Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 221. tölublaš og Umhorf 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 1977
Vladimir
Bukovsky:
Nýja stjórnarskráin í Sovét-
ríkjunnm jafngildir valdaráni
Á SAMA tíma og Belgrad-
ráðstefnan, sem á a8 fylgjast með
efndum Helsinki-sáttmálans frá
1975, er að hefjast, er Æðsta ráð
Sovétrikjanna i þann mund að lög-
festa nýja sovézka stjórnarskrá.
Hér fer á eftir áskorun Vladimirs
Bukovskys til stjórna þeirra rikja.
sem undirrituðu Helsinki-
sáttmálann, um að þau fordæmi
hina nýju stjórnarskrá, þar sem
hún takmarki enn mannréttindi í
Sovétrikjunum og geri yf irvöldum
hægara um vik að halda aftur af
þeim einstaklingum, sem ekki
vilja sætta sig við yfirlýsta stefnu
Kommúnistaflokksins.
Vladimir Bukovsky var heimilað
að flytja frá Sovétríkjunum um
siðustu áramót. en þá hafði hann
samtals verið 13 ár i fengelsum og
nauðungarvinnu:
Ég lít á það sem skyldu mina að
vekja athygli á þeirri yfirtroðslu
mannréttinda hins almenna borgara
i Sovétrikjunum. sem fólgin er i nýju
sovézku stjórnarskránni Verði hún
staðfest, eins og allt bendir til að
verði, jafngildir það valdaráni
í 2 og 6 grein nýju stjórnarskrár-
innar er afdráttarlaust kveðið á um
alræðisvald   Kommúnistaflokksins
-----sem hvorki hefur öðlazt umboð
frá þjóðinm i kosningum né gerir
kjörnu þingi grein fyrir gerðum sin-
um Því er nú i fyrsta skipti lýst yfir
opinberlega að héðan i frá muni
Kommúnistaflokkurinn taka ákvarð-
anir um „framtiðarþróun þjóðfélags-
ins almennt, svo og utanrikis- og
innanríkismálastefnu Sovétrikjanna i
stórum dráttum".
Samkvæmt 44 grein er öllum
þeim. sem hafa stjórnmálaskoðanir
sem brjóta í bága við yfirlýsta stefnu
Kommúnistaflokksins. skipað utan
laga rikisms Þeir verða hér eftir
útilokaðir frá þeirri grundvallarreglu
að allir borgarar skuli jafnir fyrir
lögum
Enda þótt svo eigi að heita i
þessari sömu grein að sömu lög nái
yfir alla Sovétborgara, hver svo sem
afstaða þeirra til trúmála kann að
vera. er ekkert getið um frelsi til
trúariðkana, þannig að slikar athafn-
ir gætu verið næg ástæða til laga-
legrar útskúfunar.
í 12 grein er kveðið á um eigna-
upptöku ríkisins hjá þeim einstakl-
ingum, sem í samræmi við trúarlega
eða stjórnmálalega sannfæringu
nota eignir sinar eða persónulega
muni í tilgangi, sem skaðað getur
hagsmuni rikisins. samkvæmt skil-
greiningu Kommúnistaflokksins Þá
er skyldunám í kommúniskri hug-
myndafræði i fyrsta skipti lögfest —
sjá 66 grein. Misbrestur á því að
börnum sé veitt þessi fræðsla flokk-
ast undir refsivert athæfi og geta
viðurlög verið þau að börn séu fjar-
lægð af heimilum sínum Um leið er
i 25 grein gert ráð fyrir samræmdri
námsskrá fyrir alla skóla i Sovétrikj-
unum. ekki i þeim yfirlýsta tilgangi
að bæta menntun, heldur til að
..innræta kommúnisma".
Grein 39 sviptir alla þá. sem ekki
eru sammála hinni yfirlýstu, opin-
beru  stefnu,   mannréttindum  og
frelsi, svo framarlega sem athafnir i
þvi sambandi eru taldar brjóta i
bága við hagsmuni hins kommún-
iska þjóðfélags Hótunin, sem felst i
59 grein, er ógnvekjandi. einkum
og sér í lagi vegna þess að sam-
kvæmt henni er hægt að svipta
hvern þann. sem ekki „bregzt heið-
arlega við hinni háleitu köllun
Sovétborgarans", frelsi þvi sem hon-
um á að hafa verið tryggt i stjórnar-
skránni.
í5**-
samtök, sem ekki starfa i samræmi
við grundvallarkenningar kommún-
ismans. og grein 52 leggur öllum
Sovétborgurum á herðar stjórnmála-
legar skyldur
Sovétleiðtogarnir hafa i hyggju að
breyta 62 grein á þann veg, að
túlka megi allt það sem landráð. er á
einhvern hátt dregur úr áhrifamætti
Sovétríkjanna, en við landráðum
liggur   dauðarefsing.   Við   þessa
FSKM
4V........   —^^SSS*SSSk^m^..rm...,Æ^SSSt^^f-.i,
Þessa dagana þingar Æðsta raö Sovétrikjanna, og er fyrirsjáanlegt að
hin nýja stjómarskrá hljóti endanlegt samþykki á þeim vettvangi á
morgun, föstudag. Ágreiningur eða túlkunarmismunur er að heita
óþekkt fyrirbrigði á fundum þeirrar samkundu. og er þvi fyrirsjáanlegt
að i Kreml verði allar hendur á lofti þegar stjórnarskrárfrumvarpið
verður borið undir atkvæði.
í 46 og 47 grein kemur fram. að
störf i þágu visinda. tækni og lista
eru þvi aðeins heimil að þau teljist i
samræmi við tilgang kommúnism-
ans Andstætt alþjóðlegum sáttmál-
um og samningum gera þessar
sömu greinar ráð fyrir þvi að allar
heímildir      um      menntamál,
menningarmál og upplýsingastarf-
semi séu ólöglegar, nema þeirra sé
leitað innan þess ramma sem
Kommúnistaflokkunnn        hefur
ákveðið i sambandi við formleg
millirikjasamskipti
í 51. grein eru bönnuð öll félaga-
breytingu mundu ofsóknir á hendur
þeim, sem senda úr landi upplýsing-
ar um kúgunarstarfsemi i Sovét-
rikjunum. geta magnazt til mikilla
muna.
Þrátt fyrir gerða alþjóðasamninga
útilokar 13 grein stjórnarskrárinnar
ekki að hægt sé að dæma fólk i
þrælkunarvinnu.
Langflest ákvæði, sem hér hefur
veríð bent á, eru nýmæli i stjórnar-
skrá Sovétrikjanna, og enda þótt
þeim hafi í raun verið framfylgt þá
brjóta þau i bága við ákvæði þeirrar
stjórnarskrár, sem verið hefur í gildi
fram að þessu. Slík ákvæði hafa sem
sé ekki verið hluti af stjórnarskrá og
því hefur verið unnt að stofna sam-
tök, sem hafa haft það að markmiði
að berjast gegn brotum á gömlu
stjórnarskránni. en samkvæmt
henni hlutu ofsóknir sovézkra yfir-
valda á hendur baráttumönnum fyrir
mannréttindum að teljast ólöglegar.
Það liggur i augum uppi að
megintilgangur Sovét-leíðtoganna
er að kippa öllum stjórnarskrár-
legum og lagalegum grundvelli fyrir
andófi og frávikum frá hinni opin-
beru stefnu sem mörkuð er af
Kommúnistaflokknum, undan fótum
hins almenna borgara í Sovét. Nýja
stjórnarskrárfrumvarpið     útilokar
með lögum að Sovét-borgarar, sem
eru ekki sannfærðir kommúnistar
geti haldið ríkisborgararétti sínum.
Þar af leiðandi sé ég mig knúinn til
að afsala mér sovézkum rikis-
borgararétti verði stjórnarskrárfrum-
varpið lögfest óbreytt
Þessar ráðstafanir sovézkra stjórn-
valda eru i beinni mótsögn við anda
og skjalfesta niðurstöðu Helsinki-
ráðstefnunnar.
Þótt þvi færi fjarri að mannréttindi
i Sovétrikjunum væru aukin, eins og
Leonid Brezhnev hafði þó heitið i
Helsinki, þá er nú verið að svipta
Sovét-borgarana réttindum, sem
þeir áður höfðu í orði þótt ekki væri
þaðá borði
í nafni þeirra félaga minna, sem
enn eru handan gaddavírsgirðing-
anna og hafa ekki tækifæri til að láta
til sín heyra, beini ég þeirri áskorun
til allra ríkisstjórna, sem undirrituðu
Helsinki-sáttmálann, að fordæma
þetta tilræði Sovét-forystunnar við
mannréttindi þeirra 250 milljóna.
sem búa i Sovétrikjunum.
Nýja stjórnarskráin i Sovét er ekki
aðeins ögrun við þá, sem í Sovét-
rikjunum búa, heldur við öll riki
heims. því að i 28 grein er utan-
ríkisstefna Sovétrikjanna skilgreind
sem verkfæri til íhlutunar í innan
rikismál þjóða „i þágu alheims
sósialismans".
EINHVERN næstu daga hefst
námskeið á vegum íslenzka
íhugunarfélagsins á svo-
nefndu       Transcendental
Meditation Sidhi kerfi eða
innhverf íhugun Sidhi kerfi
eins og það er nefnt á ís-
lenzku og kynntu forráða-
menn félagsins námskeið
þetta fyrir fréttamönnum í
gær. Þeir sem lagt hafa stund
á innhverfa ihugun í V? ár
geta gerzt þátttakendur.
Iðkendur umrædds kerfis eru
sagðir hafa margfalt betri
skynjunarhæfileika,    aukna
Þremenningarnir  hér  hafa  lært  að  hefja  sig  til  flugs  samkvæmt  TM-
Skfhi-kerfinu.
Nýtt námskeið hefst hjá
íslenzka íhugunarfélaginu
sköpunargreind og meiri
samvirkni hugar og líkama.
Einnig eru iðkendur sagðir
færir um að hefja sig til flugs
líkamlega með svonefndri
TM-Sihdi flugæfingu.
Sturla Sighvatsson, formaður ís-
lenzka ihugunarfélagsins. og Sigurð-
ur Aðalsteinsson, ritari félagsins,
sogðu að þeir, sem æft hefðu inn-
hverfa ihugun reglulega i sex mánuði
gætu tekið þátt i námskeiðinu.
Félagið, sem tók til starfa i janúar
1975 hefur aðstöðu til námskeiða-
halds að Hverfisgötu 18 og sögðu
þeir félagar, að alls stunduðu nú um
1200 manns innhverfa íhugun hér-
lendis.
Sturla Sighvatsson, sagði að TM-
Sidhi  kerfið  miðaði  að  þvi  að  ná
algjörri fullkomnun i samvirkni hug-
ar og likama þannig að hægt væri að
uppfylla sérhverja ósk um hreyfingu,
t.d. gætu menn hafið sig til flugs
líkamlega, verið 30—40 cm eða allt
að einum metra i loftinu og hreyfst
áfram um 1—3 metra. Sagðist
Sturla hafa verið á námskeiði i
Sviss, þar sem er háskóli rekinn af
Transcendental Meditation hreyfing-
unni, Maharishi European Research
University. Við þann háskóla hafa
farið fram ýmiss konar rannsóknir og
sagði Sturla m.a. að heilalinurit
segðu að þeir sem stunduðu TM-
Sidhi kerfið gætu náð fullkominni
samvirkni hugar og likama.
Þá sagði Sturla Sighvatsson að
þetta TM-Sidhi kerfi. sem væri að-
eins 3—4 mánaða gamalt ætti án
efa eftir að þróast og væri umrætt
flug aðeins 1. stig þess. Heyrst hefði
um fólk sem gæti gert sig ósýnilegt
og jafnvel hreyft hluti úr stað með
þessari ákveðnu grunnsviðsorku,
sem óllum hreyfingum væri stjórnað
af. Titganginn með innhverfri ihugun
sögðu þeir félagar vera þann að gefa
einstaklingum ráð til að bæta heilsu
sina. auka sköpunargreind og al-
menna velltðan, losna við streitu og i
sambandi við TM-Sidhi-kerfið sagði
Sturla það vera reynslu þeirra er
legðu stund á hana, en það hefur
hann gert á námskeiði i Sviss, að
rrnkil hamingja fylgdi þvi að ná þess-
ari fullkomnu stjórnun. samvirkni
hugar og likama eins og hann orðaði
það. Sturla nefndi að miklar rann-
sóknir færu fram á þessu fyrirbæri
meðal vísindamanna, ekki aðeins við
háskóla hreyfingarinnar, heldur
væru og að hefjast rannsóknir við
Harwardháskó'a i Bandarikjiinum.
Verð ákveðið á rækju og
hörpudiski tíl áramóta
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi
lágmarksverð á rækju frá 1. október til 31. desember 1977.
Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandí                      kr.
a)  180 stk. og færri í kg, hvert kg......................................................134.00
b)  181 til 200 stk. í kg. hvert kg ........................................................125.00
c) 201 til 220 stk. i kg. hvert kg  ........................................................115.00
d) 221 til 240 stk. f kg. hvert kg ........................................................106.00
e) 241 til 260 stk. í kg. hvert kg  ........................................................ 96.00
f) 261 til 280 stk. í kg. hvert kg..........................................................  87.00
g) 281 til 310 stk. í kg. hvert kg ........................................................ 78.00
Verðflokkun byggist á talningu Framleiðslueftirlits sjávarafurða eða
trúnaðarmanns, sem er tilnefndur sameiginlega af kaupenda og selj-
enda. Verðið er miðað við að seljandi skili rækju á flutningstæki við
hlið veiðiskips.
Um þá verðflokkun, sem nú er tekin upp á rækju svo og um
verðhlutföll á milli verðflokka varð samkomulag í Verðlagsráði. Verðið
sjálft var hinsvegar ákveðið- af oddamanni og fulltrúum seljenda í
yfirnefndinni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. í yfirnefndinni áttu
sæti: Gamaliel Sveinsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Ágúst
Einarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Arni Benedikts-
son og Ólafur B. Ólafsson af hálfu kaupenda.
Þá hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins einnig ákveðið eftirfarandi
lágmarksverð á hörpudiski frá I. október til 31. desember 1977.
Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi:                         fcr.
a)  7 ctn á hæð og yfir, hvert kg............................................................32.00
b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg ..........................................................25.00
Verðið er miðað við, að seljendur skili hörpudiski á flutningstæki við
hlið veiðiskips, og skal hörpudiskurinn veginn á bílvog af löggiitum
vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með.
Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Framleiðslueftirlits sjávaraf-
urða og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslustað.
Reykjavík, 4. október 1977.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
lA^*-*.*-'-!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44