Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNl 1977 43 Reykjavík- urmyndir Jóns Helga- r sonar í Arbæ Noregur sýnir á heimilisiðnaðarþinginu I Hagaskóla gerð stafafláta og netdúka. Á myndinni er sýnishorn af þvf. Norrænt heimilisiðnaðar- þing í 3. sinn á íslandi Aðeins spurning hver verð- ur 11. leik- maðurinn ISLENZKI landsliðshópurinn I knattspyrnu hélt til Þingvalla að lokinni æfingu á Laugardalsvell- inum I slagveðursrigningu I fyrrakvöld. Koma piltarnir tii Reykjavíkur um klukkan 18 I kvöld og tveimur timum sfðar hefst 19. landsieikurinn f knatt- spyrnu við Norðmenn. Kom norska landsliðið til landsins sfð- degis í gær. Ekki er enn vitað hverjir 11 hefja leikinn fyrir íslands hönd, en trúlegt er að Sigurður Dagsson verði I markinu. Bakverðir Ólafur og Janus. Miðverðir Jóhannes og Marteinn, en Gísli Torfason að- eins fyrir framan þá. Siðan komi Guðgeir, Ingi Björn og Atli Eð- valdsson, en i fremstu víglínu verði þeir Skagamennirnir fyrr- verandi, Teitur Þórðarson og Matthías Hallgrímsson. Einnig gæti Ingi verið fremstur með Teiti, en Matthías yrði þá aðeins aftar. Nokkurn veginn er ljóst hverjir 10 af 11 byrja leikinn og eina spurningin er hver leysir Ás- geir Sigurvinsson af hólmi, en Mbl. hefur trú á að Atli Eðvalds- son fái það erfiða verkefni. Jó- hannes landsliðsfyrirliði Eðvalds- son reyndist vera í ágætri þjálfun er hann kom til landsins að því er landsliðsnefndarmenn hafa sagt og verður hann því örugglega meðal leikmanna landsliðsins f kvöld, en talinn var vafi á því hvort hann yrði i nægilegri æf- ingu til þess. Talsvert hefur verið deilt á val þeirra Teits og Matthiasar I lands- liðið, þar sem Matthías hefur litið leikið með Halmia að undanförnu vegna ágreinings við félag sitt og Teitur þótti ekki sýna góðan leik gegn N-írum fyrir 3 vikum. Hvað um það, þá var leikið í bikar- keppninni í Sviþjóð. Halmia gerði sér lítið fyrir og sigraði 1. deildar- liðið Derby 2:0, en að sögn Dagens Nyheter hefði sigurinn getaó ver- ið helmingi stærri. Jönköping mætti Grimsás, sænska liðinu sem hefur auglýst eftir islenzkum leikmönnum i Morgunblaðinu, og sigraði lið Teits með 7 mörkum gegn engu. Tókst liðinu þar að hefna fyrir tap i 2. deildinni nýlega og það rækilega. Gerði Teitur Þórðarson 2 mörk i leiknum og þótti einn bezti maður liðs síns. Landsleikurinn i kvöld verður 98. landsleikur íslendinga í knatt- spyrnu. Leikinn dæmir D. Syme frá Englandi, en linuverðir verða þeir Magnús V. Pétursson og Óli Olsen. Blikastrákar fá bronsmerki TUTTUGU fótboltastrákar úr Breiðabliki fá I leikhléi iands- leiksins f kvöld sérstaka viður- kenningu fyrir að hafa tekið fyrsta stig knattþrauta KSt. Fá þessir landsliðsmenn framtfðar- innar bronzmerki i barminn, en unglinganefnd KSt vinnur nú að þvi að endurvekja áhuga félag- anna á knattþrautunum. Dagana 29. júnf til 1. júlí er haldið f Hagaskóla Norrænt heim- Hisiðnaðarþing og fjölþætt sýn- ing I tengslum við það. Norræna heimilisiðnaðarsam- bandið (Nordens hemslöjdsför- bund) stendur að þessu þingi. í þvi starfa heimilisiðnaðarsamtök Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Löndin skiptast á um að halda þing þriðja hvert ár og er venja að setja um leið upp heimilisiónaðarsýningu, sem unn- in er eftir ákveðnum einkunnar- orðum, en þau eru að þessu sinni: Nútfma heimilisiðnaður — gaml- Skýrsla um ráð- stefnu BHM ÚT ER komin á vegum Bandalags háskólamanna skýrsla frá ráð- stefnu BHM um starfsemi sjálf- stætt starfandi háskólamanna. 1 skýrslunni eru birt öll erindi er flutt voru á ráóstefnunni ásamt skýrslum vinnuhópa og útdrætti úr umræðum. Á ráðstefnu BHM var einkum fjallað um eftirtalin f jögur efni. Samkeppni hins opin- bera og sjálfstætt starfandi há- skólamanna, eftirmenntun, trygg- ingaþörf sjálfstætt starfandi há- skólamanna og gjaldskrármál. Skýrsla BHM um þessa ráðstefnu er fáanleg á skrifstofu BHM eins og skýrslur um fyrri ráðstefnur bandalagsins. ar vinnuaðferðir. Við lærum hvert af öðru. I samræmi við einkunnarorðin verða löndin nú með sýnikennslu i tveimur heimilisiðnaðargrein- um, hvert I sinni sýningardeild, auk þess sem fluttir eru fyrir- lestrar og almenn kynning á greinunum í þingsal. Einnig er venja að landið, sem sér um þing- ið hverju sinni, hafi jafnframt stóra yfirlitssýningu á eigin heim- ilisiðnaði. Slík yfirlitssýning á ís- lenzkum heimilisiðnaði hefur nú verið sett upp f þremur kennslu- stofum Hagaskóla, í fjórðu kennslustofunni fer svo fram is- lenzka sýnikennslan i tóvinnu og bandavefnaði (fótvefnaði og spjaldvefnaði) auk kynningar á jurtalitum. Hin löndin hafa hvert sina stofu. Danmörk sýnir leir- keragerð og hnýtingar, Finnland karelska skilskeftu og keðjuhekl, Noregur gerð stafafláta og net- dúka, Svíþjóð barkarvinnu og flókagerð. Þetta þing, sem nú er haldið er hið 16. í röðinni og í þriðja skipt- ið, sem þaö er haldið á íslandi. Hið fyrsta hér á landi var haldið 1948, annað 1962 i Iðnskólanum. Mest öll vinna við undirbúning þingsins er sjálfboðavinna félaga I Heimilisiðnaðarfélagi Islands. Þátttakendur í þinginu eru um 230, þar af um 200 erlendir gestir. Norræna heimilisiðnaðarsam- bandið var stofnað í Sviþjóð árið 1927 og er þvi 50 ára í ár. Aðilar í þvi eru heildarsamtök f hverju landi. Formaður Heimilisiðnaðar- félágs íslands er Stefán Jónsson arkitekt, sem einnig er formaður Norræna Sambandsins. Sýningin I Hagaskóla verður op- in fyrir almenning næstu 3 daga eftir þingið, 2.—4. júlí kl. 14—22. Sýnikennsla fer fram alla dagana kl. 14—16 og 20—22. SKIPSTJÓRI i rækjubitnum Sig rúnu ÍS fri Súðavlk hefur krafizt sýknu vegna ikæru um að hafa veriS a8 veiðum i alfriSuSu svæSi úti af Kögri og byggir kröfu slna i þvl. aS leyfi hans hafi niS til þessa svæSis. eins og fram kom I MorgunblaSinu I gær. MorgunblaSiS sneri sir til Jóns B. Jónassonar I sjivarútvegs- riSuneytinu og spurSi hann hvernig i þvt stæSi, aS biurinn hefSi leyfi til veiSa i svæSi sem friSaS væri. Að þvi er Jón tjáði Morgunblaðinu hefur þetta svaeði úti af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi verið alfriðað um margra ára skeið en hins vegar hefði það I desember á sl. ári verið stækkað nokkuð austur á bóginn, og þar hefði báturinn einmitt verið að veiðum þegar varðskip kom að honum. OPNUÐ hefur verið i Árbæjarsafni sýning á Reykjavíkurmyndum Jóns Helgasonar biskups. Á sýn- ingunni eru 118 myndir eftir Jón, 13 ljósmyndir af Jóni og fleirum og tvær myndir eftir aðra en Jón. Jón Helgason var biskup yfir íslandi frá árinu 1917 og til ársins 1938. Árið 1945 eignaðist Reykja- víkurborg myndir Jóns, sem eru á sýningunni, og er það talið upp- hafið að minjasafni Reykjavikur Sýningin er í eimreiðarskemm- unni í Árbæ og verður hún opin i sumar á opnunartima safnsins, klukkan 13 til 18 alla daga nema mánudaga. Báturinn fékk leyfi sitt i vor til rækju veiða og sagði Jón, að ekki hefði þá verið tilgreint sérstaklega í leyfinu að ekki mætti stunda veiðar á rækju á þessu svæði, enda ekki auðvelt að koma slíkri tilgreiningu við, þar sem þörfin á verndunaraðgerðum á hinum ýmsu tímabilum gæti verið nokkur breytileg frá timabili til timabils Hins vegar hefði þessi viðbót við friðaða svæðið verið rækilega auglýst á sinum tlma i fjölmiðlum og birt kort sem sýndu svæðið, auk þess sem Ijóst mætti vera að þegar svæði væri alfrið- að fyrir öllum algengustu veiðarfærum botnfisks vegna smáfisks þá gilti hið sama fyrir veiðar rækjubáta sem væru með smáriðnustu möskva allra veiðar- færa Þvi hefði verið talið að auglýsing um friðun þessa svæðis væri fullnægj- andi. Schmidt að leggja upp í Ameríkuferð Bonn 29. júní. Einkaskeyti til Mbl. frá AP: EFNAIIAGSÞRÓUN í heimin- um og ólík afstaða til kjarn- orkumála verða þau mál, sem Helmut Schmidt, kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, mun fjalla eink- um um þegar hann leggur upp f ellefu daga ferð f næstu viku. Ætlar hann þá að hitta banda- rfska og kanadlska leiðtoga en hann hitti bæði Carter og Trudeau á Lundúnafundinum í maimánuði Uka. Bandarfkjamenn hafa hvatt Þjóðverja til að leggja meira af mörkum til að hjálpa upp á erfiðan efnahag vlða I heimin- um en hins vegar hefur Banda- rfkjastjórn nú lýst yfir stuðn- ingi við efnahagsmálastefnu þá, sem Schmidt og stjórn hans hafa rnarkað. Þjóðverjar hafa komið til móts við Bandaríkja- menn með því að slaka til f afstöðu sinni varðandi kröfu um innflutning á úranfum en þó eru ýmis vandamál sem bíða úrlausnar. Búizt er við að Schmidt ræði sérstaklega um það við Trudeau hvort unnt verði að hefja á ný flutning á úranium til Vestur-Evrópulanda, en hann hefur verið bannaður. Schmidt fer til Kanada á mið- vikudaginn og hittir Trudeau í Vancouver þann 7. júlí. Siðan munu þeir eiga aðra fundi sam- an dagana 11. og 12. júli. Trudeau hefur neitað að af- létta banni á sölu úraníums nema Euratom, sem er sam- starfsnefnd EBE um kjarn- orkumál, fallist á að sett verði á að nýju öryggiskerfi undir al- þjóðlegu eftirliti. Eru það aðal- lega Frakkar sem hafa lagzt gegn þvi, að gengið verði að kröfu Trudeaus. Þegar Schmidt hittir Carter á tveimur fundum í Hvíta húsinu þann 13. og 14. júli má ganga út frá þvi sem gefnu, að kjarn- orkumálin verði þar einna efst á baugi, að þvi er stjórnmála- fréttaritarar telja öruggt. Enda þótt Þjóðverjar hafi skýrt frá þvi, að ekkert verði úr þvi að gengið verði að skilmál- unum sem stendur, hefur málið þó engan veginn verið gefið upp á bátinn. Heimildir í Bonn segja að stjórn Schmidts muni ekki aðeins halda til streitu hugsanlegri tækniaðstoð við Brasiliumenn til að framleiða kjarnorkuvopn undir ströngu gagnkvæmu eftirliti, heldur neitar hún að útiloka að slíkir samningar verði gerðir í fram- tiðinni. Efnahagsþróunin í heiminum svo og viðræður Suð- ur-norður rikjanna verða siðan annað megihmálið i viðræðum Schmidts bæði þegar hann hitt- ir Trudeau og Carter, að þvi að talið er. Schmidt og Loki, eiginkona hans, munu hitta utanrikisráð- herra Vestur-Þýzkalands, Hans Dietrich Genscher, í Washing- ton og siðan verða þau i Kanada dagana 6.—13. júlí. Auk þess að eiga viðræðufúndi við Trudeau bæði i Vancouver og Ottawa mun Schmidt, sem er áhuga- maður um siglingar, sinna því áhugamáli sínu og fara í skoð- unarferðir um Alberta og Ontario. Tveggja daga dvöl hans í Washington er opinber og mun meðal annars verða notuð til viðræðna við Jimmy Carter og ýmsa hæstsettu embættismenn bandarisku rlkisstjórnarinnar, þar á meóa Cyrus Vance utan- ríkisráöherra og fulltrúa i utan- Helmut Schmidt. rikismálanefnd öldungadeild- arinnar. Búizt er og við, að hann ávarpi Bandariska blaðamanna- klúbbinn áóur en hann fer síð- an flugleiðis til Reykjavíkur þann 15. júlí. Hann mun eiga tveggja daga viðdvöl á islandi og hitta þá að máli Geir Hall- grlmsson forsætisráöherra og sömuleiðis fara i skoðunarferð til Vestmannaeyja. Ræðir efnahags- og kjarnorkumál við Carter og Trudeau Veiðileyfí á alfriðað svæði: Tilkyraiing um alfriðun svæðisins talin nægileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.