Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977
100 millj. greiddar út í gær
MIKIL ös var hjá Trygginga-
stofnun ríkisins í gær, þegar
þar var byrjað að borga út líf-
eyrinn til lífeyrisþega vegna
yfirvofandi verkfalls. Að því er
Sigurður Ingimundarson, for-
stjóri Tryggingastofnunarinn-
ar, sagði f samtaii við VIiii.,
voru f gær um 100 millj. króna
borgaðar út hjá stofnuninni.
Um 60% heildarlifeyns-
greiðslnanna fara til lífeyns-
þega um bankana en um 40%
eru  sóttar til  stofnunarinnar.
Aö sögn Sigurðar nemur fjár-
hæðin, sem greidd var út í
kringum síðustu mánaðamót í
Reykjavík um 608 milljónum
króna. Samtals eru það þvi um
240 milljónir króna sem sóttar
eru beint í bækistöðvar Trygg-
ingastofnunarinnar í Reykjavík
og þar af var upp undir helm-
ingurinn sóttur á fyrsta degi
útborgunar, eins og áður er get-
ið, en afgangurinn verður
væntanlega sóttur á mánudag
sem eru síðustu forvöð áður en
verkfall BSRB skellur á.
Sjómannasamning-
ar á Vestfjörðum
Kauptrygging röskar 150 þúsund kr.
SAMNINGAR  milli  Al- i
þýðusambands  Vestfjarða
og     Útvegsmannafélags
Vestfjarða um kaup og
kjör vestfirzkra sjómanna
voru undirritaðir á mánu-
daginn. Að sögn Péturs
Sigurðssonar, forseta Al-
þýðusambands Vestfjarða,
er kauptryggingin sam-
kvæmt nýju samningunum
röskar 150 þúsund krónur
á mánuði.
Pétur sagði, að kjör vest-
firzkra sjómanna hefðu
alltaf verið töluvert betri
en sjómanna annars staðar
á landinu, en undanfarin
ár hefði bilið minnkað frá
því sem var 1970. Með nýju
samningunum hefði aftur
fengizt sami mismunur og
var 1970 og er kauptrygg-
ingin sem fyrr segir rösk
150 þúsund á mánuði, en
annars staðar var samið
um tæplega 140 þúsund
krónur.
Bilbugurinn á Gligoric
eykur líkurnar á ein-
ingu um kjör Friðriks
— segir Einar S. Einarsson, forseti SI
„ÞESSI bilbugur, scm nú er kominn á Gligoric, hefur f för með sér
auknar líkur á þvl, að eining verði um kjör Friðriks," sagði Einar S.
Einarsson, forseti Skáksambands Islands, er Mbl. ræddi við hann i
gær, en eins og Mbl. skýrði frá, sagði Gligoric I samtali við blaðið að
hann thugaði að draga til baka framboð sitt til forsetaembættis FIDE.
„Það kemur fram í orðum
Gligoric, að framboð hans er
ákvörðun   skáksambandsins   í
Júgóslavíu gegn vilja hans sjálfs
og tekur það undir þær raddir,
sem fram hafa komið um, að ekki
væri hægt að líta á hann sem
sjálfstæðan frambjóðanda og þá
ekki sjálfstæðan forseta FIDE,"
sagði Einar ennfremur. „Sovét-
menn hafa lýst því yfir, að þeir
vilji.að höfuðstöðvar FIDE verði
áfram í Evrópu, þannig að dragi
Gligoric framboð sitt til baka,
stendur Friðrik einn eftir sem
frambjóðandi frá Evrópu, nema
fleiri framboð eigi eftir að koma
fram, en líkur á þvi minnka stöð-
ugt eftir þvi sem á líður."
A sunnudag fara þeir Einar og
Gisli Árnason, gjaldkeri 81, til
Garacas, þar sem þcir sitja mið-
stjórnarfund FIDE og fundi i
laganefnd og réttarnefnd sam-
bandsins. Ferðin verður notuð til
Varðarráð-
stefna um
skóla- og
menntamál
i DAG kl. 2 efnir LandsmilafélagiS
VörSur. Samband félaga sjalfstæðis-
manna I hverfum Reykjavlkur. til
ráBstefnu um skóla- og menntamál.
VerBur ráostef nan haldin í Valhöll,
Hialeitisbraut 1. kjallara.
A ráðstefnunni verður fjallað un ein-
staka þætli skóla- og menntamála og
verða fluttar fjórar framsöguræður en
siðan fara fram frjálsar umræður og
fyrirspurnir
Framsögumenn verða þau Davíð
Oddson, borgarfulltrúi. Elin Ólafsdótt-
ir, kennari, Hannes Gíssurarson, há-
skólanemi og Ragnar Júliusson, borg-
arfulltrúi, formaður fræðsluráðs
Reykjavikur Ráðsiefnustjón verður
Edgar Guðmundsson. verkfræðingur.
Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki
um skóla- og menntamál Á ráðstefn-
unni verða kaffiveitingar á boðstólum
að athuga möguleikana á að
heimsmeistaraeinvígið fari fram
hér á landi og vinna að framboði
Friðriks Ólafssonar, en S.í. hefur
gefið út bækling til kynningar á
framboðinu. Auk þess sem fram-
boð Friðriks er þar kynnt, er
skýrt frá sigri Jóns L. Árnasonar
á heimsmeistaramóti unglinga
undir 17 ára aldri og loks er skýrt
frá gjöf þeirri, er Sl færði dr.
Euwe, forseta FIDE, á 75 ára
afmæli hans, en gjöfin var
gabbrósteinn með minnispeningi
þeim, er S.I. gaf út með mynd af
Friðriki Ölafssyni.
Lofsöngur
fluttur í Háteigskirkju
A TÓNLEIKUM í Háteigs-
kirkju sunnudaginn 9. okt.
kl. 5 verður frumflutt nýtt
tónverk eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Heitir það Lof-
söngur 1977 og er samið
fyrir kór, einsöngvara og
1.500 félagar BHM
f ara ekki í verkf all
BANDALAG háskólamanna hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar
sem segir að flest bendi nú til þess að til verkfalls opinberra
starfsmanna innan BSRB muni koma næstkomandi þriðjudag. Rfkis-
starfsmenn innan BHM hafi hins vegar ekki fengið verkfallsrétt og
eru launamál þeirra nú til meðferðar hjá Kjaradómi. Þvf munu um
1.500 rfkisstarfsmenn innan BHM starfa áfram á meðan ríkisstarfs-
menn og bæjarstarfsmenn innan BSRB verða f verkfalli.
hljómsveit. Stjórnandi er
Marteinn Hunger Friðriks-
son. Einnig verður flutt
verk eftir Mendelssohn.
Það er Kirkjukór Háteigskirkju
sem heldur tónleikana. Verkið
Lofsöngur er samið fyrir kór, 4
einsöngvara og 10 manna hljóm-
sveit. Sigurður Björnsson óperu-
söngvari fer með stærsta ein-
söngshlutverkið, en auk hans
syngja einsöng þau Guðfinna D.
Ólafsdóttir, Rut Magnússon og
Halldór Vilhelmson. Félagar úr
sinfóníuhljómsveit íslands skipa
hljómsveitina og stjórnandi er
Marteinn Hunger Friðriksson. 1
tónverki sem flutt verður eftir
Mendelssohn mun Elín Sigurvins-
dóttir syngja einsöng með kórn-
um.
Yfirheyrslur
hafnar hjá
verðlagsdómi
YFIRHEYRSLUR vegna stefnu
verðlagsstjóra á hendur Sam-
bandi málm- og skipasmiðja og
Rafiðnaðarsambandi     Islands
vegna útseldrar vinnu eru nú
hafnar hjá verðlagsdómi.
Verðlagsdóminn skipa Sverrir
Einarsson sakadómari og Gunnar
Eydal lögfræðingur. í Reykjavik
er sakadómari formaður verðlags-
dóms og meðdómari er skipaður
af dómsmálaráðherra að fengnum
tillögum nefndar, sem ASÍ, BSRB
og Stéttarsamband bænda til-
nefna fulltrúa í.
Frá verðlagsdómi mun málið
svo ganga til saksóknara rikissins,
sem tekur ákvörðun um málshöfð-
un.
» » >-------------
Hjúkrunarfræð-
ingar mótmæla
ákvörðun kjara-
deilunefndar
STJÓRN og trúnaðarráð Hjúkr-
unarfélags íslands hefur I frétta-
tilkynningu sem borizt hefur
Morgunblaðinu bent á að með úr-
skurði kjaradcilunefndar frá 3.
október sfðastliðnum sé brotin 26.
grein laganna um kjarasamninga
BSRB, en þar segi að „kjaradeilu-
nefnd ákveður hvaða einstakir
menn skuli vinna I verkfalli."
Stjórn og trúnaðarráð Hjúkr-
unarfélagsins mótmælir þvi harð-
lega úrskurði kjaradeilunefndár,
þar sem hjúkrunarfræðingum er
meinuð þátttaka í verkfallsað-
gerðum Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, og hefur þar með
virt að vettugi mjög ábyrga verk-
fallsáætlun Hjúkrunarfélags ís-
lands.
Eldur í hlöðu
Akureyri 7. október. Eldur kom upp
i hlöðu á Jórunnarstöðum i Saurbæjar-
hreppi um sjöleytið i kvöld. Slökkvi-
liðsbill fór ásamt slökkviliðsmönnum
frá Akureyri og mun þeim hafa tekizt
að slökkva á stuttum tima Fregnir af
heybruna þessum eru mjög ósljósar i
kvöld, en talið er að eldurinn hafi verið
minni en búizt var við fyrr i kvöld.
—Sv.P.
i fréttatilkynningunni eru
siðan taldar upp ástæður þess, að
BHM hafi ekki talið sér fært að
þiggja sambærilegan verkfalls-
rétt og BSRB. Ástæðurnar eru:
1.  Verulega stærri hluti há-
skólamanna hefðu ekki verkfalls-
rétt skv. slíkum lögum en hjá
BSRB. Má þar nefna lækna,
dómara, presta, dýralækna.
2. Langur samningstfmi (2 ár)
án endurskoðunar. Sbr. kröfur
BSRB um endurskoðunarrétt,
sem ekki er gert ráð fyrir í
lögunum.
3. Auk þess var jafnframt laga-
setningunni fyrirhuguð veruleg
skerðing á lffeyrissjóði opinberra
starfsmanna.
Fjármálaráðherra beitti sér
fyrir þvf að gerð var könnun á
kjörum á almennum vinnumark-
aði annars vegar og ríkisstarfs-
man'na hins vegar. Niðurstöður
þessarar könnunar sýndu að veru-
legur munur er á kjörum þessara
hópa, á þetta ekki sfst við um
miðbik og efri hluta launastigans.
Rikisstarfsmenn væntu þess, að
þessi niðurstaða yrði til þess að
þessi munur yrði leiðréttur f þeim
samningum, sem nú standa yfir.
Tilboð f jármálaráðherra til BSRB
og BHM bera þess þó engin
merki, að hið opinbera hyggist
fara eftir niðurstöðum könnunar-
innar, og er það megin ástæða
fyrir því, að ekki hafa náðst
samningar við BHM og BSRB.
Mjög hefur borið á því að und-
anförnu í fréttum, að saman-
burður við frjálsum vinnumarkað
sýni, að mest þurfi að hækka
lægstu laun svo og miðbik launa-
stiga opinberra starfsmanna sbr.
könnun Hagstofu Islands. t þessu
sambandi má benda á, að jafnvel
enn meiri munur er á launum
margra     háskólamanna     á
almennum vinnumarkaði og hjá
hinu opinbera. Auðvelt er hins
vegar að finna önnur rök fyrir
þvi, að lægstu laun þurfi að
hækka verulega.
Þá segir loks í fréttatil-
Framhald á bls. 23
Sætún opnað að Steintúni
HLUTI Sætúns, frá Kringlumýrarbraut að Steintúni, hefur nú verið
malbikaður og opnaður fyrir umferð. Að sögn Ólafs Guðmundssonar,
starfsmanns borgarverkfræðings, verður kaflinn frá Steintúni að
Skúlatorgi væntanlega malbikaður í næstu viku og verður lýsing sett
upp við götuna fyrir veturinn. Þá verður aðeins síðasti spölurinn að
Laugarnesvegi ómalbikaður, en Úlafur sagði ólfklegt að það yrði gert
fyrr en á næsta ári, þar sem ekki væri búið að ganga frá samningum
við eiganda Laugamýrarbletts.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40