Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 141. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNl 1977
Prestastefnan
óven ju f jölsótt
FráÁrna Johnsen, blm. Morgunblaðsins. á prestastefngnni áEioum:
Að loknum framsöguerindum á prestastefnunni um álitsgerð starfs-
háttanefndar sfðdegis á þriðjudag flutti sr. Eric Sigmar erindi um
sálgæzlu. Að loknum kvötdverði var kvöldvaka, þar sem Þórarinn
Þðrarinsson, fyrrv. skólastjðri, flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi
um sögu Eiða. Svava og sr. Eric Sigmar sungu einsögn og tvfsöng við
undirleik Hauks Guðlaugssonar, söngmálastjðra, við góðar undirtektir
áheyrenda og sr. Sverrir Haraldsson, prestur f Borgarfirði eystra, las
upp frumort ljðð. Hrifust menn mjög af ljððunum og boðskap þeirra.
Síðla kvölds gerðu menn það sér
til gamans að éfna til knattspyrnu-
kappleiks milli Skálholtsstiftis og
Hólastiftis. Hólamenn unnu leik-
inn með tveiínur mörkum gegn
engu. Mörkin skoraði sr. Vigfús
Þór Árnasoní Siglufirði. Prestar
Skálholtsstiftis þóttu oft sýna
mikil tilþrif og góðan samleik,
þótt þeim tækist ekki að skora.
Þeir sr. Birgir Asgeirsson á Mos-
felli í Mosfellssveit og sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson I Laugarnes-
prestakalli vöktu til dæmis at-
hygli fyrir mjög góðan sóknar-
leik, en upphlaup þeirra stöðvuð-
ust ekki sízt á sr. Pétri Sigurðs-
sýni vlgslubiskupi, sem þótti sýna
frábæran varnarleik. Dómari var
sr. Ólafur Skúlason dómprófastur
og tolleruðu leikmenn hann
hraustlega að leik loknum. Það er
þannig léttur og góður andi yfir
prestastefnunni 1977, en um 70
prestar sækja stefnuna.
Um 30 prestskonur eru á Eiðum
og nokkrar þeirra hafa tekið
börnin með. Þær hafa fylgzt með
fundum og hlýtt á erindi og var
aðalfundur Prestskvennafélags
íslands haldinn á Iðavöllum I dag,
en um kvöldið stóðu konurnar
fyrir kvöldvöku á Eiðum. Fundar-
störf Prestastefnunnar á miðviku-
dag hófust að lokinni morgunand-
akt sóknarprestsins á Eiðum, sr.
Einars Þórs Þorsteinssonar, og sr.
Eric Sigmar flutti athyglisvert er-
indi, er hann nefndi „Leiðir til
árangurs i sálgæzlu". Eftir hádegi
átti biskup fund með próföstum
og siðan hófust umræður I hópum
um álit Starfsháttanefndar. Virð-
ist það hafa góðan hljómgrunn
meðal presta almennt, þótt ekki
séu allir á eitt sáttir um ýmis
atriði. Flestir munu þó telja að I
höfuðdráttum sé þar bent á rétta
leið til breyttra og áhrifaríkari
starfshátta.
Á fimmtudag verður fjallað um
ýmis mál, en prestastefnunni
veróur slitið eftir aðalfund
Prestafélags íslands, sem hefst
eftir hádegi á fimmtudag.
Sér yfir Hvalf jörð af Draghálsvegi.
LJosm. Jóhannes I.ong.
Reglugerðarbreyting og ný bráðabirgöalög:
Almannatryggingabætur
hækka —  og  lögum  um
eftirlaun aldraðra breytt
MATTHÍAS Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, setti f gær nýja reglugerð
um hækkun bðta almannatrygg-
inga og tekur hækkunin gildi
hinn 1. júlf næstkomandi. Allar
bætur, svo og hámark tekjutrygg-
ingar, hækka um 27,5% frá þvf
sem þær voru f júnfmánuði. Jafn-
framt voru gefin út bráðabirgða-
lög f gær, sem kveða á um að
hækkanir vegna nýgerðra kjara-
samninga skerði ekki rétt til upp-
bðtar á lífeyri, tekjutryggingar
og er markið nú fyrir einstakling
180 þúsund krónur, en fyrir hjðn
252 þúsund krónur. Þá voru f gær
einnig sett bráðabirgðalög, er
varða verðtryggingu lffeyrissjðða
félaga innan ASÍ og verður sam-
kvæmt lögunum á tfmabilinu
1977 til 1979 greidd sérstök upp-
bðt á lffeyri lffeyrisþega. Enn-
fremur skorti inn f áður sett lög
ákvæði er heimiluðu greiðslu
makalffeyris til fólks, sem búið
hefur saman ðgift svo árum skipt-
ir.
Upphæðir helztu tegunda bóta
almannatrygginga samkvæmt
reglugerðarbreytingunni verða
þær, að grunnlífeyrir (elli- eða
örorku-) einstaklings hækkar úr
23.919 krónum í 30.497 krónur.
Tekjutrygging einstaklings hækk-
ar úr 20.992 krónum 126.765 krón-
ur.  Hámarskbætur  einstaklings
hækka þvl úr 44.911
57.262 krónur.
krónum i
Framhald á bls. 24.
„Alls
ekki til
bóta"
- segir prófessor
HalldórHalldórs
son um nýju
ritreglurnar
„ÉG tel nú þessar nýju
reglur alls ekki til bóta,"
sagði prófessor Halldór
Halldórsson, er Mbl. leit-
aði álits hans á breyting-
um á ritreglum um stór-
an staf og lítinn, en Hall-
dór var formaður „staf-
setningarnefndarinnar"
fyrir     breytingarnar
1974.
„Ég hefði talið réttast að'
fara þá leiðina, að öll sérnöfn
verði rituð með stórum staf og
samnöf n með litlum. Það er til
dæmis hjákátlegt að skrifa
Evrópumenn með stórum staf,
en germani með litlum. Og svo
tekur nú út yfir, þegar tilfinn-
ingin er látin ráða því, að til
dæmis Þingeyingar eru með
stórum staf en ekki litlum.
Þannig tel ég, að þessi breyt-
ing á breytingunum frá 1974
geri aðeins illt verra."
Halldór  Halldórsson  sagði,
að þegar starfsetningarnefnd-
in var sett á laggirnar 1973,
hefðu  engar  stjórnskipaðar
Framhald á bls. 24.
Verður  stofnað-
ur moldarbanki?
Ekkert samkomulag af mlnní
hálfu að bíða til haustsins
— segir mennta-
málaráðherra
„ Ég kannast ekki viS neitt sam-
komulag af minni hálfu um ao
b!5a Alþingis f haust meS aðgerðir
< stafsetningarmálum," sagSi Vil-
hjálmur Hjálmarsson, mennta-
mélaráSherra. er Mbl. ræddi vi8
hann I gar, en t Mbl. F gær telja
Sverrir Hermannsson og Gylfi Þ.
Glslason aS slíkt samkomulag hafi
veriSgert. „Ég vil minna i," sagSi
menrítamálaráðherra, „aS staf-
setningarreglum hefur lengi veriS
skipað meS einhliSa ðkvörSunum
ráSherra, sem sloan hafa veriS
auglýstar og þennan máta tel ég
venjubundinn og gildan."
Þegar Mbl. spurði ráðherra, hvers
vegna gripið hefði verið til breytinga
nú, svaraði hann: „Ég hef nú gert
mér nokkurt far um að kynnast
skoðunum móðurmálskennara og
málvísindamanna á þeim breyting-
um, sem gerðar voru 1974. og
sýndist mér töluvert ákveðin sam-
staða um það. að reglurnar um
stóran staf og lítinn hefðu verið
gallaðar og þvi skynsamlegt að gera
breytingu á þeim. Þegar þetta lá
fyrir taldi ég ekki rétt að blða með
leiðréttinguna."
Um önnur atriði stafsetningar-
reglna sagði ráðherra skoðanir mjög
skiptar og sjónarmið ekki sættanleg.
þannig að af hans hálfu yrði ekki um
frekari breytingar að ræða
Menntamálaráðherra      hyggst
leggja fyrir Alþingi I haust frumvarp
til laga um það. hvernig skipa skuli
stafsetningarmálum. Mbl. spurði
ráðherrann um þetta. „Já. Ég hef
áhuga á þvi að sýna þetta á Alþingi I
haust.
Að meginefni er um það að ræða,
að menntamálaráðuneytið setji regl-
ur um Islenzka stafsetningu. sem
gildi um kennslu I skólum, kennslu-
bækur. sem rfkið á aðild að, og
embættisgögn, sem gefin eru út.
í hvert sinn. sem reglur verði
gefnar út. verði leitað tillagna hjá
sérstakri nefnd móðurmálskennara
og málvidindamanna en slðan verði
ráðherra ekki heimilt að gera breyt-
ingu, nema hann afli fyrst heimildar
Alþingis í formi þingsályktunar fyrir
þvl, að breytingu megi gera, án þess
þó að Alþingi setji ritreglurnar sjálf-
ar."
ALÞINGI á ekki að setja
lög um stafsetningarreglur
- segir Magnús Torfi Olafsson, fyrrum menntamálaráðherra
..ÞAO VAR nefnd kennara af öll-
um skólastigum, sem lagði til nær
einróma þær breytingar 6 staf-
setningu, sem gerSar voru I minni
rðSherratiS." sagSi Magnús Torfi
Ólafsson, alþingismaSur og fyrr-
verandi menntamálaráðherra, er
Mbl. ræddi viS hann f gær (tilefni
auglýsingar menntamálaráSuneyt-
isins um aS nú skuli afnumdar
breytingar varSandi ritun ð stórum
staf og litlum.
..Þessi breyting, sem nú erafnum-
in, var aðeins ein af mörgum breyt-
ingum. sem gerðar voru á stafsetn-
ingunni á þessum tfma," sagði
Magnús Torfi „Ég veit að þeir eru
margir, sem hafa haft horn f siðu
þessara breytinga á ritum stórs stafs
og lítils f samheitum. en ég tel
rökrétt nú sem áður, að samheiti seu
skrifuð með litlum staf, þótt þau séu
dregin af eiginnöfnum. Þetta er
samt f mfnum augum frekar léttvægt
míl.
öðru gegnir um z, sem hefur alla
tfð verið umdeildur stafur og ég tel
satt að segja, að hefði átt að vera
búið að taka úr notkun míklu fyrr en
raunin varð Þessi bókstafur táknaði
aldrei neitt hljóð "
Þegar Mbl spurði Magnús Torfa
Ólafsson, hvort honum kæmi ð
óvart, hversu skammllf þessi breyt-
ing á ritun Iftils stafs f samheitum
hefði orðið. svaraði hann: „Máf er
kunnugt um, að núverandi mennta-
málaráðherra hefur gert sér far um
að kynna sér skoðanir málvfsinda-
manna og móðurmálskennara á staf-
setningarmálum, með ráðstefnu-
haldi og samtölum. Eins og ég sagði
áðan hafa margir haft horn f sfðu
þessarar breytingar og þykir mér því
Ifklegt að það sé rétt. sem þú lest
mér úr fréttatilkynningu mennta-
málaráðuneytisins (Magnús Torfi 01-
afsson situr nú hafréttarráðstefnuna
f New York og ræddi Mbl. við hann
þar) að allvfðtæk samstaða sé um
þetta afturhvarf til ritunar stórs stafs
f samheitum, en einnig kemur fram.
að samkomulag virðist ekki fáanlegt
um aðrar breytingar á gildandi staf-
setningarreglum."
Þegar  Mbl.  bar  undir  Magnús
Framhald ábls. 24.
— HUGMYNDIN að baki þessari
tillögu er sú, að f framhaldi af
áskorun til þeirra, sem hafa með
framkvæmdir að gera, um að þeir
sjái til þess að grððurmold verði
ekki sðað, verði hugað að stofnun
moldarbanka. Með moldarbanka
er átt við stað, þar sem hægt væri
að safna saman þeirri grðður-
mold, sem upp kemur við fram-
kvæmdir, og þar gæti fðlk gengið
að henni og notað til ræktunar og
græðslu, sagði Leð Guðlaugsson,
húsasmfðameistari, en hann var
flutningsmaður  tillögu  á  aðal-
fundi Skðgræktarfélags tslands
fyrir skömmu þess efnis að þess
verði gætt við framkvæmdir að
grððri verði ekki spillt né rækt-
unarmöguleikum og til þess séð
að grððurmold verði ekki sðað.
í samþykkt aðalfundarins um
þetta efni er þeim eindregnu til-
mælum beint til allra þeirra, sem
annast skipulagsstörf fyrir byggð-
ir og meiriháttar framkvæmdir,
að þeir gæti þess, að gróðri og
ræktunarmöguleikum landsins sé
ekki spillt, ef annars er kostur. Þá
Framhald á bls. 24.
i£
Lambakjötið ekki lengur
uppistaðan i matseðlinum
Nautakjötsneyzla vex en fram-
boð of lítið, segja veitingamenn
en það væri hryggvöðvinn, nauta-
lundirnar og fille. — Það hefur
EF TIL þess kemur að skortur á
nautakjöti verður hér er alveg
ljóst, að það kemur mjög illa við
veitingahúsin, þvf fslendingar
fara yfirleitt ekki út að borða
nema þá að þeir kaupi nautakjöt
þð útlendingar vilji fremur
lambakjöl og lax. Neyzla nauta-
kjöts hefur vaxið mikið að undan-
förnu og þeir dagar eru liðnir
þegar lambakjötið var aðaluppi-
staðan f matseðlinum, sagði Ib
Wessman, matreiðslumaður f
Veitingahúsinu Nausti, er hann
var spurður hvaða afleiðingar
skortur á nautakjöti kynni að
hafa á starfrækslu veitingahús-
anna eins og fram hefur komið
hér f blaðinu er allt útlit fyrir að
Iftið framboð verði á nautakjöti f
sumar.
Matsveinar á öðrum hótelum
sem Bbl. ræddi við, tóku undir
orð Ibs og sögðif, að vandamálið
væri þó ekki nýtt þvf lítið fram-
boð hefði lengi verið á þeim hlut-
um nautsskrokka, sem veitinga-
húsin notuðu mest,
Skúli Hansen, yfirmatsveinn á
Hótel Holti, sagði að það hefði
lengi verið skortur á þeim hlutum
skrokksins, sem þeir nýttu helzt
:•:
ekki verið nóg framboð á nauta-<_*£
kjöti og þetta ástand gerir okkur
enn erfiðara fyrir með að hafa
nautakjöt á matseðlum okkar. Við
getum oft fengið heila og hálfa
______________Framhald á bls. 24.
Færeyski báturinn:
Skipstjór-
inn neitar
sakargiftum
DÓMS er að vænta f dag yfir
færeyskum skipstiðra hjá bæjar-
fógetaembættinu á Seyðisfirði, en
skip hans, Antares SA—199,
handfærabátur frá Sandey, var
tekið að ðlöglegum veiðum um 0.8
sjðmflur fyrir innan 4ra mílna
miirkin suðaustur af Glettinga-
nesi, samkvæmt mæiingum varð-
skipsmanna.
Það  var  varðskipið  Þór  sem
Framhald á bls. 24.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44