Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31, AGUST 1977 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Röskur sendill óskast sem fyrst til starfa hluta úr degi í allan vetur. Uppl. í síma 86100. Páll Þorgeirsson og Co. Ármúla 27. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330. Keflavík Til sölu glæsileg 3ja herb. íbúð ásamt sérherb. í kjallara. Losnar fljótlega. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. Sumarhús — Veiðihús Til sölu er litið nýbyggt timburhús, fullfrágengið að utan og innan. Mjög vandað. Upplýsingar í síma: 10669, eftir kl. 8 á kvöldin. Til sölu — nálægt Laugavegi — laust strax. er ný, lúxus saunabaðstofa. (Tyleofn pantaður) og 3—4 herb. íbúð i steinhúsi, ný- standsett, tvöfalt gler. Verð 8.5 millj. Útb. 6 millj. Veð- leyfi 2—4 millj. Yðar fasteignasali eða KJARAVAL s. 19864. Hilmar Björgvins- son, hdl. Harry Gunnarsson sölustjóri. Utsala — Útsala 20—80% afsláttur. Dragtin, Klapparstig 37. SIMAR. 11798 og 19533. Föstudagur 2. sept. kl. 20.00 1. Landmannalaugar. Gist i sæluhúsinu. 2. HrafntinnuskerLoðmundur. Gistítjöldum. Laugardagur 3. sept. kl. 08.00 Þórsmörk. Gist i sæiu- húsinu. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag íslands. Hörgshlið 12 Samkoma í kvöld, miðviku- dag kl. 8. m i'. n r-'.Ri i rðih Föstud. 2/9 kl. 20. Hvanngil Emstur—Laufaleitir. Gönguferðir um hrikalegt og fagurt landslag á Fjallabaksvegi syðra. Tjöld, (stuðningur af húsum). Fararstj: Þorleifur Guðmundsson og Jón I. Bjarnason. Farseðlar á skrifstofunni. Lækjargötu 6, sími 14606. Útivist. Steypum bílastæði og gangstéttar. S. 81081 — 74203. raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar Til íslenskukennara Kennslubækur fyrir 9. bekk grunnskóla. í stafsetningu og greinarmerkjasetningu. Ritvör eða Listvör, í málfræði og málnotkun Málið mitt. Fyrir framhaldsskóla Tindar, forníslenskar bókmenntir. Ugla, stafsenting og greinarmerkjasetning. Njálssaga. skólaútgáfa. Kennarar fá ókeypis eintak. NB. Þrjár siðasttöldu bækurnar eru allar á nýjustu stafsetning- unni og greinarmerkjasetningu. Bókaútgáfan Valfell. Sími 841 79 — Box 5164. Innheimta þinggjalda í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Kjósarsýslu Gjaldendur þinggjalda í umdæminu eru hér með minntir á að greiða þinggjöld sín á réttum gjalddaga, svo komist verði hjá þeim óþægindum og innheimtuaðgerð- um sem af vanskilum leiða. Lögtök fyrir vangreiddum gjöldum ársins 1977 hefj- ast 5. september n.k. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og Garðakaupstað, Sýslumaðurinn í Kjósasýslu. Einbýli — Raðhús Höfum verið beðnir að útvega til leigu einbýli, raðhús eða sérhæð á Reykjavíkur- svæðinu. Húsafell, sími 81066. Iðnaðarhúsnæði óskast í Kópavogi, 300—400 fm. lofthæð minnst 4,5 m. Upplýsingar í síma 41315 eftir kl. 6 á kvöldin. Guðný Björnsdóttir frá Hnefílsdal—Mnning F. 20. niaí 1906. I). 17. júlf 1977. I»ú hafðir fagnað mcð grðandi Krösum <»fí grátið hvert blóm sem dó. Ol? Þ<*r hafði lærst að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló. Os hvernig sem syrtí fsálu þinni lók sumarið öll sín Ijóð og þór fannst vorið þitt vera svo fa«urt og veröldin Ijúf og góð. Og dauðinn þig leiddi f höll sfna heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnfgandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þfns liðna Iffs f loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti. hver bæn var orðin að blómum við fótskör hans. Tóm. Guðm. Er minnast skal Guðnýjar Björnsdóttur frá Hnefilsdal kemur fyrst upp i hugann hversu sérstæð kona hún var um margt, og hve heimurinn væri betur á vegi staddur ef við jarðnesk börn ættum jafn mikla umhyggju og rausn til handa meðbræðrum okkar og værum jafn öfundarlaus í annarra garð sem hún var. Ba-nir hennar studdu margan sjúkan og óstyrkan á lífsins braut og kærleikur hennar náði til allra sem um sárt áttu að binda. í litlu stofunni hennar, þar sem hún einnig svaf og ól upp dóttur- dóttur sina, var ætíð pláss og hjartarúm fyrir gesti og gangandi, háa sem lága, og þá ekki síður lága sem áttu ekki margt athvarf. Guðný fæddist í Hnefilsdal á Jökuldal, N-Múl. 20 maí 1906, dóttir hjónanna Björns Þorkels- sonar, hreppstjóra og fræði- manns, og Guðríðar Jónsdóttur. Guðný átti tíu systkini. Tvö dóu í æsku, Einar og Sigurborg, en níu náðu fullorðinsárum. Af þeim eru Sigurður, Óiafur og Einar látnir. Eftir lifa Jón, fyrrv. bóndi á Skeggjastöðum, Jökuldal, Þorkell, fyrrv. bóndi, síðar húsvörður í Rvík. Stefán forstjóri Mjólkursamsölunnar i Rvík, Sigríður húsfrú, Hlöðum við Lagarfljót og Helga húsfrú að Desjarmýrí, Borgarfirði eystra. Ennfremur ólst upp með þeim að miklu leyti Árni Hallgrímsson bóndi Minni-Mástungu Gnúpverjahreppi. 1 þessum stóra og mannvænlega systkinahópi á mannmörgu og menningarheimili ólst Guðný upp. Foreldrar hennar voru bæði vel menntuð á þeirra tíma mæli- kvarða, Björn gagnfr. úr Flens- borg, en Guðriður hafði numið i kvennaskólanum á Akureyri. Guðný sótti menntun sina í héraðssk. að Eiðum. Næm var hún og fróðleiksfús og ritfær vel, þótt lítt héldi hún þvi á lofti. Árið 1936 giftist Guðný Stein- þóri Einarssyni frá Djúpalæk, ágætum manni, sem dó langt um aldur fram. Þau eignuðust fjögur börn. Eitt dó nýlega fætt, en á lifi eru Stella Björk, húsfrú i Neskaupstað, Snælaug Alda, tannlæknir í Danmörku og Hjalti Framhald á bls. 29 — Minning Guðmundur Framhald af bls. 23 stæðisformaður á bifreiðaverk- stæði Mjólkurstöðvarinnar við Snorrabraut og starfaði þar hátt í áratug. I samráði við stjórnendur stöðvarinnar keypti Guðmundur forláta rennibekk og fékk að setja hann upp í einu horni verkstæðis- ins þar sem hann gat unnið við hann í frítímum sínum. Þessi bekkur fylgdi Guðmundi alla tið og er enn i notkun. Á fyrstu árum siðustu heims- styrjaldar hóf Egill vilhjálmsson að flytja inn ósamsettar Dodge bifreiðir. Réðist Guðmundur þá til hans til þess að hafa umsjón með samsetningu bifreiðanna. Kaupið var 550 krónum á mánuði og mun hafa þótt mjög gott á þeim árum. Þarna starfaði Guð- mundur í hartnær áratug. Þegar Guðmundir flutti í sitt eigið hús í Nökkvavogi 15 kom hann rennibekknum góða og öðr- um verkfærum sínum fyrir i kjallaranum og stárfaði æ síðan að bílaviðgerðum og ýmissi smiði, eftir þvi sem verkefnin bárust að. Ýmsir viðskiptavinanna höfðu fylgt honum frá fyrstu tið og bil- arnir margir hverjir því gamlir kunningjar. Slíkir viðskiptavinir fóru heldur ekki bónleiðir til búð- ar, því að ef varahlutir fengust ekki, eins og oft gerðist fyrr á árum, þá kom að góðu haldi út- sjónarsemi og verkleg snilli þessa hagleiksmanns. Og ef verkfæri voru ekki fyrir hendi til að smiða hlutinn með, þá voru verkfærin einfaldlega smíðuð fyrst. Guðmundur var litt fyrir fjö- menni gefinn og eignaðist þvi fáa en trygga vini. Hann hafði gaman af að spila og tefla en bezt mun hann hafa kunnað við sig í fang- brögðum við lax og silung við góða veiðiá eða vatn. Og til þess að stunda þá eftirlætisiðju áður en vegheflar og malbik kom til sögunnar þurfti traustan og góð- an bíl. Og þegar bílasmiður hefur fundið einn slíkan, því þá að farga honum fyrir eitthvað annað og kannski lélegra? Ekki Guð- mundur Jónsson. Eftir að hafa átt nokkra af fyrstu bílum borgarinn- ar fann hann einn, sem dugði honum til æviloka. Árið 1935 festi hann kaup á Graham Page bfl, árgerð 1929, og festi á hann núm- erið R-627. Sá bíll kartaði með sóma i fremstu röð gamalla bíla á þjóðhátíðiardeginum síðasta, enda talsvert breyttur frá því hann kom á markaðinn fyrir hálfri öld, búinn dráttarspili að framan með vökvahemlum og sjálfskiptingu. Þeir Guðmundur og Guðjón 0. Guðjónsson bókaútgefandi áttu saman veiðileyfi í Eystri Rangá um langt árabil. Hvorugur var alinn upp við síma og lögðu litt i vana sinn að orðlengja um sjálf- sagða hluti, eins og til dæmis það, hvenær skyldi hefja veiðar að vorinu. Guðmundur var ævinlega mættur klukkan sex að morgni fyrir utan hjá Guðjóni þann fyrsta apríl, fyrsta veiðidag ársins enda þótt þeir hefðu þá ekki hitzt eða um.veiðiferð rætt frá því um sumarið árið áður. Guðmundur Jónsson var tví- kvæntúr. Fyrri kona hans var Rósa Bachmann Jónsdóttir, en hún lézt árið 1951. Þau eignuðust 3 dætur og einn son. Dæturnar eru: Guðrún Vilborg, gift Jónasi Eysteinssyni, kennara, Hallfríð- ur, gift Gunnari Guðmundssyni rafverktaka og Vilborg Jóná, gift Jóni Þorvarðarsyni, Ljósafossi. Jón Bachmann starfaði lengi með föður sínum að bifreiðaviðgerð- um. Maki hans er Sigurlaug Björnsdóttir. Barnabprnin eru 17 talsins og barnabarnabörnin um miðjan þriðja tuginn. Siðari kona Guðmundar var Þorbjörg Bjarnadóttir, ekkja frá Eskifirði, og lifir hún mann sinn. Yngsta dóttir hennar er kona undirritaðs og bjuggum við í ára- tug í sama húsi og þetta heiðurs- fólk. Börn okkar nutu þess að eiga þau fyrir ömmu og afa og dreng- urinn fékk veiðibakteríuna frá gamla manninum, enda hafði hann yndi af félagsskap i veiði- ferðum. Þau hjón fluttu í snotra fbúð að Hrafnistu fyrir rösku ári, en höfðu áður gefið Dvalarheimilinu húseign sina að Nökkvavogi 15. Þarna er þá genginn einn af þessum hljóðlátu stólpum alda- mótakynslóðarinnar, fólksins sem lifði smátt en hugði hátt, lærði að búa að sínu og gerði meiri kröfur til sjálfra sín en annarra, þar sem lífsins munaður var heilbrigð sál i hraustum likama og bjartir sum- ardagar í faðmi íslenzkrar nátt- úru. Sá orðlausi boðskapur, sem i slikum lifsferli speglaðist, er gott vegarnesti ungum afabörnum, sem eygja fá lifsgildi stærri en þau sem fást fyrir peninga. Við fráfall þessa glaða, fábrotna, sjálfstæða og æðrulausa manns er gott að minnast stuttrar samfylgd- ar, votta ástvinum santúð og þakka fyrir sig og sína. Guðbjartur Gunnarsson. Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.