Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGÚST 1977 Þorsteinn Valdimars- son skáld—Minning 31. 10. 1918 7.8.1977 Fáir staðir á Fróni eru eins hlýir og vinalegir og Hallorms- staður á Héraði eystra, ekki sízt á heyönnum og á haustmánuði. Þar man ég Þorstein bezt og þar finnst mér enginn hafa átt frekari heima. Elskulegri, ljiifari og skilnings- ríkari dreng hef ég aldrei þekkt. Alltaf reiðubúinn að greiða götu manns, léttur i lund og spori. A æskuslóðum inni í Laugar- nesi kynnist ég fyrst þessum ljóðamanni vorsins. Hann var þar gestur vinar okkar Kolbeins í Kollafirði. Komdu vinur og fáðu hjá mér Vilta vor. í kjallaranum á Bergstaðastræti hjá móðursystur hans Guðbjörgu, ef ég man rétt. Sama snyrtimennskan þar og alla tið hjá því, sem ég kynntist af hans fólki. Vilta vor — ungur drengur hreifst af þvi vori — þeim andblæ hreinlyndis og lifs- ástar. Guðfræðineminn söng svo hlýtt. og kvað svo blítt. Hann átti tóninn hreinan, skæran og sannan í þess- ari misbliðu veröld. Arin liðu, við hittumst með höppum og glöpum. Ætið fór ég léttari i spori af fundi þessa hóg- láta og brosandi lifsunnanda. Allt i einu eigum við báðir heima í Kópavogi. Þorsteinn minn, okkur langar að biðja þig að yrkja um þessa barnabyggð. Hún er tiu ára sem kaupstaður núna 1965. — Viltu ekki í nefið, vinur, segir skáldið. Það má at- huga málið. Aldrei hafa grýttir hálsar og hrjóstrug klettaklungur hlotið annan eins lofsöng og ástar- óð og lífið sem þar býr: Heyrið þið bara: VaKKa hörnum »k hlómum horgin hjá vugunum Iveimur risinn einn árdag úr e> ði. — heill undrunarheimur. Brldge Úrslit í sumarspilamennskunni f Domus Medica sl. fimmtudag. A-riðill: Hannes Ingvarsson — Sigfús Þórðarson 252 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 244 Egill Guðjohnssen — Vigfús Pálsson 240 Ellert Ölafsson — Gísli Sigurtryggvason 232 B-riðill: Logi Þormóðsson — Þorgeir Eyjólfsson 246 Guðmundur Magnússon — Páll Valdimarsson 245 Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðsson 238 Dagbjartur Grimsson — Ingólfur Böðvarsson 233 C-riðill: Gísli Steingrímsson — Sigfús Arnason 243 Jóhanna Guðmundsdóttir — Már Kjartansson 229 Benedikt Jóhannsson — Han nes J ónsson 226 Arnór Valdimarsson — Runólfur Pálsson 225 Guðlaugur Nielssen — Sigurleifur Guðjónsson 225 Heildarstig eftir 12 umferðir: Gisli Hafliðason 22 Sigurður B. Þorsteinsson 22 Einar Þorfinnsson 21 Sigtryggur Sigurðsson 21 Jón Hilmarsson 11 Þorfinnur Karlsson 11 Gísli Steingrímsson 10 Sigfús Arnason 10 Gissur Ingólfsson 8 Ingólfur Böðvarsson 8 Og hlikið f hernskum auj’um er hros gegnum lár söf'unnar. sem «ss fæddi »K signir þess þurrar hrár. VagKa hörnum «k hlómum. h»rgin f önn »k draumi. farvegur. framtfð hrolinn af fallþunf'um straumi. Att þú lokið þvf lausnarstrfði er lönd skjálfa við? Sýndu þitt svar f verki »K sel þór æ hærra mið. (iriðland hörnum »k hlómum. Brosi við framlíð sinni allt sem þú vaxtar »k verndar í vÖKKunni þinni. — Þ<) að flóðhylgja fleygrar tíðar só fallþung «k strönK Keym þinnaKrænu vinja «K Klevm ei lóunnar söns. Elskusemin og ástin til alls sem lifir er þessu skáldi svo inngróin, hagleikurinn, smekkvísin, tón- og söngvísin bregðast honum ekki. Enn liða ár. Upp kemur sú hug- mynd að halda menningarviku í Kópavogi árið 1970. Til Þorsteins er fyrst leitað og viðtökurnar eru sem fyrr. Heldurðu að það væri ekki ráð að hafa heimahaga höf- undanna höfuðefni fyrsta dags- ins, segir hann. Það var ráðiö á' stundinni og magnað kvæði að lífsþekkingu, ljúfum minningum frá bernsku dögum og sárum er horfnir voru ástvinir góðir, þeir frændur Þorsteins, feðgarnir Sæmundsen, Einar yngri og eldri, varð upphaf þessarar vöku og það sem lifir lengst í minni vitund. Já, stutt er ævin, en dáðin löng. Það er öllum harmabót í mis- vindasömu lífsstríði að kynnast góðu fólki, manneskjum þar sem hjartað heyrist slá. Þrjár slíkar unaðsverur tengd- ar Kópavogi, hafa horfið okkur á skömmum tíma, Gerður Helga- dóttir, Barbara Arnason og nú Þorsteinn Valdimarsson. Lista- menn, svo af bar, en um leið sjálf- um sér og boðskap sinum svo sam- vaxnir að enga þekki ég betur fallna sem fyrirmyndir um öll mannleg samskipti. Þá má minna á að Þorsteinn var Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð mikill hollvættur. Mér finnst sem hið undurfagra erfiljóð hans um snillinginn Róbert A. Ottósson, gæti eins fylgt höfundi sínum: hldliiðrar duna »K draga skjótt dumhrauðan seim I þögn »k nótt. Hví mun þar eftir þrotinn dají þjóta á tindum slíkt sólarlaK? Af því að gleði unaðslöng yljaði hlæ hans »K fyllti söng. Nú er söngur þinn þagnaður elskulegi vinur. Þér fylgja eins og frændum þinum forðum „sakn- aðaraugu úr heimatröðum, meðan sér til reykja". Hjálmar Úlafsson. „Dáinn horfinn harmafregn" Fyrsti og bezti bernskuvinurinn er. dáinn, á bezta aldri og átti svo margt ógert. Við ólumst upp að miklu leyti sem næstu nágrannar, og varð snemma vel til vina, og því tíðför- ult milli nágrannabæjanna til leikja og starfa. Siðan fylgdumst við að í gegn- um skóla, og vináttan hélst og þróaðist jafnframt því sem aldur og þroski færðust yfir, þó heim- sóknirnar strjáluðust eftir því sem annirnar urðu meiri, mínar við brauðstrit með stóra fjöl- skyldu, hans við frekara nám og þroskun andans og sköpun ómetanlegra listaverka i ljóðum og tónum, sem hann lagði í alla þá alúð og innileika sem voru hans aðalsmerki. Það voru okkur sólskinsstundir þegar hann kom á heimili okkar hjóna, sólskinsstundir sem liðu alltof fljótt við hljóðfæraslátt og söng og upprifjun æskustunda þar sem hann var veitandinn en við þiggjendur. En nú er horfið hlýja þétta handtakið, slokknað djúpa inni- lega augnatillitið og stóra lista- mannshjartað hætt að slá, svo allt- of snemma. Eftir situr söknuður, og minn- ingarnar hrannast að, og þakklæt- ið fyrir liðnar sólskinsstundir samvistum við hjartahlýjan og hjartahreinan góðan dreng verð- ur efst í huga. Já margt er að þakka, og ekki sizt það að forsjón- in leyfði okkur að heimsækja hann siðasta daginn sem hann var fær um að njóta heimsókna. Við sjáum á bak góðum vini og kveðjum hann með söknuði, en hvað er það hjá missi systkinanna og annarra ástvina. Þeim vottum við dýpstu hlut- tekningu og hugsum til þeirra úr fjarlægð, og biðjum Guð að blessa þeim dýrmætar minningar. Þórir Guðmundsson „Láttu nú fara vel um þig; svo fáum við okkur te og hunang." — Stórt herbergi með súð og kvisti. Stofuorgel við vegg, en flygill á miðju gólfi. Vænn bókaskápur og annar minni. Skrifborð við vest- urgluggann. Hvílubekkur i horni, og dálitill hlaði af bókum við höfðalag. Inn um suðurgluggann ber ilm af birki. Og nú er teið komið á borð, og hann kveikir á kerti í háum stjaka. Það gerir hann ævinlega þegar við setjumst að spjalli, eins þó bjart sé af degi; og þó að rafljós brenni í lofti, þurfum við að hafa „lifandi ljós“ líka, og hafa það hjá okkur. Teið er sterkt og bragðgott, — enn hefur honum tekizt að hafa uppi á nýrri tegund! Ég læt talið berast að ljóðabók, sem í vændum er. Hann er þá búinn að gera fáeinar smábreyt- ingar á nokkrum kvæðum frá þvi siðast við hittumst. Ekki virðast þær allar mikilvægar í fljótu bragði; en þegar betur er skoðað, eru þær þaulhugsaðar. Þetta litla ljóðasafn, Smalavisur, nálgast enn sína fullkomnun, frelsi skáldsins i sátt við fjötra hins listræna forms. I djúpri lind þess- ara Ijóða speglast himinn islenzkrar menningar með heið- ríkju sinni og skýjafari, unaður náttúrubarnsins og uggur hins víðsýna mannvinar. Ég fletti blöð- unum enn. Nokkur viðhöfn i brag; traust málfar, tamið af ást á íslenzkri tungu. Sjálft handbragð- ið er með sama stilsmóti; hóflega flútuð skrift með ýmsu bleki, sum ljóðin blá, önnur mógræn, enn önnur svört, eða dumbrauð. Við ræðum prentun, útgáfu. Hann vill geta ráðið öllu, broti og sniði, skipan texta á siður, tegund og stærð leturs, gerð pappirs, lit og áferð yzt sem innst. Hann ætlar að gefa bókina út sjálfur. Og það liður á sumar. Prófarkir, og ný verkefni sem útgáfu varða. Sumt fer að óskum, vinna i prent- smiðju er vönduð, og teikningar Atla Más eru frábærar. Hins veg- ar þykir honum allt ganga hægar en þurfi,..allsstaðar seinagangur á öllu. Þetta staka ljúfmenni hefur jafnvel uppi hvassan eftirrekstur. En honum liggur á. Fáir vita hvers vegna. Sjálfur nefnir hann það ekki við nokkurn mann. Hann var kominn heim af spítala; nú er hann farinn þangað aftur. En áfram annast hann út- gáfuna þungt haldinn á sóttar- sæng. Hann sýnir mér efni i spjöld og bókarkápu; þetta hafði hann fengið likast því, sem hann sjálfur hefði kosið. Enn er þó ýmsu að sinna. Tveim dögum sið- ar stend ég við rúmið hans, og spyr tiðinda af útgáfu. Þá brosir hann til min og segir: „Nú gerum við hlé á henni í bráð.“ Svo vikur hann tali að öðru. Ég reyni að láta á engu bera, þegar ég varpa kveðju á minn kæra kæra vin, einn þeirra manna, sem ég hef beztum kynnzt. í næsta skipti vissi ég ekki hvort hann þekkti mig; eftir örfáa daga var hann allur. Svo hann fékk þá ekki að sjá bókina sína. En islenzk þjóð á vonandi eftir að sjá og meta að verðleikum þessa bók, sem ég hygg að hafi að geyma nokkur af fegurstu ljóðum þessa elskulega snillings. Helgi Hálfdanarson. Einfari kvaddur I ljóði Þorsteins Valdimars- sonar Friður er þetta erindi: Frióur er mildi sláls ug tungu. örgrynni surganna; móóurhendur rósarinnar á lugakumlum burganna; hinn regnhurni sumarþeyr, sem strýkur værri skúr vfir glevmdan skugga kunu »g manns. brenndan i hruninn múr. Friður er meðal þeirra ljóða Þorsteins Valdimarssonar sem valda þvi að framlag hans til ljóðlistar aldarinnar er meira en flestir gera sér grein fyrir. Þorsteinn orti mörg prýðileg ljóð, nokkur þeirra eru verk góðskálds. Þorsteinn Valdimarsson var að mörgu leyti einfari i skáld- skap sínum. Steinn Steinarr lét hafa það eftir sér að kveðskap- ur Þorsteins væri „uppblásinn af einhvers konar gamaldags og umfram allt leiðinlegri róman- tík“. Það er viss sannleikur fólginn í orðum Steins, en engu að síður vitna þau um skort á skilningi á manninum og skáld- inu Þorsteini sem var siður en svo „óekta“ svo enn sé vitnað til Steins, heldur trúr uppruna sínum, íslenskri sveitamenn- ingu eins og hún gerist best. I viðkynningu var Þorsteinn Valdimarsson ljúfur maður og hrifnæmur og þessa eiginleika er að finna i skáldskap hans. Hann hélt sér utan við alfara- veg i lífi sinu, en ef leitað var til hans var hann hinn örláti veitandi. Islenskir tónlistar- menn munu kunna á því best skil hve Þorsteini var kært að greiða götur annarra því að hin- ar fjölmörgu þýðingar hans á söngtextum sem i senn bera hagleik Þorsteins og ást á tón- list vitni eru þess eðlis að á fárra eða engra færi er að taka upp merkið. I skáldskap sínum fóe Þor- steinn Valdimarsson aðrar leið- ir en jafnaldrar hans og félag- ar. Hann lagði rækt við gamla ljóðhefð og orti yfirleitt hefð- bundið, en gerði þó ýmsar formtilraunir. Fyrir kemur að leikur að formi verður honum aðalatriði, en skáldskapurinn líkt og gleymdist eða hverfur i orðkynngi. Hann gerði skáld- skap sinn að iþrótt eins og limr- urnar sem hann orti sýna, en þær birti hann i tveimur bók- um Limrum (1965) og Fiðrilda- dansi (1967). Mér er óskiljan- legt hvernig maður með gáfu Þorsteins gat iðkað limrugerð eins og þá sem iesa má í fyrr- nefndum bókum, en þeir munu til sem hafa meira gaman af limrunum en viðamestu ljóðum skáldsins. Mistækur var Þorsteinn i skáldskap sinum eins og fleiri og mér er næst að halda að sumar bækur hans muni ekki verða langlifar. Ég er þó viss um að I Hrafnamálum (1952) eru góð Ijóð og á stöku stað í bókum hans er að finna ljóð sem erfitt mun reynast að gleyma. Siðasta bók Þorsteins Yrkjur (1975) er umfangsmikil bók þar sem viða er komið við. Sum ljóð hennar eru með því besta sém Þorsteinn orti og sýna glögglega tök hans á efni og formi. Islensk náttúra, heim- ur bernsku og æsku austur á fjörðum, er helsta yrkisefni Þorsteins í Yrkjum og þar verð- ur söknuðuur skáldsins gull- vægur: Ég lagAi mig I lyngið við Lindarsel, — f Ifóandi dvala mig bar heimveg og draumveg á harnsins báruskel. hrotinni’ og týndri fyrir löugu. glataðri’ og gleymdri fyrir löngu. Engum sem les Yrkjur for- dómalaust og af einlægni getur blandast hugur um ríka ljóð- gáfu Þorsteins Valdimarssonar. Aftur á móti er ljóst að hann átti ekki samleið með öðrum skáldum. Rætur hans voru i annarri mold en helstu nútima- skálda okkar og honum auðnað- ist sjaldan að endurnýja gamla hefð með þeim hætti að athygli vekti. Hann hélt sig á slóðum sem hann þekkti, en fast- heldnin kom þó ekki í veg fyrir að skáldgáfa hans nyti sín. Sennilega eru Iirafnamál merkasta bók Þorsteins Valdi- marssonar. Meðal snjallra ljóða þar er Auðn sem búið er helstu kostum skáldsins, hefur í sér þá álfkynjuðu töfra sem gæddu skáldskap Þorsteins sérstöku lífi og gerðu hann engum öðr- um líkan. Sanarlega var hann eins konar huldusveinn ís- lenskrar ljóðlistar: Ain slrevmir um eyðibyggð. — Og vært þig dreymir. þó djúpa hryggð þú geymir. — Um eyðibyggð áin streymir. Þú litast hljóður um lágan mó — þfn bernsku-rjóður. hinn blásnaskóg og gróður. — Um lágan mó þú litast hljóður Að föllnum garði ei framar spyr. — Að dyrum barði þar dauðinn fyr en varði. — Ei framar spyr að föllnum garði. Ur st að og skorðum allt stundlegt ber. — En yndisorðum þó andar hér sem forðum. — Allt stundlegt ber úr stað og skorðum. Ain niðar. Ó, auðnar kyrrð — Degi miðar í misturfirð til viðar. — ó, auönar kyrrð! Ain niðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.