Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977 plnrijnmMafotfo Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Arvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sfmi 10100. ASalstræti 6. sfmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Verzlun er sú atvinnu- grein landsmanna, sem er i nánustum tengslum við al- menning. Á hverjum einasta virkum degi eru kaupmenn og verzlunarfólk í beinum tengsl- um við fólk úr öllum stéttum og starfsgreinum. Verzlunin er snertipunkturinn milli neytand- ans og þeirrar miklu atvinnu- starfsemi, sem fram fer í land- inu og öll beinist að því að lokum að sinna þörfum fólks með einum eða öðrum hætti. Þessi beinu tengsl verzlunar- fólks við neytandann skapa þessari atvinnugrein sérstöðu umfram aðrar. Starfsmenn verzlunarfyrirtækja eru dag hvern í eldlínunni, ef svo má segja, að sinna óskum og þörL um einstaklinga, sem hver um sig hafa sínar sérstöku einstakl- ingsbundnu þarfir, óskir og smekk og gera miklar kröfur til þeirra, sem selja þann varning og þá þjónustu, sem fólk þarf á að halda. Ef vara er léleg er neytand- anum tamt að kenna kaup- manninum um, vegna þess að hann seldi vöruna, en ekki framleiðandanum, sem er víðs- fjarri. Ef vara er dýr er neytand- anum líka tamt að kenna kaup- manninum um enda þótt hlut- ur hans í vöruverðinu sé kannski langminnstur. í huga neytandans eru aðrir aðilar, sem skapa vöruverð, víðsfjarri. svo sem framleiðandi, flutn- ingsaðili, og rikið sem alls stað- ar tekur sinn skerf og það myndarlega. Ekki eru þó öll samskipti verzlunarinnar og neytandans með þessum hætti Fólk kann vel að meta góða þjónustu, mikið vöruúrval og góðar vörur og laðast að þeim kaupmönnum, sem bjóða upp á slíkt og ekki síður að því verzlunarfólki, sem sýnir þekk- ingu og lipurð í störfum sínum. Verzlunin á sér sögulegan sess í íslenzku atvinnulifi og i íslénzkri sjálfstæðisbaráttu. Þegar verzlunin færðist í íslenzkar hendur var miklum áfanga náð í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Vegna þessa sögulega hlutverks var hlutur verzlunar lengi vel sérstakur í huga þjóðarinnar. . Tímarnir breytast. Um aldamótin beind- ist athygli manna kannski fyrst og fremst að verzluninni vegna þess hve mikilvægt var að ná henni úr höndum útlendinga og flytja hana inn í landið.. Það var í raun forsenda fyrir póli- tisku sjálfstæði þjóðarinnar. Siðar beindist öll athygli að sjávarútveginum, þegar tækni- byltingar hófust innan hans, sem hafa staðið fram á okkar daga. Nú á siðustu árum hefur iðnaðurinn vaxandi þýðingu í hugum fólks, bæði vegna þess markvissa starfs, sem fram hef- ur farið til þess að byggja upp útflutningsiðnað og ekki síður vegna hins, að mönnum er Ijóst að iðnaðurinn verður að taka við miklum hluta þeirrar fjölgunar sem verður í landinu á næstu áratugum. En allar hafa þessar atvinnugreinar miklu hlutverki að gegna. Met- ingur á milliþeirra er ástæðu- laus. Engin þeirra getur verið án hinnar. Það verður auðvitað Ijóst, þegar málið er skoðað. Á síðari árum hafa sézt mörg merki þess, að miklar breyting- ar eru að verða í verzlun lands- manna. Stærri einingar eru að verða til í smásöluverzlun, sem miða að því að tryggja neyt- endum betri þjónustu og hag- kvæmara vöruverð. Þessi þró- un hefur orðið í öðrum löndum og hún er einnig að verða hér. Verzlunarstéttin hefur einnig tekið forystu um að sýna fram á, hvað hægt er að gera með frjálsri samkeppni í þvi að bjóða neytendum upp á hag- kvæmt vöruverð, þrátt fyrir fáránleg verðlagsákvæði. Þannig hefur verðsamkeppni í verzlun stóraukizt og með henni hefur smásöluverzlunin sannað fyrirfram, að það er fyrst og fremst stórkostlegt hagsmunamál fyrir neytendur að álagning verði gefin frjáls. Þeir sem ekki sjá þetta eru gersamlega blindir á einfaldar staðreyndir eða haldnir glóru- lausu ofstæki út í verzlunina, sem atvinnugrein. Verzlunin hefur alltaf haft sérstöðu að því leyti, að þar hefur jafnan ríkt annað og betra samband milli atvinnu- rekenda og launþega en í öðr- um atvinnugreinum. Launþeg- ar í verzlunarstétt hafa jafnan haft mikla þekkingu á sinni starfsgrein og ríkan áhuga á framgangi hennar. Félög verzlunarmanna eru nú einhver öflugustu launþegasamtök í landinu. Verzlunarmannafélag Reykjavikur er stærsta laun- þegafélag landsins og þar er félagsstarf jafnframt virkara en í nokkru öðru verkalýðsfélagi. Þær stofnanir sem verzlunar- stéttin, launþegar og atvinnu- rekendur, hafa í sameiningu byggt upp, svo sem Lífeyris- sjóður verzlunarmanna, Verzl- unarbankinn og fleiri slík sam- eiginleg verkefni eru glöggt dæmi um það hverju hægt er að áorka með sameiginlegu átaki launþega og atvinnurek- enda. Loks má ekki gleyma því að verzlunin er eitt sterkasta vigi einkaframtaks og einstaklings- hyggju i landinu. Sem slik hef- ur hún gífurlega þýðingu. Á þeim vettvangi ríður á miklu, að verzlunarstéttin standi sam- an og reynist þeim vanda vaxin að mæta hinni miklu ásókn SlS-samsteypunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Það væri áfall fyrir neytendur, ef einkaverzl- unin yrði að láta undan síga fyrir ásókn þessarar risavöxnu samsteypu, sem hefur lagt undir sig smásöluverzlun í flest- um landshlutum en jafnframt sýnt, að henni er ekki treyst- andi fyrir því að bjóða upp á hagkvæmasta vöruverð. Þess vegna er það eitt stærsta verk- efnið sem framundan er að tryggja stöðu einkaverzlunar. Það er áreiðanlega sameigin- legt áhugamál launþega og at- vinnurekenda í verzlunarstétt. Um verzlunar- mannahelgi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR31. JULÍ 1977 23 „Mörg er sagl að sigling glæst sjást fráDrangey mundi. Þó ber Grettis höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi.44 (St.G.St.) Það var í vetrarvertíðarbyrj- un árið 1911 að ég var á ferð á Hólmsbergi, var kominn inn fyrir Berghóla, þar sem borgin er, sem Borgarslóð er kennd við, þekkt fiskimið frá árabáta- tímunum á öldinni sem leið. Þar mætti ég Erlingi Pálssyni, sem var að fara í verið að Litla- Hólmi í Leiru. Ég hafði ekki séð hann áður, en vissi að von var á honum. Mér fannst hann nokk- uð auðþekktur, þótt hann væri ekki nema 16 ára. Hann var meðalmaður á hæð þá strax og þrekinn vel. Erlingur Pálsson var af góðu bergi brotinn, sonur Páls Erlingssonar sundkennara, sem kunnugt er, bróðursonur Þorsteins skálds. Móðir Erlings var Ólöf Steingrímsdóttir frá Fossi á síðu. Steingrimur faðir hennar, silfursmiður var sonur Jóns í Heiðarseli. Faðir hans var Jóri í Hlíð Jónsson, sem Hlíðarætt er kennd við. Lárus Pálsson, smáskammtalæknir, lét þau orð falla, að sögn, að Jón i Heiðarseli mundi hafa verið með sterkustu mönnum á íslandi á sinni tíð. Allir synir Jóns voru afsemdir menn. Erlingur hélt sina leið áfram í verið og reri þarna við góðan orðstir í tvær vertiðir úr Litla- Hólmsvör. Hann var sérstæður að því leyti hvað hann var vel sundfær og hann notaði land- legur, til að fá sér sundsprett út á sundið. Hann fór 2—300 metra út og svo til baka aftur, og ég man sérstaklega eftir því að hann lét ekki norðanáttina aftra sér, þó að þá væri álands- vindur og áhlaðandi, kröpp kvika. Hann stakk sér í kvikuna og hélt svo leiðar sinnar og á leiðinni i land lét hann kvikuna létta undir með sér, þó ekki kaffæra sig nema hóflega. Fólk stóð þarna i fjörunni, hafði ekki séð slíka sjón, því að sund- menn voru fáir eða engir á Suðurnesjum þá, ef frá er tal- inn Jón Jónsson, kennari í Höfnum, sem bjargaði skips- höfn af útlendum togara með því að synda með linu út í skip- ið, þar sem það var strandað undir Hafnarbergi. Er sú saga alkunn. Ég hygg að þessar tvær vetrarvertíðir, sem Erlingur Pálsson var í Leirunni við sjó- róðra, hafi æft hann nokkuð og þroskað vel. Það er vitað, að menn stælast vel við árina og róðurinn. Þótt róðurinn hafi verið erfiður, þá var hann góð líkamsæfing og reyndi mjög á allan skrokkinn en ekki síður var það, að sundæfingarnar, sem hann tók þarna á vetrar- vertiðunum i Leirunni, hafi þroskað mjög til þess, sem siðar varð, þvi nóg var af hreinu lofti og hreinum sjó i Leirunni. Til þess að taka við þeim þroska, sem í verstöðinni bauðst, var Erlingur Pálsson sú rétta manngerð. Hann var ágætlega duglegur og átakagóð- ur og hann hlífði sér ekki i sjóslarkinu. Hann var ekki einn af þeim mönnum, sem sagði: „Þú átt að gera þetta og þú átt að gera hitt, ég skal standa álengdar með hendur i vösum.“ Hann tók virkan þátt i fang- brögðunum á sjónum og við sjávarverkin i landi og það sem einkenndi hann siðar meir voru meðfæddir hæfileikar til þess að verða einn af frægustu mönnum þjóðarinnar. Við urðum góðir kunningjar við Erlingur Pálsson og vinátta okkar entist meðan báðir lifðu. Hann var svo vingjarnlegur að bjóða mér til Reykjavikur 1 mánuð næstu tvo vetur til að læra sund, sem hann kenndi mér i Laugunum i Reykjavik, og lagði við það alúð, og ég gat lært að fleyta mér kútlaust fyr- ir hans tilverknað. Annað kenndi hann okkur strákunum i Leirunni og það var að herða okkur upp i að synda í sjó, ekki síður þó frost væri. Ekki var skorast undan þvi, en kalt var að ganga niður fjöruna, þegar þangið var krapað. En það varð engum að meini. Það stældi okkur og það var dýrmæt kennsla, ef við lentum i sjó,' að kunna að draga andann á réttu augnabliki. Svo var það tveimur áratug- um seinna, að hann tók sér far með togaranum Júpiter frá *Jýzkalandi til íslands. Þegar við komum út á Norðursjó varð skrúfa skipsins vafin tógi. Erlingur var ekkert að hika, hann sagði: „Ég fer niður og kafa, reyni að greiða þetta úr.“ Ég vildi nú ekki eiga við slíkt úti i Norðursjó og við áttum leið um Grimsby hvort sem var. En gaman var að hafa Erling sem farþega. Margar sögur sagði hann mér skemmtilegar. Þá kenndi hann mér vísu þá, sem tilfærð er hér að ofan. Erlingur Pálsson var grein af góðum stofni og tók sinn þroska Framhald á bls. 43 | Reykjavíkurbréf V♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 30. ^►♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Jón Ámason í afmælisgrein, sem Bjarni Benediktsson ritaði um Jón Arna- son, alþingismann sextugan komst hann m.a. svo að orði: „Jón Árnason var orðinn fimmtugur maður, þegar hann tók fyrst sæti á Alþingi. Hann hafði allt frá æskuárum verið forvigismaður í margháttuðum félagsmálum í héraði og umsvifamikill atvinnu- rekandi á Akranesi. Engu að sið- ur var honum óvenju mikill vandi á höndum, þegar á Alþingi kom. Fæstir gátu í rauninni hugsað sér Alþingi án fyrirrennara hans, Péturs Ottesens, sem setið hafði þar öllum öðrum lengur, verið manna atkvæðamestur og enn í fullu fjöri. Það var því ekki heigl- um hent að koma i hans stað. En Pétur vissi gjörla hvað hann var að gera, þegar hann beitti sér fyrir kosningu Jóns Árnasonar." Og síðar í þessari sömu grein segir Bjarni Benediktsson: „Einkanlega hefur Jón þó orðið atkvæðamikill í áhrifamestu nefnd þingsins, fjárveitinga- nefnd. Hin síðari ár hefur hann verið formaður hennar og fram- sögumaður meirihlutans um fjár- lagafrumvarpið. Þessi störf hafa farið þannig úr hendi, að Jóni er til mikillar sæmdar. Fer ekki á milli mála að Jón Árnason er einn þeirra, sem vex með hverjum vanda. Jón hefur ekki einungis reynzt ágætur starfsmaður á Alþingi, heldur hefur hann einnig gegnt þingmannsskyldum utan þing- hússins af mikilli alúð. Hann er óþreytandi að ferðast um kjör- dæmi sitt til að kynnast þar mönnum og málefnum. Þær munu fáar flokkssamkomur i Vesturlandskjördæmi, sem Jón Árnason hefur ekki komið á og ef maður á leið um héraðið, er það ósjaldan, að Jón sézt þjóta fram- hjá í einhverjum erindagerðum fyrir héraðsbúa". Þessi orð Bjarna heitins Benediktssonar eiga ekki síður við nú, við leiðar- lok. Jón Árnason var ekki einn í hópi þeirra stjórnmálamanna, sem stöðugt trana sér fram. Hann vann störf sín af alúð, samvizku- semi og hógværð en hávaðalaust. Slíkir inenn síga á. Sígandi lukka er bezt, svo enn sé vitnað til þess, sem Bjarni Benediktsson hafði oft á orði i ræðum sínum. Jón Arnason naut stöðugt vaxandi virðingar og trausts í störfum sín- um eins og gleggst kom fram í því, að hann gegndi vandasamasta starfi þingsins, formennsku í fjár- veitinganefnd, lengur en nokkur annar maður. Hann var mikill framkvæmdamaður og hafði til að bera hæfileika, yfirsýn og reynslu, og fékk meiru áorkað fyrir umbjóðendur sina, en margir þeir, sem hávaðasamari eru. Hann hlaut sæmd og reisn af störfum sínum á Alþingi. í minningarorðum í Morgun- blaðinu í gær, föstudag, sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins m.a. að Jón Árna- son hefði látið sér annt um stór- framkvæmdir á borð við hafnar- gerð á Akranesi, sjúkrahússbygg- ingu og sementsverksmiðju, „en það voru ekki stórframkvæmdirn- ar einar, sem hann beitti sér fyrir, heldur og þær gerðir, sem í mörgu smáu skilja eftir sig spor í lífi einstaklinga, byggðarinnar og í félagsiífi öllu. Jón Árnason var þeirrar gerðar, að hlýja og hrein- skilni, áhugi og dugnaður öfluðu honum virðingar og vina án tillits til stjórnmálaskoðana." Mannréttinda- barátta Carters Mannréttindabarátta Carters, Bandaríkjaforseta, hefur á hálfu ári gjörbreytt stöðu alþjóðastjórn- mála. Hún er orðin grundvallar- þáttur í utanríkisstefnu Banda- ríkjanna, hugsjón, sem á skömm- um tíma hefur heillað hugi manna, jafnt ungra, sem aldinna, um viða veröld og hefur leitt til þess, að einræðissinnar, hvort sem þeir kenna sig við sósíalisma eða eitthvað annað, eiga hvar- vetna í vök að verjast. Svo sterk eru áhrif mannréttindahug- sjónarinnar, að hún hefur nánast í einni svipan skapað hinum frjálsu lýðræðisríkjum heims, sem halda mannréttindi í heiðri, alveg nýja vígstöðu í veröld, þar sem þau eru af alltof skornum skammti. Fyrir Bandaríkin, sem á margan hátt eru opnasta og mesta lýðræðisríki heims, hefur mann- réttindabaráttan haft þau áhrif, að þau hafa endurheimt sinn fyrri sess, sem forysturíki hins frjálsa heims, sess, sem þau voru á góðri leið með að glata vegna ýmissa áfalla, sem þau hafa orðið fyrir á undanförnum árum og veikt höfðu trú manna á lýðræðið yfirleitt. Fróðlegt hefur verið að fylgjast með viðbrögðum þeirra, sem standa fyrir kúgun og ófrelsi og þá sérstaklega forystumanna Sov- étríkjanna, þar sem kúgun mannsandsans er stunduð í stærri stíl og með skipulegri hætti en í nokkru öðru landi. Fyrst í stað var bersýnilegt, að forystumenn Sovétrikjanna með Brésneff í fararbroddi, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Þessi nýi grunntónn í utanríkisstefnu Bandarikjanna kom þeim gersam- lega i opna skjöldu og þeir vissu ekki hvernig við skyldi bregðast. Síðan hafa þeir smátt og smátt hafið gagnsókn til varnar ófrels- inu, gagnsókn, sem fyrst og fremst byggist á því að hafa í hótunum um, að haldi Carter áfram baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum muni það leiða til þess, að hin svonefnda ,,detente“ stefna eða slökunarstefna i sam- búð austurs og vesturs, muni bíða skipbrot og nýtt kalt stríð hefjast. Jafnframt hafa Sovétrikin leitazt við að sýna fram á, að vestrænum lýðræðisríkjum væri nær að líta í eigin barm, full atvinna væri lika mannréttindi og á þau skorti á Vesturlöndum, þar sem mikið at- vinnuleysi væri við lýði. En Sovétleiðtogarnir eru ekki þeir einu, sem hafa tekið mann- réttindabaráttu Carters óstinnt upp. Þeir eiga sér dygga stuðn- ingsmenn meðal einræðisherra viða um heim, ekki sízt í Mið- og Suður-Ameríku, þar sem litillar hrifningar gætir meðal ráðandi manna með þessa nýju stefnu Bandaríkjastjórnar. Um það má segja að sækjast sér um likir. Afstaða V-Evrópu- leiðtoga Enginn vafi er á því, að mann- réttindabarátta Carters nýtur mikils stuðnings í Bandaríkjun- um sjálfum, í V-Evrópu og meðal lýðræðissinnaðs fólk um viða ver- öld. Engu að síður hefur hún ver- ið mikið rædd og umdeild beggja vegna Atlantshafsins en á öðrum forsendum en hjá þeim, sem vilja viðhalda kúgun og ófrelsi. í Bandarikjunum sjálfum hafa um- ræður m.a. beinzt að því, hvort hér sé um að ræða þaulhugsaða og skipulagða stefnumótun eða hvort tilviljun hafi ráðið því, að Carter fór út á þessa braut án þess að gera sér grein fyrir áhrif- um aukinnar áherzlu á mannrétt- indi á sambúð Bandaríkjanna og Sovétrikjanna. 1 V-Evrópu komu þegar í upp- hafi fram efasemdir um réttmæti þessarar stefnu Carters, ekki vegna þess að leiðtogar V-Evrópu ríkja hafi minni áhuga á þvi að efla mannréttindi en Bandarikja- forseti heldur vegna hins,að mannréttindabaráttan kynni að hafa öfug áhrif við það, sem að væri stefnt. Sú hugsun, sem að baki þessum efasemdum liggur er í stuttu máli sú, að með slökunar- stefnunni og Helsinki- yfirlýsingunni hafi náðst marg- víslegur raunhæfur árangur í samskiptum rikja austurs og vest- urs, sem sé svo mikils virði, að honum megi undir engum kring- umstæðum fórna í þágu nýrrar hVigsjónabaráttu. Talsmenn þess- arar skoðunar benda á, að I krafti slökunarstefnunnar hafi tekizt að fá Sovétríkin til þess að leyfa brottflutning fleira fólks en áður var, bæði Gyðinga og annarra af ýmsu þjóðerni, sem lengi hafi viljað flytjast á brott frá Sovét- rikjunum en raunverulega verið haldið þar föngum þar til á sið- ustu árum, að Sovétmann hafi slakað á klónni. Þess vegna sé vænlegra að vinna i kyrrþey og án- mikilla yfirlýsinga að því að rétta hlut fólks austan járntajlds. Því hefur t.d verið haldið fram, að mannréttindabarátta Carters gæti leitt til þess, að Sovétleiðtogarnir myndu herða aðgerðir gegn and- ófsmönnum þar í landi og i öðrum A-Evrópulöndum. Nýlega hefur Giscard D’Estaing, Frakklandsforseti, gagnrýnt Carter harkalega fyrir stefnu hans á þeim forsendum, sem að framan greinir og er eftir- tektarvert, að gagnrýni Frakk- landsforseta kemur fram skömmu eftir opinbera heimsókn Brésneffs til Parísar. Þá kom það fram snemma á þessu afi, að Helmut Schmidt, kanslari V- Þýzkalands, væri lítt hrifinn af aukinni áherzlu Bandarikja- stjórnar á mannréttindabaráttu af svipuðum ástæðum og Giscard og kom sú skoðun kanslarans m.a. til umærðu á toppfundi leiðtoga Atlantshafsríkjanna i London i vor og vafalaust einnig í opin- berri heimsókn Schimdts til Washingston nú fyrir skömmu. Því hefur einnig verið haldið fram, að með mannréttindabar- áttunni væri verið að vekja upp falskar vonir meðal þjóða A- Evrópu vonir, sem lýðræðisríki Vesturlanda gætu svo ekki staðið við, ef til óróa og uppreisnar kæmi i A-Evrópu og hlytu að standa aðgeróarlausar hjá eins og þegar uppreisn varð I Ungverja- landi 1956 og þegar Varsjár- bandalagsríkin réðust inn i Tékkóslóvakíu 1968. Ennfremur hefur sú skoðun komið fram, að mannréttindabaráttan myndi verða til þess, að enn harðsvíraðri öfl næðu undirtökunum i Sovétrikj- unum. Talsmenn þeirra sjónar- miða halda því fram, að Brésneff sé i raun skásti valdamaður i Sovétríkjunum, sem völ sé á og það þjóni engum tilgangi að kippa fótunum undan þeirri utanríkis- stefnu, sem hann hafi mótað og beri ábyrgð á, sem myndi leiða til þess, að nýir menn tækju völdin austur bar, og yrðu enn erfiðari viðureignar. Hér er í raun rætt um það, hvort skynsamlegra sé að „real“pólitík ráði ferðinni í utan- ríkisstefnu Vesturlanda eða hug- sjónir. Með Kissinger hafi „real“- pólitík orðið allsráðandi i utan- rikisstefnu Bandarikjanna en valdataka demókrata hafi leitt til þess, að hugsjónabaráttan hafi á ný orðið ofan á fyrir vestan. Lýðræðisríkin í sókn Þessar umræður munu vafa- laust halda áfram enn um skeið. Þær móta nú í raun nær allar umræður á Vesturlöndum um alþjóðapólitík ásamt vangaveltum um hinn svonefnda evrópukomm- únisma, sem ekki verður gerður að umtalsefni hér. Margar ástæð- ur liggja til nokkuð mismunandi viðhorfa vestan og austan At- lantshafsins. Hugsjónaþátturinn hefur alltaf verið sterkari i við- horfi Bandaríkjamanna til um- heimsins heldur en hjá hinum gömlu stórveldum i Vestur- Evrópu. Því má heldur ekki gleyma, að meiri nálægð hins sovézka risaveldis hlýtur að nokkru að móta afstöðu leiðtoga sumra V-Evrópuríkja svo og göm- ul og söguleg tengsl þeirra við rikin i A-Evrópu. Innanlandspóli- tík ræður hér einnig nokkru um. Þannig leikur tæpast nokkur vafi á því, að með þeirri hörðu gagn- rýni, sem Frakklandsforseti beindi að stefnu Bandaríkja- manna fyrir skömmu, hefur hann m.a. verið að leitast við að styrkja stöðu sina heima fyrir og reyna að tryggja sér svipaðan sess og de Gaulle, sem stillti sér upp á milli risaveldanna tveggja. Þeir leiðtogar V-Evrópuríkja, sem hafa gengið fram fyrir skjöldu í þessum efnum, en það eru fyrst og fremst v-þýzki kanslarinn og Frakklandsforseti, hafa sterk rök fyrir sinum sjónarmiðum, og þau eru allrar virðingar verð, en það sem að lokum veldur því, að afstaða Carters hlýtur að verða þyngri á metunum er einfaldlega, að hugsjónabarátta Bandaríkja- forseta höfðar til grundvallar- þátta í lifsviðhorfi þeirra, sem aðhyllast lýðræðislega stjórnar- hætti. Hver einstaklingur á að hafa rétt til hugsana sinna og skoðana. Hver einstaklingur á að hafa rétt til þess að tjá sig um viðhorf sín í ræðu eða riti án þess að vera hundeltur af þeim sökum, þótt skoðanir hans falli ekki saman við skoðanir þeirra, sem með völdin fara hverju sinni. Hver einstaklingur á að hafa rétt til þess að eiga sinn hlut að vali þeirra, sem fara með stjórn sam- eiginlegra mála hverju sinni. Hver einstaklingur á að hafa rétt til þess að fara úr landi, ef honum sýnist svo. Hver einstaklingur á að hafa rétt til þess að lesa þær bækur og blöð, sem hann fýsir, eða hlusta á þær útvarpsstöðvar, sem hann langar til. Þessi al- mennu og sjálfsögðu mannrétt- indi, skoðanafrelsi og tjáninga- frelsi hafa ekki hlotnazt nema til- tölulega fámennum hópi þeirra, sem búa á jörðinni. Við sem njót- um þessara mannréttinda hljót- um að leggja nokkuð af mörkum til þess að þeir meðbræður okkar, sem ekki búa við þau megi öðlast þann rétt. Um þessi meginmark- mið eru auðvitað allir lýðræðis- sinnar sammála, hvort sem þeir búa vestan eða austan Atlants- hafsins. En menn kann að greina á um leiðir. Sú staðreynd, að hug- sjónabarátta Carters hefur ráðið mestu um það, að lýðræðisþjóðir heims eru nú í sókn en einræðis- seggirnir i vörn segir nokkra sögu um það hvor leiðin er vænlegri til árangurs, þegar til lengri tíma er litið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.