Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 141. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977
19
Heimir Steinsson rektor:
Um lýðháskóla
á Islandi
Undanfarin ár hafa fræðslumál
verið of arlega á baugi hér á landi.
Er það mjög að vonum. Skólakerf-
inu er varpað í deiglu endanna á
milli; ný lög um grunnskóla hafa
öðlazt gildi, frumvarp til laga um
framhaldsskóla litið dagsins ljós
og sérskólar ýmsir verið efldir. í
þessari umræðu hafa lýðháskólar
sjaldnast verið fyrirferðarmiklir.
Þó hefur þeirra verið getið og
fremur í vaxandi mæli en hitt. Nú
eru þeir atburðir og framkomnir,
að ástæða er til að fara nokkrum
orðum um lýðháskólamál almennt
en þann lýðháskóla sér á parti, er
starfræktur hefur verið á íslandi
um hrið.
Lög sett um
Skálholtsskóla
Mánudaginn 2. maí siðast liðinn
setti Alþingi lóg, er marka tíma-
mót í sögu lýðháskóla á íslandi. í
lögum þessum segir meðal ann-
ars: „í Skálholti starfar skóli, er
heyrir undir Menntamálaráðu-
neytið. Nefnist hann Skálholts-
skóli. — Skálholtsskóli starfar í
anda norrænna lýðhásköla."
Lögin eru unnendum lýðhá-
skóla á islandi meira fagnaðar-
efni en svo, að orðum verði auð-
veldlega að þökkunum komið. Al-
þingi hefur nú formlega lagt
grundvöll að þeirri alþýðu-
fræðslu, er lýðháskólar hafa í
frammi. Lokið er baráttu, sem
hafin var fyrir tæpum hundrað
árum, er þeir Guðmundur Hjalta-
son, Sigurður Þórólfsson og séra
Sigtryggur Guðlaugsson hófu á
loft merki lýðháskóla á landi hér.
Þrotlaust erfiði þessara frum-
herja og arftaka þeirra, Sigurðar
G-eipssonar og annarra, hefur
borið nýjan ávöxt. Tilbeini Al-
þingis nú er ljós vottur þess, að
lýðháskólahugmyndin lifði með
þjóðínni, þótt löngum væri víð
ramman reip að draga. En lið-
veizla löggjafans er einnig í full-
komnu samræmi við þá nýsköpun
fræðslumála, er fram hefur farið
um hríð og að þvi miðar að opna
dyr og auðvelda almenningi að-
gang að margvislegum mennta-
stofnunum. Sú nýsköpun á sér
raunar beinar eða óbeinar rætur í
hugsjónum þeim, er lýðháskóla-
menn urðu fyrstir til að bera
fram. Því fer vel á því, að hvort
tveggja skuli fram fara samtímis,
setning laga um lýðháskóla í Skál-
holti og sundurleit fyrirgreiðsla
önnur á vettvangi fræðslumála.
Jafnframt þessu hafa rikis-
stjórn og Alþingi með nefndri
Iagasetningu rétt Skálholti styrk-
ari vinarhönd en nokkru sinni
siðan 1963, er lög voru sett um
Skálholtsstað. Velunnarar Skál-
holts þakka þann hiýhug, er f
lögum þessum felst. Svo vel vill
til, að þau eru sett á fimm ára
afmæli Skálholtsskóla, og vart er
unnt að hugsa sér vinsamlegri af-
mælisgjöf né eindregnari viður-
kenningu á því starfi, sem fram
hefur farið innan veggja skólans
þessi ár. Fulltingismenn íslenzkr-
ar Þjóðkirkju almennt hafa og
ríka ástæðu til að fagna þessum
tíðindum. Hingað til hefur kirkj-
an staðið að rekstri Skáiholts-
skóla, óstudd að mestu, þótt bygg-
ingarfé hafi um árabil runnið til
stofnunarinnar úr Rikissjóði. Nú
hafa þeir aðilar, er með völd fara
á íslandi, sýnt það I verki, að þeir
meta að verðleikum það frum-
kvæði, er Þjöðkirkjan hefur haft
um þetta mál. Sú liðveizla segir
meira en mörg orð um hug stjórn-
valda til kirkju og kristni hér á
landi.
Hvað er lýðháskóli?
Sem fyrr greinir segir svo í lög-
um um Skálholtsskóla, að skólinn
starfi „i anda norrænna lýðhá-
skóla". Nokkru nánar er kveðið á
um þetta efni aftar í lögunum, og
er þar drepið á ýmis einkenni
nefndra skóla. Skal þeim málum
nú stiittlega hreyft.
Þótt skálholtsskóiamönnum
trúlega virðist framanskráð milli-
fyrirsögn óþörf, er því ekki að
leyna, að spurning þessi er þrá-
sinnis borin fram og áreiðanlega
ekki að ástæðulausu. Sannleikur-
inn er sá, að lýðháskólar eru sem
fyrr tiltölulega lítt þekktir á landi
hér. Nú hefur og nokkur hópur
ungmenna setið á skölabekk i
Skálholti. En hinir eru margfalt
fleiri, sem aldrei hafa heyrt lýð-
háskóla eða séð. Þetta fólk allt á
rétt á nokkrum upplýsingum um
það, sem hér er á ferð, — ekki sízt
nú, eftir að ákveðið hefur verið að
efla íslenzkan lýðháskóla af
almannafé. Hitt er og mála sann-
ast, að sjálfir hafa lýðháskóla-
menn nokkurn hug á að kynna
starfsemi þessa sem vendilegast.
Skilgreiningar á lýðháskólum
eru næsta sundurleitar, enda eru
þeir reknir af mismunandi aðil-
um um gjörvöll Norðurlönd. Þó
mun það ekki fjarri lagi að nefna
tvennt, er talizt getur sameigin-
legt verkefni lýðháskóla hvar-
vetna nú á dögum. Hið fyrra er
þetta að rétta hjálparhönd því
fólki á ýmsum aldri, sem af ein-
hverjum ástæðum hefur ekki hag-
nýtt sér hið almenna skólakerfi.
Hið siðara viðfangsefnið er það að
sinna æskumönnum, er standa á
krossgötum í námi, hafa lokið til-
teknum áfanga, en eru óráðnir
um framtíð sína.
Þessu tvíþætta verkefni sinnir
lýðháskóli með því að gefa nem-
endum kost á svo fjölbreyttu
námi, sem föng eru á, eftir frjálsu
vali. Getur þá hver og einn lagt
stund á þær greinar, er honum
áður reyndust örðugar, ellegar
sinnt einhverjum þeim efnum,
sem hugurinn girnist, en ekki
reyndist unnt að fást við á öðrum
skólastigum. Hið síðar nefnda á
einkum við um þá, er á krossgöt-
um standa. Fjölmargir æskumen
eru um hríð efablandnir um það,
hvert halda skuli. Þeir hafa lokið
skyldunámi og ef til vill einhverj-
um áföngum öðrum. Ekki vilja
þeir láta skólagöngu niður falla.
En framhaldið liggur engan veg-
inn í augum uppi. í slíkum tilvik-
um hentar lýðháskólavist þrá-
sinnis einkar vel. Á lýðháskóla
gefst tóm til að fást við nýstárlegt
námsefni, er opnað getur augu
nemandans fyrir brautum, sem
honum voru áður lítt kunnar.
Jafnframt þessu fá menn næði til
að íhuga sitt ráð. Reynslan sýnir,
að við leiðarlok hefur margur tek-
ið stefnuna með eindregnari
hætti en áður. Nemandinn hefur
á námstímanum, glöggvað sig á
ýmsu, veit nú hvað hann vill, hef-
ur og oftsinnis tekið framförum í
þeim greinum, sem honum helzt
voru til traf ala fyrr meir.
Það nám, sem hér um ræðir er
valfrjálst að mestu, eins og áður
er sagt, en slíkt valfrelsi er eitt
megineinkenni lýðháskóla. Þvi
fylgir raunar frelsi i öðru tilliti.
Við hreinræktaðan lýðháskóla
eru ekki tekin próf. Það er álit
lýðháskólamanna, að dvölin verði
nemendum árangursríkari, ef
ekki er að þeim sótt með eftir-
gangsmunum, heldur fái þeir að
ástunda sjálfsnám eftir því sem
til vinnst, undir leiðsögn kennara.
Heimir Steinsson.
Með þessu er alls enginn dómur
upp kveðinn um gildi prófa eða
haldleysi þeirra við aðra skóla.
Hitt sannar reynslan ótvirætt, að
á lýðháskólum hentar þessi skip-
an málabezt.
Prófleysi hefur óhjákvæmilega
þann annmarka, að lýðháskóli út-
skrifar engan með beinum rétt-
indum til náms eða starfs. Frá
þessu eru raunar ýmsar undan-
tekningar í grannlöndum okkar.
En þær verða látnar liggja milli
hluta þessu sinni. Að jafnaði leys-
ast nemendur úr lýðháskóla með
námsferilsvottorðum        eða
meðmælum einum saman. Rétt er
að gera sér það fyllilega ljóst, að
vottorð þessi og umsagnir jafn-
gilda ekki prófskírteinum. Eigi að
siður verða skriflegir vitnisburðir
lýðháskóla þrásinnis til að greiða
götu nemenda við aðrar mennta-
stofnanir og á vinnumarkaði.
Yf irsýn og umskipti
Hér hefur einungis verið drepið
á einn þátt lýðháskólastarfs, þann
er nefna mætti hinn „hagnýta",
— enda má ætla, að sá liður sé
þýðingarmestur hverjum þeim, er
i stuttu máli vill kynnast lýðhá-
skólum, viðfangsefnum þeirra og
tilgangi. En rétt er að víkja að
öðrum efnum stuttlega.
Þótt lýðháskólar séu margvis-
legir og beri ýmiss konar sér-
kenni, eiga þeir sér einn hug-
myndagrundvöll sameiginlegan,
og er sá þýðingarmeiri en önnur
viðmiðun öll. Þessi kjarni hefur
nú á dögum verið skilgreindur á
þá lund, að lýðháskóla beri að
vera „vettvangur andstæðra við-
horfa." Lýðháskóli hefur ekki
með höndum það hlutverk að
troða í nemendur þurrum minnis-
atriðum. Þvi síður er honum það
fyrirhugað að ástunda innrætingu
eða einhliða áróður af nokkru
tagi. Leiðtogum lýóháskóla ber að
sitja á eigin áráttu og sérsjónar-
miðum eftir föngum, en beygja
sig fyrir fjölbreytileika tilverunn-
ar og leyfa lifinu sjálfu að leika á
alla strengi hörpu sinnar, að svo
miklu leyti sem þess verður auð-
ió.
Þessu verður helzt til leiðar
komið með opinskáum skoðana-
skiptum kennara og nemenda um
ýmis þau efni, sem efst eru á
baugi hverju sinni. Heimsóknir
fyrirlesara af ýmsu tagi þjóna
sama tilgangi. Skólinn hefur
gagngert í frammi alla þá við-
leitni, er hann megnar, til að auka
yfirsýn nemenda og kennara,
glæða gagnkvæma virðingu fyrir
andstæðum viðhorfum, leiða
menn fram á rismikinn sjónarhól,
opna huga þeirra. Opinn hugur er
einstaklingurr vísasti vegurinn til
þeirrar fjölskyggni, er öllu öðru
fremur eflir mennskuna I fari
jarðarinnar barna.
Sá einn veit
er víða ratar
og hefur fjöld um farið,
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
Framhald á bls. 35
SÖLUAÐILAR  UM LAND ALLT
FYRIR GQOD/YEAR HJÓLBARÐA
REYKJAVIK:
Hjólbarðaþjónusta Heklu
Laugav. 170—172.
Simar21240— 28080.
H/F  Gúmmívinnustofan
Skipholti 35 Sími 31055
Hjólbarðav. Sigurjóns Gíslas.
Laugav. 171,sími 15508.
BORGARNES:
Guðsteinn Sigurjónsson
Kjartansgötu 12,
sími 93-7395.
ÓLAFSVÍK:
Maris Gilsfjörð
bifreiðarstjóri,
simi 93-6283.
GRUNDARFJÖRÐUR:
Hjólbarðav. Grundarfj.
sími 93-861 1.
TÁLKNAFJÖROUR:
Fákur H/F,
sími 94-2535.
AKUREYRI:
Hjólbarðaþjónustan
HOFSÓS:
Bílaverkst. Páls Magnússon-
ar.simi 96-6380.
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Bílaverkst. Mólatindur,
simi 96-62194.
DALVIK
Bilaverkst. Dalvíkur,
simi 96-61122.
ESKIFJÖRÐUR:
Bifreiðav. Benna og Svenna,
sími 97^6299.
REYÐARFJÖRÐUR:
Bifreiðav. Lykill,'
sími 97-4199.
STÖÐVARFJÖRÐUR:
Svemn Ingimundarrson.
VESTMANNAEYJAR:
Hjólbarðastofa Guðna,
v/ Strandveg, s. 98-1414.
EGILSSTAÐIR:
VéltækniS/F
simi 97-1455.
SEYÐISFJÖRÐUR:
Jón Gunnþórsson,
sími 97-2305.
NESKAUPSTAÐUR:
Bifreiðaþjónustan,
sími 97-7447.
GRINDAVÍK:
Hjólbarðav. Grindavikur,
c/o Hallgrimur Bogason.
HAFNARFJÖRÐUR:
Hjólbarðav.   Reykjavíkurv.
56, sími 51538.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44