Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 141. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI1977
viomvnúir
Suarez:
Yfirvegadur maður
og klókur sem
ekki kemst svo
glatt í gedshræringu
SÁ stjórnmálamaður sem hvað
mést hefur verið í heimsfrétt-
unum upp á síðkastið er for-
sætisráðherra Spánar, Adoldo
Suarez Hann hefur á skömm-
um tíma unnið sér tiltrú
spænsku þjóðarinnar með
stjórn sinni og virðist stefna
ótrauður í þá átt að beina Spáni
inn á brautir lýðræðis. Nú að
kosningum loknum eru mörg
og erfið verkefni, bæði í innan-
sem utanríkismálum, sem bíða
úrlausnar ríkisstjórnar hans og
verður ekki Ijóst fyrr en að
nokkrum tíma liðnum hversu
honum verður ágengt í þeim
efnum.
Adolfo Suarez hefur ekki
gert mikið af því að auglýsa
einkalíf sitt. Hann er hið mesta
glæsimenni að sjá af myndum
og hefur framkomu sem er í
senn þekkileg og vekur traust.
Hann virðist jafnlyndur maður
að sjá og vinir hans segja að
hann kippi sér ekki upp við
smámuni og sé að þv! leyti um
margt ólíkur löndum sínum að
mæti honum einhver vandamál
kemst hann ekki í uppnám eða
botnlausa geðshræringu. Hann
er um flest yfirvegaður og stillt-
ur. Hann er kvæntur geðþekkri
konu, sem heitir Amparo og
þau hjón eiga fimm börn og
búa í glæsilegum bústað for-
sætisráðherra skammt fyrir ut-
an Madrid. Fjölskyldulifið er
sagt vera hiðágætasta.
En þó svo að margt hafi verið
um hann ritað síðan Juan Carl-
os Spánarkonungur fól honum
að taka við forsætisráðherra
embættinu er furðu lítið um
hann vitað. Enginn dregurvits-
muni hans í efa og klókindi, en
færra er vitað um hann al-
mennt. Að vísu er sagt að hann
hafi gaman af því að spila
tennis en að öðru leyti hafa
slúðurdálkahöfundar fátt um
hann að segja. Hann hefur
enga hirð ráðunauta í kringum
sig, heldur aðeins fámennt og
valið starfslið. Hann heldur
nánast aldrei blaðamanna-
fundi, en af framkomu hans
verður heldur ekki merkt hvort
honum er vel eða illa við frétta-
menn. Hann hefurfulla ástæðu
til að vera gætinn í framkomu
og orðum og hann veit sem er
að hann þarf á næstunni að
þræða erfiðan milliveg milli
hægri og vinstrisinna á Spáni.
Hann veit líka að of harkalegar
ráðstafanir í efnahagsmálum
gætu haft það I för með sér að
vinsældir hans minnkuðu en á
hitt er að líta að þar á hann
kannski fárra kosta völ og þeir
sem þekkja hann segja að hann
muni ekki hika við að gera þær
ráðstafanir sem hann telur-
nauðsynlegar, þó svo þær yrðu
á kostnað vinsældanna.
Suarez með konu sinni og þremur dætrum  þeirra.
Karíus
Baktus
brátt
atvinnu
lausir?
í NORSKUM blöðum segir frá
því nýlega að framfarir innan
tannlæknavísindanna hafi
verið svo örar á síðustu árum
að von bráðar komi að því að
þeir kumpánar Karíus og
Baktus verði gersamlega at-
vinnulausir. Síðustu fréttirn-
ar eru að nú er tekið að nota
efnið klorhexidin í munnskol-
un og sömuleiðis er því
blandað í tannkrem. j Ósló
eru rannsóknir á notagildi
efnisins gerðar undir yfirum-
sjón Gunnar Rölla prófessors.
— Klorhexidin hefur þekkzt í
tíu ár og fram hafa farið á því
ítarlegar og umfangsmiklar
rannsóknir, hefur prófessor-
inn nýlega sagt frá. — Það er
nú á boðstólum í tannkremi í
nokkrum löndum, þar á með-
al Danmörku, Englandi og
Þýzkalandi en ekki enn í Nor-
egi og er ekki vitað hvenær
yfirvöld taka þá ákvörðun að
leyfa notkun þess hér.
Ármann Halldórsson:
Athugasemd við menningar-
vitaskrif Eiríks Eiríkssonar
I MORGUNBLAÐIÐ 15. mars sl.
skrifar Eiríkur Eiriksson ritgjörð
um menningarvita og gömul hús á
Austurlandi. Vegna þess að rit-
smið eftir mig er þar milli tanna
hans, verð ég að taka á mig rögg
og svara því atriði greinarinnar.
Annars hefði ég ekki nennt að
gera neinar athugasemdir við
samsetninginn.
Eirfkur giskar á, að atriði í
grein minni — raunar okkar Þór-
halls Jónassonar fyrrum hrepp-
stjóra á Breiðvaði — sé uppspuni
úr mér. Grein þessi birtist í Múla-
þingi 4. hefti bls. 4. Atriðið, sem
Eirikur minnist á, er þess efnis,
að ákvörðun um niðurrif aldar-
gamla búnaðarskólahússins á
Eiðum hefi verið tekin af mönn-
um „að sunnan" og telur allar
líkur á, að ég hafi „búið þá til I
stundarhrifningu ... enda vinsælt
eystra að kenna mönnum að sunn-
an um eigin afglöp." Getsakir
þessar fela í sér, að annað hvort
hafi húsið verið rifið að eigendum
forspurðum eða að Menntamála-
ráðuneytið hafi látið umturna því
án þess að fram færi á því skoðun
áður. En hér bregst Eiríki
dylgjurnar, því að til eru tvö bréf,
sem sýna glöggt, hvernig málið
bar að, annað dagsett á Eiðum 1.
júlí 1963 og hitt frá ráðuneytinu
dagsett 29. júli sama ár um „að
hið gamla íbúðarhús ábúanda
Eiðajarðar verði auglýst til niður-
rifs og brottflutnings." Arkitekt
frá húsameistara ríkisins er nafn-
greindur skoðunarmaður i öðru
bréfinu, en ekki kemur fram að
skoðunarmennirnir hafi verið
þrír. Það er þó eigi að síður rétt.
Man ég það glöggt, þótt ég muni
ekki nú, hver einn þeirra var.
Úr því að ég er farinn að festa
orð   á   blað   i   tilefni   þessarar
greinar, get ég ekki látið hjá líða
að víkja lítillega að nokkrum öðr-
um atriðum i henni. í harla hátíð-
legum inngangi er fjallað um vita,
hálfvita og menningarvita -af
slíkri tjáningargleði og nákvæmni
í útlistun, að ætla mætti að höf-
undur hefði varið drjúgum hluta
ævi sinnar í fjörulall. Samliking-
ar þar eru undir rós að því marki,
að hvergi er sagt berum orðum að
þeir, sem við sögu koma, séu hálf-
vitar, en skín þó út úr hverri
setningu, og þykir Eirlki þar allt
lágt hjá sér, svo að brugðið sé upp
fornmáli að hans hætti. Sennilega
hefði Eirlkur sjrikað þennan inn-
gang út, ef honum væri gefið að
skynja hæverskuskortinn I þess-
um samlikingum. Enginn beitir
slíkum samlikingum í rökræðu,
nema hann sé sannfærður um, að
sjálfur standi hann á.býsna háu
vitsmunastigi og langtum ofar
venjulegu fólki í framtakssemi og
dugnaði. Hér er ekki „sérstakri
hógværð eða litillæti fyrir að
fara," svo að notuð séu hans eigin
orð. Skyldi það vera vegna þessa
inngangs, aó Morgunblaðið titiar
hann séra, „sr.", í smágrein 25.
mars undir fyrirsögninni Þeir
hringdu? Þar er gamanbréfsstill-
inn öfugur á ferð, hið grófa klætt
í fínlegt skrúð, og spé ótvirætt.
Missögn er það í Eiríksgrein
þessari, að Safnastofnun Austur-
lands hafi tekið við minjasafninu.
Minjasafnið er sérstök stofnun
sem verið hefur.
Rangt er það líka, að safnmunir
séu í misjafnri hirðu og bíði varð-
veislu. Þeir eru í góðri geymslu,
en ekki í sýningarhúsrými.
Undarlegt er það, að Eiríkur
skuli nú fyrst, einmitt þegar veru-
leg hreyfing er komin á safnamál
og þar með talin húsfriðunarmál
á Austurlandi, taka til máls um
þessi efni, en ekki fyrr, meðan
allt varðandi safnamál lá í dauða-
dái, alveg frá þvi að minjasafnið
var stofnað og bjargað í það mörg-
um góðum grip. Allan þann tíma
þagði hann sem fastast og svaf
jafnvært öðrum. En nú nuddar
hann stirur úr augum, hellir úr
skálum reiði sinnar og deilir fast,
m.a. á þann aðilann, sem hefur
undanfarin ár í samvinnu við
heimamenn í mörgum byggðar-
lögum, Þjóðminjasafnið og
Menntamálaráðuneytið gert fjöl-
margt til að efla safnamál og
vekja áhuga á þeim á Austur-
landi, m.a. stuðlað að friðun húsa
og það ekki hvað síst á Seyðis-
firði, þeim stað, sem hann ræðst
hart að fyrir niðurrif hússins
Bjarka. Á hinn bóginn er að sjálf-
sögðu nauðsynlegt og sjálfsagt, að
safnastofnunin sæti gagnrýni, og
hef ég þvi ekkert á móti síðari
hlutanum af grein Eiríks sem
slíku fyrirbæri, þar sem hann
ræðst að einstökum þáttum þess-
ara mála.
Ég þekki ekki svo tii Vopna-
fjarðarmálsins og Bjarkamálsins,
að eg vilji neitt um þau segja, það
geta aðrir gert, ef þeim finnst
ástæða til. En nokkrum orðum
ætla eg að endingu að fara um
Eiðahúsið umfram það, sem áður
sagði.
Húsið var rifið, áður en
safnastofnun varð til og er henni
því með öllu óviðkomandi. Það
hafði að sjálfsögðu ótvírætt
minjagildi sem elsta íbúðarhús úr
timbri á Uthéraði, ef ekki Héraði
öllu (liklega byggt 1868), og það
var ásamt torfbæ áföstum aðset-
ursstaður elstu og um langan tíma
einu menntastofnunar á Austur-
landi. Aftur á móti var það orðið
mjög frábrugðið upphaflegri gerð
bæði i útliti og að innviðum. Upp-
runalegur var aðeins hluti
burðargrindar i þaki og veggjum,
ytri klæðning á útveggjum (stór-
skemmd af neglingu) og liklega
spjaldþil i einu herbergi. Að öðru
leyti frá yngri tíma, m.a. vióbót
frá 1885 og önnur frá 1928, inn-
viðir mestallir, steyptur kjallari
og kvistur á þaki af allt annarri
gerð en hinn upprunalegi. Það
var óhæft orðió til ibúðar sökum
gegnumtrekks og fúa í undirlög-
um. Viðgerð og einangrun hefði
orðið ærið kostnaðarsöm og hefði
að öllum líkindum enn breytt hús-
i'nu bæði að utan og innanstokks.
Ákvörðun um niðurrif þess var
tekin 1963, áður en húsafriðun
komst verulega á dagskrá, og hús-
ið rifið, áður en slik friðun komst
á framkvæmdastig, sem hófst hér
á Austurlandi nokkru síðar en í
Reykjavik (Árbæjarsafn). Friðun
þess var því engan veginn sjálf-
sögð eins og sakir stóðu, þegar
hún komst til orða. Nú mundi
sennilega annað uppi á teningn-
um, ekki áhorfsmál að friða slíkt
hús, og það er auðvelt að vera
vitur eftir á.
En nú vantar gamla húsið í
húsamyndina á Eiðum, þar sem
falleg og brátt aldargömul
timburkirkja horfir siðan það
hvarf einmana út i bláinn utan-
veltu í samfélagi við nútímahús.
Þvi ætti nú að byggja á grunni
þess nýtt hús í svipuðum stíl og
gamla húsið. Þar mætti leysa hús-
næðismál minjasafnsins og bæta
Eiðastað með þvi í litlu upp það,
sem hefur á leikist hans hluta i
bíli í nýju fræðsluskipulagi.
Ármann Halldórsson
Útgarði 6 Egilsstöðum.
Gatnla skólahúsið á Eiðum fremst til vinstri.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44