagabreytingu, sem gerð
var 1975 um að rfkið veitti ekki
lengur fé til starfseminnar, en
sveitarfélögunum einum sé ætlað
það verkefni. Sfðara málið var
rekstur Orlofsheimila og sumar-
starfið 1977.
í lok ráðstefnunnar var kosið í
landsnefnd og er formaður henn-
ar Steinunn Finnbogadóttir, sem
stjórnaði ráðstefnunni, Hulda
Sigurðardóttir gjaldkeri og Anna
Sigurðardóttir ritari. Meðstjórn-
endur eru Sigrún Mathiesen og
Brynhildur Skeggjadóttir.
Nokkrar samþykktir voru
gerðar á ráðstefnunni og segir
m.a. í einni þeirra: „Ráðstefnan
telur eðlilegast og hagkvæmast að
fjárveitingin komi frá einum og
sama aðila. Orlof húsmæðra er
viðurkenning fyrir störf í þágu
þjóðarheildarinnar og ætti ríkið
þvi að vera rétti greiðandinn og
leggur ráðstefnan ríka áherzlu á
mikilvægi þess."
Þá segir í annarri ályktun:
„Ráðstefnan skorar á Alþingi og
ríkisstjórn að láta endurskoða
lögin um orlof húsmæðra hið allra
fyrsta og að minnsta kosti tvær
konur úr hverri landsnefnd orlofs
húsmæðra verði kvaddar þar til."
— Misklíð
Framhald af bls. 1.
samskipti yrðu höfð við allar þjöð-
ir sem vildu góð samskipti, en
sérstaklega náið samband yrði
ekki haft við nokkurt riki.
Frú Indira Gandhi sendi Desai
árnaðaróskir í dag að hans sögn
þött þau hafi lengi eldað grátt
silfur saman. Hann hefur verið
útilokaður frá pólitískum áhrif-
um i átta ár og sat tvö ár í fangelsi
eftir að lýst var yfir neyðar-
ástandi en var látinn laus sama
daginn og frú Gandhi boðaði
kosningar. Desai er fjórði forsæt-
isráðherra Indlands og situr í for-
sæti fyrstu ríkisstjórnarinnar
sem hefur verið mynduð án aðild-
ar Kongressflokksins.
Desai sagði að stjórn sín yrði að
nokkru leyti mynduð á morgun og
neitaði að ræða misklíð Janata-
flokksins og flokks Rams. Hann
sagði að Janata-flokkurinn hefði
nægan þingmeirihluta með stuðn-
ingi nokkurra smáflokka. Hann
sagði enn fremur að fjórir flokkar
sem standa að Janata-flokknum
yrðu sameinaðir fljótlega.
Klofningurinn reis þegar Ram
hélt því fram að honum hefði
verið meinað að taka þátt í við-
ræðum sem leiddu til þess að
Desai var valinn forsætisráðherra
þegar öldungarnir Jayaprakash
Nayrayan og Acharya J.B.
Kriplani  höfðu  miðlað  málum.
Desai sagði að nýja stjórnin
mundi afnema ritskoðun og
tryggja sjálfstæði dómskerfisins.
Aðspurður um kjarnorkumál
Indverja kvaðst hann ekki hafa
trú á kjarnorkuvopnum og ekki
vita hvort kjarnorkusprengingar í
friðsamlegum tilgangi væru nauð-
synlegar.
Þegar hann var að því spurður
hve lengi hann yrði i embætti
sagði hann að hann mundi ekki
gegna því lengur en yrði talið
nauðsynlegt. Aðspurður um háan
haldur sagði hann: „Hvaða máli
skiptir aldurinn? Það er andinn
sem skiptir máli."
— Carter
Framhald af bls. 1.
samherja Bandaríkjanna. Hann
tók fram að aðalumræðuefni
utanríkisráðherrans        og
sovézkra ráðamanna yrði tak-
mörkun      vígbúnaðarkapp-
hlaupsins.
Carter sagði að Bandaríkja-
menn mundu bera fram tillög-
ur um takmarkanir á vopna-
sölu, gagnkvæma fækkun herja
í Evrópu og eftiriit með kjarn-
orkuvopnatilraunum.
Forsetinn sagði að hann gerði
sér grein fyrir að þau mál sem
yrðu rædd væru mjög flókin og
hann vissi ekki hvort ferð
Vance bæri árangur en
sagði aó Rússar hefðu
mjög  samvinnufúsir og
hann
verið
hann
væri  ánægður  með  afstöðu
þeirra.
Carter kvaðst hafa lesið ræki-
lega siðustu ræður Brezhnevs
og sagði að þar kæmi ekkert
fram sem benti til þess að Rúss-
ar vildu ekki að áfram miðaði í
viðræðum um takmörkun
vígbúnaðar.
— Rússar fúsir
til viðræðna
Framhaid af bls. 1.
úr opinberum þrýstingi i mann-
réttindamálum gegn þvi að skriði
verði komið á Sait-viðræðurnar.
Fréttaskýrandi       Izvestia,
Alexander Bovin, sagði í gær-
kvöldi að með því að „hvetja
andófsmenn" í kommúnistalönd-
um hefði Carter forseti spillt
andrúmsloftinu fyrir heimsókn
Vance.
Jafnframt virðist koma fram í
yfirliti Tass-fréttastofunnar um
viðbrögð erlendis við ræðu sem
Leonid Brezhnev flokksleiðtogi
hélt á mánudaginn að Rússar telji
nýjan Salt-samning mikilvægari
en þjark um mannréttindi.
í annarri yfirlitsgrein sem Tass
birti í dag er lögð áherzla á vonir
um að Moskvuviðræðurnar verði
málefnalegar. Þetta verða fyrstu
viðræður sovézku stjórnarinnar
og hinnar nýju stjórnar Carters.
Munum selja næstu daga sænsk straufrí
100% bómullar
sængurver og koddaver
með mynsturgöllum fyrir aðeins kr. 3200.— settið
SÍÐASTASENDINGSELDISTUPPÁVIKU.    GÓð  V3T3.  ----  LítÍð  Verð
VOLKSWAGEN og Auói bílarnir
eru Vestur-þýzk gæðaframleiðsla
AljAi 80 LS
i ÍOO LS
AuAi-bílarnir eru frábærir að gæðum og meö
fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. -
V.W. 1200
hefir aldrei verið betri
og hagkvæmari í rekstri.
Golf
fallegur nútímabíll með
fullkomnum búnaði.
LT sendibíll
hagkvæmur og fáanlegur
af mörgum gerðum.
Komið — skoðið og kynnist Volkswagen og Auói
— Landskunn viðgerða- og varahlutaþjónusta.
Volkswagen OOODAuöi
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Sími 21240
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32