Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 141. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMXtfpAGUR 30. JUNI 1977
31
RA YMONT BARRE
síðasta trompspil f orsetans
Þegar Reymond Barre, sem
milljónir Frakka höfðu aldrei
heyrt nefndan fyrr, varö for-
sætisráðherra landsins í ágúst
1976, sagði eitt frönsku blað-
anna, að í útliti minnti hann
sterklega á Ludwig Erhard,
höfund þýzka efnahagsundurs-
ins. Það væri að minnsta kosti
góðs viti. Síðan eru senn liðnir
níu mánuðir, en enginn hefur
enn séð hilla undir franskt
efnahagsundur. En þegar
Barre myndaði annað ráðu-
neyti sitt í marz s.l., litu
milljónir Frakka á hann sem
traustvekjandi mann, sem tryði
að visu ekki á kraftaverk, en
gerði sér ljósa grein fyrir þvi,
hvað nauðsynlegt væri i Frakk-
landi í dag í staðinn fyrir
kraftaverk.
En hið kynlega er, að þessir
níu mánuðir hafa nægt til að
skapa einhvers konar goðsögn
um nafnið Barre. Ekki svo að
skilja, að hann hafi skort hat-
ramma andstæðinga. Þá væri
nær að segja, að leiðtogi sósíal-
ista, Mitterand, verkalýðshreyf-
inngin og kommúnistar hefðu
veitt honum harðvítuga mót-
spyrnu. í augum vinstrimanna
er hinn góðborgaralegi Rey-
mond Barre ímynd hins stöð-
uga atvinnuleysis yfir milljón
manna í Frakklandi. Það kemst
að sjálfsógðu ekki inn í höfuðið
á þeim, að þessi forsætisraæð-
herra er að sögn færasti efna-
hagssérfræðingur Frakka — en
þannig kynnti forsetinn hann i
fyrra. Og milljónir Frakka taka
það allt að því sem storkun,
þegar þessi lágvaxni, bústni og
snyrtilegi maður segir með hóg-
værum orðum, að atvinnuleysið
sé að vísu mjög alvarlegt, en i
Frakklandi verði baráttan gegn
verðbólgunni að hafa algeran
forgang.
Barre flytur mál sitt á skýran
og rökvísan og jafnframt virðu-
legan hátt, og Frakkar líta þvi á
hann sem háskólaprófessor.
Hann getur ekki dulið sitt eig-
inlega starf. Fyrstu fyrirlestra
sína hélt hann 1950 í Caan, en
frá 1963 í Paris um stjórnmála-
hagfræði. Hann hefur skrifað
rit i tveimur bindum um efnið,
og er það til i öllum frönskum
bókasöfnum. Ekki verður skýrt
með jafn útþvældum hugtökum
eins og hægri og vinstri, hvar
Barre sjálfur stendur. „Það er
ekki hægt að flokka mig niður,"
sagði hann, þegar hann tók við
embætti     forsætisráðherra.
Hann er á engan hátt svipaður
hinum liðugu frönsku stjórn-
málamönnum, sem haf a olnbog-
að sig áfram og talað sig upp i
háar stöður í Paris. Hann er svo
sparneytirin á orð, að það er
eins og hann þyrfti að borga
þau úr eigin vasa.
Án mikillar
harðneskju
En ástæðan til þess, að forset-
inn skipaði hann forsætisráð-
herra, var sú, að það var álit
fjölmargra, að það væri komið
undir Barre-áætluninni, sem
gerð var opinber þegar í sept-
ember 1976, hvort núverandi
stjórnarflokkar myndu enn
halda velli í næstu þingkosn-
ingum, sem fram eiga að fara í
marz  1978.  Nafn  Barres  er
tengt viðreisnaráætluninni fyr-
ir hið franska efnahagslif, en
hún er samsafn sígildra ráðstaf-
ana, þar sem sneitt er hjá allri
harðneskju, en árangurinn
næst aðeins, ef áætlunin i heild
sinni fær að standa í nægafi
tíma: gjaldmiðilinn, frankann,
á að treysta, draga úr hallanum
á viðskiptunum við útlönd,
hamla gegn dýrtíðinni, tryggja
vöxt iðnaðarins og reka halla-
lausan rikisbúskap. En um
fram allt vill Barre sem nýr
forsætisráðherra gera þjóðinni
það ljóst, sem verkalýðsfélógin
hafa tekið sem opinbera stork-
un, að Frakkar eigi á árinu
1977 í mesta lagi að halda
óskertum kaupmætti. Aukning
kemur ekki til greina. Þessu
lýsti hann yfir þegar í upphafi
valdaferils sins.
Launþegar og vinnuveitend-
ur, sem voru orðnir vanir hinu
þægilega verðbóiguhugarfari,
hafa nú stunið og kveinað í níu
mánuði. Þegar vinstri flokkarn-
ir og verkalýðssamtökin ásaka
Barre um að viðhalda atvinnu-
leysinu til að tryggja atvinnu-
rekendum sinn fyrri arð, verða
kveinstafir atvinnurekenda sí-
fellt háværari, vegna þess að
efnahags- og fjármálastefna
þessa prófessors Barre hafi lok-
að svo fyrir allt fjármagns-
streymi, að hætt sé við að fjöldi
fyrirtækja muni leggja upp
laupana. En fram að þessu hef-
ur Barre ekki látið þoka sér af
braut hinnar „skipulögðu
frjálslyndisstefnu". Eftir nið-
urstóður bæjar- og sveitastjórn-
arkosninganna 20. marz s.l. sem
voru stjornarflokkunum mjög
óhagstæðar, lýsti Barre því yf-
ir, að kosningaúrslit myndu
engin áhrif hafa á stefnu sina i
efnahagsmálum. Hann telur
hana hina einu réttu til lengdar
og hiria sameiginlegu stefnu
vinstri flokkanna með þjóðnýt-
ingaráformum sinum vera
hreina skýjaborg. Ef Frakkar
myndu samt kjósa vinstri flokk-
ana að ári, þá muk Barre eins
og hann hefur sagt vinum sín-
um — fara frá völdum, en
„bera höfuðið hátt". Hann trúir
því, að það sé langt þvi frá, að
öllum sem mistekst, hafi á
röngu að standa.
Reymond Barre fæddist fyrir
52 árum á frönsku eynni Ré-
union í Indlandshafi, og það
var ekki fyrr en 1948, sem nú-
verandi      forsætisráðherra
Frakka kom til Frakklands.
H:nn stundaði siðan nám i
Paris og varð brátt að því loknu
háskólakennari. 1959 varð hann
svo persónulegur ráðunautur
og aðstoðarmaður þáverandi
iðnaðarráðherra, Jeanneney,
sem var náinn og gamall trún-
aðarmaður de Gaulles. Til þess
tima má rekja hina hóflegu og
duldu tilhneigingu Barres til
gaulliskra hugsjóna. Um-
bótakenningar vinstfi kaþó-
likka frá þeim tima höfðu einn-
ig varanleg áhrif á Barre.
1967 gerði de Gaulle hann að
varaformanni frönsku sendi-
nefndarinnar hjá Efnahags-
bandalaginu i Briissel, og þvi
starfi gegndi hann i sex ár og
var þá ábyrgur fyrir efnahags-
og fjármálastefnu bandalags-
ins. Hann hófst þó ekki yfir það
að vera þjóðlega sinnaður í því
starfi. Fram að þessu hefur
Barre talið þaö sér til gildis, að
hann hafi ekki getað hrifizt af
eldmóði þeirra, sem hafi viljað
gera Evrópu að nýju föður-
landi. Hann hélt sig alltaf við
hið áþreifaniega, það sem hægt
var að gera með þeim ráðum,
sem fyrir hendi voru. Tvær
Barre-áætlanir frá 1969 og 1970
höfðu það að markmiði að sam-
ræma betur efnahags- og fjár-
málastefnu bandalagsrikjanna
og skapa grundvöll að evrópsku
gjaldeyrissambandi eða banda-
lagi. Þær strönduðu á þeim að-
stæðum og einnig, að því er
Barre telur, að "á þeim tálvon-
um og ímyndunum, sem emb-
ættismannaveldið i Briissel hef-
ur skapað og alið með sér.
„Efnahagsbandalagið", segir
Barre, „líður oft fyrir muninn á
hinum mikla rausnarskap og
hinum takmörkuðu efnum."
Barre telur, að ekkert komi i
staðinn fyrir þjóðina. Meira en
samband ríkja geti Evrópa að
hans áliti ekki orðið um fyrir-
sjáanlega framtíð.
Með hinni nýju ríkisstjórn
sinni verður Barre að vinna
kosningarnar 1978. Hann er
foringi fyrir liði, sem hann hef-
ur valið menn í fyrst og fremst
eftir þekkingu og skapfestu.
Barre hefur óbeit á þeim
stjórnmálamönnum, sem reyna
að blanda sér inn í mál, sem
varða grundvallaratriði í til-
veru þjóðarinnar, út frá smásál-
arlegum útkjálkasjónarmiðum
eða     hugmyndafræðilegum
kreddum. Barre segir; „Ég er
enginn maður fyrir áróður,
undirferli og baktjaldamakk."
Les gjarnarit
Machiavellis
Barre veit það mætavel, að i
dag er hann síðasta pólitíska
trompspílið, sem Giscard
d'Estaing, forseti, hefur enn á
hendi. Forinji Gaullista,
Jacques Chirac, fyrirrennari
Barres sem forsætisráðherra,
stefnir nú opinberlega að for-
setaembættinu. Geðspektar-
maðurinn Barre gefur ekki
neinar slíkar hugrennihgar i
skyn. Hann vinnur störf sin og
eyðir hinum takmarkaða fri-
tíma sínum með konu sinni,
ungverskri að ætt, en hún
klippir daglega út mikinn
f jölda skopmynda, sem birtast i
dagblöðunum af manni hennar,
og safnar þeim í albúm. Þau
eiga tvo syni, sem eru við nám.
Reymond Barre unir sér oft
við hugleiðingar sinar í hinum
fagra garði við embættisbústað-
inn, Palais Matignon. Allir vita,
að Barre verður aftur háskóla-
kennari, þegar hann lætur af
störfum sem forsætisráðherra.
Nýlega spurði fréttamaður
Barre: „Stiga völdin yður til
höfuðs?" „Nei, því fer fjarri,"
svaraði Barre, sem á siðkvöld-
um les stundum rit Machia-
vellis í hægindastólnum — svo
að lítið beri á.
— Svá —úrSiiddautscheZeitung.
FRAKKAR VERÐA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ALVARLEGUM STAÐREYNDUM
N>t*A eww\ess
R^ÓMAÉS/NN..

C£r^*SG>TIM\&Sr
VARLA A& KlSl<SWA
Nú er kominn lúxusís frá
Emmess:
^jFi
^m íp**!
"Zinmiiiiíi::  mití
appelsínuís og marsipanís meö
piparmyntusosu.

Emm
ess.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44