Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 124. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977
Þórir Haukur Einarsson, Drangsnesi:
Flotkrónur
og fjadrafok
Inngangur
„Ég lel fyllilega tímabært og æski-
legt. að um þessi mál sé fjallað I
opinberum umræðum, þar sem tæki-
faeri gefst til að kanna. hvaða viðhorf
menn hafa til hugsanlegrar gjaldmiðils-
breytingar."
Þetta eru ummæli Dr Jóhannesar
Nordal seðlabankastjóra i viðtali við
Morgunblaðið hinn 4 mars sl i tilefni
af þingsályktunartillögu Lárusar Jóns-
sonar alþingismanns um að tvö núll
verði skorin aftan a islensku krónunni
Af viðtalinu i heild virðist mega ráða
að seðlabankastjórinn telji það koma
fyflilega til greina, að gerð verði áður
nefnd breyting á gjaldmiðlinum, þótt
hann á hinn bóginn geri ekki mikið úr
raunverulegri hagkvæmni þess. Þá
vtrðist og mega ráða það af viðtalinu.
að afstaða almennings i málinu komi
hugsanfega til með að hafa veruleg
áhrif á það, hvort af breytingu verður
eða ekki.
Með því að mér þykir málið harla
merkilegt á allan hátt. get ég ekki látið
hjá líða að leggja orð í belg. eftir þá
öbemu hvatningu, er fram kemur i
framan greindri tilvitnun Skoðana-
skipti leikra )afnt sem lærðra á sem
víðustum vettvangi hljóta að þjóna
best hinni almennu umræðu um þetta
merka timamótamál
Læt ég svo lokið þessum inngangs-
orðum og sný mér rakleitt að efninu.
Lærdómurinn
og leikmennskan
í viðtaltnu við Mbl. kveðst seðla-
bankastjóri vilja leiðrétta þann mis-
skilning. er mjóg komi fram í um-
ræðum um þetta mál og lýsi sér i þeirri
skoðun. að sú breytmg að taka upp
nýja mynteiningu hundrað sinnum
stærri en núgildandi islenska krónu.
jafngildi þvi að taka tvö núll aftan af
öllum tölum Sannleikurinn sé sá. að í
tveimur áföngum á undanförnum árum
hafi einmitt tvö núll verið tekin aftan af
íslenska gjaldmiðlinum með þvi að
fella aurana algerlega niður Banka-
stjórinn segir ennfremur efnislega að
jafnvel þótt umraedd breyting væri
gerð. yrðu allar tölur með jafnmörgum
tölustöfum og áður
Þessi ummæli seðlabankastjórans
eru að minum dómi ágætt dæmi um
það. hversu góður ásetningur kemur
oft og tíðum illa til skila. þegar sér-
fræðingarnir taka til að tjá hugmyndír
sinar við almenning Þetta stafar
áreiðanlega sjaldnast af þvi. að
viðkomandi sérfræðingar séu ekki
góðir. ágætir eða frábærir, hver i sinni
grein. heldur liklega af hinu, að þeir
tala tiðum á vissan hátt eilitið annað
tungumál en allur fjöldinn.
Tílgangur seðlabankastjórans er
vafalaust að gera einfalda hluti ennþá
Ijósari í málinu, en mér finnst á hinn
bóginn að orð hans vefji málið nokkru
místri og séu jafnvel til þess fallin að
rugla fólk i rt'minu Það, sem seðla-
bankastjórinn er að segja. hlýtur að
vera þetta Kr 100 fyrir hugsanlega
breytingu myndu samsvara kr 1,00
eftir breytingu Vissulega eru jafn-
margir tölustafir i báðum tilvikum
Liklega er það ekki sérlega
nákvæmt, hvað þá vísindalegt orðalag,
að tjá uiTirædda breytingu með
orðunum að „skera tvö núll aftan af
krónunni " Ég hygg. að þetta hafi eigi
að siður þann augljósa kost. að svo til
hvert einasta mannsbarn i landinu
skilji að fullu. hvað við er átt. ef svona
er tekið til orða Þegar talað er um að
skera tvö núll aftan af krónunni, er
auðviiað átt við að nema tvö núll aftan
af heilli tölu upphæðar, þar sem heila
talan táknar fjölda aðaleininganna, þ e
krónunnar,      en      aukastafirnir
hundruðustu hluta einingarinnar, þ.e.
auranna.  ef  þeir væru enn við lýði
Vaeri islenska myntkerfið ólemstrað í
dag, myndi þetta samsvara færslu
kommunnar um tvö stæri til vinstri, og
þannig losa okkur við tvo öftustu
upphaflega tölustafi Eins og mynt-
kerfið er i dag. myndu tveir tölustafir
hins vegar fara i það að skila aftur
aurunum inn í íslenska myntkerfið
Orðalagið „tvö núll" hefur auðvitað
þann augljósa annmarka að bókstaf-
lega og strangt til tekið heimfærist það
einungis upp á heilar tölur, sem inni-
fela a.m.k. tvö núll.
Niðurstaða mín af þessum hug-
leiðingum er sú, að þrátt fyrir skil-
greiningargalla orðalagsins „tvö núll",
sé það nú þegar öllum almenningi
Ijóst, hvað þvi er ætlað að merkja. þ.e.
að auka verðgildi islensku krónunnar
hundraðfalt með því að deila gildandi
heilli tölu hennar með hundrað. Hitt
hlýtur þá um leið að teljast nánast
aukaatriði, þótt tölustöfum sem slikum
myndi ekki af áðurnefndum ástæðum
fækka frá þvi, sem nú er. ekki eínu
sinni i heilum krónum, \>ar eð brota-
talan ,00 væri yfirleitt slegin og skrif-
uð. Ennfremur er ég þeirrar skoðunar
að komman eða punturinn. sem raunar
kæmi þarna aftur i spilið. þótt seðla-
bankastjórinn hirði ekki um að tiunda
það, væri margfaldlega þess virði að
slá eða skrifa. miðað við þann ávinning
að endurreisa íslenska myntkerfið í
sinni réttu mynd
Ég held ennfremur að seðlabanka-
stjórinn ofmeti og einblini um of á þá
breytingarástæðu i huga fólks. að tölu-
stöfum myndi fækka, sem ekki væri
raunhæf ástæða, eins og rakið hefur
verið Ég held að fólk vilji fyrst og
fremst endurreisa gamla góða kerfið
með þvi að fá þyngri aðaleiningu og
aurana inn aftur Þótt myntkerlið okkar
sé ekki ýkja gamalt. er það eigi að
síður orðið okkur samgróið. Viðrétting
þess myndi hafa a góð áhrif á
verðmætaskynjun almennings og jafn-
vel glæða trú fólks á það. að með lagni
mætti kannski bjarga fleiri verðmætum
úr verðbólgubálinu ep islenska mynt-
kerfinu einu saman.
En litum nú aftur á þetta með tölu-
stafafjöldann „Sannleikurinn er sá. að
i tveímur áföngum á undanförnum
árum hafa tvö núll verið tekin aftan af
islenska gjaldmiðlinum með þv! aS
fella auram algerlega niður. þannig
að krónan er nú minnsta mynt-
einingin." (Leturbreyting min — ÞHE)
Framangreind verklýsing felur i sér
fordæmingu sjálfrar sín og upphefur
sig sem nýtileg rök í þessari umræðu
Það er einmitt þetta. sem ég á við.
þegar ég tala um að rugla i ríminu.
Þetta, sem seðlabankastjórinn er að
segja má kannski til sanns vegar færa á
sinn hátt. en þó nánast þvi aðeins. að
við játum okkur reíðubúin til að hlaupa
frá umræðu alvarlegra staðreynda yfir í
gamansaman orðaleik
Sé það meining seðlabankastjórans.
að sá verknaður að nema tvö núll aftan
af íslenska gjaldmiðlinum með þvi að
fórna aurunum, sé lækning sambæri-
leg við þá, er umrædd myntbreyting
myndi leiða af sér. þá kemst ég ekki
hjá þvi að klóra mér svolitið bak við '
eyrað. Sannleikurinn er nefnilega sá,
að verðskuldi nokkur aðgerð i veröld-
inni fyrr og siðar nafngiftina hrossa
lækning, þá er það þessi klúra aflimun
islenska gjaldmiðilsins, sem seðla-
bankastjóri er nánast að státa af. Þessi
lækning er eitthvað I ætt við að taka
tvö hundruð kilóa istrubelg. höggva af
honum útlimi um axlir og nára og
segja siðan sigri hrósandi: Gerið svo
vel. hundrað kílóum léttari. Næsti
Sú staðreynd. að áðurnefnd aðgerð
á gjaldmiðlínum er ekki af hinu góða
og á ekkert skilt við umrædda mynt-
breytingu. sést kannski best með þvi
að setja upp litið og einfalt dæmi.
Segjum að kr. 100,00 árið 1 947 séu
kr 10.000 i dag Gefum okkur siðan
nokkra þrjátiu ára áfanga inn i
framtiðina.        stöðugt        með
hundraðkallinn frá 1947 í hendinni og
sjáum hvaða myndir hann tekur á sig i
gegnum árin 1947 = 100.00 —
1977 = 10 000 — 2007 =
1000 000     —      2037
100 000 000    —     2067
10 000 000 000   —   2097
1 000 000 000 000
Hundraðkallinn minn er orðinn að
billjónkalli eða þúsund milljörðum eftir
rúm hundrað ár hér frá. en á þeirri tölu
springur nýja rafreiknivélin mín, sem
aftur þýðir það. að ég gæti ekki einu
sinni notað hana til að leggja saman
vikulega     matarúttekt     mina     i
kaupfélaginu. Þetta þykir mér nú ekki
alveg nógu gott, og lái mér hver sem
vill
Sé tekið mið af verðbólgugrósku
siðari ára, væri engin goðgá að láta sér
detta I hug. að ekki þyrfti einu sinni
heila öld til að afskræma islenska
gjaldmiðilinn eins og sýnt er hér að
framan
Af þessu má öllum vera Ijóst. að þó
við aflimum islenska gjaldmiðilinn og
köstum aurunum i gráðugan kjaft verð-
bólguskrimslisins, þa er það skamm-
góður vermir, ef við horfum nefinu
lengra, og næsta undarlegt að nokkr-
um manni skuli detta i hug að benda á
slikt sem einhvers konar hliðstæðu
umræddrar myntbreytingar. Lag-
færingu af því tagi sem i þingsályktun-
inni greinir, mætti endurtaka eftir þörf-
um I rás tímans og myntkerfið myndi
stöðugt varðveitast og endurnýjast i
sinni réttu, upprunalegu mynd Lag-
færingar þeirrar tegundar, er seðla-
bankastjórinn vitnar til. myndu hins
vegar að vísu ekki leiða til endur-
tekinna aflimana. þar eð ekkert er eftir
nema búkurinn. heldur útheimta
siendurteknar blóðfórnir gjaldmiðils-
einingarinnar, þar sem sifellt yrði að
vera á höttunum eftir nýju og nýju
nafni
Nöfn mynteininga
Seðlabankastjóri bendir á þann
möguleika að taka upp nýtt nafn a
mynteiningu. t.d. nafnið mörk Þetta
tel ég fráleitt Nöfn myntkerfisins eru
svo samgróin vitund þjóðarinnar. að
slik tillaga væri visust til að fæta fólk
endanlega frá sérhverri breytingu
tengdri slíkum annmarka að
nauðsynjalausu
Nauðsynlegt er að gera sér Ijóst. að
ekkert kallar á nafnbreytingu af neínu
tagi. þótt vægisbreyting sé gerð a
mynteiningunni i mesta lagi mætti
hugsa sér, að fyrsta árið eftir breyt-
inguna væri að einhverju leyti talað um
nýkrónur, á meðan verið væri að losa
hugann úr viðjum hins gamla
verðgildis Þetta nafn. nýkróna, ætti
hins vegar að sjálfsögðu hvergi að
skrást og hverfa sem fyrst úr talmáli
aftur, ef það væri þá yfirleitt nokkru
sinni til þess gripið.
Ef við lítum svolítið betur á málið.
sjáum við óðara. að myntbreyting sú
sem hér um ræðir, væri ekki annað en
það, að verið væri að lagfæra i einni
lotu það, sem farið hefur aflaga s.l.
þrjátíu ár. íslensk króna héldi áfram að
vera islensk króna eftir breytingu sem
áður, á sama hátt og islensk króna
1 947 er islensk króna enn í dag, i stað
þess að nokkrum hafi komið til hugar
að gefa krónunni sérstakt nafn hvert ár
fyrir sig, enda þótt vægi hennar hafi
sifellt verið að breytast frá einu ári til
annars.
Framkvæmdin
Þeír sem haldnir eru efasemdum í
sambandi við myntbreytinguna, munu
að likindum velta þvi nokkuð fyrir sér,
hvort kostnaður og framkvæmda-
örðugleikar kunni ekki að valda þvi að
tvimælis orki um réttmæti hennar.
Hvað kostnaðinn áhrærir, má benda
á að við hreyfum varla svo litla fingur.
að það kosti ekki eitthvað. Ef og þegar
að þvi kemur, að breyting verði
ákveðin, munu væntanlega hinir
færustu menn setjast niður og gera
áætlun um kostnað. Ég fyrir mitt leyti
hef ekki áhyggjur af þessu og er reiðu-
búinn til að standa undir minum hluta i
gegnum kerfið
Um framkvæmdina vil ég hms vegar
fara fáeinum orðum Kýs ég þá að
ræða hana i tvennu lagi Annars vegar
umskráningu reikninga og skjala. hins
vegar peningaskiptin
1. Umskráníng Þar eð bókhald og
peningar tengjast yfirleitt órofa
böndum i sérhverju skipulögðu sam-
félagi. kemur það af sjálfu sér að
hagnýta bókhaldstæknina til að
tryggja, að breytingin skili sér hnit-
miðað og öruggt i gegnum sérhvert
bókhald, þannig að enginn geti orðið
fyrir skakkaföllum eða skaða Verður
ekki annað séð en að þetta ætti að vera
næsta einfalt og fyrirhafnarlitið í fram-
kvæmd. miðað við arðsemi
Ef við göngum út frá þvi. að mynt-
breyting yrði látin koma tíl fram-
kvæmdar i byrjun nýs árs. sem virðist
raunar sjálfsagður hlutur, mætti hugsa
sér eftirfarandi vinnubrögð í bókhaldi:
Fyrsta færsla hvers einasta efnahags-
bundins reiknings að lokinni opnun í
byrjun breytingarársins myndi verða:
viðkomandi reikningur deb/kred X.
X = mismunur viðkomandi
reiknings x 99/ 100
Svona litið og einfalt væri það Ein
einasta aukafærsla á hverjum reikningi
sem verið væri að opna hvort sem
væri. Mótreikningurinn, (myntbreyt-
ingarreikningur?) myndi auðvitað jafn-
ast út af sjálfum sér og verða óvirkur i
bókhaldinu við næstu áramót. eftir að
hafa gegnt hlutverki sinu. vonandi um
langtárabil.
Við skatta- og gjaldaútreikning á
fyrst ári eftir breytingu vegna síðasta
gjaldárs fyrir breytingu yrði álagningar-
aðili að sjálfsögðu að margfalda með
stuðlinum 1 / 100 á einhverju þrepi.
Margvisleg fjármálaskjöl svo sem
verðbréf o.fl.  þyrftu að likindum að
ganga i gegnum einhvers konar aðgerð
og skrifast niður um 99%. Ef til vill
yrði það með þeim hætti. að þau væru
stimpluð eða árituð með nýjum tölum
á skrífstofum lögsagnarumdæma.
Launaskrár,      verðskrár      og
verðmerkingar yrðu vitanlega að
endurnýjast við áramót og yrði allt að
vera til reiðu i þeim efnum. Án þess að
vilja gera lítið úr þeirri fyrirhöfn, kemst
ég ekki hjá að álykta, að viðkomandi
aðilar þjóðfélagsins séu í gegnum árin
orðnir svo þjálfaðir i þeim efnum. að
þeir fyrir sitt leyti teldu þetta ekki
frágangssök. miðað við þann tilgang.
er það þjónaði
2. Peningaskiptin. Fyrsta af-
greiðsludag bankanna á nýja árinu
myndu     peningaskiptin     hefjast
Farsælast og öruggast væri að
líkindum, að fólk skipti peningum
sinum sem allra mest i bönkum, áður
en farið væri með þá út i viðskiptalifið,
án þess þó það væri nokkur skylda
Ætti þetta ekki að vera nein frágangs-
sök fremur en það, að við skjótumst af
og til í banka til að selja ávisun Þessi
háttur myndi flýta peningaskiptunum
°g tryggja fólk gegn hugsanlegum
skakkaföllum i viðskiptum af völdum
breytingarinnar Þeir, sem ekki hefðu
þennan hátt á, yr^ðu að sjálfsögðu að
gæta þess. að sérhver greiðsla til eða
frá með gömlum peningum væri
hundrað sinnum minna virði en nafn-
verð segði til um.
Áreiðanlega væri öruggast, áhyggju-
minnst og þægílegast fyrir alla aðila,
að fólk væri sem allra minnst að velkja
gömlum peningum sin i milli eftir
breytingu, heldur skipti þeim sem fyrst
í næsta banka.
Innleysingartimi gömlu myntarinnar
ætti að vera svo rúmur að engínn þyrfti
að hafa áhyggjur i þvi sambandi
Ávinningurinn
Nú vil ég snúa mér að þvi að benda
á, hvað ég tel að ávinnast myndi með
umræddri breytingu islenska mynt-
kerfisins.
1. Reynslubundið hagræði þess.
viðurkennt í verki af fjölmörgum
þjóðum, að fara ekki niður úr vissu
lágmarki með gildi aðaleiningar gjald-
miðils, en hafa hundruðustu hluta
aðaleiningar sem undirmynt með ein-
hverju nafni. Seðlabankastjóri bendir á
japanska yenið. sem er verðminna en
krónan. Ágaett. Þetta var þaðeina. sem
okkur vantaði, undantekning til að
sanna regluna
2  Mynstur myntkerfisins. þjóðlegt
og alþjóðlegt í senn. myndi endur-
heimtast og varðveitast óbrenglað og
hinn endurbætti. þróttmikli gjaldmiðill
gegna hlutverki sinu með sóma fyrir
land og þjóð.
3  Aukastafalausar tölur i bókhaldi
meiða fegurðar- og færslutilfinningu
margra manna og minna einna helst á
halaklippta hunda. Margir myndu
fagna þvi. pegar af þessari ástæðu, að
losna við halaklippingana úr bók-
haldinu. en fá i staðinn gamla góða
talnamynstrið, sem er svo samgróið
vitund alls þorra þjóðarinnar.
4  Aukið traust á gjaldmiðlinum og
vaxandi virðing fyrir peningum yfirleitt
Frelsun frá þvi að upplifa það í fram-
tiðinni, að halaklipptu hundarnir í bók-
haldinu haldi áfram að lengjast uns
nota þyrfti rafknúna hjólastóla til að
skjögta milli debet og kredit Frelsun
frá þvi, að flotkrónurnar létu sig hafa
það einn góðan veðurdag að breytast I
fiðraðar flugkrónur, sem flogra myndu
um loftin blá, fáum þó til gagns eða
gleði
Aurafórnin, sem verðbólgunni var
færð i tveimur áföngum, breyting engu
sem nemur um þessa þróun, og er þvi
að mestu út i bláinn.
Lokaorð
Nú er ég búinn að endurtaka orðið
seðlabankastjórinn svo oft i þessari
Framhald á bls. 30
FRÁ lEfBBEIHIHGASTÖfl HÚSMÆfiRA
¦ _
Þ vottur á
tízkuflíkum
Ljós fatnaður er nú vióa á
boöstólum í tizkuverzlunum og
skal hér á það bent, aó menn
ættu aö kynna sér vel, hvernig
halda eigi honum hreinum, áð-
ur en kaupin eru gerð. En slík-
um fatnaði fylgja yfirleitt leið-
beiningar um  meðferð.  Neyt-
andinn verður að gera þær
kröfur að tryggt sé að fatnaður-
inn verði hreinn og vel útlit-
andi eftir þá þvottameðferð
sem framleiðandinn mælir
með.
Gerviefni eru yfirleitt þvegin
í ylvolgu vatni og er mjög auð-
velt að ná burt öllum
óhreinindum, jafnvel þótt hita-
stig þvottavatnsins sé ekki
meiraenum40°C.
Hvít eða mjög ljós baðmullar-
efni þarf hinsvegar að þvo i
vatni sem er nálægt suðumarki,
ef góður árangur á að nást. Að
visu er unnt að halda hvitum
baömullarfatnaði sæmilega
hreinum mjög lengi með slíku
háttalagi. Það er þvi mesti mis-
skilningur að framleiða hvítar
baðmullarskyrtur með svörtum
skrautsaumi sem lætur lit ef
þvottavatnið er heitara en 40°C
heilu vatni.
Árangurinn af slikum þvotti
má sjá á meðfylgjandi mynd.
Eigandinn lagði vestið í bleyti
yfir nótt í vatn með þvottaefni
sem i eru efnakljtif ar til þess að
f á sem beztan árangur af þvott-
inum. Sennilega hafa efna-
kljúfarnir með einhverjum
hætti valdið því að málmurinn í
tölunum og i rennilásunum
leystist upp að einhverju leyti.
En undir tölunum á vestinu
voru komnir allstórjr ryðblettir
og rennilásarnir hafa látið lit i
vestiö.
S.H.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40