Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL M77 ósV-öP'0 S'9U vðoí ,\r\a°oe ssoo Undrandi að sjá börnin lifandi „I húsgrunninum og við hann lágu börnin innan um brakið. Risu þau á fætur og forðuðu sér í ofsahræðslu burtu frá rústunum. — Litil telpa sat eins og lömuð á hálfbrotnu gólfi skólastofunnar. Hafði hún hlotið mikinn áverka á andliti og hljóðaði þegar ég ætlaði að bera hana burtu. Skólastjór- inn, Kristján Jónsson, lá meðvit- undarlaus við skólagrunninn. Hafði hann kastast út úr húsinu um leið og það fauk. Ég var undr- andi að sjá börnin risa lifandi úr brakinu eftir það, sem á undan hafði gengið." Þá er í blaðinu viðtal við Ingi- mar Finnbjörnsson, útgerðar- mann í Hnífsdal, og kvað hann alla þorpsbúa hafa komið á vett- vang þegar vart varð við hvað gerst hafði. Var fólkið sem steini lostið er það sá barnaskólann, sem kennsla stóð yfir i, í einu vetfangi í rústum. Ingimar, sem býr mjög nálægt skólanum, lét það verða sitt fyrsta verk að hringja til Ísafjarðar eftir læknum og komu þeir Ragnar Ás- geirsson og Kjartan Jóhannsson á staðinn 10 — 15 minútum eftir að slysið varð. Finnig kom sjúkrabif- reið og hjálparsveit skáta frá ísa- firði. Ingimar Finnbjörnsson kvað það vera álit allra, sem séð hefðu vegsummerki á staðnum, að það væri hrein mildi að ekki skyldu verða þar stórslys og liftjón. Megi það beinínis undursamlegt heita að ekki skyldi ennþá verr til tak- ast, er skólahúsið hófst af grunni og splundraðist svo að ségja á örfáum sekúndum. Eins og áður sagði voru 35 — 40 börn í skólanum er þetta gerðist og hlutu 5 þeirra verulega áverka, svo og skólastjórinn. Þá hlutu mörg önnur börn smáskrámur og urðu fyrir hnjaski og flest börnin, sem í slysinu lentu urðu fyrir meira cða minna taugaáfalli. Mikið tjón Þennan morgun hvessti nokkuð af suðvestri og náði hvassviðrið hámarki um ellefu leytið. Komu þá þrjár til fjórar hviður, líkastar hvirfilvindi, og þá var- það sem skólinn fauk. Töluverðar skemmdir urðu einnig á öðrum húsum íHnífsdal, fimm eða sex urðu fyrir járnplötum úr skóla- húsinu, símalinur slitnuðu og voru aðeins tvö til þrjú símanúm- er i sambandi eftir veðrið. Þá slitnaði rafmagnslínan frá Isa- firði til Hnífsdals og var kauptún- ið um skeið rafmagnslaust. Barnaskólinn stóð ofarlega í þorpinu og var hann byggður 1909 og endurbyggður 40 árum síðar. Voru í húsinu tvær rúmgóð- ar kennslustofur og vel búnar, auk þeirra breiður gangur og áhaldaherbergi. Bókasafn Hnifs- dælinga var þar geymt og bóka- safn lestrarfélags skólabarna og eyðilögðust þau er þau fuku út í veður og vind, einnig skólaáhöld og kirkjugripir, en guðsþjónustur hafa verið fluttar þar. Það ^em eftir stendur er aðeins lítil for- stofa og í Mbl. daginn eftir slysið er sagt óvíst hvernig kennslu verði hagað, e.t.v. kennt i sam- komuhúsi kauptúnsins. ntUn«' «0 „a Föstudaginn 27. febrúar 1953 gerðist sá einstæði atburður í Hnífsdal við ísa- fjarðardjúp, að barnaskólahúsið í kaup- túninu fauk af grunni sínum. Gerðist þetta í stórvirði sem gekk yfir af suðvestri og í einni vindhviðunni brotnuðu gluggar og húsið sviptist upp og fauk nokkur hundruð metra, eða með öðrum orðum kurlaðist á örfáum sekúndum. í Morgunblaðinu er greint frá þessum atburði og talað er við nokkra nemendur, sem meiðst höfðu, svo og sjónarvotta að slysinu. Atburður þessi gerðist um kl. 11:00 íyrir hádegi og stóð þá yfir kennsla í húsinu. Var Kristján Jónsson skólastjóri þar við kennslu ásamt einum kennaranna, Jónu Jónsdóttur. Kristján slasaðist nokk- uð, fékk m.a. heilahristing, en aðeins 5 af 35 — 40 nemendum skólans meiddust og voru fjögur þeirra flutt á sjúkrahúsið á ísafirði. Skólinn horfinn Elías Bjarnason, rafvirki á Isa- firði, var einn af sjónarvottunum og f Mbl. laugardaginn 28. febr. var samtal við hann þar sem hann rakti atburðinn: „Ég var að vinna í nýju verka- mannabústöðunum f Hnífsdal, Frá rústum barnaskólans. sem eru næsta hús við barnaskól- ann, þegar hvirfilvindur gekk yf- ir. Stóð ég þá við glugga og horfði út að skólanum. Sá ég þá að húsið lyftist af grunninum, fyrst þak þess, síðan önnur hliðin og loks svo að segja allt húsið, nema suð- urgaflinn. Hófst húshliðin á háa- loft og fauk niður að innstu hús- um kauptúnsins, niður við sjó, 300 — 400 metra vegalengd. Borð og bekkir úr skólanum þeyttust einnig hátt í loft upp. — Fauk brakið úr skólahúsinu yfir og á milli húsanna, sem stóðu fyrir neðan það. Þetta gerðist á örfáum sekúndum. Ég hljóp strax út úr húsinu og að skólanum, sem þá var í raun og veru horfinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.