Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 141. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977
Skipulag
raforkumála
— eftir Þorvald Garðar Kristjáns-
son alþingismann — 1. hluti
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson alþingis-
maður flutti fyrirlest-
ur um skipulag raf-
orkumála á sfðasta
aðalfundi Sambands
fslenzkra rafveitna. —
Verður fyrirlesturinn
birtur hér f blaðinu f
þremur hlutum, og fer
fyrsti hlutinn hér á
eftir.
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson
Inngangur
Enginn málaflokkur er meir til
umræðu um þessar mundir en
orkumálin. Það helgast af mikil-
vægi orkumálanna 1 þjóðarbú-
skapnum I bráð og lengd. Auk
þess standa nú yfir meiri og víð-
tækari orkuframkvæmdir en
nokkru sinni fyrr til eflingar
þjóðarbúskap og hagsæld okkar
Islendinga. A sama tíma hafa
komið f ljós margvíslegir gallar á
skipulagi orkumálanna. Umræður
hafa mjög snúizt um þá hlið mál-
anna. Svo virðist sem það sé al-
menn skoðun, að endurskoða
þurfi allt skipulag orkumálanna.
Fyrrverandi    iðnaðarráðherra,
Magnús Kjartansson, skipaði
nefnd um raforkumál, sem vann
mikið starf undir forustu Jakobs
Gíslasonar. Nefndarmenn könn-
uðu ýmsar hugmyndir og tillögur
að endurskipulagningu raforku-
iðnaðarins. Nefndin í heild varð
hins vegar ekki sammála um end-
anlegar tillögur til lausnar mál-
inu og lagði þvl ekki fram ákveðn-
ar tillögur.
Núverandi iðnaðarráðherra,
Gunnar Thoroddsen, hefir skipað
nefnd til þess að endurskoða
orkulög og gera tillögur um heild-
arskipulag og yfirstjórn orku-
mála. Þessi nefnd vinnur nú að
þessu viðfangsefni.
Þá hefir skipulag orkumálanna
verið á undanförnum árum mjög
á dagskrá á vettvangi sveitarfél-
aganna,      landshlutasamtaka
þeirra og Sambands íslenzkra
sveitarfélaga.
Er þá ótalinn sá vettvangur, þar
sem við nú stöndum, Samband
íslenzra rafveitna, sem hefir tekið
skipulag raforkumálanna til
gagngerðrar meðf erðar.
Með hliosjón af ðllu þessu verð-
ur ekki annað sagt en ærið tilefni
hafi verið nú til að taka skipulag
raforkumálanna til umræðu ein-
mitt hér á þessum aðalfundi Sam-
bands íslenzkra rafveitna. Það er
mér og sérstök ánægja að fá tæki-
færi til að ræða þessi mál við
ykkur í dag.
Umfang
orkumálanna
Samkvæmt dagskrá þessa fund-
ar er mér ætlað að ræða um skipu-
lag raforkumála. 1 þessu erindi
mun ég fyrst og fremst halda mér
við þetta efni. En óhjákvæmilega
mun ég koma inn á heildarskipu-
lag orkumálanna. Hinir ýmsu
þættir orkumálanna eru svo sam-
slungnir, að ekki verður í sumum
efnum sundur greint í skipulagi
og heildarstjórn.
Þegar rætt er um skipulag
orkumála, ber fyrst að hafa í huga
umfang þessa málaflokks, orku-
gjafa og orkutegundir. Heildar-
skipulagið þarf að miðast við hið
mikla víðfeðmi þeirra viðfangs-
efna, sem hér er við að fást. Auð-
vitað eru viðfangsefnin mismun-
andi aðkallandi eða þýðingarmik-
il, að minnsta kosti i bráð. Leggja
verður áherzlu á, að það skipulag,
sem sett er, stuðli sem bezt að
hagnýtingu fallvatna landsins til
raforkuframleiðslu. Skipulagið
verður ekki síður að greiða fyrir
hagnýtingu jarðvarmans til hús-
hitunar, raforkuframleiðslu, iðn-
aðar og ylræktar. Búa verður hita-
veitum rúm innan skipulagsins,
hvaða orkugjafar, sem kunna að
verða hagnýttir, jarðvarmi, raf-
orka, olía eða annað. Taka verður
með í reikninginn tækninýjungar
svo sem varmadælur til húshitun-
ar. Muna verður eftir hagnýtingu
jarðefna til orkuframleiðslu, sem
í landinu kunna að finnast eða á
íslenzku yfirráðasvæði, svo sem
surtarbrands og oh'u. Allt þetta
þarf að hafa í huga og raunar
margt fleira, þegar unnið er að
endurskoðun orkulaga og tillögu-
gerð um heildarskipulag orku-
mála.
Þennan margbreytileik og víð-
feðmi viðfangsefnisins má samt í
heildarskipulagi orkumála greina
í tvo meginþætti. Annars vegar er
þar um að ræða rannsóknir á
orkulindum landsins, eðli þeirra
og skilyrðum til hagnýtingar
þeirra. Hins vegar er orkuvinnsl-
an og dreifing orkunnar.
Orkustofnun
Samkvæmt orkulögum nr. 58
1967 starfar Orkustofnun undir
yfirstjórn þess ráðherra, sem fer
með raforkumál. Það er hlutverk
Orkustofnunar að annast rann-
sóknir á orkulidum landsins. Skal
Orkustofnun og annast yfirlits-
rannsóknir f orkubúskap þjóðar-
innar, er miði að því að unnt sé að
tryggja, að orkuþörf þjóðarinnar
sé fullnægt og orkulindir landsins
hagnýttar á sem hagkvæmastan
hátt á hverjum tlma. Þá skal
Orkustofnun vinna að áætlana-
gerð til langs tlma um orkubú-
skap þjóðarinnar og hagnýtingu
orkulinda landsins. Ennfremur
skal stofnunin fylgjast með
rekstri rafmagnsveitna, hita-
veitna, orkuvera, -jarðhitasvæða
og stuðla að samvinnu allra aðila,
sem að orkumálum starfa og
vinna að samræmingu í rannsókn-
um, framkvæmdum og rekstri á
sviði orkumála. Það skal og ekki
sfzt vera hlutverk Orkustofnunar
að vera ríkisstjórninni til ráðu-
neytis um orkumál. Hér eru ærin
verkefni og er þó eigi allt upp
talið, sem lögin kveða á um.
Það er grundvallaratriði I fram-
kvæmd orkumálanna, að þau verk
fari vel úr hendi, sem Orkustofn-
un er falið að sjá um. Þvi er það
brýnt verkefni að efla Orkustofn-
un, til þess að hún hafi sem bezt
tök á að gegna sinu mikilvæga
hlutverki I orkumálum landsins.
Það þarf að endurskoða starfsemi
þessarar stofnunar og gera hana
hlutgengari aðila til undir-
búnings og aðstoðar við stefnu-
mörkun í orkumálum.
Við endurskoðun á starfsemi
Orkustof nunar kemur ýmislegt til
greina. En í meginatriðum er um
það tvennt að ræða að
1) hnitmiða verksvið stofnunar-
innar við rannsóknir á orkulind-
um landsins, áætlunargerð um
orkubúskapinn og aðstoð og ráð-
gjöf um stefnumótun I orkumál-
um,
2) efla áhrifavald stofnunarinn-
ar og þátt hennar i heildarstjórn
orkumálanna.
Orkustofnun er nú skipulags-
lega I 6 deildum, raforkudeild,
jarðhitadeild, skrifstofu- og hag-
deild, Jarðboranir ríkisins, Jarð-
varmaveitur     rikisins     og
Rafmagnseftirlit rlkisins. Til að
einbeita Orkustofnun að megintil-
gangi sinuin mætti taka undan
stofnuninni þrjár af þessum sex
deildum.
Það er meir en vafasamt að rétt
sé að skipa Jarðborunum rlkisins
undir stjórn Orkustofnunar,
raunar vafasamt að rétt sé, að
Orkustofnun reki verzlun svo sem
Jarðvarmaveitur  rlkisins,  ef  sú
þjónusta er þá nauðsynleg. Þá á
Rafmagnseftirlit rfkisins betur
heima annars staðar en undir
yfirstjórn Orkustofnunar, þó
raunar sé aðeins að forminu til,
t.d. kæmi til greina að sameina
það Öryggiseftirliti ríkisins. Sér-
staklega þarf að athuga, hvort
setja megi gleggri mörk milli
starfssviðs Orkustofnunar og
raunvfsindadeildar Háskólans
annars vegar og milli Orkustofn-
unar og orkuvinnslufyrirtækja
hins vegar. Með þessu yrði annars
vegar þess betur gætt, að Orku-
stofnun fengist síður við grund-
vallarrannsóknir, sem væri í
verkahring raunvlsindadeildar-
innar og hins vegar að Orkustofn-
unin færi siður inn á verksvið, er
varða hönnun mannvirkja, sem
frekar væri I verkahring orku-
vinnslufyrirtækja að sjá um.
Ýmislegt annað kemur að sjálf-
sögðu til athugunar varðandi
skipulag Orkustofnunar. Spurn-
ing er t.d., hvort ekki eigi að fella
niður það lagaákvæði, sem kveður
svo á, að ráðherra skuli skipa svo-
kallaða Tækninefnd Orkustofn-
unar orkumálastjóra til ráðuneyt-
is I tæknilegum og fjárhagslegum
efnum svo og til að auðvelda sam-
vinnu allra hlutaðeigandi aðila,
eins og það er orðað I lögunum.
Eftir þvf sem ég bezt veit hefir
þessi tækninefnd verið þýðingar-
Iftil eða engu máli skipt fyrir
starfsemi Orkustofnunar.
Orkuráð
En það er ekki nægjanlegt að
endurskoða starfssvið Orkustofn-
unar.  Þáttur  stofnunarinnar  I
heildarstjórn orkumálanna og
áhrifavald verður ekki aukið
nema henni sé fengin sérstök
yfirstjórn. Það verður bezt og
eðlilegast gert með því að setja
stofnuninni þingkjörna stjórn.
Með þvl gerðist tvennt: Alþingi
yrði í beinum tengslum við Orku-
stofnun og staða stofnunarinnar í
stjórnkerfinu yrði styrkt.
Hér yrði þá á vissan hátt horfið
aftur til þess fyrirkomulags, sem
áður var, þvl að samkvæmt raf-
orkulögunum frá 1946 kaus Al-
þingi hlutfallskosningu 5 manna
Raforkuráð með viðtæku verk-
efni. Skyldi Raforkuráð fylgjast
með stjórn og framkvæmdum í
raforkumálum, gera tillögur I
þeim efnum og vera ríkisstjórn-
inni til ráðuneytis I öllum raf-
orkumálum.
Með orkulögunum frá 1967 var
þetta fyrirkomulag illu heilli lagt
niður. Að vlsu á nú Alþingi að
kjósa 5 menn hlutfallskosningu I
Orkuráð. En sá er munur á Orku-
ráði og Raforkuráði áður, að
Orkuráð hefir engin verkefni
nema varðandi lánveitingar uf
Orkusjóði. Til að efla áhrif Al-
þingis og um leið styrkja Orku-
stofnun er eðlilegt að setja Orku-
ráði það verkefni að vera stjórn
Orkustofnunar auk þess sem það
færi með stjórn Orkusjóðs.
Orkusjóður
OE
ORKUSTOFNUN
ORKUSTOFNUN
Hafork.jdalld
Jarðhltadalld
Vatnevlrk)ana
Jarðfraðl
JarA.nll.fr-31
JarðfllCalalt
L_l Lan<kaellngar
Jarðfrcðl
jarðhltasvaðl
Svarfúrvlanala
ór horhoiua
BRA-ÐABIRGÐASKIPURIT
I977-06-OI
Skrlfatofn- og
hagdelld
Stirrnunnnúi
Gufubor ríklaln
og Rvlkbargar
KröfluvlrkjUi
gufuvelte
Kanaflell .
Hveragerðl
Reykhólar
Rafnagneeftlrllt
ríklalna
__R«fmagnaaftlrl 1
fvelavarkfreðl
•faavnrkfraði
Það er utan við efni þessa er-
indis að ræða um fjármálahlið
orkumálanna. En skipulag orku-
málanna I dag gerir ráð fyrir
Orkusjóði. Samkvæmt giLdandi
lögum er það hlutverk Orkusjóðs
að stuðla að hagkvæmri nýtingu
orkulinda fslands með fjárhags-
legum stuðningi við framkvæmd-
ir á sviði orkumála. Megintekju-
stofnar, sem sjóðnum eru settir,
er fé það, sem veitt er i fjárlögum
hverju sinní og rekstrarhagnaður
af Rafmagnsveitum ríkisins. Þess-
ir tekjustofnar hafa reynzt bæði
óvissir og ónógir, svo ekki sé
meira sagt, að minnsta kosti hvað
áhrærir Rafmagnsveitur ríkisins.
Þróun sjóðsins ber þessa merki að
ýmsu leyti.
Þegar Orkusjóður var stofnaður
árið 1967 tók hann við öllum eign-
um og skuldum Raforkusjóðs og
Jarðhitasjóðs, sem fyrir voru.
Nam þá eigið fé Orkusjóðs I upp-
hafi 204 millj. kr., en 10 árum
slðar eða I árslok 1976 var eigið fé
sjóðsins 282 millj. kr og hafði þvi
raunverulega stórminnkað á
þessu tfmabili miðað við verðgildi
peninganna. Þetta segir slna sögu
svo ekki verður um villzt og sýnir
m.a., að full þörf er á að taka
Framhald á bls. 33
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44