Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 124. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1977
Æstur múgurinn ðð inn á Wembley-leikvanginn að leiknum loknum og eins og sjá má voru mörkin rifin
niður og brotin.
Innrás Skota á Wembley
og sigur í brezku keppmnni
ENSK KNATTSPYRNA varð fyrir enn einu áfallinu er enska landsliðið tapaði fyrir því skozka á
Wembley-leikvanginum f Lundúnum á laugardaginn. Úrslitin urðu 2:1 sigur Skota, sem með þessum
sigri vörðu titil sinn örugglega I brezku landsliðakeppninni. Ekki nóg með að áfallið væri mikið
knattspyrnulega fyrir Englendinga, heldur voru þeir einnig særðir djúpu sári er áhangendur skozka
landsliðsins ruddust inn á leikvanginn þar sem Englendingar hafa unnið sfna sætustu sigra að leiknum
loknum og unnu þar spjöll fyrir 5 milljónir króna, mörkin voru rifin niður, netin tætt f sundur og jafnvel
höfðu Skotarnir með sér torfusnepla heim til Skotlands til minja um þennan sæta sigur. — Þetta er það
alversta, sem ég hefi séð á ævi mínni, sagði Ted Croker, framkvæmdastjóri Enska knattspyrnusambands-
ins, og innan skamms munu verða reistar háar girðingar um leikvanginn til varnar slíkum skrflslátum.
Urslitin í brezku meistara-
keppninni að þessu sinni urðu
þau, að Skotar sigruóu með 5 stig
— gerðu aðeins jafntefli við Wal-
es, en unnu Englendinga og N-
íra. Wales hlaut 4 stig í keppn-
inni, en þeir gerðu jafntefli, 1:1, á
laugardaginn gegn N-Írum.
Höfðu þeir gert sér vonir um sig-
ur í þeim leik og þá einnig sigur i
keppninni, en það hefði verið í
fyrsta skipti síðan 1937. Englend-
ingar hlutu 2 stig, unnu aðeins
Norður-íra, sem ráku lestina með
eitt stig.
Leikur Skotlands og Englands á
Wembley á laugardaginn gat ekki
endað nema á einn veg, að þvi er
segir í fréttaskeytum. Skotar
höfðu öll tök á miðju vallarins og
hlutu að sigra. Það var miðjutrió-
ið Bruce Rioch, Don Masson og
Asa Hartford, sem lögðu grunn-
inn að sigrinum, en bezti maður
skozka liðsins var þó sennilega
Gordon McQueen, sem hafði yfir-
burði gegn ensku sóknarmönnun-
um og skoraði sjálfur fyrsta mark
leiksins á 43. mínútu með gullfall-
egum skalla. Celtic-leikmennirnir
McGrain og Daglish sýndu einnig
snilldartaftta í þessum liek og það
Gordon McQueen gnæfir yfir
leikmenn Englands og skorar
fyrsta mark leiksins.
var Dalglish, sem gerði i raun út
um leikinn með marki á 61. min-
útu. Á 88. mínútu felldi McQueen
Trevor' Francis og úr vítaspyrn-
unni, sem réttilega var dæmd,
skoraði Mike Channon.
Eftir leikinn æddu þúsundir öl-
óðra Skota inn á völlinn og rifu
þar allt og tættu, sem fyrir þeim
varð. Miðborg Lundúna var siðan
undirlögð á laugardagskvöldið og
langt fram eftir sunnudeginum af
Skotunum, sem þá loks héldu
heim á ieið í vímunni. Hátt í 200
voru handteknir, fjölmargir flutt-
ir slasaðir og meiddir á sjúkrahús
og einn skozku knattspyrnuunn-
endanna lézt er hann stakk sér í
gosbrunn í Trafalgar-garðinum,
en vatnið I brunninum var aðeins
tæplega eins metra djúpt.
í Belfast léku N-Irar gegn
Wales og úrslitin urðu 1:1. Það
var Peter Sayer, leikmaður með
PSV Eindhoven i Hollandi, sem
skoraði fyrir Wales á 27. minútu
leiksins, eftir góðan undirbúning
Leigton James. Jöfnunarmark
heimaliðsins gerði Arsenal-
leikmaðurinn Nelson eftir hnit-
miðaða sendingu Sammy Mcllroy.
Háíf dán og
Ágústefstir
ÞOTUKEPPNIN í golfi fór fram á Hvaleyrarholti um
helgina í óhagstæðu veðri.
Úrslit urðu þau, að f keppni án forgjafar urðu Hálfdán Karlsson og
Agúst Svavarsson, GK, efstir og jafnir á 157 höggum. Sigurður
Pétursson, GK, varð þriðji á 158 höggum, Magnús Halldðrsson og
Sveinn Sigurbergsson, GK, voru á 160 höggum, íslandsmeistarinn
Björgvin Þorsteinsson, GK, á 161 höggi og Ragnar Ólafsson, GR, Óskar
Sæmundsson, GR, og Loftur Ólafsson, NK, voru á 162 höggum. Veitt
voru stig til landsliðs og hlutu sigurvegararnir 36 stig hvor. 1 keppni
með forgjöf sigraði Björn Karlsson, GK, á 144 höggum.
Óskar
keppir í
öllum
greinum
SEM kunnugt er heyja íslending-
ar og Danir landskeppni f kast-
greinum frjálsfþrótta á Laugar-
dalsvellinum á miðvikudag og
fimmtudag. Hefst keppni kl.
20.15 á miðvikudaginn, en einnig
verður keppt f f jölmörgum auka-
greinum samhliða landskeppn-
inni.
FRÍ hefur valið lið íslands I
kastlandskeppninni og er það
skipað eftirfarandi mönnum:
Óskar Jakobsson ÍR kúluvarp,
kringlukast, spjótkast og sleggju-
kast, Erlendur Valdimarsson KR
kringlukast og sleggjukast,
Hreinn Halldórsson KR kúluvarp
og Stefán Hallgrímsson KR spjót-
kast. Jafnframt keppir unglingur
I hverri grein, og fyrir íslands
hönd hafa verið valdir eftirtaldir
unglingar:  Þráinn  Hafsteinsson
Óskar Jakobsson
HSK kringlukast, Öskar Reykdal
HSK kúluvarp, Einar Vilhjálms-
son UMSB spjótkast og Ásgeir Þ.
Eiríksson ÍR sleggjukast.
Svo sem sjá má keppir Óskar
Jakobsson ÍR í öllum greinum
landskeppninnar. Einnig vekur
athygli að í unglingaliðinu er son-
ur hins kunna frjálsíþróttakappa
Vilhjálms Einarssonar.
Ingunnsetti
nýtt ísl. met
INGUNN Einarsdóttir, ÍR, varð Reykjavlkurmeistari I fimmtarþraut.
Hún hlaut 3036 stig og setti íslandsmet, þótt hún lyki aðeins við f jórar
greinar af fimm. Ástæðan er sú, að nú var f fyrsta skipti keppt f 800
metra hlaupi f stað 200 metra hlaups áður, og er árangur Ingunnar þvf
sjálfkrafa nýtt met. Það var einmitt f 800 metra hlaupinu, sem Ingunn
sprengdi sig og varð að hætta. í langstökki stökk hún 5,61 metra,
kastaði kúlu 9,66 metra, hljóp 100 metra grindahlaup á 14,9 sekúndum
og stökk 1,55 metra I hástökki.
Elías hjó nærri
meti
ELÍAS Sveinsson, KR, náSi mjög
góSum árangri i tugþraut á Reykja-
víkurmeistaramótinu, sem fram fórá
Laugardalsvelli á fimmtudag og
föstudag. Hlaut Elías 7440 stig og
hjó mjög nœrri íslandsmeti Stefáns
Rússar
unnu Svía
NÚ SEM stendur fer fram geysi-
sterkt mót landsliSa f Júgóslaviu og
hafa okkur borizt úrslit úr þremur
leikjum.      Júgóslavta      sigraSi
Ungverjaland 21:18 og Pólland
22:21 og Sovétrfkín sigruSu SvtþjóS
24:14. Sovétmenn eru sem kunnugt
er mótherjar okkar F HM og eins og
sést á úrslitunum vir&ast þeir mjög
sterkir um þessar mundir. A8 vinna
gullliSiS frá B-keppninni f Austurrfki
meS 10 marka mun bendir sannar-
lega til þess.
Hooley
hard-
balne:
***
m
- Jey hadde tn hard barndom tt\er it min far d«de.BHde 2. — Jeg krever  AJfe vfl Up etter váre systemer og dUpwrisjowr. For Bonfc »
De mi Ikke tonmkt. wn pft megJlUde 3. — UUestram er et forgangalag.  bll serlenwstre.
Jeg krever
Paisley valinn
BOB Paisley hjá Liverpool hefur
verið valinn framkvæmdastjóri
ársins f Engiandi. Kemur það
engum á ðvart eftir velgengni
félagsins f vetur. Paisley hlaut
somu nafnbót f fyrra.
DISIPLINI
lilleifram-freneran
infervjuefov KalfHenng
oo fofoojuforf ov
Odé Anthonsen
.DHmri lurik dac * *lutl* «k«t*n •
ÞaS er engu Ifkara en aSeins einn knattspymuþjálfari starfi í Noregi um þessar mundir. Josep Hooley fyrrum
þjálfari Keflvtkinga og kunningi Islenzkra knattspymumanna. BlöS í Noregi eru full af fréttum. greinum og
viStölum viS Hooley. sem eins og áSur hefur ýmislegt til málanna aS leggja. Hooley þjálfari LilleStröm, sem f raun
er rekiS sem fálag atvinnuknattspyrnumanna. Hefur liSiS örugga forystu ! norsku 1. deildinni, hefur aSeins tapaS
tveimur stigum. Um helgina lék Lillaström gegn Molde á útivelli og þó svo aS Hooley vantaSi 2 af sfnum sterkustu
leikmönnum. Tom Lund og Toi Egil Johannsson, náSi liSiS jafntefli 0.0. Var þessa leiks beSiS meS mikilli
eftirvæntingu. þar sem Hooley þjálfaSi fyrir tveimur árum í Molde, en var þá rekinn. Var litiS á þennan leik sem
viSureign Hooleys og Molde og jafntefli varS niSurstaSan. í úrklippunni hér aS ofan er Hooley kallaSur hinn
harSraSi og ekki dugir minna en heil slSa og margar myndirfyrir kappann.
Hallgrímssonar, KR, sem er 7589
stig. Jón Sævar ÞórSarson, ÍR, náSi
einnig mjög góSum árangri 6358
stigum. sem er 13. bezti árangur
íslendings Irá upphafi. BæSi Ellas og
Jón settu persónulegt met f nokkr-
um greinum. Einnig var keppt f 10
þúsund metra hlaupi á föstudaginn
og varS Rúnar Gunnarsson út-
sendingastjóri hjá sjónvarpinu
Reykjavikurmeistari, hljóp á 39.15.6
mlnútum, sem er ágætur timi þegar
haft er í huga aS hann hljóp keppnis-
laust, þvl allir aSrir skráSir kepp-
endurdrógu sig úrhlaupinu.
Árangurinn í tugþrautinni varð
þessi:
1 Elias Sveinsson. KR, 7440 stig
(11.1 sek. i 100 metra hlaupi, 6,71 m
r langstökki, 14,55 m I kúluvarpi,
1,95 m t hástökki, 52,6 sek. t 400
metra hlaupi, 15,8 sek í 110 m
grindahlaupi, 48.70 m f kringlukasti,
4,15 m í stangarstökki, 59,20 m i
spjótkasti og 4,58,0 min I 1500 m
hlaupi).
2. Jón S Þórðarson, ÍR, 6358 stig
(1 1,2 6,44 1 1,47. 1,86, 51,7, 15,8,
29,74, 3,35, 43,26og4,51, 2)
3. Þráinn Hafsteinsson, HSK, 5997
stig.
4. Björn Blöndal, KR, 5876 stig.
5.  Óskar Thorarensen, ÍR. 5580
stig
Þeir Elías, Jón, Björn og Óskar bæta
sig allir verulega, Elias um 216 stig og
Óskar um 630 stig Veður var fremur
óhagstætt til keppni, sérstaklega seinni
daginn, og er árangur kappanna ennþá
athyglisverðari fyrir þá sök.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40