Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 13
|'jo$siuo(0gi MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977 — 13 ■ ■■ m * m - 4.1 * Samkór Trésmiðafélagsins SAMKÓR Trésmfðafélags Reykjavíkur var stofnaður 1972 og hefur síðan 1973 starfað undir stjórn Guðjóns Böðvars Jónssonar. Fyrir skömmu hélt kórinn sína fyrstu tónleika i Menntaskólanum við Hamra- hlfð, en eins og stendiir i efnis- skrá eru tónleikarnir undirbún- ingur að þátttöku kórsins í sam- norrænu tónlistarmóti alþýðu- kóra, sem fyrirhugað er i Ósló um mánaðamótin júni—júlí. Efnisskrá tónleikanna var því sniðin við þetta verkefni og við- fangsefnin íslenzk alþýðulög, raddsetningar á þjóðlögum og norræn alþýðulög. Það er út- breiddur misskilningur að al- þýðulög sé auðvelt að syngja og nægir að benda á að fáum kór- um hefur tekist það vel, þó reynt hafi. Rétt er að mörg þessara laga eru þann veg út- færð til flutnings eða raddsett að þau eru erfið í söng. Verkefnunum var skipt i 5 flokka og f þeim fyrsta voru ættjarðarlög eftir Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Frið- rik Bjarnason, Jóhann O. Haraldsson og Jónas Helgason, en lag hans, Sólu særinn skýlir, var laglega sungið. Næst komu ísl. þjóðlög i raddsetningum eftir Róbert A. Ottósson, Emil Thoroddsen og Sigfús Einars- Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON son. Raddsetning Emils á Undir bláum sólarsali, var sérlega vel sungin. Á eftir alþýðulögum, einu frá hverju norðurlandanna, söng kórinn enn nokkur ísl. þjóðlög, m.a. þrjú sem voru raddsett af kórstjóranum. Síðast á efnisskránni voru svo ættjarðarlög eftir Árna Thorsteinsson, Emil Thoroddsen, Þórarinn Guðmundsson, Sigvalda Kalda- lóns og Jón Þórarinsson. Lag Jóns, I skógi, var bezta lag kórs- ins. Það er greinilegt að stjórn- andinn, sem sjálfur hefur lagt stund á söng, hefur auðheyri- lega þjálfað söngfólk sitt af mikilli alúð. Það sem mætti benda á til bóta, er að söngur- inn i heild er of sterkur, en einmitt í veika söngnum komu fram gæði raddanna, sérstak- lega i sópran og altröddunum. Þessi söngskemmtun var mjög menningarleg og yfir henni skemmtilegur blær. Agnes Löve pianóleikari aðstoðaði kórinn i nokkrum lögum. Það væri óskandi að fleiri verka- lýðsfélög en Trésmiðafélag Reykjavikur létu sig einhverju skipta menningarumsvif félaga sinna og þekktu sitt fólk einnig í öðru gervi en eingöngu sem pólitiskt afl. Jón Ásgeirsson. Giænland Feró til Grænlands - þó stutt sé - er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurö og sér- kennilegt mannlíf, þar er að finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og við þekkjum það - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Eæieyjar Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síðast en ekki síst hið vingjamlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá er það í Færeyjum. Stórskemmtilegar ferðir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn eða ferðaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. FLUCFÉLAC ISLANDS LOFTLEIDIR ,\®Uunar KEFLAVl i s\niu RSHUFN , viW' rferövr Áætlunarferðir 4 sínnum i viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.