Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 15 Unglingur skotinn til bana í Soweto Jóhannesarborg 3. ágúst AP. 16 ÁRA gamall unglingur fóll fyrir byssukúium lögreglumanna f Soweto, útborg Jóhannesarborg- ar, er lögreglumenn dreiföu hóp unglinga, sem fóru með grjót- kasti um götur Soweto. Nokkrir aðrir unglingar særðust að sögn lögreglunnar. Unglingarnir, sem allir voru blökkumenn, voru í kröfugöngu, þar sem þeir kröfðust m.a. bættr- ar menntunar, sem þeir halda fram að sé miklu lélegri en hjá hvítum nemendum. Nemendurnir hafa verið í verk- falli frá skólagöngu í 9 daga og var pilturinn, sem féll í dag, sá fjórði frá því sl. föstudag, sem lætur lífið í átökum við lögreglu. Bretland: Diplómatar snú- ast til varnar London 3. agust Reuter. SAMTÖK brezkra diplómata hafa snúizt harkalega gegn opinberu skýrslunni, sem birt var f gær, þar sem m.a. er lagt til að 55 sendiráðum og ræðismannsskrifstofum Breta erlendis verði lokað eða dregið verulega úr starfsemi þeirra. Þessar tillögur eru gerðar á þeim grundvelli að nefndin, sem samdi skýrsluna, telur að Bretar eigi litla möguleika á að vinna aftur sinn fyrri sess á vettvangi alþjóðastjórn- mála. Diplómatarnir drógu þessa nið- urstöðu stórlega í efa i dag og bentu á að óvíst væri hvernig Frökkum vegnaði í dag ef þeir hefðu dregið úr diplómatastarf- semi sinni meðan á efnahags- og stjórnmálaerfiðleikum þeirra stóð á seinni hluta 5. áratugs þess- arar aldar. Brezk blöð fögnuðu í dag flest þeirri hreinskilni, sem þau segja að einkenni skýrsluna og The Times sagði að sú hreinskiini ætti fullan rétt á sér og að viðhorf manna í stjórnmálum og utanrík- isþjónustunni væri á margan hátt langt á eftir tfmunum. Financial Times sagði að timi breytinganna væri kominn, Bretar væru ekki lengur það stórveldi, sem þeir hefðu verið á fyrstu árunum eftir strfð. Diplómatarnir hafa ekki neitað nauðsyn þess að endurskoða utan- ríkisþjónustuna, en kvarta yfir því hve oft það sé gert. Hefur slik endurskoðun nú verið gerð þrisv- ar sinnum á sl. 13 árum og hefur diplómatastarfsliðinu á þeim tíma verið fækkað um 15%. Þrátt fyrir miklar umræður um þessi mál, sem búizt er við á næst- unni, er ekki gert ráð fyrir að skýrslan hafi í för með sér miklar breytingar á utanríkisþjónust- unni á næstu mánuðum. Flestir skilja í Bandaríkjunum en lifa lengst í Sviþjóð Sameinuðu þjóðunum 3. ágúst AP. FLEIRI hjónaskilnaðir eru Alexander Haig: Efnahemað- aruppbygg- ing Sovét- ríkjanna ábyggjuefni Moenchengladbach, V-Þýzka- landi 3. ágúst AP ALEXANDER Haig. yfirhershöfS- ingi Atlantshafsbandalagsins, sagði á fundi með fréttamönnum í dag afi NATO hefSi áhyggjur af stöðugt vaxandi efnahernaðar- getu Sovétrfkjanna. Hann sagði að NATO hefSi vitaS af þessari þróun undanfarna mánuði og að Ijóst væri að Sovétmenn hefðu aukið styrkleika sinn verulega bæði á tæknisviSi og hvaS magn snertir. Haig var á blaðamannafundinum spurður að þvi hvort hann teldi að neutronusprengjan svonefnda væri svar við hernaðaruppbyggingu Sovétrikjanna i Evrópu og hann svaraði þvi til að hernaðarsérfræð- ingar NATO væri sammála um nauðsyn þess að færa kjarnorku- hernaðarmál bandalagsins i Evrópu í nýtizkuhorf. Hann sagði að ákvörðunin um hvort NATO fengi þessa sprengju væri i grundvallar- atriðum stjórnmálaleg og þyrfti samþykki bandalagsþjóða til og væri unnið að því máli núna. Neu- tronusprengjan drepur sem kunn- ugt er fólk, en eyðileggur ekki byggingar eða hergögn á svæðinu. Miklar deilur hafa orðið um þessa sprengju í V-Þýzkalandi en eld- flaugar þar i landi yrðu búnar neu- tronuoddum ef Carter Bandarikja- forseti gefur leyfi til framleiðslu og notkunar sprengjunnar í Bandaríkjunum en nokkru öðru landi í heimin- um að því er fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna, sem birt var í New York í dag. Árið 1974, sem er síðasta árið sem tölur eru til yfir, voru allt að 125000 hjónaskilnaðir í Bandarikjunum eða 4.6 skilnaðir á hverja 1000 íbúa. Puerto Rico og Virginíueyjar koma næstar með 4.3 og 3.6 skilnaði á hverja 1000 íbúa. I V- Þýzkalandi er 1.5 skilnaður á hverja 1000 ibúa í Dan- mörku 2.6 og 3 í Svíþjóð. t skýrslunni kemur fram að íbúafjöldi heims í árslok 1976 var 4 milljarðar 45 milljónir og fyrstu 5 ár þessa áratugs fjölgaði mann- kyni um 1.9% að meðaltali á ári hverju. Flestir íbúar eru í Kina eða 839 milljónir, 598 milljónir i Indlandi, 255 milljónir f Sovét- ríkjunum, 214 milljónir i Banda- rikjunum, 136 milljónir í Indónesfu, 111 milljónir í Japan og 107 milljónir í Brazilíu. Sviþjóð er áfram það riki, sem íbúarnir eiga lengsta lífsvon, 72 ár fyrir karlmenn og 78 ár fyrir konur. ísland, Danmörk Noregur og Holland koma næst með 71 ár fyrir karla og 77 fyrir konur. Lægst er þessi tala i Afríkurikinu Chad, 29 ár fyrir karla og í Efri Volta er lifsvon kvenna aðeins 31 ár. Makaríos erkibiskup fallinn W i valinn Kýpur. Grískir Kýpurbúar fögnuðu Makariosi sem þjóð- hetju við heimkomuna og 16. ágúst 1960 hlaut eyjan sjálf- stæði og Makarfos varð fyrsti forseti hins nýja lýðveldis og Fazil Kutchuk, leiðtogi tyrk- neska þjóðarbrotsins á eynni, varaforseti. Átökin 1963 Heiftarleg átök brutust út milli þjóðarleiðtoganna 1963 og urðu Sameinuðu þjóðirnar að senda gæzlulið til eyjarinnar 1964 til að binda endi á átök og koma i veg fyrir frekari átök. Bardagar brutust út á ný 1967 og voru Grikkland og Trykland „Slóttugur meistari stjórnmálanna Nicosia 3. ágúst Reuter. MAKARtOS erkibiskup og for- seti Kýpur, sem lézt í morgun að heimili sfnu af völdum hjartaslags, 63 ára að aldri, lifði af 4 morðtilraunir, bylt- ingu og útlegð á þeim 20 árum, sem hann stóð f forystu f stjórn- málalegri eldlfnu eyjarinnar. Makarfos var hirðingjasonur, fæddist 13. ágúst f Panayia, skammt frá Paphos. Ilann lærði til munks f Kykkos- klaustri og nam sfðar við Aþenuháskóla og guðfræði- deild Bostonháskóla f Massa- chusetts f Bandarfkjunum. Ilann var kjörinn biskup af Kitium árið 1950, meðan hann var enn við nám f Bandarfkjun- um og þremur árum sfðar varð hann erikibiskup og leiðtogi Kýpur. Makaríos leiddi Kýpurbúa til sjálfstæðis árið 1960 og varð fyrsti forseti eyjarinnar, þar sem Grikkir eru fjórum sinnum fleiri en Tyrkir meðal þeirra 620 þúsund ibúa sem eyna byggja. Þau 17 ár, sem Makaríos var forseti Kýpur ríkti stöðug spenna milli þjóð- arbrotanna og margoft kom til blóðugra átaka. Makarios var hættast kominn árið 1974 er grískir herforingj- ar i þjóðvarnarliði eyjarinnar gerðu byltingu gegn honum i júlí og hann komst naumlega lífs af úr árás á forsetahöllina og komst undan til Englands. Við komuna þangað lýsti hann þvi yfir að hann væri. réttkjör- inn forseti Kýpur og hann var aldrei í vafa um að hans örlög væru að snúa aftur heim. Það gerði hann 4'A mánuði síðar og var fagnað næstum eins og sig- urglaðri hetju. Þessi mánuðir í útlegð voru Makaríosi bitur reynsla er hann fylgdist úr fjar- lægu lándi með innrás Tyrkja og þeim blóðugu bardögum, sem í kjölfarið fylgdu. Gífurleg vandamál Vandamálin, sem við blöstu er hann sneri heim voru gífur- leg. Efnahagsmálin voru i mol- um og stjórnmálaleg og mann- úðarleg vandamál voru hrika- leg og algert vantraust riki milli griskra og tyrkneskra eyj- arskeggja. Um þriðjungur ibú- anna var heimilislaus. Yfirþyrmandi vandamál voru hins vegar hlutur, sem Makaríos hafði búist við frá því að hann fyrst lagði út á stjórn- málabrautina á fyrstu árum 5. áratugsins, bæði sem andlegur og stjórnmálalegur leiðtogi Kýpurbúa. Makarios var ýmist lýst sem slóttugum manni eða meistara á sviði stjórnmála. Rauf Denktash leiðtogi Tyrkja á Kýpur sagði eitt sinn um hann „Hann er frábær hlust- andi, en maður, sem aldrei get- ur skipt um skoðum." Stjórnmálaferill Makariosar fyrstu árin var erfiður og oft blóðugur og hann varð að heyja neðanjarðarstríð og þola út- legð. 1950 gekktst hann fyrir óformlegri þjóðaratkvæða- greiðslu á Kýpur, þar sem 95% ibúanna greiddu atkvæði með sambandi við Grikkland, en Bretar höfðu þá ráðið eynni frá 1878. Makaríos varð nú aðal- hvatamaður Enosis, sambands við Grikkland, og flutti mál sitt æ meira á alþjóðavettvangi. Honum mistókst að fá stuðning S.Þ. við málsstaðinn og sömu- leiðis urðu viðræður hans við brezka ráðamenn árangurslaus- ar. 1956 var hann handtekinn og sendur í útlegð til Seychell- eyja sakaður um þátt í frelsis- striðinu á eynni. Þetta varð til að gera hann að hetju Kýpur- búa. Hann hafnaði boði Breta um að láta hann lausan gegn því að hann fordæmdi ofbeldi opinberlega, en honum var sleppt skömmu síðar 1957 með því skilyrði að þvi er talið var, að hann snéri ekki aftur til Kýpur. Árið eftir féll hann frá Enosisstefnu sinni og lýsti þvi yfir að hann gæti fellt sig við sjálfstæði undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna. í febrúar 1959 komu fulltrúar Bretlands, Grikklands og Tyrklands sam- an til fúndar i London og náðu samkomulagi um sjálfstæði á barmi styrjaldar áður en gríska stjórnin kallaði George Grivas hershöfðingja heim, en hann var i forystu EOKA- skæruliðahreyfingarinnar, sem barðist fyrir sameiningu við Grikkland. Grivas snéri aftur til Kýpur með leynd 1971 og setti á stofn aðra EOKA- hreyfingu, sem hélt uppi hryðjuverkastarfsemi á eynni þar til Grivas lézt 1974, þá 75 ára að aldri. Innrás Tyrkja Eftir byltinguna 1974, er Nicos Sampson leiðtogi bylting- armanna hafði svarið embættis- eið sem forseti, hélt Makaríos til Sameinuðu þjóðanna, þar sem honum var tekið sem þjóðarhöfðingja og hann skor- aði á öryggisráð S.Þ. að tryggja sjálfstæði Kýpur. 20. júli gerðu Tyrkir innrás á Kýpur og Grikkir kölluðu út herinn. Þermur dögum síðar sagði Sampson af sér og Glafkos Clerides forseti þings- ins tók við sem bráðabirgðafor- seti. Þetta var sama dag og her- stjórn i Grikklandi afhenti borgaralegum stjórnmáiaflokk- um völdin i landinu á ný eftir 7 ára einræðisstjórn. 30 júlí undirrituðu Grikkir, Tyrkir og Bretar samning um að koma á vopnahléi á ný, en það sam- komulag fór út um þúfur 14. ágúst og Tyrkir náðu þriðjungi eyjarinnar á sitt vald áður en vopnahlé komst aftur á. Makaríos kom til Aþenu 29. nóvember sama ár til viðræðna við Karamanlis forsætisráð- herra og sagði þá „ég rétti Tyrkjum olivugrein, en neita að bjóða land og vatn, sem er tákn undirgefni og niðurlæg- ingar." Heim snéri hann 7. desember við gifurleg fagn- aðarlæti og hvatti til samninga- viðræðna milli tyrknesku og grísku þjóðarbrotanna en vís- aði hugmyndum um skiptingu eyjarinnar algerlega á bug. Fyrstu merki um veikleika komu í april s.l. er hann fékk vægt hjartaáfall og sá sjúkdóm- ur hefur nú fellt hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.