Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 79. tölublaš - Pįskablaš III 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						98
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977
Herdísarvíkur-
Surtla:
SURTLA —
Höfuð Surtlu var
stoppað upp og er nú
geymt á  tilraunastöðinni á
Keldum.
MIVRBN&
Féll fyrir byssuskoti eftir að f é var lagt til höf uðs henni
Aldrei séð neina
skepnu hlaupa eins
oghana
Haustiö 1951 er ákveðið að allt
fé á svæðinu frá Hvalfirði að Ytri-
Rangá skuli skorið niður og var
það sem önnur fjárskipti á þess-
um árum gert til að útrýma mæði-
veiki og garnaveiki. Á þessu
svæði voru þetta haust tæplega 60
þúsund fjár (fullorðið og vetur-
gamalt) en fé á öllu landinu þá
um haustið er talið um 415 þús-
und. Hvorki fyrr né síðar hefur
jafn mörgu fé verið slátrað á einu
hausti vegna fjárskipta eins og
þetta haust. Þar sem garnaveiki
hafði fundist á svæðinu auk
mæðiveiki var ákveðið að láta
svæðið vera f járlaust í eitt ár.
Bændur og fjárskiptayfirvöld á
svæðinu lögðu allt kapp á að
tryggja að engin kind leyndist á
svæðinu þannig að ekki yrði um
að ræóa smit í hinn nýja fjárstofn,
sem flytja átti inn á svæðið næsta
haust. Fjölmargir lögðu hart að
sér við smalamennsku, sem voru
ekki hvað síst erfiðar í hrauninu á
Reykjanesskaganum en þess voru
dæmi að fé á þeim slóðum gengi
árlangt úti og jafnvel að það hefði
aldrei í hús komið. Óneitanlega
féll margur góður gripurinn við
fjárskiptin, sem eftirsjá var i og
bönd tryggðar og vináttu voru rof-
in. En hvað sem leið erfiði smala-
mennsknanna eða tryggð við ein-
staka gripi voru iógin óskeikul —
allt sauðfé á svæðinu átti að falla.
Á þessum árum bjó í Herdísar-
vik á Reykjanesskaga Hlin, fyrr-
um sambýliskona Einars Bene-
diktssonar skálds, og átti hún um
300 fjár sem nær algjörlega gekk
sjálfala í fjalllendinu upp af Her-
dísarvlk eða í f jörum. Var fé Hlín-
ar sem öðru f é á væðinu smalað til
slátrunar vegna niðurskurðarins
og urðu menn þá varir við svarta
á, sem var með lambi. Ekki tókst
að handsama ána eða lambið að
þessu sinni og var strax talið að
þessir gripir væru eign Hlínar
sem og reyndist rétt síðar. Nokkr-
ar fleiri kindur reyndust hafa
sloppið og strax um haustið er
gerður út leiðangur til að hand-
sama þetta fé og tókst það nema
hvað enn slapp svarta ærin og
lambið.
Veturinn 1951 til '52 var tölu-
vert snjóþungur og töldu menn
með ólfkindum ef ekki tækist að
ná þeirri svörtu og lambi hennar
þá. Var gerður út leiðangur og
tókst þeim að ná lambinu með
hundi en svarta ærin, sem síðar
SURTLA var hún nefnd, sennilega sú sauðkind, sem frægust
hefur orðið hér á landi á síðari tímum. í nærri eitt ár var hún
eina kindin, sem lifði á öllu svæðinu frá Hvalfirði að
Ytri-Rangá en ævi sína endaði Surtla með því að falla fyrir
skoti á víðavangi, eftir að fé hafði verið lagt til höfuðs henni.
Þar með var fallið síðasta fórnardýr fjárskiptanna á
Suðvesturlandi og jafnframt síðasta kindin af þeim gamla
fjárstofni, sem lifði á Reykjanesskaganum allt frá upphafi
byggðar í landinu. Allt átti mál þetta sér sérkennilega sögu að
baki og þá ekki síst eftirmæli. Er Surtla var fallin tóku menn að
rita eftirmæli hennar, ort var lof um hana og dauða hennar var
líkt við víg útlagans Grettis og aftöku Snorra Sturlusonar í
jarðhúsinu í Reykholti forðum. En aðrir töldu að hér hefði
aðeins verið að ferðinni nauðsynleg aðgerð, lagafyrirmæli
gerðu kröfu til þess að allt fé á svæðinu félli — það var ekki
spurt um hvar eða hvernig, ef nauðsyn krefði.
Herdísarvík. Má meðal annars sjá á myndinni klettabelti Herdísarvikurfjalls, þar sem eltingaleikur-
inn með Surtlu átti sér stað. Staðurinn þar sem Surtla féll er lengra til vinstri heldur en sést á
myndinni.
átti ýmist eftir að ganga undir
nafninu Herdísarvlkur-Surtla eða
Surtla, gekk leiðangursmönnum
úr greipum. Á útmánuðum er enn
gerður út leiðangur til að hand-
sama Surtlu og fór Sæmundur
Eyjólfsson, fyrrum bóndi á Þurrá
í Ölfusi, í hann við annan mann.
Um samskipti sln við Surtlu sagði
Sæmundur i samtali við blaðið:
„Við fundum hana og ég vildi
setja hundinn strax á hana, þvi ég
var viss um að það væri eina
leiðin til að ná henni. Sá sem var
með mér vildi ekki fara þannig að
henni strax. Ekki hafði Surtía
lengi haft vitneskju um okkur
þegar hún tók á sprett undan okk-
ur og það get ég svarið að ég hef
aldrei séð neina skepnu hlaupa
eins og hana. Hún hreinlega kom
tæpast við jörðina og víst er að
það þurfti fótfráan mann til að
fylgja henni eftir. Við misstum
Surtlu i þetta skipti."
Einbestaskytta
Varnarliðsins
fengin til að sitja
fyrir Surtlu
Fjárskiptayfirvöld höfðu nú
vaxandi áhyggjur af þvi að Surtla
gengi laus á fjárskiptasvæðinu en
það þótti I meira lagi óæskilegt að
fé væri á svæðinu þegar nýtt fé
kæmi, enda þótt ekki sæjust á
kindinni nein merki mæðiveiki.
Var þó beðið átekta þar til voraði
en þá eru enn gerðar skipulagar
tilraunir til að handsama ána.
Fjölmargar sögur voru komnar á
kreik um eiginleika Surtlu og
þótti mörgum sem henni fylgdu
einhverjar ókennilegar vættir.
Sögur þessar fengu enn byr er
það fréttist að einn leiðangur,
sem gerður var út til að ná henni,
hefði séð hana hverfa bak við
hraunkamb og þá sigað á hana
hundum en þeir komu til baka
von bráðar með rófuna milli lapp-
anna. Þótti mönnum þetta sýna
merki um hvaða vernd hin ósýni-
legu öfl veittu þessari drottningu
fjallanna.
Auk leiðangra, sem skipaðir
voru mönnum, er vanir voru
smalamennskum á þessum slóð-
um en það voru einkum menn úr
ölfusi og Selvogi, tóku fjárskipta-
yfirvöld nú að gripa til ýmissa
ráða sem betur áttu að duga.
Flugmenn á lítilli einkaflugvél
voru fengnir til að fljúga yfir
svæðið en þær ferðir báru ekki
árangur. Það voru þeir Björn A.
Blöndal og Lárus Óskarsson, sem
flugu yfir svæðið og sagði Björn í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112