Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULl 1977
Kristján Albertsson áttræður
Ég læt hugann reika aftur á við
um þrjátiu ár. Hinni geigvænlegu
styrjöld var þá nýlega lokið, og
vissulega gætti áhrifa hennar um
gjörvallan heim. Við Hörður
Bjarnason, þáverandi skipulags-
stjóri, vorum eitthvað að sýsla í
Parisarborg um skipulagsmál, en
með mér voru þar einnig Ragn-
heiður, kona, mín, og Katrín, mág-
kona mfn. Þá var jafnframt góður
Islendingur búsettur í París.
Þessi landi var righöf undurinn og
vinur okkar Kristján Albertsson,
en þann 9. júlf varð þessi höfðingi
fimmtugur. Hann bauð okkur þá
öllum i í veglega afmælisveizlu á
einum bezta skemmtistað Parísar,
le Drap D'Or, sem kannski mætti
nefna Hin gullnu fortjöld. Þar
veitti Kristján okkur kampavín
úr glæsifögrum silfurbikurum, og
öll var þessi afmælishátið með
slikum gleðibrag og höfðings-
hætti, að mér er hún enn í fersku
minni.
Hið fimmtuga ungmenni stend-
ur nú á áttræðu, og margt hefur
breytzt í tfmans rás. Þessi þrjátíu
ár eru ef til vill einn merkasti
þátturinn í þróunarsögu mann-
kynsins og tækninnar, bæði til
góðs og ills. Ekki aðeins hefur
kjarnorkuvopnum verið varpað
og vetnissprengja búin til, heldur
hafa mennirnir flogið út í geim-
inn og lent á tunglinu, nægtir
aukizt og menntun og menning
dafnað. Alheimsstjórnmálin hafa
á þessu skeiði tekið miklu örari
breytingum en endranær. Sam-
einuðu þjóðirnar voru stofnaðar
að hinum miklu hildarleik lokn-
um, og þingað hefur verið um
allan heim f meira eða minni
mæli. A þessu sviði hefur Kristj-
án Albertsson verið fulltrúi
Islendinga með sæmd og frábær-
um hæfifeikum sfnum. Hann gæti
áreiðanlega skrifað pistla um
samtöl sín og kynni við ýmsa
mestu stjórnmálamenn þessa
tímabils öðrum mönnum betur,
en Kristján er ekki aðeins al-
þjóðastjórnmálamaður, þegar því
er að skipta, hann er mikill
„diplomat". Á þingi Sameinuðu
þjóðanna lágu leiðir okkar Kristj-
áns oftar en einu sinni saman og
þá í góðu félagi við Thor Thors,
sendiherra okkar á þeim vett-
vangi, meðan hans naut við. A
slfkum mannþingum hefur Kristj-
án mikla sérstöðu vegna mála-
kunnáttu sinnar, viðræðuhæfni
og þekkingar á alþjóðamálum
samfara einurð og dugnaði til
hvers konar vinnumennsku, er
verða mætti landi og lýð til bless-
unar. Þess má nærri geta, hvort af
þessu hefur ekki verið mikinn
lærdóm fyrir fyrir mig að draga
og þroskavænlegt, að kynnast
slíkum heimsborgara, sem að vísu
hefur ætið verið rammíslenzkur.
Það er ekki mitt að rekja hinn
margþætta      bókmenntaferil
Kristjáns Albertssonar. Hann hef-
ur skrifað bæði stórmerkar ævi-
sögur, skáldsögur og leikrit ásamt
fjölmörgum tfmarits- og blaða-
greinum, sem oft og einatt hafa
vakið mjög mikla eftirtekt og
jafnvel hatrammar deilur, enda
hefur Kristján jafnan haft einurð
til að segja hug sinn allan og
umbúðalaust. I fyrra kom út slð-
asta skáldsaga Kristjáns, Ferða-
lok, en marga hefi ég heyrt Ijtika
á hana miklu lofsorði. Hann skrif-
ar þar á allt annan veg en aðrir
þeir sem nú birta eftir sig skáld-
verk á Islandi. Hann er þar ef til
vill ekki sfzt að vekja athygli á
þvf, sem við virðumst vera að
gleyma í alltof ríkum mæli, — að
vera kurteisir og fágaðir. Heilir í
lund.
Kristján Albertsson ber dýpstu
virðingu fyrir Einari Benedikts-
syni skáldi, og hefi ég stundum
verið að vona, að hann myndi
skrifa um hann bók, en hann var
kunnur honum allt frá stúdents-
árum sfnum. Kristján segir frá
skemmtilegu atviki í ævisögu
sínni um Hannes Hafstein, er
Hannes skrapp einhverju sinni til
Lundúna til að hitta Einar Bene-
diktsson, sem hann hafði falið að
reyna að fá brezkt lán, sem að
vísu tókst ekki, sumpart handa
Landsbankanum, sumpart vegna
fyrirhugaðra kaupa landsjóðs á
hlutabréfum í Eimskipafélagi
Islands. „Einar Benediktsson hef-
ur tekið honum af mikilli ástúð.
Þeir fara saman út í borgina,
drekka ftalska freyðivínið asti
spumante, sem Hannes gat
fslenzkt nafn og kallaði ástavin —
sagði Einar höf undi þessarar bók-
ar löngu síðar, og bætti við:„Hvar
sem við fórum, litu allir við á eftir
Hannesi Hafstein." (Mér varðar á
að segja: „Menn hefur furðað á að
sjá tvo svona kavalera f einu. "
Einar kimdi: „Þú ert þó ekki að
reyna að gera mig innbyrlskan á
gamals aldri")."
Svo var það hér heima á Islandi,
að við Kristján héldum eitt sinn í
hópi góðra vina til Herdisarvfkur
til þess að heilsa upp á Hlfn, en
það var eftir andlát Einars. Þegar
við komum þangað, gekk Kristján
einn á undan okkur en forneskju-
leg kona kom neðan úr flæðarmál-
inu. Þegar þau nálguðust hvort
annað, hljóp hún á móti Kristjáni,
og þau föðmuðust sem gamlir og
góðir vinir. Það var bersýnilegt,
að þau höfðu margt að minnast,
og öll vorum við hjartaanlega vel-
komin í hennar húsakynni. Þar
segði hún sitthvað frá Einari, og
var það margt merkilegt. Við nut-
um kyrrðarinnar á íslenzku sum-
arkvöldi hjá þeirri konu, sem var
kvöldstjarna skáldjöfursins. Það
var vor f lofti.
Kristján Albertsson tók korn-
ungur við ritstjórn Varðar, og rit-
stjóri blaðsiiis frá 1924—1927.
Enn í dag heyrist oftlega minnzt á
glæsibrag þessa unga ritstjóra og
að hann hafi skapað nýjan anda
við ritstjórn stjórnmálablaðs.
Hann var frjálslyndur, en harð-
skeyttur og einarður. Hann kunni
að láta andstæðingana njóta sann-
mælis og verðugs lofs, en slíkt var
ekki hversdagslegur viðburður í
stjórnmáladeilum blaðamanna
hér á landi á þeirri tíð.
Kristján Albertsson var meðal
fárra manna, er kostuðu útgáfu
Vefarans mikla frá Kasmfr eftir
Halldór Laxness árið 1927. Hall-
dór hefur sjálfur sagt svo frá, að
fáir hafi hlotið jafn ótugtarlegar
skammir fyrir Vefarann og hann
sjálfur. En þá skrifaði Kristján
Albertsson þannig um skáldverk-
ið: „Loksins — loksins tilkomu-
mikið skáldverk, sem rfs eins og
hamraborg upp úr flatneskju
íslenzkrar ljóða- og sagnagerðar!
Island hefur eignazt nýtt stór-
skáld — það er skylda vor að
viðurkenna það með fögnuði.
Halldör Kiljan Laxness hefur rit-
að þessa sögu á 24. aldursári sfnu.
Ég efast um, að það komi fyrir
einu sinni á aldarfjórðungi, að
skáld á þeim aldri semji jafn-
snjallt verk og þessi saga hans er.
A 64° norðlægrar breiddar hefur
það aldrei fyrr gerzt." Rúmum
þremur áratugum sfðar var Hall-
dór Laxness orðinn Nóbelsskáld.
Kristján Albertsson hefur verið
mikilvirkur f Almenna bókafél-
aginu frá stofnun þess, bæði í
bókmenntaráði og útgáfustjórn.
Hefur hann þar sem annars stað-
ar lagt gjörva hönd að verki, og
sér þess víða stað. Þar voru einnig
Gunnar Gunnarsson rithöfundur
og Davfð skáld Stefánsson frá
Fagraskógi, en Tómas Guðmunds-
son hefur hin sfðari ár verið for-
ystumaður útgáf ustjórnarinnar.
Kristján er í ættartengslum við
Thorsarana. Hann var eldheitur
fylgismaður og ljúfur vinur Ólafs
Thors og mikill og góður sam-
verkamaður Thors Thors á er-
lendri grund, en miklu margþætt-
ari eru tengsl hans við þessa
merku ætt. Hann dáði mjög hinn
mikla athafnamann Thor Jensen
og þau Margréti bæði, en móðir
hans, Steinunn Kristjánsdóttir
frá Hraunhöfn á Snæfellsnesi,
var systir Margrétar Þorbjargar,
konu Thors Jensen. Kristján
missti ungur föður sinn, Albert
Þórðarson, aðalbókara í Lands-
bankanum. Nærri má geta, að sár
hefur söknuður hins uiiga manns
verið, og mun hann hafa ort eftir
hann fögur eftirmæli.
Nú ert þú áttræður, gamli góði
vinur. Vinir þínir hér á tslandi og
úti um heim eru fjölmargir. Allir
virða þig og meta. Það er gott að
vera slfkur maður. Við Ragnheið-
ur biðjum þér allrar blessunar og
góðrar giftu.
lohann Hafstein
Og nú er hálf öld síðan...
Minningabrot, sem hafa leitað
fram I hugann I tilefni af áttræð-
isafmæli Kristjáns Albertssonar,
fyrrum ritstjóra Varðar.
Lfklega hefur það verið i árs-
byrjun 1926, sem kærkominn gest
bar að garði á æskuheimili mfnu
vestur í önundarfirði. Ég var þá
ellefu ára snáði, og hafði um skeið
sætt nokkurri gagnrýni fyrir að
liggja helst til fast f bókum og
jafnvel blöðum, og bregðast af
þeim sökum óþarflega seint við
kvaðningu til snúninga og ann-
arra starf a.
Eg var einmitt um þessar
mundir farinn að hlusta með at-
hygli á umræður fullorðna fólks-
ins um þau þjóðmál, sem þá voru
efst á baugi, en sér í lagi lagði ég
eyru við þegar líflegir gestir
komu og ræddu við föður minn
um „bækur og menn" og síðustu
athyglisverðu greinarnar í blöð-
unum. Og fyrir þær sakir var sá
gestur sérlega kærkominn, sem
ég gat um f upphafi, að koma hans
boðaði ef að vanda lét fjörlegar
rökræður og lífleg skoðanaskipti
um málefni líðandi stundar.
Ekki brást það heldur í þetta
sinn, að komumaður hleypti lífi í
umræður. Þær hófust brátt, og
voru svo skemmtilegar, að ég,
strákhvolpurinn, lagði heldur en
ekki við eyrun og svalg hvert orð.
Umræðuefnið var ritdeila sú, sem
þennan vetur hafði verið háð f
Alþýðublaðinu og Verði milli Þór-
bergs Þórðarsonar rithöf undar og
Kristjáns Albertssonar ritstjóra.
Ef mig misminnir ekki, hafði ég
skömmu áður en þetta var veitt
nafni Þórbergs athygli, í sam-
bandi við blaðaskrif um Bréf til
Láru, en Kristján Albertsson
heyrði ég hér nefndan í fyrsta
sinn.
Þegar gesturinn var farinn ið-
aði ég f skinninu af löngun til að
lesa deilugreinar þessara tveggja
kappa. Alþýðublaðið hafði ég þá
aldrei séð, en minntist þess að
alveg nýlega var farið að senda
föður mfnum vikublaðið Vörð, ég
held óumbeðið, ef fyrr eða sfðar
tækist að sá nokkrum íhaldsfræ-
kornum í hreinræktaðan fram-
sóknarakur. En svo litla athygli
hafði sú nýbreytni vakið hjá mér,
að ég hafði hvorki rekið augun í
svargreinina til Þórbergs né tekið
eftir nafni ritstjóra þessa fhalds-
málgagns. En nú var ég skyndi-
lega orðinn svo áhugasamur að
kynna mér skylmingar meistar-
anna, að með hjartslætti hóf ég
ákafa leit að Varðarblaðinu með
ritgerð Kristjáns. Er skemmst frá
þvf að segja að ég fann blaðið og
las orði til orðs hið langa „Opið
bréf til Þórbergs Þórðarsonar,"
svar við „Eldvfglsunni, opnu
bréfi til Kristjáns Albertssonar".
Og svo vel vildi tii að „Eldvígsl-
an" barst upp f hendur mér
skömmu síðar, endurprentuð í
Heimskringlu, en gamall maður á
bænum fékk bæði Vesturheims-
blöðin íslensku send frá venzla-
fólki í Kanada.
Eftir þetta fór ég að lesa Vörð
að staðaldri og af vaxandi athygli.
Frá þessum tfma og næstu árum
stendur Kristján Albertsson mér
ljóslifandi fyrir sjónum séiri einn
í hópi hinna vfgdjörfustu og vopn-
fimustu manna, sem þá létu til sfn
taka f fslensku menningarlffi.
Stjórnmálaskoðanir hans aðhyllt-
ist ég aldrei, en menningargan-
rýni hans ýmis og kröf uharka um
listræn vinnubrögð lét mig ekki
ósnortinn. Sumar greinar hans i
Verði og tímaritinu Vöku eru mér
ákaflega minnisstæðar enn í dag,
og þá ekki síst ritdómurinn um
Vefarann mikla frá Kasmír, sem
hefst á þessari fagnaðarlýsingu:
„Loksins, loksins tilkomumikið
Skáldverk, sem rís eins og hamra-
borg upp úr flatneskju fslenskrar
ljóða- og sagnagerðar sfðustu ára.
tsland hefur eignast nýtt stór-
skáld — það er blátt áfram skylda
vor að viðurkenna það með fögn-
uði."
Ekki gleymist heldur með hví-
lfkri áfergju tólf ára strákur las
greinaflokkinn „Stórskáld vorra
tíma", sem birtist í Verði 1927 og
kynnti slíka höfunda sem Knut
Hamsun, Maxim Gorki, Ronain
Rolland, Sigrid Undset og all-
marga fleiri.
Llklega hafa kynni mín af
Verði á ritstjórnarárum Kristjáns
Albertssonar orðið til þess að
veikja mig í pólitískri barnatrú
minni, trúnni á Tfmann og Fram-
sóknarflokkinn og leiðtogann
mikla Jónas frá Hriflu. Ekki þó á
þann veg, að ég tæki að hallast að
stjórnmálaskoðunum     fhalds-
manna. Hitt var heldur, að Vörð-
ur opnaði augu mín fyrir því, að
sannleiksást, drengilegar bar-
dagaaðferðir og hvers konar póli-
tfskt siðgæði var engan veginn
öruggt leiðarljós þeirra Tfma-
manna. Jónas Jónsson hafði til að
mynda gengið rösklega fram f því,
að koma þeirri skoðun inn hjá
mér og öðrum tímadrengjum
þessara ára, að allir skriffinnar
íhaldsins „leigupennar Grimsby-
lýðsins" eins og það var orðað,
væru ekki einungis fjarskalega
illa innrættir, heldur og hinir
mestu amlóðar og bögubósar, sem
ekki stæðust göfugum ritsnilling-
um Framsóknar snúning. Viku
eftir viku voru þeir f Tímanum
kallaðir „moðhausar" og „fjófu-
pabbar" og öðrum þaðan af verri
uppnefnum. En svo kom Vörður
Kristjáns Albertssonar og Arna
frá Múla og afsannaði a.m.k. ræki-
lega þá kenningu Jónasar, að allir
blaðamenn við íhaldsblöð væru
nautheimskir og óskrifandi.
En það var fleira en ferskur og
lifandi stlll sem einkenndi blaða-
mennsku Kristjáns Albertssonar
á þessum árum og gerði hana eft-
irminnilega. Mig langar til að
vfkja stuttlega að tvennu: Hið
fyrra var i því fógið að þora (að
vissu marki) að viðurkenna verð-
leika andstæðings, en hið sfðara
að sýna bæði áhuga og vit á bók-
menntum og öðrum fögrum list-
um. Hvorugt var áberandi ein-
kenni á öðrum ritstjórum og
blaðamönnum þessara ára.
Ég held mér sé óhætt að full-
yrða, að á því tímabili sem hér um
ræðir hafi gamall ljóður á fs-
lenskri blaðamennsku verið afar
áberandi: að gefa andstæðingnum
aldrei rétt, mótmæla ekki einung-
is skoðunum hans, heldur leitast
við að lítilsvirða hann á allar
lundir, gera persónu hans tor-
tryggilega eða hlægilega. Sumir
ihaldsmenn áttu því að vonum
erfitt með að fyrirgefa Kristjáni
Albertssyni þegar hann sagði, að
Jónas frá Hriflu væri hæfileika-
maður, enda þótt hann bætti því
við, að vitaskuld misnotaði Jónas
hæfileikana herfilega. Þetta féll
alls ekki f kramið. Samkvæmt for-
rmilu þessara ára átti pólitískur
ritstjóri vitanlega að halda því
blákalt fram, að helstu forystu-
menn í liði andstæðinganna væru
ekki einungis óþokkar, heldur
einnig heimskingjar eða hrein-
ræktuð fífl.
Það hefur því tæpfega verið að
skapi allra flokksbræðra Krist-
jáns Albertssonar, þegar hann,
jafnframt þvf að deila hart á skoð-
anir Þórbergs Þórðarsonar, viður-
kenndi ekki aðeins ritsnilld hans,
heldur og að hann berðist fyrir
hugsjón.
„Enginn núlifandi Islendingur
skrifar svipmeiri óbundinn stíl en
Þórbergur Þórðarson, fáir eru
jafningjar hans ... Bersögli hans
og djörfung er oft aðdáunarverð,
ritlist hans alltaf óskeikul, og eng-
inn getur neitað honum um lund-
arlag hugsjónamannsins, sem þjá-
ist af óþolinmóðri og brennandi
þrá eftir frmför, réttlæti, mannúð
og sannri menningu (Kr. Alb.,
Vörður, 17/101925).
Þetta var óvenjulegur tónn í
deifugreinum á þriðja áratug
þessarar aldar, en vakti þess
vegna verulega athygli.
Eitt dæmi enn af svipuðu tæi
langar mig að nef na.
Við aukakosningu í Gullbringu-
og Kjósarsýslu sumarið 1926 buðu
sig fram tveir ungir og vasklegir
stjórnmálamenn, sem síðar kom-
ust báðir í fremstu röð, Ölafur
Thors og Haraldur Guðmundsson.
Um frambjóðendur þessa og
fundahöld þeirra skrifaði Krist-
ján Albertsson grein í blað sitt.
Hann segir, að þarna eigist við
óvenjulega málsnjallir og gáfaðir
stjórnmálamenn. Hafi framboðs-
fundir þeirra verið mjög fjölsóttir
og skemmtilegir. Það hafi hins
vegar vakið sérstaka athygli sína,
að þrátt fyrir mikla vopnfimi
beggja og harðar deilur um mál-
efni, hafi rökræður þeirra ein-
kennst af drengilegum málflutn-
ingi og gagnkvæmri virðingu fyr-
ir verðugum andstæðingi.
Slík frásögn af viðureign sam-
herja og andstæðings þótti nú
ekki alls kostar góð pólitfk í
fiokksblaðinu. Strax í næsta blaði
Varðar birtist athugasemd eða
„leiðrétting" frá sárgrömum
fhaldsmanni. Þar er Kristján Al-
bertsson tekinn til bæna fyrir að
láta líta svo f frásögn sinni af
fundahöldunum, að þeir Olafur
og Haraldur hefðu skilið jafnir.
Sllkt háttalag hefði það I för með
sér, miðað við venjulegan frá-
sagnarmáta stjórnmálablaða af
slíkum fundum, þá læsi hver mað-
ur út úr Varðargreininni að Olaf-
ur hefði farið halloka fyrir Har-
aldi. Þetta væri einmitt það, sem
Alþýðublaðið hefði þrástagast á
að undanförnu. En þessu væri
nákvæmlega Öfugt farið. Og síðan
huggar hinn góði fhaldsmaður les-
endur Varðar með því, að það sé
sannast sagna að Ólafur hafi bor-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40