Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 1
120. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. JtJNl 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Deilan út af Dayan sett niður Tel Aviv, 31. mal. Reuter LEIÐTOGAR Likud-flokksins f lsrael voru þess fullvissir f dag að þeir hefðu sett niður deiluna við Lýðræðisbreyt- ingaflokkinn, sem þeir vilja fá til samvinnu f rfkisstjðrn, út af valinu á Moshe Dayan f stöðu utanríkisráðherra. I kvöld ákvað Lýðræðisbreyt- ingaflokkurinn að taka að nýju upp viðræður við Likud. Aðstoðarmenn Likud- leiðtogans Menachem Begin sögðu að hann hefði fullvissað foringja Lýðræðisbreytinga- flokksins um að boðið sem Dayan hefði fengið um að taka við embætti utanrfkisráðherra væri aðeins tillaga. Hann sagði að allir ráðherrar nýrrar stjórnar yrðu að staðfesta val manna f ráðherrastöður og stjórnarstefnuna. Lýðræðisflokkurinn sleit viðræðum við Likud um myndun nýrrar stjórnar þegar Dayan var boðin staða utan- ríkisráðherra. Likudleiðtoginn Ezer Weizman kveðst þess hins vegar fullviss að þær út- skýringar sem leiðtogi Lýðræðisbreytingaflokksins, prófessor Yigael Yadin, fær frá Begin geri flokknum kleift að ganga til stjórnarsamstarfs með Likud. Valið á Dayan hefur sætt mikilli gagnrýni í Israel enda var honum almennt kennt um áföll tsraelsmanna í upphafi Framhald á bls. 25 Rhódesíumenn ná 200 mílna lögsaga við Svalbarða Pierre Trudeau forsætisráðherra fer með syni sfna f skölann eftir skilnað hans og konu hans að borði og sæng. Sjá frétt á bls 17. Ósló.31. mat. NTB. NORÐMENN munu taka sér 200 mflna fiskveiðilögsögu við Sval- barða með konunglegri tilskipun eftir nokkra daga samkvæmt áreiðanlegum heimildum f dag. Málið var rætt f Svalbarða- Mólukkamir vilja fá milligöngumenn Haag, 31. maf. Reuter. Hryðjuverkamennirnir frá Suður-Mólukkueyjum fóru þess á leit í dag vegna harðrar afstöðu hollenzku ríkisstjórnarinnar að skip- aðir yrðu sérstakir sátta- semjarar til að binda enda á umsátrin í Norður- Hollandi. Stjórnin lofaði að athuga málið, en ekki er vitað hvort hermdarverkamenn- irnir krefjast þess að velja sjálfir sáttasemjarana. Þetta er fyrsta bendingin um að hryðjuverkamenn- irnir vilji binda enda á um- sátrin sem hafa staðið í nefndinni f dag samkvæmt upp- lýsingum NTB. Viðstaddir fund- inn voru Knut Frydenlund utan- rfkisráðherra og Everre Hamar hershöfðingi, yfirmaður herafl- ans. Tilskipunin verður gefin út á föstudag eða í næstu viku, það er að segja áður en þingmenn fara í sumgrleyfi. öllum þjóðum verður leyft að veiða i fiskveiðilögsögunni en samkvæmt þeim reglum sem Norðmenn ákveða. Einkum Rúss- ar hafa verið sakaðir um að hafa veitt mikið af smáþorski við Sval- barða. Framhald á bls. 25 Fridmælast nú við Kúbumenn Hundruð teknir fastir í Angola Washington, 31. maí. NTB. Reuter. CARTER forseti sagði í dag að hann væri reiðubúinn að bæta samskiptin við Kúbu eins fljótt og Fidel Castró forseti vildi bæta þau. Forsetinn sagði að fyrsta skref- ið hefði verið stigið og nú kæmi til kasta Kúbumanna. Frú Rosa- lynn Carter sagði f Kingston, Jamaica, fyrsta viðkomustað hennar á ferðalagi til sjö landa á Karfbahafi og f Rómönsku Amer- fku, að enn væru óleyst mörg vandamál f sambandi við mann- réttindi áður en samskiptin kæm- ust f samt lag aftur. Eitt helzta umræðuefni frú Carter og leiðtoga þeirra landa sem hún heimsækir er sambúð Bandaríkjamanna og Kúbu. Carter hefur aflétt banni við ferðum bandarískra borgara til Kúbu, samkomulag hefur tekizt um fiskveiðilögsögu og nú er rætt um möguleika á því að bandarísk- ir diplómatar starfi í svissneska sendiráðinu i Havana og kúbansk- ir diplómatar i tékkóslóvakiska sendiráðinu í Washington. Forsetinn sagði í gær að hann gerði ráð fyrir því að samkomulag um þetta tækist fljótlega en i dag var hann mjög tregur til að gefa ákveðin svör við spurningum um málið. Fylgdarmenn frú Carters hafa staðfest að viðræður standi yfir á leynilegum stað í New York um Framhald á bls. 25 átta sólarhringa. Fimmtíu og níu gislar eru enn á valdi Suður-Mólukka, fjór- ir í skólanum i Bovens- milde og 55 í járnbrautar- lest nokkra km frá skólan- um. Hryðjuverkamenn neituðu f sið- ustu viku að fallast á samninga- viðræður fyrir miiligöngu sátta- semjara og hótuðu að skjóta sátta- semjara sem stjórnin kynni að senda til samninga við þá. Hóf- samir Suður-Mólukkumenn voru milligöngumenn í samningum við hryðjuverkamenn sem rændu lest og réðust á ræðismannsskrifstofu Indónesíu f Amsterdam 1975. Hryðjuverkamenn krefjast þess ekki lengur að gislarnir fari með þeim úr landi. Stjórnin leggur þó áherzlu á að endanleg lausn sé ekki enn i sjónmáli og segir að hryðjuverkamenn hafi oft dregið loforð sin til baka og breytt af- stöðu sinni. Lusaka, 31. maí. Reuter. HUNDRUÐ Angolamanna hafa verið handteknir f Luanda eftir byltingartilraunina á föstudag- inn, þeirra á meðal varaforseti herráðsins, „Monstro Imortal" hershöfðingi, að þvf er haft er eftir Agostinho Neto forseta. Starfsmaður stjórnarflokksins MPLA hafði eftir Neto að leið- togar byltingartilraunarinnar hefðu notið stuðnings á lands- byggðinni og f fjöldasamtökum og að útlendingar hefðu verið við- riðnir hana. 1 kvöld neitaði Neto þvi að kúbanskir hermenn hefðu tekið þátt i að bæla niður byltingartil- raunina. Hann sagði að hundruð manna sætu i fangelsi i Luandá og enn fleiri á landsbyggðinni. Neto sagði að vissir leiðtogar MPLA hefðu greinilega verið við- riðnir tilraunina og nefndi i þvi sambandi varaforseta herráðsins, yfirmann stjórnmáladeildar her- aflans, Bakalos, og héraðs- kommisarann í Malanje. Samkvæmt fréttum frá Luanda hafa þar fundizt 22 brunnin lík i viðbót eftir byltingartilraunina. Talið er að uppreisninni hafi stjórnað Nito Alves fyrrum inn- anrikisráðherra sem rekinn hafði verið úr miðstjórninni og er sagður hafa snúizt gegn þeirri stefnu Netos að hafa menn af Framhald á bls. 25 bæ í Mozambique Salisburry, 31. maí. Reuter. YFIRMAÐUR Rhódesíuhers, Peter Walls hershöfðingi, sagði í dag að öryggissveitir sem réðust inn f Mozambique á sunnudags- morgun til baráttu gegn skærulið- um blökkumanna hefðu tekið bæinn Mapai, 75 km frá rhódesfsku landamærunum. Walls hershöfðingi sagði á blaðamannafundi að Rhódesfu- hermann yrðu um kyrrt f Mozambique þar til þeir hefðu útrýmt sveitum skæruliða á þess- um slóðum og eyðilagt eða fjar- lægt hergögn þeirra og skotfæri. Mapai er við fljótið Limpopo suð- austur af landamærabænum Vila Salazar f Rhódeáu og Walls sagði að bærinn hefði verið í höndum Rhódesfumanna sfðan f gærmorg- un. Rhódesíumenn hafa mætt lítilli mótspyrnu í sókninni inn i Mozambique að sögn Walls hers- höfðingja. Hann sagði að engir óbreyttir borgarar hefðu verið í Mapai þegar þeir sóttu inn í bæinn. Hann sagði að Rhódesíumenn hefðu eytt fjórum stöðvum skæruliða með stuðningi flugvéla síðan á sunnudag og fellt að minnsta kosti 32 óvini. Hann kvaðst ekki óánægður með árang- ur aðgerðanna, en þó hefði hann vonað að menn hans felldu „hundruð" skæruliða. Leyniþjónustuupplýsingar höfðu gefið til kynna að miklu fjölmennari liðsafli skæruliða væri á bessum slóðum en her- mennirnir fundu. Walls hers- höfðingi kvaðst telja að skærulið- ar hefðu dreift sér þegar liðsafli Rhódesiumanna nálgaðist. Walls hershöfðingi sagði að Rhódesíumenn hefðu ekki enn átt i höggi við herlið Mozabique- stjórnar, Frelimo. „Það er ekki ætlun okkar að berjast við Frelimo." sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.