Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 7 I 9 kap. Jóhannesarguð- spjalls segirfrá manni, sem blindur var frá fæðingu og á vegi Jesú verður. Blindurfrá fæðingu, — hvílíkörlög, hvílík raun! Un- að vorsins, blómfegurð sum- ars, litadýrð haustsins, dá- semd sólarupprásar og sólar- falls, frá öllu þessu og mörgu öðru hafði blindfædda mann- inum verið sagt, en hann hafði aldrei séð það sjálfur. Yfir blindf.æddu barni hafði móðirin vakað og vonað, en vonirnar höfðu hver af ann- arri dáið. Þá hafði hún tekið að segja drengnum sinum frá ýmsu því, sem hún vissi að hann myndi aldrei sjá. Tár hennar hafði hann aldrei séð en undrast stundum, að vangi hennar var votur þegar hún vafði hann að sér Hann vissi það þá ekki enn, að hann var tárasonurinn henn- ar, en þegar hann tók að skilja það, komu erfiðari. ár. Nú var hann orðinn fulltiða maður, sat við veginn og rétti fram ölmususkálina, þegar hann heyrði mannamál. Siðla dags mundi móðir hans koma og sækja hann. En nú gerist undrið óvænta. Eftirveginum kemur ungur maður og hann gefur blindfædda manninum sjón. Aðrar sögur herma, að Jesú hafi gefið blindum sýn, en blindfæddum aðeins þessum eina. Og merkilegust er þessi saga fyrir það að i sambandi við þessa lækn- ingu leiðir Jesús orð beint að hinni miklu ráðgát um bölið, þjáninguna „Hvor hefur syndgað þessi maður eða foreldrar hans, að hann skyldi fæðast blindur?" spyrja lærisveinarnir og trúa því, sem ótrúlega lífseigt hef ur orðið innan kristninnar, að allt böl, öll þjáning sé refsing frá Guði fyrir drýgðar syndir „Hvað hefur þessi maður drýgt, að þetta skuli á hann lagt?" spyrja menn, spyrja upphátt eða með sjálfum sér í hljóði. „Hvað hef ég drýgt, að ég skuli þurfa að verða fyrir þessu?" Jesús vísar þeirri hugmynd algerlega á bug, að böl blind- fædda mannsins sé afleiðing synda hans, — nema þá ef trúað er á endurholdgun og hann sé að gjalda fyrir syndir í fyrra, jarðlífi, þótt sú trú sé veikum rökum, veikum en ekki engum, studd i N testa- menti. Hugsaðu um slysin, dauðaslysin, sem óhugnan- lega mörg hafa orðið hér á landi á þessu ári. Eru þau refsing Guðs fyrir syndir þeirra, sem fyrir þeim hafa orðið? Ekki trúi ég því, hvað sem gamlar, frumstæðar kenningar segja. Hitt er mér Ijóst, að vegna þess að innan vissra marka hefurGuð gefið manninum viljafrelsi hlýtur margt að gerast, sem hann leyfir, þótt hann vilji það ekki. Hvernig ættu menn að þroskast ef þeir hefði ekki innan einhverra marka frelsi til að velja sinn veg, góðan eða illan, viturlegan eða heimskulegan? En valfrelsi ófullkomins manns hlýtur að fæða af sér margföld efni harms og tára. Eldfornar trúarhugmyndir telja að mislyndar vættir og goðmögn valdi náttúruham- förum. Yfir þá heimsku hófu sig margir í heiðnum sið. Alkur.n er sagan frá kristni- tökunni á Alþingi árið 1 000. Meðan menn deildu á Al- þingi um trúskiptin kom maður á Þingvöll með þá fregn, að upp væri kominn jarðeldur hjá Hjalla í Ölfusi, bæ Þórodds goða, sem mjög varorðinn hallurað kristinni trú. Það töldu heiðnir menn auðsæja refsingu guðanna, en Snorri goði sagði: „Um hvað reiddust goðin þá, er hér brann hraunit, er vér nú stöndum á?". Mönnum varð svarafátt, Þingvallahraun hafði brunnið fyrr en nokkur maður var á íslandi til að reiðast og refsa með eldgosi. Enn úir og grúir í kristnum guðrækniritum, sálmum mörgum og þá einnig í bless- uðum Passíusálmunum, af þeirri hugmynd um böl og refsingu hins reiða Guðs, sem Kristur andmælir í sög- unni af blindfædda mannin- um. Á dögum Jesú urðu 1 8 menn fyrir dauðaslysi þegar turn við Silóamlaugina hrundi á þá. Þegar hann heyrði skýringu manna á því slysi, sagði hann: „Haldið þéi að þessir menn hafi verið syndugri en aðrir þeir, sem búa í Jerúsalem?" Svo frá- leitt þótti honum að þar hafi refsing Guðs fyrir syndir þessara manna verið að verki. Blindfæddi maðurinn hlaui bót á sínu böli, en sú líkn er ekki öllum lögð Ævilangt böl verða margir bótalaust að bera. Við þá gátu er hið vitra skáld, E. Ben. að glíma í Ijóðinu um gáfaða óláns- manninn Starkað, sem segir frá í Gautrekssögu. Lausnina fann hann þessa: „En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, að bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki" Að bölið geti „lagt gull í lófa framtíðar", að sorgin geti verið „auðlegð á vöxtum" í heiminum handan við hel og fár, kemur greinilega fram i sögu af Lasarusi, manninum sem hlaut blessun i ríki himn- anna af böli, sem hann hafði enga bót fengið á á jörðu. „Hvorki syndgaði hann né foreldrar hans" sagði Jesús við lærisveinana, þegar þeir spurðu hann um orsök þess, að maðurinn hafði fæðzt blindur. Mér fer enn svo, að um þessa gátu bið ég um sam- fylgd þeirra, sem þessar greinar lesa, á næsta sunnu- degi, og verður þó fátt eitt sagt um mál, sem mörgum er mikil en áleitin ráðgáta. Blindfœddur böl hans? PATONS GARN ný sending London, dömudeild, Austurstræti Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Tjarnarbúð tilkynnir Eftirleiðis verða salir okkar leigðir alla daga vikunnar fyrir: EINKASAMKVÆMI OG FUNDARHÖLD, VEIZLUR OG MANNFAGNAÐI. Þeir, sem hafa i huga að fá leigða sali fyrir árshátíðir, jólatré og bingó, eru beðnir að panta timanlega Utbúum og sendum út heitan og kaldan mat í heimahús og til fyrirtækja. Allar upplýsingar á venjulegum skrif- stofutíma sím 19100 Á morgun hefst hin árlega á gólfteppum og bútum AFSLATTUR Við erum aðeins að rvma fyrir nýjum birgðum STENDUR I NOKKRA DAGA (áður Innréttingabúðin) GRENSÁSVEGI 13. Símar 83577 og 83430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.