Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 1
44SÍÐUR 135. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Amin í síðbúinni brúdkaupsferð Nairobí, Kenya, 22. júní. AP. FLEST bendir nú til að Idi Amin forseti Uganda sé á lífi og við beztu heilsu þótt enn hafi enginn séð forset- ann, en stjórnmálafrétta- ritarar telja líklegt að Amin hafi enn einu sinni verið að leika með um- heiminn. Fréttamaður bandarísku frétta- stofunnar CBS, June Taylor, sem er á ferðalagi í Uganda sagði að hún hefði talað við Amin í síma i gær og hefði hann þá verið í bezta skapi, hlegið og gert að gamni sínu sagt: „Ég er að eyða síðbún- um hveitibrauðsdögum með Söru eiginkonu minni, og ég hef það stórfínt, ég veit ekki út af hverju öll þessi læti eru.“ Sagði Taylor að Amin hefði sagt við sig að hann hefði haft mjög gaman af öllu fjaðrafokinu. Taylor, sem áður hefur hitt Amin og rætt við hann, sagði að Amin hefði í símtalinu aldrei minnst á banatilræði. Sagði hún greinilegt að stjórnvöld hefðu viljað sanna að Amin væri á lífi, því að embættismenn Uganda hefðu boðið sér samtalið og komið sér í samband við Amin í gær. Amin giftist Söru 1975 og sagði 10. júní, að hann myndi bráðlega geta gefið sér tíma til að eyða með Vance til Kína í ágúst Washington, 22. júnf AP. FÖR CYRUS Vance, utanríkis- ráðherra Bandarfkjanna, til Kfna 22.—26. ágúst nk. er farin f þeirri von að hægt verði að bæta stjórn- málaleg samskipti þjóðanna að þvf er sagði f tilkynningu banda- rfska utanríkisráðuneytisins f dag. Er ferðin farin f samræmi við Shanghaiyfirlýsinguna frá 1972 um að koma á eðlilegum stjórnmálasamskiptum, en sem fyrr er það staða Taiwans, sem er helzta ágreiningsefnið. henni hveitibrauðsdögunum tveimur árum eftir brúðkaupið. Ekki er vitað hvar Amin heldur sig. Yfirmaður flóttamannastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að fregnir frá Kenya um gífurlegan fjölda flóttamanna frá Uganda síðustu daga vegna hryðjuverka hermanna Amins væru ósannar, kannanir hefðu sýnt að engin aukning hefði orðið á flóttamannastraumnum. Fregn- ir frá Kenya herma hins vegar eftir áreiðanlegum heimildum að komist hafi upp um samsæri um að ráða Amin af dögum, en sam- særismennirnir, herforingjar í Ugandaher, hefi veriðteknir áður en þeir komust í færi við forset- ann. Simamynd AP. Mitchell og Haldeman í fangelsi JOHN Mitchell fyrrum dóms- málaráðherra Bandarfkjanna hóf f dag að afplána 2'A—8 ára fangelsisdóm fyrir aðild sfna að Watergatemálinu. Bob Haldeman, fyrrum ráðgjafi Nixons forseta, hóf einnig að afplána sömu refsingu, en hann gaf sig fram við fangelsisyfir- völd degi fyrr til að forðast ljósmyndara og fréttamenn. John Erlichman annar helzti ráðgjafi Nixons hefur þegar setið f fangelsi f tæpt ár. Mitchell situr f fangelsi við Maxwellherflugvöllinn í Alabama, Haldeman í Lompoc f Kalifornfu og Erlichman í Framhald á bls. 24. Úrslit Histadrut kosn- inganna áfall fyrir Begin Tel-Aviv, 22. júnl. Reuter—AP. SIGUR Verkamanna- flokksins í ísrael í kosning- unum innan verkalýðs- hreyfingarinnar Histadrut er mikið og alvarlegt áfall fyrir Begin forsætisráð- herra og hina nýju stjórn Begin hans, sem tók við völdum í iandinu i gær. Ekki verður vitað fyrr en á morgun í fyrsta lagi hver endanleg úrslit urðu, en í kvöld var ljóst að Verkamannaflokk- urinn hefði fengið að minnsta kosti 52% at- kvæða. Þá var einnig ljóst að um 200 þúsund manns, sem kusu Likud í þing- kosningunum i siðasta mánuði kusu nú Verka- mannaflokkinn. Stjórnmálafréttaritarar í Tel- Aviv segja að Begin forsætisráð- herra hafi verið mjög brugðið er hann heyrði úrslitin. Hin hægri- sinnaða stjórn hans hafði uppi áætlanir um að koma frjálsri verzlun á í landinu f ríkara mæli innan efnahagskerfis sem að mestu leyti er undir opinberri stjórn. Histadrut stjórnar eða á Framhald á bls. 24. Miklar öryggisráðstaf anir við brottför Brezhnevs París, 22. júní. AP—Reuter. GtFURLEGAR öryggisráðstafan- ir voru gerðar í Parfs f morgun er Leonid Brezhnev, forseti Sovét- ríkjanna, hélt þaðan eftir 3 daga opinbera heimsókn. M.a. fór Brezhnev ekki heim aftur með sömu Illiutsynþotunni og hann kom með, heldur annarri þotu, sem lenti í Parfs skömmu fyrir áætlaða brotför forsetans. Lög- regluyfirvöld f Parfs segja að þar hafi aldrei verið gerðar jafnmikl- ar öryggisráðstafanir frá þvf að útför Charles de Gaulles var gerð. Um 3000 lögreglumenn og her- menn voru á stöðugri vakt meðan forsetinn dvaldi f Frakklandi, en nokkrar hótanir um banatilræði við forsetann bárust og nokkrum Ætla að hindra hvalveiðar við Island á næsta ári Greenpeacestofnunin segir íslendinga ofveida langreyði „ÞAÐ ER rétt að við stefnum að þvf að koma með skip á tslandsmið á næsta ári til að reyna að hindra hvalveiðar is- lendinga" sagði talsmaður Greenpeacestofnunarinnar, sem er alþjóðleg umhverfis- verndarstofnun, f samtali við Morgunblaðið f gær. Ástæðan fyrir fyrirspurn Mbl. var frétt f brezka blaðinu Times sl. laugardag, þar sem fram- kvæmdastjóri Lundúnaskrif- stofu samtakanna, AUan Thornton sagði að samtökin hygðust senda menn og báta til svæða fyrir norðan Skotland, þar sem fslenzk og norsk hval- veiðiskip stunda veiðar og hindra veiðarnar. Samtökin berjast fyrir þvf að sett verði f heiminum bann við hvalveið- um f 10 ár. Samtökin notuðu í þessu markmiði gamlan tundurdufla- slæðara á sl. ári og tókst að sögn Thorntons að koma í veg fyrir dráp á 1400 hvölum. Aðferðin, sem notuð er, er að láta umrætt skip sigla milli hvalsins og hval- veiðaskipsins, sem er að elta hann. Talsmaður Greenpeace sagði i samtali við Morgunblaðið að samtökin vildu koma í veg fyrir að íslendingar veiddu lang- reyði, sem væri í mikilli hættu vegna ofveiði. Aðspurður á hvaða skýrslum samtökin byggðu þessa niðurstöðu sína, er á það væri litið að íslending- ar hefðu hlotið viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir verndunarsjónarmiði i sam- bandi við hvalveiðar, sagði tals- maðurinn, að umhverfisvernd- armenn væru sammála um að þessi tegund hvala væri i hættu. islendingar hefðu feng- ið kvótaheimild fyrir veiðum á langreyði, en samtökin litu svo Framhald á bls. 24. sinnum kom til átaka milli lög-, reglu og mótmælendahópa. Brezhnev og Giscard D’Estaing, forseti Frakklands, undirrituðu í morgun samning um að vinna saman að þvi að draga úr spennu í heiminum og skoruðu á þjóðir heims um að taka saman höndum um hið sama. 1 sameiginlegri yfirlýsingu for- setanna var einnig lögð áherzla á rétt Afríkuþjóða til að marka eig- in framtíðarstefnu án íhlutunar utanaðkomandi ríkja. Þá var kyn- þáttastefnan i S-Afríku fordæmd og hvatt til sjálfsstjórnar fyrir Rhódesiu og Namibíu. Ekkert var minnst á Zaire, sem hafði sakað Sovétmenn og Kúbu um að hafa þjálfað uppreisnarmennina, sem réðust inn í Shabahérað Zaire fyrr á þessu ári. Kúbumenn og Sovétmenn gagnrýndu Frakka fyrir að hafa lánað flugvélar til að fljúga hermönnum Marokkó- stjórnar til liðs við Zaireher. Brezhnev réðst i gærkvöldi í ræðu harkalega á vesturveldin og sakaði stjórnir sumra þeirra um að fylgja stefnu, sem ynni gegn Detente og anda Helsinkisáttmál- ans. Sagði Brezhnev, að stöðugt væri verið að kynda undir vígbún- aðarkapphlaupinu, en ekki draga úr þvi. Varaði hann við að einn neisti frá einu óróasvæði gæti komið af stað heimsstyrjöld ner, a þvi aðeins að gerðar væru ráðstaf- anir til að stöðva vigbúnaðarkapp- hlaupið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.