Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR8. OKTÓBER 1977
21
menningarmála. Þar má nefna
listaverkakaup, sem fara vaxandi,
stuðning við tónlistaskóla, og ým-
is konar áhugasamtök i borginni.
Æskulýðs-
starfsemi í
höfuðborginni
Sp.: 1 hverju felst starfssvið
Æskulýðsráðs Reykjavíkurborg-
ar?
Sv.: Reykjavikurborg heldur
uppi öflugu æskulýðsstarfi, sem
æskulýðsráð sér um, i umboði
borgarráðs. Starfsstöðvar æsku-
lýðsráðs eru nokkrar: 1) Félags-
miðstöð í Fellahelli (Breiðholti
III), sem tók til starfa í nóvember
1974; félagsmiðstöð i Bústaða-
kirkju, Bústaðir, fyrir Bústaða —
og Fossvogshverfi (rekin i sam-
vinnu við sóknarnefnd, 3) Tóna-
bær, skemmtistaður ungs fólks;
4) Siglingaklúbbur, með aðstöðu í
Nauthóísvik; 5) Saltvík á Kjalar-
nesi, sem tóluvert er lánuð til
helgardvalar fyrir ýmsa félags-
hópa. Þar er jafnframt skóli í
hestamennsku (reiðskóli), í sam-
vinnu við hestamannafélagið Fák
og 6) höfuðstöðvar æskulýðsráðs
að Fríkirkjuvegi 11. Þar er einnig
lánað út húsnæði til ýmissa
áhuga-aðila: jazzklúbbs, leik-
listarklúbbs, ungtemplara, til
fundahalda o.sv.frv.
Þessa dagana stendur yfir út-
boð á nýrri félagsmiðstöð i Ar-
bæjarhverfi. Þá hefur æskulýðs-
ráð  hafið  samvinnu  við  knatt-
Frá sumarstarfi æskulýðsráðs f Bústaðahverfi.
og lýðræðislegt
•nkerfi borgar
»~>—~—	
	
Sffl^TV    ^^M	
	""—    ...V  ¦*
y.	
Fyrirhuguð félagsmiðstöð í Arbæ — teikning.
spyrnufélagið Þrótt um byggingu
félagsmiðstóðvar á félagssvæði
Þróttar (sem aðallega er Lang-
holtshverfi).
Samstarf
æskulýðsráðs
og áhugafélaga
Sp.: Hver eru tengsl Æskulýðs-
ráðs við hin ýmsu áhugafélóg í
æskulýðsstarfi?
Sv.: í þeim félagsmiðstöðvum,
sem ég nefndi áðan, fer annars
vegar fram starfsemi fjölmargra
félaga. sem sækja þar um hús-
næðisaðstöðu og hinsvegar starf-
semi, er æskulýðsráð sjálft stend-
ur fyrir. Nefna má t.d. að í Fella-
helli er hlutur áhugafélaga í notk-
un húsnæðis 65 til 70% — en
hlutur ráðsins30til35%.
Æskulýðsráð hefur á sinni
stefnuskrá hvoru tveggja, að
styðja við bakið á frjálsri félaga-
starfsemi áhuga manna með hús-
næðisaðstöðu og annarri fyrir-
greiðslu — og að ná til þeirrar
óféiagsbundnu æsku, sem ekki
ber önnur félagsskirteini en nafn-
skírteinið. Eg held að sæmilega
hafi tekizt að þjóna þessum tvi-
þætta tilgangi. Bein fjárhagsað-
stoð við áhugafélög hefur hins-
vegar ekki verið i höndum æsku-
lýðsráðs, heldur borgarráðs og
borgarstjórnar við gerð fjárhags-
áætlana borgarinnar. Mikilvægt
er að engin tortryggni sé á mjlli
æskulýðsráðs og áhugafélaganna.
A sameiginlegum ársfundi, sem
haldinn var i byrjun þessa árs,
rikti gagnkvæmur skilningur á
mikilvægi starfs beggja og nauð-
syn á góðu samstarfi þessara að-
ila.
Æskulýðs-
vandamál
Sp.: Hvci. er sannleiksgildi
sagna um svokallað æskulýðs-
vandamál?
Sv.:   Sjálfsagt   hefur   hvert
aldursskeið sin vandamál. Ég
hygg þó að orðspor af æskulýðs-
vandamálum i höfuðborginni sé
m.jög ýkt. Þrátt fyrir dæmi undan-
tekninga eru æskulýðsmál i mun
betra horfi hér á landi en með
nágrannaþjóðum. Vegur þar efa-
lítið þyngst, að við erum algjör-
lega laus við atvinnuleysi þeirra
unglinga, sem lokið hafa (eða
hætt við) skólagöngu. Viðtækt at-
vinnuleysi unglinga er hinsvegar
höfuðverkur hjá frændþjóðum
okkar og það á sennilega rikastan
þátt í rótleysi unglinga þar.
Þegar fjallað er um ólæti ungs
fólks á „hallærisplani", fyr.ir utan
Tónabæ, eða annars staðar í borg-
inni verðum við að minnast þess,
að allur þorri ungs fólks, sem
þarna kemur, hagar sér fullkom-
lega eðlilega, þó máske af nokkr-
um gáska. Örfáir tugir ólátabelgja
setja á stundum slæman svip á
allan hópinn. Máske þarf litið eitt
athafnasamari löggæzlu, en hafa
verður i huga, að hún býr að
mannfæð miðað við hin mörgu
aðkallandi verkefni. Æskulýðsráð
gerir sitt til að vega á móti áhrif-
um hinna böldnu meðal unglinga
og að liðsinna þeim sem erfitt
eiga. Sérstök útideild, sem komið
hefur verið á fót í samvinnu við
félagsmálaráð borgarinnar, vinn-
ur sitt starf um kvöld og nætur,
meðal ungs fólks. Persónuleg
kynni og raunhæf þekking á þeim
vanda, sem óneitanlega er nokk-
ur, hefur þann veg borið nokkurn
árangur nú þegar, en þessi úti-
deild hefur enn ekki starfað
nema skamma hríð.
Nú er verið að ljúka lagfæringu
umhverfis Tónabæjar og betrum-
bæta ytra útlit hússins, en hvoru
tveggja var, sannast sagna, til
skammar orðið. Vona ég að þessar
umbætur hafi umtalsverð áhrif á
umgegni gesta. Rekstur Tóna-
bæjar er umdeilanlegur. Spurn-
VIÐ
STJÓRN-
VÖL
BORGAR
ing er, hvort rétt væri að selja
þessa eign, og nýta söluverðmæti
til annarrar starfsemi i þágu
reykvískrar æsku, — eða að nýta
þetta húsnæði á sama hátt og
félagsmiðstöðvarnar að Bústöðum
og Fellahelli. Því er ekki að neita
að Tónabær hefur haft í för með
sér verulegt ónæði fyrir næsta
nágrenni, sem er Ibúðahverfi.
íbúar, umhverfis Tónabæ, hafa
raunar sýnt lofsvert langlundar-
geð.
Félagsmiðstöð sú, sem byggð
verður i Árbæ, er sú fyrsta hér i
borg, sem hugsuð er og reiknuð
með slíka starfsemi í huga, frá
upphafi. Ég bind miklar vonir við
þessa félagsmiðstöð, þar sem
þarna ættu að skapast ákjósanleg
skilyrði fyrir félög i hverfinu,
sem vilja taka upp nvja starfsemi
eða efla þá sem fyrir er. Til að
fyrirbyggja misskilning er rétt að
fram komi, að félagsmiðstöðvar
eru ætlaðar eldri sem yngri, þó að
búast megi við að hinir yngri
verði athafnasamari um nýtingu
þeirra.
Framhald á bls. 22.
Likan af væntanlegu borgarleikhúsi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40