Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 39 — Ný plata eftir 8 ára hlé Framhald af bls. 35 legir molar og ætlar Slagbrand- ur að ljúka þessari frásögn með nokkrum gullkornum úr skjóð- unni: „Strákar, munið þið eftir hljómleikunum, þegar Ásgeir veiktist og við fengum unglingsstrák af Skaganum til að spila á orgelið. Þetta var hann Kalli Sighvats og þegar hann var kominn i hljóm- sveitarjakkann hans Asgeirs, þá var jakkinn eins og frakki á honum ...“ „Strákar, munið þið eftir þvi þegar daman á Eskifirði lét Steina gefa sér eiginhandar- áritun á bakið — og hann þurfti að skrifa heilmikla romsu .. „Munið þið eftir því þegar við lékum á Sögu og okkur voru ekki gefin nein fyrirmæli um klæðaburð eða framkomu nema þau, að skórnir yrðu að vera vel burstaðir!" Og svo voru það ensku tækni- mennirnir sem hrifust svo af tveimur lögum Finnboga gítar- leikara, þegar hljómsveitin var í London um árið, að þeir vildu láta semja enska texta við þau í snatri og ætluðu svo að selja stórum plötufyrirtækjum þessa upptöku ... Og svo var það stelpan sem vildi komst inn í Glaumbæ, en hafði ekki aldur til, en ætlaði ekki að deyja ráðalaus, þegar hún var spurð um nafn- skírteini. „Ég þarf engan passa,“ svaraði hún. „Ég er með einum úr hljómsveitinni." — Og hverjum þá, spurði dyra- vörðurinn. „Nú honum Dúmbó,“ svaraði stúlkan .. . og þá komst hún ekki inn. —sh. — Ný plata Eikar Framhald af bls. 35 lög hvor á plötunni. Textar eru eftir Halldór Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson. Það er hljómplötuútgáfan Steinar hf. sem gefur þessa plötu út, en Eik gaf sjálf út fyrstu stóru plötuna sína, „Speglun". Platan var tekin upp í stúdíói Hljóðrita hf. I Hafnarfirði í sumar og annað- ist Tony Cook hljóðritunina með slfkum glæsibrag að hann er jafnan titlaður Sir Tony á plötuslfðrinu, rétt eins og Eik hafi aðlað hann. Liðsmenn Eikar eru sjö tals- ins og leika á fjölmörg hljóð- færi og þurfti því ekki að leita aðstoðar neinnar annarra hljóðfæraleikara til að aðstoða við undirleik eða söng. Er það næsta fátftt með fslenzkar plöt- ur. Liðsmenn Eikar eru þessir: Magnús Finnur Jóhannsson söngvari, Þorsteinn Magnússon gíarleikari, Pétur Hjaltested hljómborðsleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Lárus Halldór Grímsson hljóm- borðs- og flautuleikari. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 1972, en núgildandi liðsskiptan hennar hefur verið við lýði sfð- an um áramótin. Einungis Har- aldur bassaleikari hefur verið í Eik frá upphafi, en þeir Þorsteinn og Lárus hafa verið alllengi f hljómsveitinni lfka. Hef opnað tannlækningastofu í Domus Medica Egils- götu 3. Viðtalstími eftir samkomulagi. Sími 2-91-91. Elmar Geirsson Útsala Hin margeftirspurða útsala hefst á morgun, 10% — 75% afsláttur. Tískuverslunin GoGo Miðbæjarmarkaðin- Aðalstræti 9. Skóla- og skjalatöskur í miklu úrvali Heildsölubirgðir. Davíð S.Jónsson og Co. h.f. S/mi 24-333 Til sölu fiskverkunarhús í Kópavogi hentugt fyrir harðfiskframleiðslu. Upplýsingar á skrifstofunni símar 10223 og 25535 Benedikt Sveinsson hrl. Öldugötu 15. PASSAMYNDIR teknar i litum ftillfútiar itrax 1 bartia & ffölskyldu LJOSMVNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 KYNNUM íííííííííí: eru fáanlegar í 29 tit 164 BHP. THORNYCROFT bátavélar eru sparsamar, hreinlegar, þý&* gengar og kraftmiklar. Örugg varahlutaþjönusta - Stuttur afgreiðslutími. HS1RFISGÖTU103 REYKJAVlK ÖMI 26911 Leyland Thornycroft bátavélar við verbúðarbryggju, Reykjavík í dag kl. 10—16 Reynslubátar r\ á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.