Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 226. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hyggja flátt þótt fagurt gali — segir Li Hsein-Nien um Sovét-leiðtogana Fpking. 12. október. Heutor. I VEIZLU sem Peking-stjórnin hélt v-þýzka utanríkisrádherran- um, Hans-Dietrieh Genseher, í kvöld. réðst Li Hsien-Nien vara- forsætisráðherra óvenju harka- lega á stjórn Sovétríkjanna og sagði nieðal annars að vert væri að hafa í huga að Kreml- leiðtogarnir h.vgðu flátt þótt þeir hefðu í frammi fagurgala. Li lýsti því yfir að sú spurning ætti nú fyllilega rétt á sér hvort slökunar- mál væru ekki að komast.á nýtt stig þannig að styrjaldarhorfur hefðu aukizt að undanförnu. Kvað Li það ómótmælanlega stað- reynd að heimsvaldakapphlaup Bandaríkjanna og Sovétríkjanna færi sífellt harðnandi, og stefndi þróunin markvisst í þá átt að slls- herjarstyrjöld skylli á. Li Hsien-Nien sagði, að eftir Helsinki-ráðstefnuna 1975 hefðu Sovétmenn hætt að leggja megin- áherzlu á að geta með skjótum hætti flutt víglínu sina að Saxelfi. Hefðu þeir á síðustu tveimur ár- um lagt allt kapp á að koma sér upp aðstöðu i Afríku og Mið- Austurlöndum með það fyrir aug- um að geta umkringt Vestur- Evrópu. Varaforsætisráðherrann kvað það skoðun Peking- stjórnarinnar að hægt væri að af- Framhald á bls. 20. Stjóm Andreottis á auknu fylgi að fagna Kóm. 12. október. Reuter. GIULIO ANDREOTTI, for- sætisráðherra Ítalíu, hefur á tæpu ári styrkt stöðu stjórnar sinnar mjög veru- lega, samkvæmt niður- stöðu skoðanakönnunnar sem nýlega var gerð. Voru 53,4% þeirra sem könnun- in tók til hiynntir minni- hlutastjórn kristilegra demókrata undir forsæti Andreottis, en í nóvember í fyrra voru aðeins 42,7% sömu skoðunar. Brown í Belgrad Fá Júgóslavar vopn frá Bandaríkjunum? Belgrad, 12. október. Heuter. HAROLD Brown, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, er kominn til Belgrad til vióræðna um hugsanlega vopnasölu Bandaríkj- anna til Júgóslavfu. Talið er að Júgóslavar sækist eftir því að fá eldflaugar til varnar skriðdrek- um, háþróaðan radarútbúnað og vopn til að verjast loftárásum. Víðræður Browns við júgóslavn- eska ráðamenn hefjast á morgun en þetta er 5 fyrsta sinn sem bandarískur varnarmálaráðherra Framhald á bls. 20. Könnunin bendjr til þess að bæði kristilegir demókratar og kommúnistar hafi á siðustu 12 mánuðum bætt um það bil 1 % við fylgi sitt, og hafi það orðið á kostnað sósfalista sem virðast hafa tapaö 1,6% af fylgi sínu. Samkvæmt niðurstöðunum er fylgi Kristilega demókrataflokks- ins um þessar mundir 28,4%, fylgi kommúnista 27,7% og fylgi sósiállista 14,1 %. Samkvæmt þessari sömu skoð- anakönnun hefur þeim ítölum sem andvígir eru beinni þátttöku kommúnista í ríkisstjórn fækkað verulega á sama tima eða um 7.9%. Morarji Desai strengdi þess heit f gær að stjófn hans mundi beita járnaga til að sigrast á ofbeldisaðgerðum af hálfu stjórnarandstæð- inga. Sagði Desai að leiðtogar Kongressflokksins virtust staðráðnir f þvf að koma af stað illindum og valda öngþveiti i landinu. Væri Ijóst að leiðtogar flokksins hefðu ekkert lært og engu gleymt frá þvi að þeir töpuðu í þingkosningunum s.I. vor, en það væri ásetningur stjórnarinnar að bregðast við ólöglegu athæfi af einurð og festu. Þegar Indira Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra, var handtekin um daginn urðu óeirðir víða i landinu. Þar til í dag hafði Desai núverandi forsætisráðherra ekki komið fram opinberlega frá því að frú Gandhi var handtekin en hún var látin laus skömmu siðar. Myndin að ofan er frá handtökunni. Tító kom- inn til Parísar Farís. 12. október. Reuter. VIÐ UPPHAF opinberrar heim- sóknar sinnar til Frakklands í dag kvaðst Tító Júgóslavíuforseti gera vonir um að viðræður hans við franska stjórnmálaleiðtoga yrðu til þess að ..bæta andrúms- loftið á alþjóðavettvangi". Um leið og hinn aldurhnigni forseti beindi orðum sinum til gestgjafa síns, Giscard d'Estaing, lýsti hann því yfir að skoðanir þeirra á al- þjóðamálum færu saman i mörg- um greinum og væru þeir að mörgu leyti sammála um leiðir til að leysa margháttuð vandamál í samskiptum þjóöa. 1 svarræðu sinni við móttökuathöfnina kvaðst Frakklandsforseti þess fullviss að Frakkar og Júgóslavar gætu i sameiningu fengiö miklu áorkað á alþjóðavettvangi. Taiið er að í viðræðum sínum við fulltrúa frönsku stjórnarinnar muni Tító lýsa áhyggjum sinum yfir seinagangi i sambandi við framkvæmd slökunarstefnunnar og áframhaldandi vígbúnaðar- kapphlaupi Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Opinber heimsókn Títós til Frakklands stendur í tvo daga. í kvöld situr hann veizlu Frakk- landsforseta í Elysee-höll. Giulio Andreotti. Vamarmálaráðherrar NATO fresta ákvörðun um neutron Bari, halíu, 12. ukt. Koutor. VARNARMALARAÐHERRAR Atlantshafsbandalagsríkjanna frestuðu í dag ákvörðun um hvort hinni umdoildu neutron- sprengju skuli komið fyrir í Vest- ur-Evrópu. Samkvæmt áreiðan- legum fregnum af fundi ráðherr- anna val* engin afstaða tekin til Harold Brown „Öfugsnúið mann- greinarálit”? Washini'ton, 12. október. Reuter. HUNDRUÐ manna urðu frá að hverfa þegar málflutningur höfst fyrir Hæstarétti Banda- ríkjanna i dag í máli, sem talið er að marka muni tímamót í kynþáttamálum þar í landi. Málið snýst um það, sem nefnt hefur verið „öfugsnúið mann- greinarálit", en málavextir eru þeir nánar tiltekið að hvítur námsmaður, Allan Bakke, held- ur því fram að honum hafi ver- ið meinuð innganga í lækna- skóla vegna hörundslitar síns. Bakke sótti á sínum tíma um skólavist i læknadeild Kaliforn- íuháskóla, en heldur því fram að sér hafi verið hafnað þar eð tiltekinn fjöldi úr hópi blökku- manna og annarra minnihluta- hópa njóti forgangs um skóla- vist án tillits til raunverulegra verðleika. Bakke vann málið fyrir hæstarétti Kaliforníu, og hefur Kaliforniuháskóli nú áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Arehibald Cox, sem Nixon fyrrverandi forseti svipti umboði sérlegs ákær- anda í Watergatemálinu árið 1973, flytur málið fyrir hönd háskólans. Sagði Cox fyrir hæstarétti í d.ag, að nauðsynlegt væri að láta sérstök ákvæði gilda um réttindi minnihluta- hópa til að auka möguleika til eðlilegrar þátttöku á öllum sviðum þjóðlífsins og til aö Framhald á bls. 20. þess hversu iengi verði beðið með að taka ákvörðun, en Fred Mulley, varnarmálaráðherra Breta, taldi líklegt að margir mánuöir liði áður en niðurstaða lægi fyrir. Neutron-sprengjan hefur aö undanförnu verið mikið hitamál í ríkjum Atlantshafsbandalagsins, og hafa þar aðallega stangazt á sjónarmið þeirra, sem lelja að þetta nýja vopn taki öðrum vítis- vélum fram uni óhugnanlegar af- leiðingar, fari svo að til þess verði gripið í hernaði. Hins vegar er því haldið fram að neutron-sprengjan sé að því le.vti skárri að hún sé nákvæmari en aörar kjarnorku- sprengjui', þar eð unnt sé að hafa meiri stjórn á þvi hvern usla hún gerí. Neutron-sprengjan hefur ,þann eiginleika að hún getur eytt lífi án þess að valda umtalsverðu tjóni á mannvirkjum. Vorontsov um mannréttindamál: Áróðurslegt sjónarspil” kommúnistarfkin vegna niann- réttindabrota. Vorontsov kvaðst ekki telja útilokað að umræddir ráðstefnufulltrúar létu stjórnast af hagsmunum, sem alfarið snertu stjórnmálaástandið í þeirra eigin löndum Norðurljósin eini birtugjafi Grænlendinga? ALLT BENDIR nú til að raf- magnslaust verði á Grænlandi 1. nóvember n.k. ef danska gra*n- landsmálaráðuneylið keniur ekki til móts við launakröfur um 100 Framhald á bls. 20.. 99 Moskvu, 12. okt. Reuter. YULI Vorontsov, sem hefur orð fyrir sovézku sendinefndinni á Belgrad-ráðstefnunni lét í dag að því liggja að af hálfu sumra vest- rænna ríkja væri þar verið að „setja á svið áróðurslegt sjónar- spil“ um mannréttindamál og væri leikurinn til þess gerður að ekki þyrfti að fjalla um „raun- veruleg vandamál í sambandi við slökun spennu". Þessi ummæli Vorontsovs komu fram í viðtali sem hann átti við Tass-fréttastofuna, og enda þótt hann nefndi einstök ríki ekki með nafni var Ijöst að sneiðin var ætluð þeim fulltrúum frá Banda- rtkjunum og Vestur-Evrópu, sem undanfarna daga hafa deilt hart á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.