Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 77 Mestallt fauká hafút fíabb við Jón Krist/ánsson sem þá var meðal nemenda Jón Kristjánsson, sem nú er búsettur á ísafirði, var einn þeirra nemenda sem voru I skólanum þegar þetta gerðist og var hann þá á ellefta aldursári. Jón minntist atburðarins á þessa leið: „Ég minnist þess að þegar við vorum I einni kennslustund- inni sáum við hvernig hviða f fjallinu þyrlaði upp mold og grjóti og rúðurnar tóku að brotna. Kennslukonan kailaði upp að við skyldum forða okkur út, en til þess kom ekki þvf að það næsta sem ég man er að ég fór beint úr húsgrunninum út á lóðina fyrir utan, það þurfti ekki að fara f gegnum neinar dyr. Allt þetta gerðist á einu augnabliki. Ekki meiddist ég neitt, frekar en flestir en nokkrir skárust þó og voru fluttir á spftalann á ísafirði, En allir urðu mjög hræddir og sjálfsagt eimir enn eftir af þeirri hræðslu þó að maður geri sér ekki grein fyrir þvf. Það eina sem stóð eftir af skólanum var forstofan, þar sem yfirhafnir og skótau var geymt og þegar menn höfðu áttað sig á þvf hvað gerst hafði var það sótt þangað og borið til okkar, sem þá biðum f næsta húsi. Sfðan fórum við hvert heim til sfn, við sem ekkert vorum meidd. Áður höfðu krakkar verið að týna saman það sem fannst heillegt af dóti fyrir utan skólann, töskur, og aðra hluti, sem höfðu fokið út um allt, uppi f hlfð og úti á túni, en mest af okkar skólavör- um týndist alveg. Þá má nefna að þak skólans fór t.d. á haf út ásamt fleira braki. Skólinn var 2 kennslustofur og kjallari undir annarri og þar niðri var orgel, sem klemmdist á milli gólfa þegar allt fauk og úr kjallaranum fór allt út um allt. Jón Krist jánsson sagði einnig að kennsla hefði hafizt nokkru seinna f samkomuhúsi Hnffs- dals og hefði verið kennt þar fram að næstu áramótum er nýtt skólahús var tekið f notkun. Það var byggt hinum megin við götuna, á móti þvf gamla. Vorum ímiðri kennsiustund sagði skólastjórinn Kristján Jónsson, sem var skólastjóri barnaskólans, þegar þetta gerðist er nú kominn á áttugasta árið og kvaðst ekki muna svo gjörla eftir þessu: — Eg man það þó að við vorum í miðri kennslustund, og voru f skólanum þennan morgun um 30—40 nemendur. Þá heyrum við hviðu úti fyrir og rúðurnar brotna og sfðan brotnar allt. Ég féll f öngvit og mér hefur síðan stundum hætt til að fá aðsvif, ég hafði t.d. spilað við messur, en ég hætti þvf fljótlega, þvf ég fann að ég var ekki eins vel upplagður til þess og áður. — Það sem eftir var vetrar var kennt svona hingað og þangað um þorpið meðal annars í ungmennafélags- húsinu, en það var annars strax hafist handa um að byggja nýtt skólahús. Nýi skólinn var reist- ur á svipuðum stað, hinum megin við götuna og við fórum f hann að mig minnir næsta haust. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ÍI.YSINfiA- SÍMINN KH: 22480 Hrein mi/di að ekki fór verr sagói Kjartan Jóhannsson læknir — Við vorum í miðjum upp- skurði, sagði Kjartan Jóhanns- son læknir, þegar blm. leitaði til hans á dögunum og bað hann að rif ja upp þennan eftiminni- lega atburð f Hnffsdal fyrir 24 árum, og við flýttum okkur af stað úteftir. Við gripum það sem nauðsynlegast var til skyndihjálpar, en við vissum Iftið um hverju við gætum átt von á. — Þegar ég ók úteftir var mjög hvasst og þegar ég nálg- aðist Hnffsdal sá ég hvar vöru- bfll hafði fokið út af veginum, en hann var enn á hjólunum og ekkert virtist alvarlegt hafa gerst með hann. Nú þegar við komum að var búið að koma nokkrum börnunum fyrir f næsta húsi við skólann og fyrsta verkið var að róa þau og man ég að þurfti að gefa nokkr- um barnanna sprautur til að róa þau, en þau höfðu orðið mjög hrædd. — Húsið sem þau höfðu verið flutt f var steypt að mig minnir, eða a.m.k. með steyptum kjall- ara eða neðrihæð, þar sem við vorum og ég man að við reynd- um að róa börnin með þvf að þetta væri steinhús, sem myndi ekki geta fokið, þau gætu þvf verið alveg róleg. Nú, — sfðan þurfti að koma þeim slösuðu f sjúkrabflinn og þegar hann kom á vettvang sáum við að þurfti aukasjúkrabörur. — Þá man ég það að þegar ég ók inn til lsafjarðar aftur var ég feginn að hafa farþega f bflnum, þvf það var ekkert auð- velt að aka f þessu roki og reyndi sem best ég kunni að halda bflnum á veginum, en ekki er vfst að það hefði tekizt án þessa aukaþunga sem ég var með, en það voru nokkrir ætt- ingjar þeirra, sem þurftu að fara á spftalann sem fóru með mér. Nú þeir sem slösuðust náðu sér að mig minnir nokkuð fljótt, sagði Kjartan Jóhanns- son að lokum, en það sem allir voru hissa á var það að ekki skyldi verr fara og það var áreiðanlega hrein mildi að börnin skyldu ekki slasast meira en var. Your er boði að skoða 2 DAS-hús, sem bæði eru vinningar á næsta happdrættisári. Hæðabyggð 28, Garðabæ - aðalvinningur ársins. Verðmæti 30 milljónir. Dregið út í 12. fiokki. Sýnt með öllum húsbúnaði. Furulundur 9, Garðabæ - dregið út strax í júlí. Verðmæti 25 milljónir. Húsin verða til sýnis alla virka daga kl. 18.00-22.00 en um helgar og á helgidögum kl. 14.00 - 22.00. Lokað föstudaginn langa. Happdrættí DAS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.