Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977
VALUR - VIKINGUR
- einn af úrslitaleikjuni íslandsmótsins á sunnudaginn
FYRIR utan leik FH og finnska
liðsins Kiffen í Evrópubikar-
keppninni í handknattleik verður
leikur Vals og Víkings í 1. deildar
keppninni í handknattleik aðal-
handknattleiksviðburður helgar-
innar. Má ætla að þarna sé um að
ræða einn af úrslitaleikjum móts-
ins, en þessum tveimur liðum er
spáð mestu gengi í mótinu að
þessu sinni, en í fyrra börðust
þau einnig jafnri baráttu á toppn-
um sem lauk þannig að Valsmenn
stóðu uppi sem sigurvegarar.
Alls verða f jórir leikir i 1. deild-
ar keppni íslandsmótsins nú um
helgina og tveir leikir verða einn-
ig í 2. deildar keppninni. Verða
því öll 1. deildar liðin í sviðsljós-
inu og fróðlegt að sjá hvernig
þeim vegnar í baráttunni.
Þrír leikir fara fram í Laugar-
dalshöllinni i dag. Fyrsti leikur-
inn er milli Þróttar og HK í 2.
deild, og eru bæði þessi lið nýlið-
ar í deildinni að þessu sinni.
Þróttur féll úr 1. deild i fyrra ert
HK vann sig upp úr 3. deild.
Óneitanlega verða Þróttarar að
teljast sigurstranglegri í leik
þessum, en vafalaust veítir HK-
liðið þeim þó harða keppni. I því
eru margir athyglisverðir leik-
menn.
Strax að þessum leik loknum
hefst viðureign Víkings og
Armanns í 1. deildar keppninni
og að þeim leik loknum leiða Vals-
menn og KR-ingar saman hesta
sína. B:ðir þessir leikir ættu að
geta oröið hinir skemmtilegustu,
og raunar er alls ekki ólíklegt að
nýliðarnir i deildinni, Armann og
. KR, standi uppi í hárinu á „hin-
um stóru".
Á sunnudaginn verður Laugar-
dalshöllin einnig vettvangur Is-
landsmótsins. Kl. 19.00 leika þar
saman Leiknir og Fylkir, en siðan
leika Fram og Haukar og Valur og
Víkingur í 1. deildar keppninni.
Er óhugsandi að spá neinu um
úrslit þessara leikja, en óhætt að
slá því föstu að þar verður hart
barist. Gífurlega mikið er i húfi
fyrir liðin að tapa sem fæstum
stigum i fyrri lotu íslandsmótsins,
en eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu, eiga fjórar fyrstu
umferðir mótsins að fara fram
fyrir hlé sem gert verður vegna
æfinga íslenzka landsliðsins um
miðjan október og mun það hlé
standa allt fram yfir heimsmeist-
arakeppnina í Danmörku í febrú-
ar.
Pétur Pétursson
ARM OG PETUR TIL
LEICESTER CITY
TVEIR leikmenn úr íslands-
meistaraliði . Akraness í knatt-
spyrnu, landsliðsmaðurinn Arni
Sveinsson og markakóngurinn
Pétur Pétursson, halda til
Englands í næstu viku, þar sem
þeir munu dvelja við æfingar í
a.m.k. einn mánuð hjá 1. deildar
liðinu Leicester City. Hafði liðið
samband við þá félaga að fyrra
bragði og bauð þeim til sín, en
bæði fyrrverandi þjálfari Akur-
nesinga Mike Ferguson, og
núverandi þjálfari liðsins,
George Kirby, munu hafa haft
samband við forráðamenn
Leieester.
— Upphaflega skrifuðu þeir
Pétri bréf og buðu honum að
koma til sín, sagði Árni Sveinsson
i viðtali við Morgunblaðið i gær.
— Pétur vildi hins vegar síður
fara einn og það varð úr að ég sló
til og ákvað að fara líka. Ég er viss
um að þessi tími verður mjög lær-
dómsrikur fyrir okkur. Við mun-
um æfa með liðinu og sjá leiki
þess. Verður spennandi að sjá
hvernig þessir menn æfa og búa
sig.undir leiki.
I Englandi er ekki leyfilegt að
hafa útlendinga i knattspyrnu-
liðunum, og hefur það verið mjög
mikið gagnrýnt að undanförnu og
talið er liklegt að gerðar verði
breytingar þar á áður en langt um
líður, og virðist svo sem að ensku
liðin séu þegar farin að lita í
kringum sig. Má vel vera að boð
Leicester til Arna og Péturs
standi í sambandi við þetta.
Árni Sveinsson var einnig
spurður um tilboð það sem hann
hafði fengið frá sænska 2. deildar
félaginu Jönköping, en það er lið-
ið sem Teitur Þórðarson leikur
með.
— Ég er búinn að missa áhuga á
því, a.m.k. í bili, sagi Arni — þeir
höfðu samband við mig í sumar og
vildu þá fá mig til sin, en ég hitti
þá aldrei, þannig að málið komst
ekki einu sinni á rekspöl.
NAMSKEIÐI
„TAPINGU"
NÁMSKEIÐ i „tapingu" á iþrótta-
meiðslum fyrir iþróttafólk. iþrótta-
kennara og þjálfara fer fram mið-
vikudaginn 12. október n.k. kl.
19.30 i Æfingastöð Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra að Háaleitis-
braut 13. Reykjavik.
Þátttökutilkynningar þurfa að ber-
ast til Halldórs Matthíassonar i síma
84561 milli kl. 12 og 13 eða 13817
eftir kl. 20.00. fyrir næstkomandi
þriðjudag. Himarksfjöldi þátttak-
enda á námskeíðinu er 20 manns.

Geir Hallsteinsson gegnir veigamiklu hlutverki
í dag og ekki er ólfklegt að úrslit leiksins ráðist
tekst til.
í Evrópubikarleik FH
af þvf hvernig honum
FH á góða sigurmöguleika
í Evr épubikarleiknum í dag
KL. 15.00 í dag hefst í Iþróttahús-
inu í Hafnarfirði fyrri leikur
bikarmeistara FH í handknatt-
leik við finnska liðið Kiffen í
Evrópubikarkeppni bikarhafa i
handknattleik. Er leikur þessi í 1.
umferð keppninnar, og þurfa FH-
ingar að vinna sigur með nokkr-
um mörkum til þess að þeir geti
talizt tryggir f aðra umferð
keppninnar, þar sem 'vitað er að
finnska liðið hefur náð allgóðum
árangri á heimavelli.
Þetta er i annað sinn sem ís-
lenzkt og finnskt lið mætast i Evr-
ópubikarkeppni. Arið 1970 lék
FH við þáverandi finnska meist-
ara, UK 51, i 2. umferð Evrópu-
bikarkeppni meistaraliða. Fóru
báðir leikirnir fram hérlendis og
sigraði FH í þeim 13:10 og 17:10.
Ætla má að FH-ingar eigi á að
skipa sterkara liði en finnska fé-
lagið, en eflaust reyna Finnarnir
að halda markaskorun FH-inga
sem allra mest niðri i leiknum í
dag, og freista þess síðan að vinna
á heimavelli.
— Við gerum okkur grein fyrir
þvi að þetta verður erfiður leikur,
sagði Örn Hallsteinsson, þjálfari
FH-inga, — en það er samt skoð-
un min að við munum sigra.
Áhorfendur hafa vitanlega mikið
að segja. Góð hvatning frá þeim
getur lyft liði okkar, jafnframt
þvi sem slíkt virkar alltaf illa á
keppinautinn. Vonumst við eftir
því að Hafnfirðingar fjölmenni á.
leikinn í dag og láti okkar menn
finna að þeir leika á heimavelli.
Tíu landsliðsmenn
I Kiffen-liðinu sem leikur hér í
dag, eru hvorki fleiri né færri en
tíu landsliðsmenn, og eiga sumir
allmarga leiki að baki. Sá sem
flesta landsleiki hefur leikið er
Kari Lehtolainen sem alls hefur
leikið 49 landsleiki. Hefur hann
verið valinn i finnska landsliðið
sem tekur þátt í Norðurlandsmót-
inu hér síðar i þessum mánuði,
ásamt fjórum óðrum leikmönnum
Kiffen-liðsins. Flestir leikmanna
Kiffen-liðsins eru mjög hávaxnir
og sterkir, sumir allt að 2 metrar
á hæð.
FH-liðið sem leikur Evrópubik-
arleikinn í dag hefur verið valið
og verður það þannig skipað:
Markverðir:
Birgir Finnbogason,
Magnús Ólafsson,
Aðrir leikmenn:
Auðunn Óskarsson, fyrirliði,
Geir Hallsteinsson,
Þórarinn Ragnarsson,
Janus Guðlaugsson,
Örn Sigurðsson,
Sæmundur Stefánsson,
Guðmundur Árni Stefánsson,
Guðmundur Magnússon,
Vignir Þorláksson,
Valgarður Valgarðsson.
Hafa unnið 12 Evrópuleiki
Leikfr FH við Kiffen f Evrópubikarkcppni bikarhafa verða 27.
og 28. Evrópubikarleikir FH. Hafa úrslit f fyrri leikjum liðsins
orðið þau að það hef u r unnið 12 leiki, gert eitt jafntef li og tapað
13 leikjum. Hafa FH-ingar skorað ails 447 mörk, en fengið á sig
nokkru fleiri, eða 487. Úrslit einst akra leikja haf a orðið sem hír
segir:
Ar                                         Heima  rti
196S  FH—Fredensborg (Noregi)            19—15  17—14
1965  FH—Dukla Prag (Tekkoslv.)           15—20  16—23
1966  FH—Honved (Ungverjalandi)          19—14  13—20
1969  FH—Honved (Ungverjalandi)          17—21  17—28
1970  FH—Ivry (Frakklandi)                18—12  16—15
1970  FH —UK51 (Finnlandi)               13&10  17—10
1970  FII—Partiatan (Jttgðslavfu)             14—28   8—27
1974  FH—Saab (Svfþjðð)                  16—14  21—23
1974  FIl—St.Otmar (Sviss)                 19—14  23—23
1974  FH—ASKVorwaerts(A-Þýzkalandí)     17—21  18—30
1975  FH—Oppsal (Noregi)                 17—15  11—19
1976  FH—Vestmanna (Færeyjum)           28—13  20—15
1976  FH—Slask (Póllandi)                 20—22  18—22
EKKIOVÆNT URSLIT
Valur - IR 87-67
í FYRRAKVÖLD fóru
fram tveir leikir í
Reykjavíkurmótinu í
kórfuknattleik. Áttust
þar við Valur og ÍR og
síðan Ármann og KR.
Valur—ÍR 87:67. Valsmenn,
sem léku án Þóris Magnús-
sonar, sem er meiddur, áttu
ekki í erfiðleikum með að sigra
slakt ÍR-lið. Þeir byrjuðu
leikinn af krafti og um miðjan
fyrri hálfleik varistaðan orðin
30:9 Val í vil. Þá fór allt
byrjunarlið Vals út af og ÍR-
ingar náðu aðeins að rétta úr
kútnum fyrir leikhlé, en þá var
staðan 45:35 fyrir Val. í síðari
hálfleik gerðist fátt markvert
og var sigur Vals aldrei i hættu.
Ahrifa hins nýja þjálfara hjá
Val, Rick Hockenos, er þegar
farið að gæta og virðist Valslið-
ið vera mun sprækara en áður.
Hins vegar er ljóst, að ÍR-ingar
eiga erfiðan vetur fyrir
höndum. Hjá Val var Hockenos
bestur og skoraði 20 stig.
' Kristján Ágústsson skoraði 14
stig en aðrir minna. Erlendur
Markússon var langbestur ÍR-
inga og stigahæstur með 25 stig,
en Kristján Sigurðsson kom
næstur með 14 stig.       AG
KR- Ármann 92-73
Án Jóns Sigurðssonar voru
Armenningar engin hindrun í
vegi KR-inga i leik liðanna í
Reykjavíkurmótinu í körfu-
knattleik. Það var þó ekki aó
þakka góðum leik KR-inga að
sigur vannst heldur lélegri
vörn Ármenninga. Mikill áhugi
var á þessum leik þar sem
Bandaríkjamennirnir Andrew
Piazza hjá KR og Mike Wood í
Armanni  leiddu  saman hesta
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40