Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 221. tölublaš og Umhorf 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977
Kveikt í póst-
kassa í f jöl-
býlishúsi
SLÖKKVILIÐINU var í gær-
kvtildi tilkynnt, að eldur væri
laus f f jtilbýlishúsi að Huidulandi
9, en í húsinu eru 6 Ibúðir. Var f
fyrstu ekki vitað hvers eðlis var
og þvf mikið lið sent á vettvang.
Fljótlega kom f ljðs að kveikt
hafði verið f póstkassa f anddyri
hússins og lagði mikinn reyk upp
um stigaganginn. Urðu nokkrar
skemmdir á göngum og næstu
íbúðum vegna reyksins, en ekki
af eldinum.
Gripinn
glóðvolgur
BROTIST var inn í leigubíl á
horni Ránargötu og Ægisgötu i
gær og hafði þjófurinn á brott
með sér skjalatösku. I henni voru
vasareiknivél, pappírar og hálf
flaska af romrai. Meðan lögreglan
rannsakaði málið á ránsstaðnum
gekk maður framhjá með tösku
undir hendi. Þekkti leigubílstjór-
inn þar skjalatösku sína og varð
ferð þjófsins með þýfið ekki
lengri. Er hann einn af „kunn-
ingjum" lögreglunnar.
100 lestir af
síld saltaðar
í Grindavík
Grindavfk 3. oktðher
UM 100 lestír af sild bárust hing-
að í dag, þegar Höfrungur 2 og
Fjölnir komu með 50 tonn hvor.
Sfldin fór öll til söltunar.
Einn togbátur, Símon, kom inn
í dag með góðan afla.
(iuðfinnur
Enginn skips-
póstur til
Bandaríkjanna
BANDARISKA póststjórnin hef-
ur tilkynnt, að vegna verkfalls
hafnarverkamanna falli niður af-
greiðsla á skipspósti. Skipspóstur
verður því ekki sendur héðan til
Bandaríkjanna meðan verkfallið
stendur, en flugpóstur verður
með eðlilegum hætti. (Fréttatil-
kynning frá Póst- og símamála-
stjóra).
— Happdrætti
Framhald af bls. 2
litasjónvarpstæki frá Grundig-
verksmiðjunum öll búin full-
kominni fjarstýringu og eitt
þeirra með innbyggðum leik-
tækjum í litum.
Dregið verður í happdrætt-
inu 24. desember n.k. en æski-
legt er að heimsendir miðar
séu greiddir sem fyrst. Verð
hvers miða er 400 kr. (Ur
fréttatilkynningu).
Sænska akademían í Stokk-
hólmi sagði að Nóbelsverðlaun
I hinum ýmsu vísindagreinum
yrðu tilkynnt á þriðjudag i eðl-
is- og efnafræði, læknisfræði-
verðlaunin á fimmtudag og
hagfræðiverðlaunin á föstudag
i næstu viku. Verðlaunin I ár
nema 700 þús. sænskum krón-
um til hvers vinningshafa eða
um það bil 28 millj. íslenzkra
króna.
Nóbelsverðlaunin voru veitt í
fyrsta skipti árið 1901. Þau ti'ð-
indi gerðust við veitingu verð-
launanna á sl. ári að þau voru
öll veitt mönnum frá sama
landi, Bandaríkjunum.
— Schleyer...
Framhald af bls. 44.
neska lögfærðingnum Denis
Payot, sem er milligöngumaður
þeirra og v-þýzkra stjórnvalda í
málinu, og að hann hafi ekkert
heyrt i þeim siðan á mánudag
fyrir viku. Þá höfðu ræningjarnir
hótað að lifláta Schleyer, ef
stjórnin hætti ekki þegar allri leit
að þeim og hætti að reyna að
rekja símtöl til skrifstofu Payots.
I fréttum frá Cherbourg í
Frakklandi segir að franska lög-
reglan leiti nú að tveimur
skemmtisnekkjum við vestur-
strönd Frakklands, sem talið er
hugsanlegt að hafi verið notaðar
af ræningjum Schleyers. Er hér
um að ræða hollenzka og brezka
snekkju, sem ungt fólk tók á leigu
fyrir mánuði. Er talið að það hafi
notað fölsk nöfn. Maður, sem
leigði aðra snekkjuna 4. septem-
ber, hefur nú haft hana 2 vikum
lengur en um var samið. Hin
snekkjan var leigð til viku 11.
september, en hefur ekki verið
skilað.
. ? ¦
— Israelar...
Framhald af bls. 44.
S.Þ. nr. 242 á þá leið að hún þýddi
að Israelar yrðu að draga herlið
sitt til baka til landamæranna í
Miðausturlöndum, eins og þau
voru fyrir 6 daga stríðið 1967.
Einnig sé þar að finna yfirlýsingu
um að Bandarikjamenn muni
ekki beita Israel pólitískum eða
efnahagslegum þrýstingi þótt
stjórn Israels féllist ekki á af-
stöðu Bandarikjastjórnar.
Bandarískir embættismenn
sögðu í kvöld að gert væri ráð
fyrir að nokkrar breytingar yrðu
gerðar á plagginu í meðförum
Israela og Araba, áður en hægt
yrði að ganga frá endanlegu sam-
komulagi, en stjórnir Arabaríkj-
anna og Israels haf a nú tillögurn-
ar til umfjöllunar.
— Nóbels-
verðlaun
Framhald af bls. 44.
og ýmissa mínnihlutahópa. Þar
á meðal var Amnesty Inter-
national sem hefur aðalbæki-
stöðvar í London, bandaríski
gamanleikarinn Jerry Lewis
sem hefur sérstaka sjónvarps-
dagskrá til stuðnings ýmsum
mannúðarmálum, og Lluis
Maria Xirinacs, katalónskur
prestur sem fór margsinnis f
hungurverkfail til að mótmæla
aðgerðum Francostjórnarinnar
á Spáni.
— Indverska
stjórnin...
Framhald af bls. 44.
fylgdi henni út á flugvöll. Lýsti
Gandhi þvi yfir að handtökufyrir-
skipunin væri af pólitískum toga
spunnin, það vissu allir.
Blaðið Statesman, sem gefið er
út í Nýju-Delhi og sem þurfti að
þola miklar ofsóknir Gandhis, er
hún var við völd á Indlandi, sagði
í dag að það hefði verið skynsam-
legra fyrir stjórn Desais að horfa
framhjá „smáafbrotum" Gandhis
því að stjórnmál væru ekki
siðferðissjónarspil. Blaðið Indian
Express sagði að ef þeir, sem sáu
um að útbúa og láta framkvæma
handtökuskipunina á hendur
Gandhi, hefðu haft í hyggju að fá
henní það vopn í hendur að geta
hrópað „pólitískar hefndarað-
gerðir", bæri að hrósa þeim, þvi
að þeim hefði farizt það verk úr
hendi eins og bezt hefði verið á
kosið. Sagði blaðið einnig að hin-
ar frámunalega klaufalegu
aðgerðir stjórnvalda í máli
Gandhis renndu stoðum undir þá
kenningu að þau væru að reyna
að hylma yfir getu- og aðgerðar-
leysi sitt i að reyna að leysa efna-
hagsvandamál landsins. Hefði
stjórnin ekkert gert þá séx mán-
uði, sem hún hefur verið við völd,
sem hún gæti státað sig af.
Stjórnmálafréttaritarar i Nýju-
Delhi telja líklegt að frú Gandhi
verði leidd fyrir rétt siðar til að
svara ákærum um spillingu og
valdamisnotkun, en verði hún sek
fundin eigi hún yfir höfði sér
2—7 ára fangelsisdóm. 4 af fyrr-
verandi ráðherrum úr stjórn
Gandhis, sem einnig voru hand-
teknir með henni, hafa verið látn-
ir lausir, skilyrðislaust eða gegn
tryggingu. Frú Gandhi er m.a.
gefið að sök að hafa knúið fyrir-
tæki í kjördæmi hennar til að láta
i té 104 jeppabifreiðir til að nota í
sfðustu kosningabaráttu og að
hafa tekið tilboði fransks olíu-
borunarfyrirtækis, sem var fjór-
falt hærra en tilboð bandarísks
fyrirtækis.
Frú Gandhi, sem var forsætis-
ráðherra Indlands í 11 ár, þar til í
marz s.l., hóf i dag þriggja daga
ferðalag til fundahalda í heima-
fylki Desai Morais forsætisráð-
herra, Gujarat.
— Lömb drepast
Framhald af bls. 2
inguna þegar lömbin koma inn á
tún. Það bar líka talsvert á þessu i
fyrra, en nú virðist þetta vera að
ágerast og er orðið mun útbreidd-
ara. Við höfum fengið bóluefni
við þessu, en það hefur ekkert
gagnað enn sem komið er, sagði
Jóhannes Sigfússon að lokum.
— Úrskurður
Framhald af bls. 44.
ljós, að afleiðingar verkfallsins
hefðu I för með-sér tilefni til
breytinga á fyrri ákvörðunum
hennar, myndi nefndin endur-
skoða þær. Er Morgunblaðið bað
Helga um að nefna hugsanlegt
dæmi um slík breytt viðhorf,
nefndi hann, að ef til vill yrði
ekki eins mikil þörf fyrir lög-
gæzlu, er áfengisútsölur hefðu
verið lokaðar i viku vegna verk-
falls, og kæmi þá fyllilega til at-
hugunar hvort ekki mætti fækka
fólki, sem annaðist löggæzlu.
— Fasteignir
Framhald af bls. 44.
eftir kjarasamningana í sumar.
Fram eftir ári hefði sala f asteigna
verið treg, en nú væri mjög að
Iifna yfir þessum viðskiptum,
bæði framboð og eftirspurn ykj-
ust.
Ragnar Tómasson hjá Fast-
eignaþjónustunni taldi að hækk-
unin í ár næmi ekki nema
10—15%. Sagði Ragnar að sumar-
ið hefði verið gott og að sala hefði
aukizt mjög eftir samningana í
sumar. Nú væri hins vegar meiri
óvissa hjá fólki og jafnvel aukin
svartsýni um þróunina í efna-
hagsmálum og varðandi kjara-
deilu BSRB. Héldi fólk greinilega
að sér höndum og framboð væri
meira þessa stundina en eftir-
spurn.
Sverrir Kristinsson hjá Eigna-
miðluninni tjáði Morgunblaðinu í
gær að hækkunin á árinu væri á
bilinu frá 20—25%, en það væri
þó breytilegt. Sagði Sverrir að
þær hækkanir, sem hann hefði
búizt við í kjölfar kjarasamning-
anna, hefðu enn ekki komið og nú
væri að hans mati gott verð á
fasteignum. Undanfarið hefði
lifnað verulega yfir markaðnum
og væri staðan nú sú að framboð
væri jafnvel meira en eftirspurn.
. » »----------
— Þetta er
allt í lagi
Framhald af bls. 25
inu. Hinn 11 febrúar var Sigurbjörn
Eirfksson veitingamaður einnig hand-
tekinn. Allir þessir menn sátu i gæzlu-
varðhaldi til 9. mal að þeim var sleppt.
Lýstu þeir stöðugt yfir sakleysi slnu og
við ftarlegar rannsóknir sannaðist
ekkert það á mennina sem tengdi þá
Geírfinnsmálinu.
Þau Sævar. Kristján og Erla nefndu
umrædda menn ! vitnaleiðslum alveg
fram á haust 1976 en þar að kom að
þau hættu að nefna þá en fóru þess i
stað að nefna nafn Guðjóns Skarp-
héðinssonar, en handtaka hans varð
öðru fremur til þess að skriður komst á
rannsóknina. Guðjón skýrði snemma
frá þvf, að hann hefði vitað allan tim-
ann að mennirnir voru saklausir. Kom
brátt hið sanna i Ijós við yfirheyrslur
yfir hinum ákærðu. Viðurkenndu þau
öll fjögur, Sævar. Erla, Guðjón og
Kristján Viðar, að hafa hitzt heima hjá
Kristjáni á Grettisgötunni. líklega i júni
1 975 og sammælzt þar um að bendla
þessa fjóra menn við málið ef þau yrðu
handtekin. Sævar mun hafa átt
uppástunguna að þvi að nefna Klúbb-
mennina Sigurbjörn og Magnús þar
sem hann hafði upphaflega kynnt sig
sem Magnús Leópoldsson. Erla stakk
siðan upp á því að blanda hálfbróður
slnum, Einari Bollasyni, i málið og
ennfremur Valdimari Olsen. sem hún
taldi tengdan Klúbbnum. Er af ákæru-
valdsins hálfu litið einkar alvarlega á
þetta „samvizkulausa" athæfi. eins og
saksóknarinn Bragi Steinarsson nefndi
það í sóknarræðu sinni.
Mál sem hafa sérstöSu
Það er augljóst, eftir að hafa hlustað
á málflutning saksóknarans Braga
Steinarssonar i Guðmundar- og Geir-
finnsmálunum, að hér eru á ferðinni
mjög sérstök mál. Ungmenni eru
sökuð um hina alvarlegustu glæpi. tvö
manndráp. meinsærí, sem er afar
fátitt, og nokkur önnur alvarleg afbrot.
Bæði manndrápsmálin hafa mikla sér-
stöðu, langur timi leið frá því hin
memtu afbrot voru framin þar til upp
komst um þau. sönnunargögn hafa
nánast engin fundizt og lik beggja
mannanna eru ófundin Ákæruvaldið
hefur því orðið að byggja ákæruna á
itarlegum framburði sakborninga um
sakarefnið, framburði, sem sak-
borningarnir hafa siðan dregið alger-
lega til baka í báðum málunum. Sak-
sóknarinn hefur þvi I málflutningi
sínum leitazt við að tina til öll þau
atriði. sem renna stoðum undir fyrri
framburð sakborninganna. Hefur hann
nefnt mjög margt I sóknarræðu sinni til
að undirbyggja ákæruna. Skulu hér
aðeíns fá dæmi nefnd. í Guðmundar-
málinu vitnisburð stúlkna. sem sáu
Guðmund Einarsson á gangi með
manni. sem þær telja eftir á líklegt að
hafi verið Kristján Viðar. nóttina sem
Guðmundur lét lifið, vitnisburð Alberts
Klahn Skaftasonar, sem hann hefur
staðið við enn þann dag I dag um
ferðina til Hafnarfjarðar, árásina á Guð-
mund og likflutningana um nóttina,
vitnisburð Gunnars Jónssonar um för-
ina til Hafnarfjarðar og upphaf átak-
anna á Hamarsbraut 11 i Hafnarfirði. i
Geirfinnsmálinu má nefna framburð
vitna í Keflavik, vitnisburð Sigurðar
Óttars Hreinssonar, sem ók til Keflavfk-
ur að beíðni Kristjáns Viðars kvöldið,
sem Geirfinni var ráðinn bani, vitnis-
burð bilstjóra. sem óku Erlu til Reykja-
vikur morguninn eftir, framburð sam-
starfsstúlku Erlu, en Erla skýrði henni
frá raunum sfnum umrædda nótt, þeg-
ar hún dvaldí i skúr á athafnasvæði
Oráttarbrautarinnar i Keflavík. fram-
burð pilts, sem bjó f sama húsi og
Kristján og hann skýrði frá þvi, að
hann væri að fara til spirakaupa um-
ræn kvöld og loks framburð kvik-
myndagerðarmanns nokkurs, sem hitti
Sævar að kvöldi 19. nóvember og
Sævar sagði honum að hann væri að
fara til Keflavikur Saksóknarinn hefur
lokið máli sinu f bili og hér i blaðinu
hefur verið leitazt við að endursegja
það helzta. sem fram hefur komið f
ræðu hans Nú er röðin komin að
verjendum málsins og vafalaust hafa
þeir sitthvað við málið að athuga.
Það er einkennileg reynsla að sitja
nærri sakborningum málsins, Kristjáni,
Sævari og Tryggva Rúnari, við réttar-
höldin í sakadómi Reykjavikur, þar
sem þuldar eru upp hinar hroðalegustu
lýsingar á þeim meintu afbrotum, sem
þeir eru sakaðir um Yfirleitt er ekki
hægt að merkja nein svipbrigði á Sæv-
ari og Tryggva Rúnari. þeir eru frjáls-
legir ! fasi og virðast óþvingaðir, en
hins vegar virðist Kristján á stundum
nokkuð taugaóstyrkur undir hinum
ógeðfelldu lýsingum af manndrápum,
sem alloft bregður fyrir f máli Braga
Steinarssonar — SS.
...
-— Verjandi
Kristjáns
Framhald af bls. 25
eins vinnufélaga Geirfinns Einarssonar
á Sigöldu, en þar starfaði hann um
tima. Það hefði verið á árinu 1973,
sennilega f október, að hann sá Geir-
finn á tali við tvo menn, sem vinnu-
félaginn þekkti ekki, i borðsalnum eftir
vinnutíma. Siðan heyrði hann á tal
Geirfinns og annars starfsmann á Sig-
öldu. þar sem þeir ræddu um háar
fjárhæðir og eitthvað á þá leið, að það
væri eitthvað sem Geirfinnur ætti að
halda leyndu. Þessar umræður hefðu
verið í tengslum við komu þessara
ókunnu manna
Verjandinn benti ennfremur á það,
að þrátt fyrir leit að líkinu hefði það
ekki fundi/t á þeim stöðum sem sak-
borningarnir hefðu sagt það vera.
Manndráp af gáleysi?
Verjandinn lagði siðan á það
áherzlu, að þegar um refsingu fyrir
manndráp af yfirlögðu ráði væri að
ræða, yrði að gera mjög strangar sönn-
unarkröfur Þrátt fyrir þær umræður,
sem eiga að hafa átt sér stað á leið
þeirra sakborninganna til Keflavíkur,
hefði ekkert komið fram um það, að
Kristján Viðar hefði lagt þar eitthvað til
málanna. Ef ásetningur hefur verið
fyrir hendi um manndráp þá hefði
hann ekki myndazt fyrr en á síðara stigi
atburðanna. Ennfremur sagði verjand-
inn það Ijóst, að enginn ásetningur
hefði verið fyrir hendi um manndráp
varðandi verknaðinn á Hamarsbraut
1 1 sem sakborníngarnir játuðu á sig
áður. Vildi hann þvi visa á 215 gr.
hegningarlaganna um manndráp af gá-
leysi um bæði ákæruatriðin, ef dómur-
inn skyldi komast að þeirri niðurstöðu
að sakborningarnir væru sekir um
þessa verknaði.
Rangar sakargiftir
Varðandi ákæruna gegn Kristjáni
Viðari um rangar sakargiftir á aðilana
fjóra tiltók verjandinn eftirfarandí
atriði.
Kristjáni hefði verið neitað um að
hafa réttargæzlumann sinn viðstaddan
yfirheyrslur og rénargæzlumanninum
hefði jafnvel verið neitað um að vera
viðstaddur er hann fór fram á það
sjálfur, á þeim grundvelli að i Geir-
finnsmálinu væri Kristján aðeins vitni.
Framburður Sævars Marfnós og Erlu
Bolladóttur um sekt þessara aðila hefði
verið lesinn fyrir Kristján Viðar og
hann skrifað undir. Á sfðara stigi hefði
Kristján viljað draga þessa viðurkenn-
ingu til baka, en honum var þá sagt
„að standa við sitt". Á þessu timabili
hefði Kristján verið mjög ruglaður og
undir mikilli andlegri pressu. I fyrstu
yfirheyrslunum hefði hann þannig ver-
íð sljór sökum undanfarins Iffernis
sins. Allur framburður sakborninganna
hefði verið ósamræmdur og þvf ekki
hægt að sjá að þeir hefðu sammælzt
um að skýra svo ranglega frá og kasta
sekt á aðra saklausa menn.
Á meðan á gæzluvarðhaldsvist
þeirra stðð hefðu sakborningarnir ekki
fengið svefnfrið um nætur, að sögn
Kristjáns og Sævars. sökum gaura-
gangs og tíllitsleysis lögreglumanna á
næturvakt i fangelsinu. Einnig hefðu
fangaverðírnir komið ruddalega fram
við þá á allan hátt.
Kristján Viðar var fyrst settur i geð-
rannsókn I aprll 1976. 2 marz 1976
tók hann aftur framburð sinn um sekt
hinna fjögurra aðila, en endurtók þann
framburð aftur s!ðar. og kvaðst þá
sjálfur jafnvel hafa verið farinn að trúa
þv! að þeir væru sekir.
Verjandinn benti ! þessu sambandi á
ákvæði hegningarlaga um rangan
framburð sökunauts ! opinberu máli,
þar sem þess er getið að það sé
refsilaust, visaði hann til þessa vegna
varakröfu sinnar, ef dómurinn kæmist
að þeirri niðurstöðu að skaborningarnir
væru sekir um dráp Geirfinns.
NiðurstöSur geSrannsóknar
Undir lokin ! varnarræðu sinni sagði
verjandinn frá niðurstöðum geðrann-
sóknarinnar, sem Lárus Helgason, yfir-
læknir á Kleppsspitalanum gerði á
Kristjáni Viðari [ skýrslunni segir m.a
að Kristján sé sakhæfur i almennum
skilningi. Hann þjáist af drykkjusýki og
sé illa farinn af ofneyzlu fiknilyfja.
Hegðun hans sé andfélagsleg og að
hann sé tilfinningalega vanþroskaður.
I framhaldi af þessu sagði verjand-
inn, að erfitt væri að dæma um sak-
hæfi hans á þeim tima um þá verknaði
sem hann hefur sagzt hafa átt þátt f að
fremja og þannig orðið valdur að
dauða Guðmundar Einarssonar og
Geirfinns Einarssonar, þar sem Kristján
hefði að sögn sakborninganna í bæði
skiptin verið undir áhrifum lyfja og
áfengis.
Fyrri brot hefSu ekki ítrekun-
aráhrif á refsingu
Verjandinn tók það fram, að fyrri
brot á ferli Kristjáns hefðu ekki Itrekun-
aráhrif á þau brot sem hann nú er
ákærður fyrír, þar sem hann hefði ekki
verið orðinn fullra 18 ára, er hann
framdi þau.
Þegar verjandinn, Páll A. Pálsson,
lauk ræðu sinni, lagði hann eins og
áður segir málið i dóm með fyrirvara '
Þessi varnarræða verjandans stóð f
um 3 klukkutima, og voru þrir sak-
borninganna viðstaddir, þeir Kristján
Viðar, Sævar Ciesielski og Tryggvi
Rúnar Leifsson.
Málflutningnum verður haldið áfram
i dag og verður það væntanlega verj-
andi Sævars Ciesielski, Jón Oddsson,
hrl., sem verður næstur með varnar-
ræðu sina.               Á.J.R.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44