Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 141. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977
21
Alaskaolían:
Flutningsverð
verði lækkað
Washingtoo, 29. Júnl. Reuter.
ÁTTA fyrirtæki sem sjá um að flytja olfu um nýju Alaskaleiðsluna,
fengu f dag fyrirmæli um að lækka verulega gjalri það sem þau höfðu
lagt til að tekið yrði fyrir flutning oltunnar þessa 800 mllna leið.
Höfðu fyrirtækin óskað eftir
þvi að hver ollutunna frá leiðsl-
unni yrði verðlögð á 6.04—6.44
dollara, en ICC, stofnun sú sem
sér um verðlagningu neðanjarðar-
auðlinda, hefur gefið yfirlýsingu
um að þetta sé alltof há verðlagn-
ing og sagt að fyrirtækin fái ekki
að taka nema frá 4.68 dollurum og
upp I 5.10 dollara á tunnu. Ekki er
vitað að svo stöddu hvort olíu-
félögin verða umyrðalaust við
þessum boðum, eða hvort þau
áfrýja úrskurðinum. Talsmenn
sumra fyrirtækjanna höfðu áður
Johnson var
með húðkrabba
Washington, 29. júní.
Reuter.
SKURÐLÆKNAR gerðu smá-
aðgerð á Lyndon B. Johnson,
fyrrverandi Bandaríkjafor-
seta, sem reyndist vera húð-
krabbamein á vinstri ökkla.
Talsmaður bandaríska flotans
staðfesti fregnir þessa efnis í
dag. Hann sagði að aðgerðin
hefði verið gerð í Hvlta húsinu
I október 1967 eða tæpum f jór-
um árum eftir að Johnson tók
við embætti forseta. Frá að-
gerðinni var ekki skýrt þá.
Talsmaðurinn Thomas Cold-
well sagði að milli 30—40 ber
hefðu verið skorin úr llkama
Johnsons á árunum frá
1965—1969 en ekkeert þeirra
reynzt illkynjað nema þetta.
Coldwell sagðist hafa fengið
umboð nií frá ekkju Johnsons
til að skýra f rá þessu.
Vélar hurfu
Tókíó, 29. júní.
Reuter.
TVÆR japanskar Lockheed
Starfighter vélar hurfu I dag
meðan þær voru I æfingarflugi
yfir suðurhluta Japans I dag,
að þvf er talsmaður varnar-
málaráðuneytis Japans sagði i
dag. I tilkynningunni var sagt
að verið gæti að vélarnar
hefðu rekizt á og hrapað I sjó
niður. Leit er hafin að flug-
mönnunum að sögn Reuters og
er henni beint 80 mllur suður
af Nagasaki.
Samvinna efld
Ósló, 28. jrtnl. Reuter.
FULLTRÚAR Noregs og
Portúgals skrifuðu I dag undir
samkomulag um aukna sam-
vinnu á sviði efnahagsmála á
þessu ári og því hinu næsta.
Fylgdi samkomulagsgjörð þess
i kjölfar tveggja daga við-
ræðna fulltrúa þjóðanna og
segir þar að framlag Noregs til
Portúgals á þessu ári muni
verða um það bil 5.4 milljónir
sterlingspunda. Er þetta í
formi fiskafurða sem Norð-
menn selja Portúgölum, svo og
ýmissa landbúnaðarvara. Sam-
vinna verður efld á sviði ferða-
heilbrigðis- og efnahagsmála.
14 létust —
218 slasaðir
Sao Paulo, Brazilfu,
29. júnl. Reuter.
FJÓRTÁN manns létust og 218
slösuðust I geysilegu umferð-
arslysi sem varð á hraðbraut-
inni skammt frá Sao Paulo I
dag. 151 ökutæki skemmdist
meira eða minna. Að sögn lög-
reglunnar má rekja orsakir
þessa slyss til þess að niða^
dimm þoka var og skyggni nán-
ast ekkert. Bílarnir óku hver
aftan á annan.
látið að þvi liggja að fyrirtæki
þeirra myndu alls ekki sjá um
rekstur leiðslunnar nema um-
beðið verð fengist fyrir. Tals-
maður ICC kvaðst ekki búast við
að nein harka kæmist I málið.
Byrjað var að flytja olíu eftir
leiðslunni I slðustu viku en ollan
fer aðeins með miluhraða á
klukkstund og verður þvl fyrsta
ollan ekki komin til hafnar-
borgarinnar Valdez fyrr en um
miðjan júllmánuð. Þar verður
olían sett I olíuskip og síðan flutt I
olíuhreinsunarstöðvar á vestur-
strönd Bandarlkjanna ellegar
gegnum Panamaskurðinn.
KÍNA — Þessar tvær myndir sýna grafhýsi Mao Tse-tungs í Peking, sem vigt var
24. mai eftir aðeins 6 mánaða byggingartíma.
Kínverjar harðorðir:
Risaveldin reyna að kúga
þróunarríkin og arðræna þau...
S.þ. 28. júní. Reuter.
Kínverjar      ásökuðu
Bandarfkjamenn og Sovét-
rfkin um það f dag að spilla
fyrir þvf að samkomulag
næðist um ný hafráttarlög.
Eyjólfur Konráð Jónsson:
„Hrikalegasta ræða
— sem ég hef heyrt
en endaði sem grín"
„ÞETTA var einhver hrikalegasta ræða sem ég hef heyrt," sagði
Eyjólfur Konráð Jðnsson, alþm., einn fulltrúa Isiands á Hafrétt-
arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um ræðu kfnverska aðalfulltrú-
ans I allsherjarnefnd ráðstefnunnar I gær.
„Að vlsu talaði fulltruinn
alltaf um „risaveldin" I fleir-
tölu en engum gat blandast
hugur um að skeytunum var
beint að Sovétríkjunum. í
fyrsta lagi var ræðan algerlega
óheimil, a.m.k. á þessum stað og
stundu. Hún var ekki á dag-
skránni og ekki var meiningin
að ræða neitt efnislega. Forset-
inn barði því margsinnis I borð-
ið og hótaði kínverksa fulltrú-
anum því að taka af honum
orðið, en hann lét það sem vind
um eyru þjóta og hélt áfram
hinum blóðugustu svívirðing-
um sem fyrst og fremst var
beint að Sovétríkjunum fyrir
kúgun gagnvart þróunarrlkjun-
um og þeirri stefnu ætti ber-
sýnilega að halda áfram að þau
sölsuðu undir sig öll auðæfi
heimsins og fleira I þeim dúr.
Þetta gekk nú svo langt að það
endaði með því að fulltrúarnir
voru flestir farnir að hlæja. Um
viðbrögð af hálfu Sovétmanna
var siðan ekki að ræða.
Þó að segja megi að þetta hafi
kannski ekki verið nein nýjung
að heyra slíkan málflutning, en
það sem gerir þetta furðulegt
er einmitt að forseti ráðstefn-
unnar hafði ftrekað hvað eftir
annað að engar umræður um
annað en væntanlegt fyrir-
komulag á ráðstefnunni mættu
fara fram. En Kínverjar létu
það sem sagt sem vind um eyru
þjóta. Svo hefur virzt sem Kin-
verjarnir leiki sér að því að
reyna að æsa upp, enda vilja
þeir náttúrlega alls ekki að
nein sáttmáli verði gerður i ná-
inni framtíð, sérstaklega ekki
um hafsbotninn af því að þeir
eru ekki tilbúnir til að vinna
auðæfin þar og vilja því allt
eins að þetta dragist allt á lang-
inn.
Aðalfulltrúi     Kínverja,
Shen Wi Luang, sagði að
risaveldin reyndu að halda
f einræðisvald sitt og
beittu öllum gömlum og
nýjum ráðum til að kúga
önnur rfki og arðræna þau,
meðal annars að auðlind-
um á hafsbotni. Fulltrúinn
sagði þetta á fundi alls-
herjarnefndarinnar, þar
sem dagskrá ráðstefnunn-
ar var til umræðu.
Forseti ráðstefnunnar,
Shirley Amerashinghe frá
Sri Lanka, reyndi hvað eft-
ir annað að taka orðið af
kínverjanum, en hann lét
ekki segjast og hélt ótrauð-
ur áfram. Hann sagði að
nýr sáttmáli yrði að byggj-
ast á ýmsum tillögum frá
þróunarríkjunum      og
standa yrði að honun á lýð-
ræðislegan hátt, en svo
virtist sem risaveldin tvö
ætluðu að reyna allt sem
þau gætu til að koma I veg
fyrir þetta. Var af ræðu
hans ljóst að hann átti við
Bandarikin og Sovétrikin í
ræðu sinni þótt þau væri
ekki nefnd sérstaklega og
auk þess telja sérfræðing-
ar að umfram allt hafi þess-
um skeytum verið beint að
Sovétríkjunum.
Niðurstaða bókarinnar er sögð
vera sú að hafi Jesús verið viður-
kenndur af guði, en ekki viður-
kenndur sem guð í mannsmynd,
muni það geta haft mikil áhrif á
samband og samskipti kristinnar
trúar við önnur alheimstrúar-
brögð.
Hafréttarráðstefnan:
Nýr texti saminn
„í gær var ákveðið hér á hafréttarráðstefnunni að
saminn yrði nýr texti sem forseti þingsins og formenn
nefndanna semdu og að þessi texti yrði tilbúinn um
miðja næstu viku og þá yrði svigrúm til að ræða hann að
nokkru og taka ákvörðun um hver framvindan yrði,"
sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í samtali við Mbl. f gær.
En lfkur benda til að ekkert lokasamkomulag verði á
þessum fundi og hneigist allt í þá átt að einn fundur
verði haldinn enn og þá á næsta ári. „Þetta var ákveðið i
allsherjarnefnd hafréttarráðstefnunnar og verður sjálf-
sagt reynt að ræða þennan texta eitthvað töluvert áður
en upp verður staðið nú," sagði Eyjólfur Konráð að
lokum.
Sjö  brezkir guðfræðing-
ar skrifa bók um Jesúm
London, 29. júní. Reuter.
SJÖ ÞEKKTIR brezkir guðfræð-
ingar f jalla um það f bók sem er
væntanleg á markaðinn I þessari
viku, hvort Jesús Kristur haf i ver-
ið guð I mannsmynd ellegar mað-
ur, sendur af guði til að gegna
sérstöku guðlegu hlutverki. Bók-
in heitir „The Myth of God
Incarnate" og það eru Kristileg
stúdentasamtök f Bretlandi sem
gefa út bðkina. Utgáfufyrirtækið
spáir þvf að bðkin muni valda
meira fjaðrafoki en nokkur önn-
ur bðk um guðfræðileg efni sem
gefin hefur verið út um margra
ára skeið.
Ritstjóri bókarinnar, John Hick
prófessor I Birmingham, sagði á
blaðamannafundi I dag að hann
liti svo á að „ef við megum aldrei
segja neitt sem vekur hneykslan,
getum við aldrei opnað munn-
inn." Hann sagðist I ritgerð sinni
lýsa Jesúm sem unaðslegustu
mannveru sem lifað hefði á jörð-
inni.
Greenpeace
hefur að-
gerðir senn
Washington, 29. júní Reuter
EINS og sagt hefur veriS frá t
Mbl. hefur umhverfismálastofn-
unin Greenpeace ákveSiS aS gera
ráSstafanir til a8 hindra hvala-
drép. Hafa samtökin aflaS ser
skips I þessu augnamiSi og var
tilkynnt i dag aS skipiS myndi
leggja af staS I „björgunarieiS-
angur" sinn I þágu hvalanna nú i
mánaSarlokin. Hafa endurbatur
veriö gerSar á skipinu, sem er
gamall tundurduflaslœSari, og
getur þaS nú veriS samfellt á hafi
úti i fjörutlu daga i staS þrjátiu
aour.
í Reuterfrétt segir a8 aSgerðir
muni einkum beinast gegn veiS-
um Sovéta og Japana og enda
kom þaSfram ifyrri frétt Mbl. um
þetta mál. Þessar þjóðir veifta
rösklega 75% allra hvala sem
árlega eru veiddir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44