Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 221. tölublaš og Umhorf 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 1977
UmHORP
Alyktun
um breyttar
kosninga-
reglur áhuga-
verðastar
ÞAU MAL, sem mér fundust
hvað veigamest á þessu SUS-
þingi voru í fyrsta lagi ályktun
um breyttar kosningareglur.
En hugmyndir ungra sjálfstæð-
ismanna og fleiri varðandi per-
sónufrelsi með valkostum hafa
vakið verðskuldaða athygli að
undanförnu og eru vissulega
stórt skref f þá átt að gera lýð-
ræði virkara hér á landi sagði
Oðinn Sigþórsson úr Borgar-
firði er Morgunblaðið ræddi
við hann á þinginu.
I öðru lagi fannst mér athygl-
isverð ályktun um samdrátt í
ríkisbiískapnum, þar sem mörg
mjög góð atriði koma fram sem
Óðinn Sigþórsson.
gætu orðið til þess að draga úr
ofþenslu efnahagslífsins og vil
ég sérstaklega benda þar á af-
skipti hins opinbera af lánsfjár-
markaðnum og endurmat á op-
inberri þjónustu.
I þriðja lagi fannst mér álykt-
un þingsins um landbúnaðar-
mál mjög athyglisverð. Þar er
að mínu mati drepið öfgalaust á
mörg þau mál sem í brenni-
depli eru og reynt að leita raun-
hæfra lausna á þeim vandamál-
um, sem stafa af framleiðslu
. landbúnaðarafurða.
Hvað varðar stjórnmálavið-
horfin þá hygg ég að efnahags-
málin muni bera hvað hæst.
bað er ekkert vafamál að erfitt
verður að glíma við verðbólg-
una næstu misserín eftir þá
launahækkun, sem hefur átt
sér stað á hinum almenna
vinnumarkaði og þær launa-
hækkanir, sem sigla í kjölfarið
með samningum opinberra
starfsmanna og fleiri aðila. Þá
er ljóst að framleiðsluatvinnu-
vegir þjóðarinnar eiga við veru-
legan vanda að striða þrátt fyr-
ir viss batnandi ytri skijyrði og
eru erfiðleikar fiskvinnslunnar
rökstuddasta dæmið þar um.
Hin mikla aukning erlendra
lána, er varð á tímum vinstri
stjórnarinnar gerir það að verk-
um að gengisfelling er orðið
tvíeggjað vopn í höndum
stjórnvalda og vafasamara að
beita því en áður var. Því er
brýnt að leita nú aðgerða i efna-
hagsmálum sem beinast fyrst
og framst að rótum vandans í
stað þess að einblína stöðugt á
yfirborðslegar leiðir, svo sem
verðstöðvun.
Af áhugaverðum málum
heima i héraði, þá vil ég fyrst
nefna virkjun Kljáfoss. A síð-
asta alþingi var samþykkt
heimild til þessarar virkjunar
og mun virkjunin verða 13
megavött að stærð. Það er mik-
ið hagsmunamál fyrir héraðið
að af þessari virkjun verði sem
allra fyrst. Þá vildi ég að lokum
nefna undirbúning að hitaveitu
fyrir Borgarnes og Akranes frá
Deildartungu og stofniln hey-
kögglaverksmiðju i sambandi
við hana.
„Fjölgun opin-
berra starfs-
manna þýðir
fækkun í fram-
leiðslugreinum
j>
— Athyglisverðasta málið, sem
tekið var fyrir á þesu þingi
voru hin sívaxandi afskipti
ríkisins af einstaklíngnum og
flestum þáttum atvinnulífsins
og þá um leið hin mikla fjölg-
un, sem orðið hefur á opinber-
um starfsmönnum. t flestum
tilvikum er þessi fjölgun
starfsfólks í þjónustugreinum
og dregur þar með vinnuaflið
frá framleiðslunni. Afleiðingin
verður sú að færra fólk fæst til
framleiðslustarfa og leiðir það
einungis til minni framleiðslu
og lakari lífskjara. Þessari þró-
un síðustu ára verður að snúa
við og ég veit að ungt fólk tekur
undir kjörorð okkar „báknið
burt" sagði Anna Kristín
Traustadóttir úr Hafnarfirði,
er hún var spurð, hver hefðu
verið áhugaverðustu mál þings-
ins. Anna er við nám í Verzl-
unarskóla Islands, og var á
þinginu fulltrúi Stefnis, félags
ungra sjálfstæðismanna í Hafn-
arfirði.
— Eitt af því sem skiptir
fólki í pólitíska flokka er skoð-
un fólks á þvi hverjir eigi að
hafa með höndum stjórnun at-
vinnufyrirtækjanna,     sumir
vilja rikisforsjá á sem flestum
'V-mr^*
r,......         . ,„.» Jíj,, ' ,<|
Anna Kristín Traustadóttir.
sviðum og vilja að rikið eigi
atvinnutækin og stjórnun
þeirra sé í höndum pólitiskra
valdhafa. Aðrir aðhyllast
frjálst framtak einstaklingsins
og telja að með þvi fáist heil-
brigð samkeppni þar sem dugn-
aður og hæfileikar fái að njóta
sin og skeri úr um afkomu
manna. Sjálf er ég fylgjandi
síðari kostinum og tel að hann
stuðli að meiri framleiðslu og
sanngjarnari tekjuskiptingu.
— Ungir sjálfstæðismenn
hafa haft forgöngu að undan-
förnu um breytingar á kosn-
ingalögum og kjördæmaskipun.
Þetta snertir okkur sem búum
á Reykjaneskjördæmi mjög,
þar sem atkvæði hér vegur ekki
nema 1 /4 á við Vestf jörðum svo
sem dæmi sé tekið. Við viður-
kennum að vísu sanngirni þess
að í hinum fámennari kjör-
dæmum landsins vegi atkvæði
eitthvað meira en í þeim fjöl-
mennari. En með núverandi
fyrirkomulagi er alltof langt
gengið og úrbóta þörf það má
aldrei henda að fólk telji sig
ekki þurfa að fara á kjörstað
vegna þess hversu atkvæði þess
sé léttvægt, sagði Anna Kristín
að lokum.
„Ríkið er fyrir
fólkið en
ekki fólkið
fyrir ríkið"
— ÞEGAR við ungir sjálf-
stæðismenn hófum baráttuna
fyrir „báknið burt" sögðu þeir
eldri að ungir menn væru rót-
tækir, þeir vildu öllu breyta,
heimtuðu eitt í dag og annað á
morgun. Þetta á við um vinstri
menn en ekki hægri. Ungir
sjálfstæðismenn ftrekuðu enn
á þessu þingi nauðsyn endur-
skipulagningar opinbers bú-
skapar f landinu, draga verður
úr hinum sívaxandi umsvifum
hins opinbera en gefa einstakl-
ingnum tækifæri til að virkja
kraft sinn í þágu sín og þjóðar-
innar. Rfkið er fyrir fólkið en
ekki fólkið fyrir rfkið, sagði
Karl Pálsson, frá Siglufirði er
við ræddum við hann um þing-
ið. Karl starfar við Sparisjóð
Siglufjarðar og var fulltrúi
Njarðar, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Siglufirði á
þinginu.
— Eg fagna drögum að nýj-
um kosningareglum, sem ungir
sjálfstæðismenn, framsóknar-
menn og jafnaðarmenn hafa
lagt fram. Þær stuðla að auknu
og virkara lýðræði en nú er. Af
öðrum athyglisverðum málum
sem um var fjallaö á þinginu
má nefna menningarmál og
málefni kirkjunnar, þó þingið
samþykkti ekki endanlega
ályktun um það mál. Eg fagna
lika inngöngu SUS í DEMYC,
NUU og ÆSÍ. Það er nauðsyn-
legt fyrir okkur að fylgjast vel
með hvernig skoðanabræðrum
okkar erlendis vegnar.
— Á  þinginu  urðu  miklar
M
011 mál
Karl Pálsson.
\
umræður um kaup ríkisins á
Víðishúsinu og ég get tekió í
einu og öllu undir þá ályktun,
sem samþykkt var í því máli.
Ég er algjörlega á móti þeim
kaupum og tel að ráðamenn
geti ekki valsað svona með fjár-
muni okkar skattborgaranna.
Ungír sjálfstæðismenn hafa
löngum barist fyrir nýjungum i
flokksstarfi Sjálfstæðisflokks-
ins og samþykkt þingsins um að
skora á flokkinn að lækka ald-
ursákvæði varðandi þátttöku
félaga sjálfstæðisfélaga í próf-
kjörum flokksins er gleðiefni.
Ef farið verður að þessum
óskum kemur það til með að
auka styrk ungra sjálfstæðis-
manna innan flokksins og sýna
i verki að flokkurinn tekur
mark á skoðunum ungs fólks,
sem kannski er eki of mikið
gert nú, sagði Karl að lokum.
þingsins voru
stórmál"
ÞAU MÁL, sem tekin voru fyr-
ir á þinginu voru öll meira eða
minna stórmál. Það er erfitt að
taka eitt fram yfir annað sagði ,
Rúnar Pálsson Sambandi ungra
sjálfstæðismanna á Austur-
landi er Morgunblaðið ræddi
við hann á þingi SUS í Vest-
mannaeyjum.
Þó vildi ég minnast á ályktun
um byggðamál, sem ég tel vera
mjög vel og hnitmiðað orð. Þar
er m.a. ályktað, að nú verði
mótuð markviss stefna í
byggðamálum til langs tíma og
þau vandamál sem skapast hafa
af stórfelldri byggðaröskun síð-
ustu áratuga verði að leysa sem
eina heild og í nánum tengslum
við þá stefnu, sem mótuð veró-
ur í byggðaþróun.
Þá vil ég nefna álitsgerð um
kjördæmaskipan og kosningar-
rétt, málefni sem ég tel mjög
merkt; þar er m.a. kveðið á um
að lágmarksaldur við prófkjör
Sjálfstæðisflokksins verði eftir-
leiðis 16 ár, í stað 18 áður.
Helstu fréttir frá okkur að
austan eru þær að sjálfstæðis-
stefnan er i miklum uppgangi
þar, sérstaklega eru hinir yngri
mjög virkir. Til marks um það
má t.d. nefna að við starfrækt-
um i vor stjórnmálaskóla sem
er hinn fyrsti utan Reykjavík-
ur. Þar voru þátttakendur 15.
Að lokum vil ég taka það
fram að ég tel það mjög já-
kvæða þróun að halda Lands-
þing SUS úti á landsbyggðinni
eins og gert hefur verið undan-
farin ár, sagði Rúnar að lokum.
Rúnar Pálsson.
huga. að byggðaröskun þ e stórfelldír
fólksflutningar frá einum stað í annan
valda vandamálum á báðum stöðum
3 Að stefna i byggðamálum verður
að hafa þau meginmarkmið, að við-
halda jafnvægi í byggðum landsins.
þ.e. að fólksfjölgun og fjölgun atvinnu-
tækifæra haldist í hendur án alvarlegr-
ar röskunar á svæðaskipan efnahags-
lífsins, og þar með að tryggja hag-
kvæmustu nýtingu hinna náttúrulegu
aðstæðna
Ungir Sjálfstæðismenn geta ekki
fallizt á að handahófskenndar aðgerðir
stjórnvalda á vandamálum lands-
byggðarinnar kallist byggðastefna
Ungir Sjálfstæðismenn telja að nú
sé komið greinilega í Ijós, að sú skoð-
un stjórnvalda. sem náði hámarki á
árum vinstrí stjórnar, að höfuðborgar-
svæðið og landsbyggðin væru tvær
andstaeður, sé röng og beinlínis skað-
leg fyrir þjóðarhag Miklír fólksflutn-
ingar frá einu landssvæði til annars eru
fyrst og fremst sprottnir af atvinnuleg-
um ástæðum, en til langs tima valda
slíkir straumar meiri vandamálum en
þeir leysa þá stundina, er þeir fara
fram Fólksflutningar stafa einnig af
mismunun i félagslegri þjónustu hins
opinbera og i skattheimtu (svo sem
innheimtu söluskatts) Einnig má
benda á að hinar ýmsu atvinnugreinar
njóta heldur ekki sömu skatta- og láns-
kjara
Ungir Sjálfstæðismenn vara við þvi.
að endurskoðun félagslegrar þjónustu
og skattheimtu hins opinbera ásamt
uppbyggingu atvinnulífsins, sem
hlýtur að leiða af mótun stefnu í
byggðaþróun, verði notuð sem tilefni
til útþenslu stjórnsýslunnar.
Dóms- og
lögreglumál:
Lögsagnarum-
dæmin kosti sjálf
og ráði héraðs-
lögreglumenn
Það er skylda lýðræSissinna að
standa vörð um stóla lýðveldisins
Þeir verða að geta starfað án þess að
verSa fyrir aðkasti og sérhver gagn-
rýni verður aS vera studd sterkum
rökum. Af þv! leiSir þó ekki aS ekki
megi ræSa stöSu og hlutverk dóms-
stólanna. Þvert á móti er þeim nauð-
syn á athygli almennings.
Eitt af grundvallaratriðum I stjórn-
skipan lýðræðisþjóðfélags, er að dóm-
stólarnir séu óháðir handhöfum ann-
arra valdþátta ríkisvaldsins við störf
sín Á þetta er lögð áherzla i stjórnar-
skrá lýðveldisins með því að mælt er
fyrir um, að dómendur skuli i embætt-
isverkum sinum einungis fara eftir lög-
unum íslenzkir dómstólar rækja yfir-
leitt þetta hlutverk sitt með prýði Hins
vegar hefur seinagangur dómsmála
vafalaust rýrt traust manna til dóm-
stóla. Hefur nauðsyn hraðrar dóms-
meðferðar aukizt við verðbólguna. Er
brýnt að þegar I stað verði fundnar
leiðir til að hraða meðferð dómsmála,
þó án þess að slikt verði um of á
kostnað öryggis í málsmeðferð Skorar
XXIV þing S.U.S, á dómsmálaráð-
herra, að gera nú þegar ráðstafanir til
úrbóta i þessu efni. Jafnframt béinir
þingið því til fjárveitingavaldsins að sjá
til þess. að fjárskortur verði ekki til
þess að hamla dómstörfum. Útgjöld til
réttargæzlunnar í landinu má siður
skera við nögl, en útgjöld til annarra
málaflokka.
Um leið og XXIV þing S.U.S. hvet-
ur til umbóta i meðferð dómsmála,
tekur þingið fram að það fagnar tillög-
um réttarfarsnefndar um stofnun lög-
réttu
Ekkert  þjóðfélag  stenst  án  réttar-
vörslu. Á árum vinstri stjórnarinnar
voru lögreglumenn gerðir að rikis-
starfsmönnum, en áður höfðu sveitar-
félögin kostað löggæzluna Reynslan
hefur sýnt, að það var stigið rangt spor
með þessari breytingu og er nauðsyn-
legt að færa skipan lögreglumála til
fyrra horfs o.g láta bæjar-, sveita- og
sýslufélög annast löggæzluna Skortur
á löggæslu brennur ætið á þeim sem
hennar fara á mis og þvi rétt og
eðlilegt að þeir sjálfir hafi það á valdi
sinu, hvernig henni sé háttað Er eðli-
legast að tekjuöflun til löggæslu sé
miðuð við íbúafjölda
Eigi að siður er nauðsynlegt að hafa
ríkislögreglu Athuga ber. hvort ekki sé
eðlilegast að slik lögregla sé starfandi
undir sameiginlegri stjórn landhelgis-
gæslu og tollgæslu með ströndum
fram.
Húsnæðismál dómstóla í landinu
eru bágborin. Eins og fyrr er það
hagsmunamál héraðanna að dómhús
séu byggð Er þvi eðlilegt að þau séu
reist á kostnað héraðanna sjálfra
Þingið leggur til:
Að .   lögsagnarumdæmin kosti sjálf
og ráði héraðslögreglumenn
Að   .   sérhvert   lögsagnarumdæmi
kosti byggingu eigin dómhúss.
Þingið hvetur til:
Að. . . Alþingí tryggi dómstólum nægj-
anlegar fjárveitingar til að sinna störf-
um sínum, og viðurkenni forgang fjár-
veitinga til dómstóla fram yfir önnur
verkefni ríkisins
Þingið ályktar þvi.
Að. .   Alþingi  afsali  skatttekjum  til
sveitarfélaga til þess að þau geti kostað
nauðsynlega  löggæslu  og  byggingu
dómhúsa.
Víðishúsið:
Uttekt á húsinu
gerð opinber
Þar sem ýmislegt bendir til, að kaup
rikisins á húsi Trésmiðjunnar Víðis i
Reykjavik verði að teljast i meira lagi
vafasöm ráðstöfun, auk þess sem
það er i ósamræmi við reglur stjórn-
arfars i landinu, að rikisstjórn taki
ákvörðun um stórfelld útgjöld ríkis-
sjóðs, án þess að fyrir liggi sam-
þykki fjárveitingarvaldhafa skorar
XXIV þing S:mbands ungra sjálf-
stæðismanna á ríkisstjórnina að
gera opinberlega grein fyrir þeirri
úttekt, sem kunnugt er að fram fór á
húsinu, þannig að tækifæri gefist til
þess að meta réttmæti þessara húsa-
kaupa.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44