Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 228. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAOIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977
Aöalstræti 8
1750  Innréttingarnar
1791  J.H. Tofte, Þorkell Bergmann og Sigurður Holm
1804  Björn Benediktsson Fjeldsted verslunarmaður
1822  Einar Hákonarson hattari og borgari
1873  Isleifur Einarsson og Anna Einarsdóttir
1880 " Valgarður Ólafsson Breiðfjörð kaupmaður
1904  Ánna Breiðfjörð ekkja
1907  Þorvarður Þorvarðarson prentsmiðjustjóri
1914  Minningarsjóður JÓhannesar jóhannssonar og
Sigurbjargar Guðnadóttur
1925 Helgi Hjörvar rithöfundur
1942  Silli & Valdi
Þar stóð fyrrum geymsluhús innréttinganna (Fabr. hús
nr. 9), sem Tofte og Bergmann keyptu 1791. Bpdur-
byggðu þeir og stækkuðu húsið og höfðu þar krambúðir
sínar. Verslun Toftes rak síðan Björn Benediktsson
Fjeldsted, og var húsið þá nefnt Fjeldstedshús. Þá
verslaði þar Jón Ásmundsson borgari. 1822 eignaðist
Einar Hákonarson hattari og borgari húsið. Var Einar
sonur Hákonar ríka Oddssonar í Hákonarbæ (Mjóstræti 10)
Var húsið þá nefnt Hákonsenshús.' 1 húsi þessu andaðist
Sigurður Breiðfjörð skáld 1846; þar bjó og Jónas Hall-
grímsson, þegar hann hafði viðdvöl í Reykjavík.
Anna, dóttir Einars Hákonarsonar, giftist Valgarði Ó.
Blreiðfjörð trésmið og síðar kaupmanni, og eignuðust
þau húsið. Rak Valgarður talsverða verslun í húsinu,
en kom annars víða við í bæjarlífinu, stóð m.a. að
útgáfu blaðsins "Reykvíkings" skömmu eftir aldamót og
gerði tilraun meó botnvörpuútgerð.
1880 hafði Valgarður byggt hæð ofan á gamla húsið og
geymsluhús við vesturhlið þess norðan megin og fimm
árum síðar annað á suðurmörkum lóðarinnar. 1889 lét
hann reisa geymsluhús vestar á lóðínní, sem fjórum
árum síðar var stækkað til muna og hækkað. 1 bruna-
bótavirðingu frá 15. júlí 1893 segir:
"Kaupm. W.O. Breiðfjörð hefur hækkað bakhús þetta um
4 41. og innréttað það sem leikhús (theater) með
Scenupall og Galleri (loptvolum). Nu er allt þiljað
innan með borðum.og allt málað. Auk þess hafa ýmis
sjónleikaáhöld verið sett þar upp á Scenuna. Fastir
bekkir eru í húsinu bæði uppi og niðri."
Mun hór vera um fyrsta leikhús á landinu að ræða.
l'tn þa<' segir enn fremur í brunavirðingu frá 21. jan.
1896:
"Leikhúsið hefur bæði utan og innan verið endurbætt
á ýmsan hátt. Að utan hefpr eigandinn bætt það með
járni á suðurgafli. Inni hefur leiktjöldum verið
fjölgað að mun og nokkrir bekkir verið klæddir flosi.
Þess utan hefur verið settur niður 1 stór og vandaður
ofn og tveim stórum ljósakrónum bætt í húsið."
Árið 1893 voru hin húsin öll hækkuð og glerþak sett
yfir portið milli þeirra. 1897 voru sett upp gas-
ljós í leikhúsi Breiðfjörðs, og var það fyrsta húsió
í Reykjavík, sem lýst var á þann hátt.
Leikhússalurinn var nefndur Breiðfjörðssalur. Þótti
húsabákn þetta lítt vönduð smíð og fékk brátt skop-
nafnið Fjalakðtturinn. Þegar Leikfélag Reykjavíkur
var stofnað 1397 tók leiksýningum að fækka í Breið-
fjörðssal. Arið 1906 voru hafnar kvikmyndasýningar
í salnum, og þar var stofnað fyrsta kvikmyndahús
l.mdsins, Biograftheater Reykjavíkur, síðar nefnt
Ganla bíó. Var það þar til húsa næstu tuttugu ár.
Um skeið var salurinn leigður Góðtemplarareglunni,
en 19 32 tók Kommúnistaflokkur Islands hann á leigu
og hafði þar aðalbækistöð sina næstu þrjá árin.
A þeim tíma bjó margt manna í húsunum, bæði í fram-
húsinu úti við Aðalstræti og í hliðarhúsunum, má
þar nefna Helga Hjörvar rithöfund og Finn Jónsson
listmálara. Arið-1942 keyptu Silli 8, Valdi húsið.
Húsin eru járnvarin timburhús: framhús: jarðhæð, tvær
hæðir og ris; bakhús: kjallari, tvær hæðir og ris;
salur: kjallari og tvær hæðir. Við vesturhlið
salarins er inngangsskúr og vestar á lóðinni mótor-
hús. í framhúsi er verslun, skrifstofur og íbúð,
en bakhúsin eru að mestu leyti notuð sem geymslur.
Húsin eru ómissandi vegna sögu sinnar, gerðar og legu.
Þau eru byggð upp á tímum framfara og nýjunga og sýna
þann stórhug, sem í mönnum var. Portið með glerþakinu
á sér engan líka, og í heild er byggingin einstæð.
Framhlið húsanna setur mikinn svip á Aðalstræti og
suðurhlið bakhúsanna mótar götumynd Bröttugötu.
jMémi et
GRJÓTAÞ0RP
Nokkur
sýnishorn
úr nýútkom-
inni skýrs/u
um könnun
og ástand
húsanna í
Grjóta-
þorpi
Aöalstræti 16
1785    Rasmus Angel verslunarþjónn
1791    Margarethe Angel ekkja
1810    Sigurður Thorgrímsson landfógeti
1850    Magnús Grímsson skáld
1860    Jón Guðmundsson ritstjóri
1880    Eyjólfur og Páll Þorkelssyni gullsmiðir
1890    Hans Andersen klæðskeri
1910    Helga Andersen ekkja
1940    Silli & Valdi
Þar stóð áður lóskurðarstofa innréttinganna (Fabr.
hús nr. 5) sem frú Margarethe Angel keypti 1791.
Setti hún þar upp matsölu og tók að rækta lóðina
og má teljast brautryðjandi og leiðbeinandi í garð-
rækt í Reykjavík. 1796 keypti stjórnin húsið fyrir
landfógetabústað og var það jafnan nefnt landfógeta-
húsið. Um 1830 gaf Rentukammerið Reykjavíkur- og
Seltjarnarneshreppum húsið, sem "fátækrahús". Var
húsið hins vegar gert að barnaskóla, þeim fyrsta í
Reykjavík og var hann starfræktur 1831-1848. ' Nokkrum
árum síðar keypti Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs
húsið og bjó þar með konu sinni, HÓlmfríði Þorvalds-
dóttur, til æviloka 1875. Var heimili þeirra helsti
samkomustaður menntamanna, og þar var Jón Sigurðsson
tíður gestur svo og Sigurður málari. 1876 keyptu
bræðurnir Eyjólfur og Páll Þorkelssynir gullsmiðir
húsið. Auk gullsmíðinnar hafði Eyjólfur lært úrsmíði
í Kaupmannahöfn, fyrstur íslenskra manna og mun einnig
hafa verið fyrstur til að fást við rafmagn hér á landi.
Páll bróðir hans hafði hins vegar farið til Parísar
og lært þar tannlækningar.
1889 keypti Hans Andersen klæóskeri húsið, og bjó
fjölskylda hans þar í rúma sjö áratugi. 1895 lét
hann rífa mikinn hluta gamla hússins og byggja upp
aftur stærra hús, tvílyft. Þrem árum síðar lét hann
reisa útihús norðan við framhúsið. Aldamótaárið lét
hann stækka útihúsið og hækka aðalhúsið, sem ári síðar
var byggt við til vesturs, þá var og byggt útskot við
norðurhlið þess.
Verslun sína hafði Andersen á neðstu hæðinni og bjó
sjálfur uppi, en í útihúsi var vinnustofa. Um alda-
mótin var þar kaffi- og billjardstofa, sem Caspar
Hertevig rak.
Húsin eru járnvarin timburhús: tvær hæðir, ris með
porti og háaloft. Einhverjar útlitsbreytingar hafa
verið gerðar, siðan húsið var fullbyggt. 1918 var
gluggum breytt í versluninni og inngangi 1938: settar
dyr í stað glugga á norðurhlið. Gluggum hefur verið
breytt á stöku stað, enda ýmiss konar starfsemi
verió í húsunum, svo sem gosdrykkjagerð, bifreiða-
stöð og gúmmífatagerð. í aðalhúsinu var lengi tann-
lækningastofa, en þar er nú búið á báðum hæðum, en
á jarðhæð er verslun. 1 vesturhluta húsanna er ein
íbúð, en annars skrifstofa, hárskerastofa og geymslur.
Húsin eru ómissandi vegna legu sinnar og sögu. Þau
eru tilkomumikil og blasa við úr Suðurgötu, Gamla
kirkjugarðinum og Aðalstræti. Framhúsið stendur á
grunni lóskurðarstofu innréttinganna og snýr gafli
að götu eins og húr.. Hús Andersens voru í senn sér-
verslun og iðnfyrirtæki, og eins og bygging Valgarðs
Breiðfjörðs eru þau tákn þeirra tíma þegar menn voru
fullir bjartsýni og atorku.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40