Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977
21
Birgir IsL Gunnarsson, borgarstjóri:
Á FUNDI borgarstjórnar
Reykjavíkur í fyrra-
kvöld, skýrði Birgir fsl.
Gunnarsson,     borgar-
stjóri frá því að senni-
lega yrði að taka fjár-
hagsáætlun borgarinnar
fyrir árið 1977 til endur-
skoðunar vegna launa-
hækkana. Borgarstjóri
flutti stutta ræðu þar
sem hann gerði grein
fyrir þessum viðhorfum
og fer hún hér á eftir í
heild.
Fjárhagsáætlun 1977
Við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar borgarsjóðs fyrir árið
1977 hér í borgarstjórn 20.
janúar s.l. tók ég sérstaklega
fram, að fjárhagsáætlunin var
miðuð við verðlag og kaupgjald,
eins og það þá var ákveðið, þó
með vissum frávikum að því er
varðaði rauðu strikin svo-
nefndu. Ég tók orðrétt fram, að
„verði á árinu um verulegar
breytingar að ræða á verðlags-
eða kaupgjaldsmálum hlýtur
borgarstjórn að standa and-
spænis þvi að þurfa að taka
fjárhagsáætlunina upp til
endurskoðunar og breytingar i
samræmi við hugsanlega þróun
mála. Það er þá einnig jafn-
ljóst, að borgarsjóður getur
ekki nú á næstu vikum eða
mánuðum, meðan ekki er vitað
hvaða stefnu þessi mál kunna
að taka, ráðstafað öllu fram-
kvæmdafé ársins, eins og það
nú er áætlað."
Við gerð fjárhagsáætlunar-
innar voru tillögur um fjárveit-
ingar til greiðslu launa og
launatengdra gjalda miðaðar
við ákvæði kjarasamninga frá
29. febrúar 1976, að því er tek-
ur til aðildarfélaga Alþýðusam-
bands Islands og við kjara-
samning við starfsmannafélög
borgarinnar frá því í apríl 1976,
svo og við 2.67% kaupgjalds-
álag  samkvæmt  vfsitölu,  sem
Sennilegt að
endurskoða
verðifjár-
hagsáætlun
vegna launahækkana
gilti frá júli til október 1976. Að
auki var ákveðin fjárveiting að
upphæð kr. 215 millj. 430 þús.
til að mæta hækkun kaup-
gjaldsvisitölu á árinu 1977.
Heildarfjárveiting borgarsjóðs
til launa og launatengdra
gjalda er þannig kr. 3 milljarð-
ar 324 milljónir 380 þúsund. en
sú upphæð sem miða þarf við,
þegar áætluð eru áhrif launa-
breytinga er grunntala áætl-
unarinnar, sem var kr. 3 mill-
jarðar 108 milljónir 950 þús-
und.
A árinu hafa orðið eftirfar-
andi breytingar á launakostn-
aði:
1. Kaupgreiðsluvisitala hækk-
aði um 3.11% á öll laun frá
1. janúar 1977 að telja.
2. Kaupgreiðsluvísitala hækk-
aði um 2.5% á öll laun frá 1.
marz 1977 að telja. Þar sem
þetta álag reiknast einnig á
3.11% visitöluhækkunina er
þaðiraun2.58%.
3. Frá 1. júní 1977 tók gildi
6.73% hækkun kaup-
greiðsluvisitölu á laun sam-
kvæmt kjarasamningum við
starfsmannafélög borgarinn-
ar. Þetta álag reiknast á báð-
ar fyrrtöldu hækkariirnar,
þannig að hækkun frá'
grunntölu áætlunarinnar að
þessu leyti er í raun 7.11%.
Rétt er að nefna i þessu sam-
bandi, að 1. þ.m. fengu
starfsmannafélögin     4%
grunnkaupshækkun sam-
kvæmt ákvæðum í kjara-
samningum. Þessari hækk-
un var að sjálfsögðu reiknað
með við gerð fjárhagsáætl-
unarinnar.
Ahrif samninga aðila vinnu-
markaðarins frá 22. júní s.l.
hafa ekki verið metin til
meðaltalshækkunar. Þó má
e.t.v. telja, að fyrsta hækk-
uni, kr. 18.000 á mánaðar-
laun og sérkröfuálag að
auki, gefi allt að 30% hækk-
un launakostnaðar sam-
kvæmt lægstu töxtum verka-
lýðsfélaganna. Virðist þá
ágizkun um 20% meðaltals-
hækkun launakostnaðar frá
22. júní s.l. að telja tæpast
geta verið of há.
Ósamið er við starfs-
mannafélög borgarinnar.
þ.e.      Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar      og
Hjúkrunarfélag Islands svo
og við Stéttarfélag verk-
fræðinga, en samningar við
það félag renna út 10. þ.m.
Ef reiknað er með, að samn-
ingar við Starfsmannafélög-
in verði svipaðir þeim samn-
ingum, sem gerðir hafa ver-
ið við félög Alþýðusambands
Islands má reikna með, að
meðalhækkun launakostn-
aðar vegna félagsmanna
þeirra verði einnig um 20%
miðað við marzlaun, og er þá
reiknað með, að visitölu-
hækkunin frá 1. júni og
grunnkaupshækkunin frá 1.
júli verði felld inn i væntan-
lega  samninga  við  þessi
félög, enda munu þeir kjara-
samningar, sem gerðir verða
við þau síðar á árinu gilda
frá l.þ.m. i samræmi við það,
sem rikissjóður hefur.þegar
gert samkomulag um við
Bandalag starfsmanna rikis
ogbæja.
6. Hinn 1. desember 1977
hækka mánaðarlaun sam-
kvæmt samningi aðila
vinnumarkaðarins um 5.000
kr.
Miðað við þessar forsendur
og án þess að tekið sé tillit til
frekari hækkunar á kaup-
gjaldsvisitölu siðar á árinu
hækkar launakostnaður borgar-
sjóðs um 16.25%, eða kr. 505
milljónir 430 þúsund. Fjárveit-
in til að mæta þessum hækk-
unum var, eins og áður segir,
kr. 215 milljónir 430 þúsund.
Mismunurinn er kr. 290
milljónir.
Sparnaðarnefnd i samráði við
forstöðumenn hinna ýmsu
deilda og stofnana vinnur nú að
nánari athugun á fjárhagsáætl-
un ársins 1977, bæði að þvi er
varðar önnur rekstrarútgjöld
en launakostnað svo og á hinum
ýmsu tekjuliðum. Nákvæmra
upplýsinga um álagningu út-
svara og aðstöðugjalda er hins
vegar ekki að vænta fyrr en
seint í þessum mánuði og fyrr
verður tæpast hægt að taka
endanlega afstöðu til endur-
skoðunar eða breytinga á fjár-
hagsáætluninni.
Borgarráði verður að sjálf-
sögðu gerð nánari grein fyrir
þessum málum eftir þvi sem
þau skýrast og að venju mun
borgarráð f jalla um og gera til-
lögur til borgarstjórnar um
meðf erð þeirra.
% Samþykkt borgarstjórnar um
sumarleyfi fram i miðjan sept-
ember verður þvi að skoðast
með þeim fyrirvara, að mjög
verður að teljast sennilegt, að
borgarstjórn verði kvödd
saman til aukafundar siðast i
þessum mánuði eða i fyrrihluta
ágústmánaðar til að fjalla um
og taka afstöðu til breytinga á
fjárhagsáætlun 1977.
„Til dýpri skilnings á högum
og háttum forfeðra okkar"
Ræða Steinþórs Gestssonar alþingismanns og bónda
á Hæli við vígslu Þjóðveldisbæjarins
Steinþór Gestsson alþingismað-
ur og bóndi á Hæli flutti eftirfar-
andi ræðu við opnun þjóðveldis-
bæjarins f Þjórsárdal, en hann
var formaður byggingarnefndar
bæjarins:
Virðulegu gestir.
Ég hef þá ánægju að bjóða yður
öll velkomin á þennan stað, þegar
byggingarnefnd afhendir hæst-
virtum forsætisráðherra þjóð-
veldisbæinn í Þjórsárdal fullgerð-
an til hagnýtingar og varðveislu.
Um leið og þau þáttaskil verða,
að byggingu þjóðveldisbæjarins
er lokið, þykir hlýða áð gera
nokkra grein fyrir aðdraganda að
byggingu þessa mannvirkis og
framvindu málsins til þessa dags.
Þjóðhátiðarnefnd 1974 var kos-
in af Alþingi 5. maí 1966. A fyrsta
fundi nefndarinnar kom formað-
ur hennar, Matthías Johannessen
ritstjóri, fram með þá tillögu aó
reistur yrði sögualdarbær í
tengslum við þjóðhátíðarhaldið
1974, eftir þeim heimildum sem
kunnar eru, og rústirnar á Stöng i
Þjórsárdal eru ljósast dæmi um. 1
tillögum sem þjóðhátiðarnefnd
1974 kynnti fyrir Alþingi 17. mars
1967 var bygging sögualdarbæjar
ein af þremur meginviðfangsefn-
um, sem nefndin lagði til að tengt
yrði þjóðhátiðarárinu. Fjárveit-
inganefnd Alþingis fékk málið til
meðferðar og í áliti, sem hún læt-
ur frá sér fara 17. april 1967, og
hún stendur öll að, segir svo m.a.:
,,Að öðru leyti en hér hefur verið
nefnt, eru fjárveitinganefndar-
menn yfirleitt hlynntir tillögum
landnámshátiðanefndar, þar á
meðal tillögunni um byggingu á
eftirlíkingu af sögualdarbæ".
Að fengnum þessum jákvæðu
undirtektum Alþingis réði þjóð-
hátíðarnefndin  Hörð  Agústsson
til að sjá um gerð likans sem reist
væri á rannsóknum hans á forn-
um húsakosti á Islandi, en það
taldist vera nauðsynlegur undan-
fari þess að byggja sögualdarbæ í
fullri stærð fyrir 1974, og fékk
nefndin fjárveitingu til að láta
gera likanið.
Þegar likanið var sýnt alþingis-
mönnum 10. febr. 1971 sagði for-
maður   þjóðhátiðarnefndar   í
? ¦•¦m*f
Steínþór Gestsson
Þjóðveldisbærinn.
ávarpi sinu meðal annars þetta:
„Þjóðhátiðarnefnd er þaó mikið
kappsmál, að sögualdarbær þessi
verði reistur fyrir 1974, svo merk-
ar hugmyndir sem hann gefur um
húsakynni og aðbúnað forfeðra
vorra fyrr á öldum."
Um þær mundir sem tillögur
um byggingu sögualdarbæjar
voru ræddar i þjóðhátíðarnefnd,
lýsti Jóhannes Nordal, formaður
stjórnar Landsvirkjunar þeirri
hugmynd sinni að bærinn yrði
reistur í Þjórsárdal. Hr. Kristján
Eldjárn, forseti, sem unnið hafði
að rannsóknum á Stöng, taldi að
bygging bæjarins í nágrenni
Stangar væri góð hugmynd og
hvatti til framkvæmdanna. Einri-
ig var hugmyndin kynnt Þór
Magnússyni,     þjóðminjaverði.
Hann segir svo í bréfi til þjóðhá-
tíðarnefndar hinn 8. okt. 1970.
„Ég þakka bréf nefndarinnar
dags. 30. sept. sl., viðvikjandi
sögualdarbæ í Þjórsárdal. Mér
var örlítið kunnugt um þessa hug-
mynd fyrir, sem mér finnst prýði-
leg og vel viðeigandi á þessum
stað." Þessi hugmynd var *"
kynnt þjóðhátiðarnefnd Arnes-
sýslu og hreppsnefnd Gnúpverja-
hrepps, sem tóku undir hana og
hétu stuðningi við framvkæmdir
sem og stjórn Landsvirkjunar.
Framkvæmdastjóri þjóðhátíðar-
nefndar 1974 átti viðræður um
málið við formann þjóðhátiðar-
nefndar Arnessýslu, sýslumann
Arnessýslu, oddvita Gnúpverja-
hrepps og formann stjórnar
Landsvirkjunar, sem leiddu til
þess að þjóðhátiðarneínd Arnes-
sýslu hét að beita sér fyrir ákveð-
inni lágmarksfjáröflun i héraði til
framkvæmdanna og skipan bygg-
inganefndar.
Svo sem kunnugt er, komu til
þeir atburðir í Vestmannaeyjum
á öndverð'u ári  1973 sem drógu
svo úr áhuga manna á þjóðhátið-
Framhald á bls. 23
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40