Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 68. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ1977
31
Fredericia KFUM
væntanlegt í heimsókn
MIKLAR líkur eru á því að
danska meistaraliðið f
handknattleik, Fredrecia
KFUM, komi senn hingað í
heimsókn og leiki a.m.k.
þrjá leiki við fslenzk lið.
Hafa Danirnir sýnt mikinn
áhuga á að koma hingað,
en þeir eru nú að búa lið
sitt undir þátttöku í und-
anúrslitum Evrðpubikar-
keppninnar í handknatt-
leik. Er álitið að liðið eigi
góða möguleik á að komast
í úrslit, eða jafnvel sigra í
þeirri keppni.
Ef af heimsókninni verður mun
það verða handknattleiksdeild
Fylkis, sem stendur að henni, en
Fylkir er nú það Reykjavíkurfé-
lag sem á rétt á vorheimsókn. Að
sögn Þórhalls Bjarnasonar, vara-
formanns handknattleiksdeildar
Fylkis, er verið að vinna að þessu
máli núna. Danirnir óskuðu eftir
því að koma hingað um páskana,
en það er talinn óheppilegur timi,
vegna aðsóknar, og því verið að
kanna hvort liðið getur komið
annað hvort rétt fyrir páska, eða
rétt eftir þá.
Fredricia KFUM, er nú lang
sterkasta félagslið i Danmörku,
og þykir leika mjög skemmtilegan
handknattleik. Nokkrir landsliðs-
menn eru í liðinu, m.a. Flemming
Hansen, Sören Andersen og
Anders Dahl-Nielsen. Er ekki tal-
ið ólíklegt að kjarni danska lands-
liðsins í heimsmeistarakeppninm
næsta vetur verði úr Fredriciv
liðinu.
Dönsku  1.  deildar  keppninnl
lauk um síðustu helgi og hlaui
Fredricia KFUM 41 stig. Nýlio
arnir, Holte, urðu í öðru sæti með
37 stig, en siðan komu Saga með
29 stig, Arhus KFUM með 26 stig.
Helsingör    með    23    stig
Skovbakken með 23 stig, FIF me>
22 stig, Nr. Nissum með 19 stig
Efterslægten með 17 stig, Stjern
en með 16 stig, Lynge með 9 stif
og Vilby með 2 stig. Tvö síðast
nefndu liðin falla í 2. deild, er
ekki er enn séð hvaða lið koma
þeirra stað.
Í STUTTU MÁI.I:
tslandsmótið  1.  deild,  lþróllahúsið f
Hafnarfiroi 23. marz.
FH — FRAM 26:22 (13:11)
gangur leiksins:
Slaðan  Fram
0:1  Andrés
FH
Min
3.
3.  Janus
4.
6.  Viðar (v)
2:3  Andrés
9.
10.
12.
14.
1S.
16.
17.
18.
20.
21.
21.
23.
23.
25.
25.
27.
28.
30.
30.
1:1
1:2
2:2
Pálmi
Viðar (v)
Geir
Sæmundur
Janus(v)
Janus
Janus
Guðmundur S.
Viðar (v)
Viðar
Janus(v)
Viðar (v)
Pálmi (v)
Sigurbergur
2:4
2:5
3:5
3:6  Ragnar
4:6
4:7  Andres
5:7
6:7
7:7
7:8  (iuðmundur
8:8
9:8
9:9  Sigurbergur
10:9
11:9
11:10 (jiuðmundur
12:10
13:10
13:11 Sigurbergur
Janus Guðlaugsson skorar eitt marka sinna I leiknum f fyrrakvöld.
JANUSISERFLOKKI
Blakkeppni
skólanna
SKÓLAMÓT Blaksambands íslands
hófst I byrjun febrúar. 24 skólar mo5
samtals 40 keppnislið tóku þátl I
mótínu 09 fór keppnin fram I fjórum
flokkum, og lauk keppni I þremur
flokkum um síðustu helgi.
í grunnskólaflokki karla varS
Gaanfræðaskölinn á Húsavlk sigur-
vegari, Vlghólaskóli I Kópavogi varð
I öðru sæti og Ármúlaskólinn i
Reykjavlk I þriðja sæti.
í grunnskólaflokki kvenna sigraði
Gagnfræðaskólínn á Húsavík, Vig-
hólaskóli varð I öðru sæti og Gagn-
f ræðaskóli Garðabæjar I þriðja sæti.
í framhaldsskólaflokki kvenna
sigraði Menntaskólinn é Akureyri.
iþróttakennaraskóli islands varð I
öðru sæti og Kennarahaskóli islands
I þriðja sæti.
Keppt verður til úrslita i fram-
haldsskólaflokki karla á laugardag
(26. marz, og sunnudag (27. marz).
Á laugardag verður keppt I iþrótta-
húsinu á Akranesi og hefst keppni
kl. 14.30. Á sunnudag verður keppt I
íþróttahúsi Háskóla íslands og hefst
keppni þar kl. 1 7.00. i þessum flokki
komust fjögur lið I úrslit og eru þau
frá Samvinnuskólanum að Bifröst,
Bændaskólanum á Hvanneyri,
Menntaskólanum á Akureyri og
Menntaskólanum að Laugarvatni.
ÁN JANUSAR Guðlaugssonar
hefði ekki verið mikil reisn yfir
leik FH og Fram í 1. deildinni í
fyrrakvöld. Janus átti stórleik
með FH-ingunum, skoraði mikið,
fékk nokkur vftaköst, var virkur í
spilinu og gaf sig hvergi í vörn-
inni. Hefur Janus ekki leikið bet-
ur með FH f annan tíma. FH-
ingar unnu þennan leik með 26
mörkum gegn 22 og verðskulduðu
fyllilega sigurinn í leiknum, en
hins vegar gerðu mistækir dómar-
ar leiksins þeim sigurinn auð-
veldari en ella og fór það ekki á
niilli mála að FH-ingar högnuðust
á dómum þeirra.
Fyrri hálfleikur þessara gömlu
erkióvina úr islenzkum hand-
knattleik var nokkuð jafn, en i
leikhléi leiddi FH með 13 mörk-
um gegn 11. Höfðu Framarar
lengst af fyrri hálfleiknum haft
forystu í leiknum, en 9 mörk FH
gegn 4 mörkum Fram siðustu 10
mínútur hálfleiksins breyttu stöð-
unni fyrir hlé. í seinni hálfleikn-
um munaði ekki nema einu marki
á liðunum þar til um 15 mínútur
voru eftir af leiknum. Náðu þá
FH-ingar mjög góðum kafla, sem í
rauninni gerði út um leikinn. Gáf-
ust Framarar hálf partinn upp er
hér var komið sögu, en munurinn
Nýstárleg fiáröflunarleið:
FARA A SKAK
varð þó ekki nema fjögur mörk,
26:22.
Af FH-ingunum hefur Janus
Guðlaugsson þegar verið nefndur
og þessi 23 ára gamli kennari á
íþróttakennaraskólanum       á
Laugarvatni hefur ekki áður stað-
ið sig betur með félögum sínum i
FH. Viðar Simonarson stóð fyrir
sínu í leiknum og Guðmundur
Magnússon átti einnig góðan leik.
Af leikmönnum Fram voru þrír
menn áberandi beztir. Andrés
Bridde verður stöðugt atkvæða-
meiri og hefur sýnt það i síðustu
leikjum Fram að nauðsynlegt er
fyrir varnarmenn annarra liða að
hafa vakandi auga á honum. Sig-
urbergur Sigsteinsson stóð sig
mjög vel í þessum leik og Einar
Birgisson, hinn efnilegi mark-
vörður liðsins, varði vel meðan
vörnin var á verði.
—áij.
i.f.ikhi.f:
32.                  13:12 Andres
33.  (iuðmundur M.14:12
35.                14:13 Árni
37.  Viðar         15:13
39.                  15:14 Sigurhergur
40.  (.uðmundur M. 16:14
42.                  16:15 Andres
43.  Janus         17:15
44.                  17:16 r.ilini
45.   V'iðar         18:16
46.   Sæmundur    19:16
48.  Janus         20:16
49.                  20:17 Pálmi
51.  Janus(v)      21:17
51.  Geir          22:17
52.                  22:18 Pálmi (v)
52.  Viðar(v)      23:18
54.                  23:19 (iuðmundur
55.  CuðmundurM.24:19
56.                  24:20 l'álmi (v)
58.                24:21 Petur
59.   (ieir          25:21
60.                  25:22 Andres
60.  Janus         26:22
MÖRK Fll: Janus
Guðlaugsson 9, Viðar Simonarson 8. (>uð-
mundur Magnússon 3, Gelr llallsteins*
son 3, Guðmundur Arni  Stefánsson  1,
Sæmundur Stefánsson 2.
MtlllK FRAM: Andres Bridde 7. Pálmi
Pálmason 6, Sigurbergur Sigsteinsson 4.
(luomundur Þorbjörnsson 3, Kagnar
llilmarsson 1, Árni Sverrisson 1.
Misheppnuð vitaköst: Einar Birgisson
varði vítakast frá Viðari Slmonarsyni,
Birgir Finnbogason varði vitakast frá
Andresi Bridde og Pálmi Pálmason gerði
vitakast ógilt.
BROTTVlSANIR AF I.KIKV'EIXl:
(iuðmundi Árna Stefánssyni, Pétri
Jóhannssyni. (iuðmundi Þorbjörnssyni
og (iústaf Björnssyni var vikið af leik-
velli f 2 minúlur hverjum.
DÓMARAR: (iunnar Kjartansson og
Olafur Steingrfmsson dæmdu þennan
leik og ekki verður annað sagt en FII-
ingar hafi hagnazt á dómum þeirra.
ÓHÆTT er að fullyrða að næsta fjár-
öflunarleið Frjálsiþróttasambands ís-
lands sé allsérstæð. Hafa stjórnar-
menn sambandsins ákveðið með sér
að fara á „skak", og þannig draga
Frjálsiþróttasambandinu, sem er
mjög fjárvana, gull úrgreipum Ægis.
Að sögn Arnar Eiðssonar, for-
manns FRÍ, var þessi hugmynd rædd
ýtarlega á 900. fundi Frjálsiþrótta-
sambandsins, og þar ákveðið að
reyna þessa fjáröflunarleið með vor-
inu, eða sennilega í malmánuði. Örn
Eiðsson sagði að stjórnarmenn sam-
bandsins hefðu reynt margar og mis-
munandi fjáröflunarleiðir á undan-
förnum árum. Hefðu þær flestar
byggst upp á „sama gamla betlinu"
eins og Örn orðaði það, en nú væri
hugmyndin að reyna að breyta örlítið
út af þvt.
Aðspurður sagði Örn Eiðsson að
þeir FRI-menn væru ekki búnir að
verða sér úti um bát, en það vær von
hans að einhver formaður eða út-
gerðarmaður mundi setja sig í sam-
band við FRÍ eftir að málið hefði
verið kynnt eða reifað I fjölmiðlum.
Örn Eiðsson sagði þessa fjáröflunar-
leið kannski vekja athygli meðal
fólks. „En hún er nauðsynleg, því
mjog illa er staðið að islenzkri
[þróttahreyfingu af hinu opinbera, og
á Frjálsiþróttasambandið i gifurlega
miklum fjárhagserfiðleikum. Höfum
við varla hugmynd um hvernig okkur
muni takast að kosta og leysa það
verkefni, sem við teljum Frjáls-
iþróttasambandinu skylt að inna af
hendi. Það er svo aukalegur ávinn-
ingur af þessari fjáröflunarleið, þvi
hún mun einnig afla þjóðarbúinu
nokkurs erlends gjaldeyris, sem
sjaldan er til nema af mjög skornum
skammti," sagði Örn Eiðsson.
Einkunnagjöíin
FH: Birgir Finnbogason 2, Magnús Ólafsson 1, Sæmundur
Stefánsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Viðar Símonarson 3, Janus
Guðlaugsson 4, Guðmundur Magnússon 3, Guðmundur Árni
Stefánsson 1, Þórar'inn Ragnarsson 1, Auðunn Óskarsson 1.
FRAM: Einar Birgisson 3, Arni Sverrisson 1, l'álini Pálmason 2,
Pétur Jóhannesson 2, Jón Arni Rúnarsson 1, Andrés Bridde 3,
Sigurbergur Sigsteinsson 3, Gústaf Björnsson 1, Ragnar
Hilmarsson 1, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Arnar Guðlaugsson
1, Jón Sigurðsson 1.
HAUKAR: Gunnar Einarsson 2, Þorlákur Kjartansson 3, Þorgeir
Haraldsson 1, Sigurgeir Marteinsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Stefán
Jónsson 1, Ingimar Haraldsson 3, Hörður Sigmarsson 2, Jón
Hauksson 2, Elfas Jónasson 2, Svavar Geirsson 1, Guðmundur
Haraldsson 2.
VALUR: Jón Breiðf jörð 2, Jón Karlsson 3, Steindór Gunnarsson
2, Bjarni Guðmundsson 2, Jón Pétur Jónsson 3, Stefán Gunnars-
son 2, Þorbjörn Guðmundsson 4, Björn Björnsson 1, Gfsli
Blöndal 1, Jóhannes Stef ánsson 1, Garðar Kjartansson 1.
VIÐ VEKJUM ATH YGLI A
ótrúlega góðum kjörum á ÚTSÖLUMARKAÐI okkar
l^f^ § að Laugavegi 66
%$2. hæð.
40 — 70%
afsláttur
Kr.
Ullardómujakkar          2500 -
Terylenepilsdragtir       7.500.—
Gallaskyrtur              1590 -
Dömupils alls konar
frá                       2500 -
Stakar terylenebuxur     3500.—
Jakkaföt m/vesti       15 900-
Stakir herrajakkar        6500.—
Herraskyrtur             1 790 -
kóflóttar
dómublússur             1790 —
Gallavesti                1990 -


Skór í miklu úrvali.
Mjög gott verð

Laugavegi 66, sími 28155
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32