Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977
Eftir Magnús Finnsson
„FLOKKURINN er heilinn og
eigandi lífs ykkar!" stóð á stórum
boröa rétt utan við Kremlmúrana,
tilvitnun i Lenin, guðinn, sem alls
staðar er, utan dyra og innanhúss,
ýmist steyptur í brons eða höggv-
inn í marmara, steingervingur
kommúnismans. í öllum þeim
borgum, sem við komum til, er
Lenintorg eða Leningata. Á ein-
um stað var og verið að sandblása
guðinn, sem líklegast hefur verið
of óhreinn, enda er mengun i
Sovétríkjunum svo mikil, að varla
er unnt að taka yfirlitsmyndir í
borgum. í hitasvækjunni í Yere-
van og Tibilissi tók maður gjarn-
an vasaklút og þurrkaði af enni
sér. Vasaklúturinn varð svartur
eftir, svo mikil var mengunin.
En þessi tilvitnun, sem er upp-
haf þessarar greinar og var raun-
ar fyrirsögn fyrstu greinarinnar
um    Rússlandsförina,    lýsir
kannski bezt inntaki þeirrar þjóð-
lífsstefnu, sem Marx boðaði.
Hann vildi breyta og bæta þjóðfé-
lagið sjálft án tillits til þess, hvað
yrði um einslaklinginn sjálfan.
Þetta vildi einnig annar maður
gera, Bretinn John Stuart Mill,
sem reit bókina „On Liberty" eða
Frelsið. En Stuart Mill vildi fara
aðrar  leiðir  til  þess  að  breyta
ir. Það væri lesandans að hugsa
sitt. Hins vegar kvaðst ég geta
sagt, hvað mér byggi i brjósti und-
ir eigin nafni i greinum. í skoðun-
um og lífsviðhorfum milli þessara
manna og min fannst mér vera
heilf ginnungagap.
Mat á stöðu manna er einnig
allt annað en gerist á Vesturlönd-
um. Verkamaður hefur í laun, að
þvi er mér var tjáð, frá 150 til 170
rúblna. Hins vegar hefur læknir
aðeins um 70 til 100 rúblur á
mánuði. Skráð gengi rúblunnar
er 270 krónur, en hins vegar er
hægt að fá rúblu í erlendum
bönkum fyrir mun minna verð
eða um 50 krónur íslenzkar. Þeg-
ar ég spurði hvers vegna læknar
hefðu ekki meiri laun — var svar-
ið: þeir vinna ekki við skapandi
framleiðslustörf. Siðan frélti ég,
að blaðamenn og frétlamenn, svo
og kvikmyndatökumenn og hljóð-
menn sjónvarps hefðu 400 rúblur.
Þetta fannst mér bæði eðlilegt og
sjálfsagt, að menn í þessum störf-
um hefðu há og mikil laun, en
mér fannst samt skrítið hlutfallið
við aðra — blaðamenn með fjór-
föld læknislaun. Hvernig gat það
verið? Svarið við því var ofur
eðlilegt — þeir eru menn, sem
hafa  áhrif  á  skoðanamyndun
Alls staSar eru styttur af Lenin
LENIN
ER ALLS STAÐAR
NÁLÆ GUR
þjóðfélaginu og auka um leið
frelsi einstaklingsins. Hér er um
tvær hugmyndafræðilegar stefn-
ur að ræða og það er grundvallar-
mismunur þessara tveggja lífs-
.skoðana, sem skilur þessi tvö
þjöðfélagsform, það sem Islend-
ingar búa við og sovétskipulagið.
Ég gerði t.d. tilraun til þess að
ræða við biaðamenn um blaða-
mennsku, en ég efast um að þeir
hafi skilið hvað ég var að tala um.
Þessir menn þekktu ekki og vissu
ekki um tilvist John Stuart Mill,
sem boðaði að allir menn mættu
segja það sem þeim byggi i
brjósti. ÖIl hugsun þessara
manna hefur aðeins eina stefnu
og það er að boða stefnu Flokks-
ins. Ég sagði þeim að ég gæti ekki
i fréttum lagt mat mitt á hluti, ég
gæti aðeins farið með staðreynd-
fólks, áróðursmeistarar flokksins
og flokksvélarinnar, svo einfalt
var það.
Nú en annan dag heimsóknar
forsætisráðherra íslands var árla
morguns skoðað demantasafnið í
Kreml. Innan dyra þess er bannað
að taka myndir og urðum við að
skilja ljósmyndavélar okkar eftir
áður en við gengjum í helgidóm
dýrgripa zaranna og hinna nýju
Kremlherra. Demantasafninu er
skipt í tvær deildir. Annars vegar
eru gersemar horfinna höfðingja,
en hins vegar stórir og dýrmætir
steinar, sem fundizt hafa í nám-
um Sovétrikjanna. I deild krún-
unnar rússnesku er t.d. krýning-
arkóróna Katrínar miklu, alsett
gimsteinum og þar eru og
demants eyrnalokkar zarinna,
sem eru svo þungir að gera varð
y
Heiðursvörður við gröf óþekkta hermannsins í Kænugarði,
Kiev.
sérstaka spöng, líkt og á gull-
spangargleraugum, sem kræktist
utan um allt eyrað. Þar er einnig
stórt jarðarber, sem gert er úr
rauðum gimsteini og var gjöf
Gústafs III Svíakonungs til
Katrínar árið 1777. Þannig mætti
lengi teija kórónur og veldis-
sprota.
í deildinni, sem sýnir demanta,
sem stjórnvöldum hafa hlotnazt
eftir byltingu má sjá margan fagr-
an steininn og sýnt er hvernig
unnt er að vinna þá og slipa. En
það sem vakti furðu mina og ann-
arra var að ekki gátu hinir nýju
herrar í Kreml stillt sig um að
móta merki sitt, hamar og sigð í
fíngerðan demantssalla, svo að
þeir sem á horfðu fengu glýju í
augun. Áreiðanlega var þetta dýr-
mætasta merki sovézka kommún-
ismans, sem lá þarna til sýnis rétt
eins og kórónur zaranna.
Ur demantasafninu var haldið í
svokallað vopnasafn. Þar getur að
líta allt mögulegt skraut; vopn og
dýrgripi, sem þjóðin hefur skilið
eftir sig kynslóð eftir kynslóð.
Það mega Sovétmenn eiga, að
þeir meta forna muni og mun það
einkum og sér i lagi vera fyrir orð
Lenins, að svo er gert. Hann á að
hafa sagt, að forna gripi skyldu
þeir varðveita, þvi að í þeim fæl-
ist saga þjóðar þeirra, sveiti og
blóð. I þessu safni eru og dýrgrip-
ir, sem zörunum hafa verið gefnir
frá öðrum þjóðhöfðingjum. M.a.
skoðuðum við örn i fullri likams-
stærð, sem Japanskeisari hafði
gefið zarnum. Örninn var gerður
úr 2.000 fjöðrum úr fílabeini og
er hægt að taka hann í sundur
fjóður fyrir fjöður, tómstunda-
gaman zarsins, eins konar
„pússluspil" þeirra tíma. Einn
Rússanna, sem fylgdu okkur um
safnið, kvað enska fornleifafræð-
inga gjarnan koma til Kremlar, ef
þeir þyrftu að rannsaka enska
handmennt og silfur- og gullgerð
fyrri tima. Þegar þjóðfélagslegar
hræringar urðu í Bretlandi og
efnahagslífið fór úr skorðum á
öldinni sem leið, notuðu Bretar
nefnilega alla sína listmuni I
myntgerð og bræddu margan dýr-
gripinn upp. Nú er eina full-
komna safnið, sem ber þessari
fornu handmennt vitni, í Kreml,
fyrrum eignir háaðalsins rúss-
neska.
Eftir að hafa gengið um salar-
kynni hallanna í Kreml og skoðað
alia þessa dýrgripi og orðið vitni
að öllu því bruðli, sem fyrr á
tímum hefur átt sér stað, finnst
manni ekki skrítið að bylting hafi
átt sér stað fyrir 60 árum. Sem
dæmi má nefna að þegar Katrín
mikla dó lét hún eftir sig 15 þús-
und kjóla. Hefði það þvi tekið
hana 41 ár, ef hún hefði átt að
fara i þá alia, einn á dag. Við
skoðuðum skrautvagna zaranna,
gulli slegna, ýmist á hjólum eða
sleðum eftir þvi hvort þeir voru
notaðir að sumri eða vetri. Ég
sagði við einn fylgdarmanna okk-
ar: „Þetta eru Rolls Roycar síns
tima: Næst vænti ég að við fáum
að sjá bflageymslu Leonids
Brezhnevs, nútíma Rollsa." I
fyrstu varð fylgdarmaður okkar
alvarlegur og dálitið þungur á
brún, en hann áttaði sig fljótt,
yppti öxlum og brosti, um leið og
hann sagði: „En herra Finnsson,
ég hef ekki einu sinni séð þá
sjálfur."
Þetta kvóld fóru islenzku gest-
irnir í Bolsjoj-leikhúsið og sáu tvö
ballettverk, Jarðfræðingana, eftir
N. Karetnikov og Vorblót eftir
Stravinsky. Frá því þarf ekki að
skýra nánar, enda Rússar frægir
fyrir stórkostlegar ballettsýning-
ar. Sýningin hófst á því að ljós-
kastarar lýstu upp viðhafnarstúk-
una í Bolsjoj, þar sem heiðurs-
gestirnir frá íslandi sátu. Ahorf-
endur klöppuðu forsætisráðherra
Islands iof í lófa, en síðan voru
þjóðsöngvar landanna leiknir.
Kvöldið i Bolsjoj var ógleyman-
legt og húsið sjálft sem stór og
mikill dýrgripur, gulli slegið.
Tjaldið var ofið með hamri og
sigð og efst uppi yfir sviðinu var
skjaldarmerki     Sovétríkjanna
gulli slegið.
Með heimsókninni i Bolsjoj var
heijnsókninni til Moskvu þar með
Götumynd frá Tibilissi. Me8 100 metra millibili eru myndir af
tetinslum. en það eru konur. sem tína te é ökrunum I Grúsiu.
Þeir, sem fá myndir af sér i götum og gatnamótum, hafa náð
einhverjum akveðnum afköstum, en ákveðið mark hefur veríð
sett fyrir 60 ira afmœli byltingarínnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40