Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 124. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977
19
Viðar
Höröur
Viðar og Hörður
til Svíþjóðar?
MIKLAR lfkur eru á því að
handknattleiksmeimirnir
Viðar Símonarson, FH, og
Hörður       Harðarson,
Ármanni,    leiki    með
Víkingur
og'lBK
í kvöld
EINN leikur fer fram i 1. deild
íslandsmótsins i knattspyrnu i
kvöld. Víkingur og Keflavík leika
á Laugardalsvellinum og hefst
leikurinn klukkan 20. í athugun
er aö setja leik KR og Breiðabliks
á annað kvöld, en óvíst er hvort af
þvi getur orðið vegna kastlands-
keppni íslendinga og Dana, sem
fram fer á vellinum á sama tíma.
sænska 3. deikdarleiðinu
Hammerby næsta keppnis-
tfmabil, en eins og fram
hefur komið f fréttum, má
nær fullvíst telja að
Hilmar Björnsson þjálfi
þetta lið næsta ár.
Þeir Viðar og Hörður fóru með
Hilmari til Svíþjóðar fyrir
skömmu og léku þá tvo leiki með
félaginu. Stendur þeim báðum til
boða að keppa með félaginu
næsta vetur og hafa þeir Viðar og
Hörður báðir mikinn hug á því að
taka boðinu. Ef úr verður, getur
Viðar ekki keppt með íslenzka
landsliðinu í HM í Danmörku i
byrjun næsta árs.
Eins og áður hefur komið fram í
Mbl. eru keppnislið Hammerby i
boltaíþróttum öll í 1. deildunum
sænsku nema handknattleiksliðið
og á nú að bæta úr þvi með því að
fá til liðsins nýja menn, þjálfara
og leikmenn.
—SS.
KAhefurfor-
ystuí2.deild
KNATTSPVRNUFÉLAG Akur-
eyrar hefur nú forystu f 2. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu. KA
sigraði Selfoss á Selfossvelli á
laugardaginn 2:1 og hefur félagið
nú hlotið 7 stig úr 4 fyrstu leikj-
um sfnum. Allir leikirnir hafa
verið á útivöllum og fyrsti heima-
leikur KA verður ekki fyrr en í 5.
umferð 10. júní, en þá mætast tvö
efstu liðin, KA og Armann, á
Akureyri. Er þetta vægast sagt
skrítin niðurröðun, en KA stend-
ur óneitanlega vel að vígi eftir
fyrstu leikina.
Leikið var á malarvellinum á
I
2. deild
Staðan er þessi
leiki helgarinnar:
KA
Ármann
Haukar
Þróttur R
Selfoss
Reynir S
Þróttur N
Völsungur
ÍBÍ
Reynir Á
í 2. deild eftir
4 3 10  7:3
4 3 0 1 10:3
2 0
1 1
4 2 0 2
4 2 0 2
1 1
1 1
1 1
0 1
6:2
5:3
4:4
6:6
3:4
3:6
2:6
2:8
Selfossi og kom það mörgum á
óvart, þvi grasvöllurinn við hlið-
ina virtist í góðu standi. Sterkur
vindur var á annað markið og
hafði KA vindinn í bakið og skor-
aði þá tvö mörk. Fyrra markið
skoraði Ármann Sverrisson af
stuttu færi eftir að skotið hafói
verið i þverslá og boltinn hrokkið
út á völlinn aftur. Á 35. mínútu
bætti Eyjólfur Ágústsson við
marki eftir langt innkast.
Í seinni hálfleik snerist dæmið
við, Selfoss sótti meira án þess þó
að skapa sér verulega góð tæki-
færi. Eina mark Selfyssinga kom
þegar korter var eftir af leiknum
og skoraði Guðjón Arngrímsson
markið eftir varnarmistök KA-
manna. Á síðustu sekúndunum
fékk KA hornspyrnu sem Sig-
björn Gunnarsson tók. Boltinn fór
í mark Selfoss en góður dómari
leiksins, Einar Hjartarson, hafði
flautað leikinn af áður.
Hjá KA átti Jóhann Jakobsson
einna beztan leik en i liði Selfoss
var Tryggvi Gunnarsson lang-
beztur.
—Sigb.G/SS.
Sjá nánar um leiki 2.
deildar um helgina á bak-
sfðu íþrðttablaðsins.
Guðgeir til IBV
ef hann hættir í atvinnumennsku
íþróttabandalag Vest-
mannaeyja hefur til-
kynnt félagaskipti Guð-
geirs Leifssonar úr belg-
fska liðinu Sporting
Charleroi í ÍBV. Mun
Guðgeir því leika með
Vestmannaeyingum
seinna í sumar að öllu
ðbreyttu, en það gæti
breytzt ef Guðgeir fær á
næstunni tilboð frá "er-
lendum atvinnumanna-
liðum.
Eins og fram kom í Mbl. fyrir
helgina er Guðgeir Leifsson nú
á sölulista hjá belgíska félaginu
Charleroi. Hafa 5—6 félög i
Belgíu, Frakklandi og Þýzka-
landi spurzt fyrir um hann og
eitt þeirra, 1. deildarliðið Rot
Weiss Essen í Þýzkalandi,
hefur átt viðræður við Guðgeir.
Morgunblaðið gat hins vegar
ekki skýrt frá því i sömu frétt,
að Guðgeir hefur haldið þeim
möguleika opnum að koma
heim ef hann fær ekki viðun-
andi tilboð. Hefur Guðgeir átt
viðræður við Vestmannaeyinga
vegna þessa og sendi ÍBV til-
kynningu um félagaskipti Guð-
geirs til KSÍ síðdegis á föstu-
daginn og opinberaði þar með
málið. Með tilkynningunni
fylgdu nauðsynlegir pappirar
frá Charleroi, en þá pappira
kom Ásgeir Sigurvinsson með
til landsins í síðustu viku.
Áður en Guðgeir hélt í at-
vinnumennskuna til Belgíu lék
hann með Víkingi tvívegis og
Fram hér heima.
—SS.
KRISTJAN
ÍVÍKING
KRISTJÁN Sigmunds-
son, Iandsliðsmarkvörð-
ur í handknattleik, hefur
tilkynnt félagaskipti úr
Þrótti í Víking. Var til-
kynningin um félaga-
skiptin send HKRR í
gær.
Kristján Sigmundsson er
tæplega tvftugur að aldri. Hann
vakti athugli fyrir góða mark-
vörzlu fljótlega eftir að hann
byrjaði að leika með meistara-
flokki Þróttar, og hefur hann
verið ein traustasta stoð meist-
araflokks félagsins siðastliðin
ár. Þegar pólski þjálfarinn
Janusz Cherwinsky tók við
þjálfun landsliðsins valdi hann
Kristján einn af þremur mark-
vörðum      landsliðshópsins.
Hefur Kristján siðan verið í
hópnum og tók hann m.a. þátt I
hinni frækilegu för landsliðsins
til Austurríkis sl. vetur. Kom
hann inn á í leiknum við Tékka
um 3. sætið og varði þá m.a. tvö
vitaköst.
Ekki er vafi á þvi að Kristján
mun styrkja Vikingsliðið veru-
lega, en markvarzlan hefur
verið höfuðverkur þessa annars
sterka handknattleiksliðs.
—SS.
Þrjú félög hafa
haft samband
við Guðmund
GUÐMUNDUR Þorbjörnsson,
miðherjinn ungi f Val, virðist
vera í niiklu áliti hjá belgískum
knattspyrnufélögum.
Þrjú félög þar I landi hafa haft
samband við Guðmund á sfðustu
dögum og spurzt fyrir um það,
hvort hann væri tilleiðanlegur til
að koma utan, leika æfingaleiki
og ræða um hugsanlegan atvinnu-
samning.
Danski þjálfarinn Jack John-
son, sem þjálfaði Akureyringa á
sínum tfma, var milligöngumaður
fyrir eitt félagið, og hafði Guð-
mundur ekki áhuga á tilboði
hans. Ekki lá ljóst fyrir frá hvaða
félagi það tilboð var, en hin tvö
tilboðin munu vera frá félögum f
1. deildinni belgísku.
— SS.
Útlendingar
í íslenzkan
handbolta?
ARSÞING Handknattleikssam-
bands islands verður haldið í
félagsheimirinu á Seltjarnarnesi
um næstu helgi. Fjölmargar til-
lögur liggja fyrir þinginu og má
þar nefna tillögu frá Víkingi, um
að erlendum leikmönnum verði
leyft að leika með fslenzkum lið-
um, en þó aldrei fleiri en fjórum
mönnum með hverju liði.
Bergur Guðnason
formaður Vals
AÐALFUNDUR Knattspyrnufé-
lagsins Vals var haldinn s.l. föstu-
dag.Ægir Ferdinandsson kaup-
maður lét nú af formennsku í
félaginu og var Bergur Guðnason
lögfræðingur kjörinn formaður
félagsins i hans stað.
22mennvaldirí
leikinn við N-íra
LANDSLIÐSNEFND KSÍ, Jens
Sumarliðason, Arni Þorgrímsson
og Tony Knapp hefur valið 22
manna hóp fyrir landsleikinn
gegn Norður-trlandi á Laugar-
dalsvelli n.k. laugardag, en leikur
þessi er sem kunnugt er liður f
heimsmeistarakeppninni f knatt-
spyrnu. I hópnum eru allir 16
leikmennirnir, sem þátt tóku f
leiknum gegn stjörnuliði Bobby
Charltons i sfðustu viku og að
auki 6 leikmenn, þar af 6 atvinnu-
menn, sem leika með erlendum
liðum. í vikunni verður fækkað f
hópnum niður f 16 leikmenn.
Leikmennirnir 22 eru þessir:
Markverðir:
Árni Stef ánsson Fram
Diðrik Olafsson Víkíngi
Sigurður Dagsson Val
Varnarleikmenn:
Einar Þórhallsson Breiðabliki
Gisli Torfason ÍBK
Janus Guðlaugsson FH
Jóhannes Eðvaldsson Celtic
Jón Gunnlaugsson ÍA
Marteinn Geirsson
Royal Union
Viðar Halldórsson FH
Tengiliðir:
Albert Guðmundsson Val
Arni Sveinsson ÍA
Asgeir Sigurvinsson
Standard Liege
Atli Eðvaldsson Val
Guðgeir Leifsson Charleroi
Hörður Hilmarsson Val
Karl Þórðarson ÍA
Framlinumenn:
Guðmundur Þorbjörnsson Val
Ingi Björn Albertsson Val
Ölafur Danivalsson FH
Kristinn Björnsson ÍA
Teitur Þórðarson Jönköping.
Sjá einnig
íþróttir á
bls. 38
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40