Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 15 Jón E. Ragnarsson hrl.: „Krefst opinberrar rannsóknar á því hvers vegna ég er dreginn inn í málið,, Ætlar að stefna Tímanum fyrir meiðyrði JÓN E. Ragnarsson hæstarréttarlög- ma8ur hefur ákveðið a8 Aska eftir þvi við rikissaksóknara aS hafin verSi opinber rannsókn aS því hvers vegna hann hafi veriS dreginn inn i mál þaS, sem kom upp i vikunni, er SigurSur Óttar Hreinsson. helzta vitniS i Geirfinnsmálinu. dró fram- burS sinn til baka. Vegna þessa breytta framburSar SigurSar hóf Rannsóknarlögregla rikisins rann- sókn á þætti hans i málinu og reyndi aS grafast fyrir um ástæSur hins breytta framburSar. Var lögfræSing- ur SigurSar, Róbert Ámi HreiSars- son, af þeim sökum kallaSur til yfir- heyrslu og ennfremur Jón E. Ragn- arsson hrl., en Róbert Ámi hefur um skeiS veriS fulltrúi hans. f dagblaS- inu Timanum birtist i gær frétt um máliS og segir þar á einum staS aS varSandi hinn breytta framburS Sig- urðar verSi „væntanlega rannsakaS hvort um samsæri hans og lögfræS- inganna Róberts Árna og Jóns E. Ragnarssonar hafi verið aS ræða". Hefur Jón ákveðiS aS höfSa meiS- yrSamál á hendur Timanum vegna þessara ummæla. Morgunblaðið snéri sér i gær til Jóns E. Ragnarssonar og innti hann eftir máli þessu Jón sagði.1 „Ég furða mig mjög á þessu máli öllu og þó sérstaklega á skrifum þeím, sem birt- ust i Timanum i dag Er það athugun- arefni frá hvaða aðilum slíkar fréttir koma, því hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða og þær grófustu. sem mér er kunnugt um að birst hafi á prenti um lögmann fyrr og siðar. Það rétta er að ég var kvaddur i stutta yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög- reglu rikisins og hef ég i sjálfu sér ekkert við það að athuga Fréttaburður um eitthvert samsæri af minni hálfu er svo gjörsamlega tilhæfulaus og án allra forsendna og mun ég að sjálf- sögðu gera ráðstafanir til þess að fá upplýst með hvaða hætti jafn fáránleg- ar ásakanir eru tilkomnar og þær berist siðan til fjölmiðla. í skýrslu minni til Rannsóknarlög- reglunnar skýrði ég algjörlega og tæm- andi frá þessu máli að því er mig varðar. _Ég heyrði fyrst um þetta mál Sigurðar Óttars Hreinssonar klukkan 11 að morgni þess dags, sem ég var kallaður til yfirheyrslu. Þá kom Róbert Árni Hreiðarsson á heimili mitt en áður hafði hann boðað að hann þyrfti að bera undir mig „erfitt mál" án frekari skýringa Róbert Árni afhenti mér tvær möppur með gögnum. sem hann kvað fengnar hjá Páli A. Pálssyni hdl. Vildi hann ráðgast við mig um erfitt mál, sem varðaði menn. em komið hefðu fyrir dóm i svokölluðu Geirfinnsmáli. Hefði þessi maður. þ.e. Sigurður Óttar Hreinsson. fyrst haft samband við sig i desember s.l. og teldi hann nú. að maðurinn væri mjög miður sin vegna framburðar sins i málinu. Bað hann mig að lesa skjölin með hliðsjón af réttarstöðu mannsins. m.a hvað varð- aði ábyrgð hans að lögum um rangan framburð. Ég tók við möppunni og las mjög snögglega það sem þar stóð án þess að gera mér heildarmynd af mál- inu, enda hafði ég aldrei heyrt á þenn- an mann minnzt fyrr. Ég hafði ekki tima til að ihuga þetta mál frekar þann dag og næsta sem ég heyrði var að Róbert Árni hringdi til min um klukkan hálfniu sama dag og sagðist hafa verið i yfirheyrslum hjá Rannsóknarlpgreglunni og kvaðst mundu koma heim til min í millitiðinni ræddi ég við nokkra menn, þá Gunn- laug Briem sakadómara, Hallvarð Ein- varðsson rannsóknarlögreglustjóra. Páll Arnór Pálsson hdl. og Sigurð Hafði ekkert um- boð til að aftur- kalla skýrsluna -segir lögfrœð- ingur Sigurð- ar Óttars Hreinssonar EFTIR AÐ eitt aðalvitnið í Geir- finnsmálinu, Sigurður Óttar Hreinsson, dró framburð sinn um veru sína i dráttarbrautinni í Keflavik kvöldið sem Geirfinnur Einarsson hverf. til baka, hefði Morgunblaðið samband við Róbert Áma Hreiðarsson, lögfræð- ing Sigurðar, og spurðist fyrir um afskipti hans af þessu máli. Róbert sagði að 15 desember i fyrra hefði Sigurður komið til sin eftir að hafa verið i yfirheyrslum hjá lögreglunni 13. og 14 sama mán- aðar. Hann hefði að eigin sögn fyrri daginn gefið skýrslu sem hefði verið sannleikanum samkvæm, en seinni daginn hefðu yfirheyrslurnar verið mjög strangar. fyrir hann hefðu verið lagðar leiðandi spurningar og skýrslur sakborninganna í málinu lesnar upp fyrir hann. Hefði hann þá verið hættur að trúa sjálfum sér og sinni eigin skynsemi og allt i einu fundist að atburðir hefðu allir verið i samræmi við frásögn lögreglunnar, og að hann hefði verið staddur á meintum morðstað þetta kvöld. Þennan sama dag hefði þriðja skýrslan verið tekin af honum og i henni borin saman atburðarás, sem hann hefði staðfest sem rétta. þar sem að öðrum kosti hefði honum verið hótað gæzluvarðhaldi i allt að 30 daga. Róbert Árni gat þess á þessu stigi frásagnar sinnar, að Sigurður þjáð- ist af asma. og hefði m.a. þennan dag fengið ofnæmissprautu hjá lækni sem lögreglan hefði kallað til. Þessar yfirheyrslur, sem hefðu feng- ið mjög á Sigurð. hefðu orsakað það að sjúkdómurinn magnaðist mjög og að hann hefði verið mjög slæmur af asmanum. Eftir þessar yfireyrzlur hafði Sigurður siðan komið til Róberts og skýrt honum frá þessum málum Róbert hefði þá spurt hann um það hvort hann vildi að hann hlutaðist til um það, að afturkalla þessa siðustu skýrslu hans. Þvi hefði Sigurður neitað, þar sem hann hefði ekki vitað sitt rjúkandi ráð um hvað væri sannleikurinn og hvað ekki. Hann hefði verið hræddur við lögregluna og verið i óvissu um öll efnisatriði málsins og hefði hann lagt fyrir Róbert Árna að aðhafast ekkert i málinu, fyrr en Sigurður sjálfur mundi óska eftir þvi, enda kvaðst Róbert ekkert umboð hafa haft til frekari aðgerða Hann tók það fram að sálarástand Sigurðar hefði verið slikt að erfitt hefði verið að henda reiður á frásögn hans. Næst kom Sigurður á fund Róberts i febrúar s.l., en þá hafði nafn hans verið birt í fjölmiðlum og bendlað við þetta mál. Það hefði komið honum mjög á óvart, þar sem lögreglan hefði lofað honum þvi, að það yrði ekki birt opinberlega í tengslum við Geirfinnsmálið. Hefði Sigurður farið fram á það við Róbert að hann hlutaðist til um að leiðrétta þennan villandi fréttaflutning sem hann taldi að hefði átt sér stað. Þetta hefði Róbert gert með yfirlýsingu i blöðum. í siðustu viku eða 5 október hefði Sigurður siðan enn komið á skrif- stofu Róberts og kvartað þar yfir að vera bendlaður við Geirfinnsmálið enn á ný i blöðunum. Hefði Róbert þá persónulega sent yfirlýsingu til blaðanna og varið þar mál Sigurðar Mánudaginn siðasta hefði Sig- urður svo komið á skrifstofuna og beðið Róbert Árna um að koma þvi á framfæri við rétta aðila að hann vildi breyta framburði sinum og draga játningarnar til baka. Hefði Róbert þá spurt hann hvort hann hefði eiðsvarið framburð sinn fyrir dómi, og hefði Sigurður þá sagt að hann vissi það ekki. Hefði Róbert þá Framhald á bls. 22. Georgsson hdl. til þess að fá vitneskju um hvað væri að ske, en litið kom fram i þessum samtölum. Litlu siðar hringdi Þórir Oddsson fulltrúi við Rannsóknarlögregluna til min og boðaði mig til skýrslugjafar. sem ég gerði og hafði ég möppurnar með mér og afhenti Þóri Oddssyni þær. Gaf ég siðan skýrslu um málið og itrekaði sérstaklega að ég hefði aldrei setið á neinum fundum neinna aðila um þetta mál og ég gæti varla sagt að ég þekkti málavöxtu nema af blaða- skrifum, umfram það sem ég las i gögnum þeim, sem Róþert hafði með- ferðis. Þetta var efnislega, það sem ég skýrði Rannsóknarlögreglunni frá Ég á nú ekki annars úrkosta en kerfjast opinberrar rannsóknar á þvi hvers vegna ég er dreginn inn í þetta mál með þeim hætti sem gert hefur, en það kann að reynast annmörkum háð, þar sem rannsóknaraðilarnir, bæði Rann- sóknarlögregla rikisins og embætti rikissaksóknara eru þeir aðilar, sem að þessari aðför standa á hendur mér og það getur orðið þungur róðurinn á þeim vettvangi. Þá mun ég að sjálf- sögðu höfða meiðyrðamál á hendur Timanum vegna sérstaklega gálausrar og ábyrgðarlausrar blaðamennsku sem er bæði meiðandi fyrir mig persónu- lega og sem hæstaréttarlögmann Ég tel fulla ástæðu til að óttast um réttar- farið i landinu eftir þessa siðustu at- burði og réttarstöðu borgaranna gagn- vart fölskum aðdróttunum og ásökun- um og jafnframt þar sem ofangreindir Óþolandi að setja lögmenn á sama bekk og sakbominga” —segir formaður Lögmannafélags íslands MER finnst hafa verið komið illa fram við lögfræðinga f máli þessu. Þeim ber skylda til að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna f hvívetna,“ sagði Guðjón Stein- grfmsson hrl. formaður Lög- mannafélags fslands, er Mbl. ræddi við hann í gær. „Ég vil ítreka það,“ sagði Guð- jón, „að t.d. réttargæzlumenn njóta vissrar réttarstöðu. Þeir eru t.d. undanþegnir vitnaskyldu. Til er tilskipun frá 19. júlí 1793, sem er í fullu gildi enn í dag, þaf sem lögfræðingum er bannað að bera vitni um þá vitneskju, sem þeir öðlast um skjólstæðinga sína. Og þótt lögmaður taki að sér að leggja einhverjum manni Iið, hvort sem hann er sakborningur eða vitni, sem riðinn er við opin- bert mál, er það óþolandi að lög- maðurinn sé settur á sama bekk og viðkomandi sakborningur eða vitni. Ég hef verið að velta fyrir mér tilganginum með yfirheyrsl- unum yfir lögmönnunum tveim- ur, sem hér um ræðir. Það kemur ekki nema tvennt til greina að minu mati, að lögreglan hafi verið að slægjast eftir upplýsingum, sem þeir lögum samkvæmt mega ekki skýra fra, eða lögreglan telji a9 viðkomandi lögmenn hafi verið vitorðsmenn sakborningsins og lögreglan hafi þannig búið til ein- hverja samsæriskenningu, sem hún hafi ætlað að reyna að sanna." Jón E. Ragnarsson hrl. opinberir aðilar virðast ekki skilja eða virða réttarstöðu lögmanna i réttarkerf- inu. Þeir virðast einfaldlega hættir að gera greinarmun á sökunautum annars vegar og lögmönnum þeirra hins veg- ar. Kannski verður það næsta skrefið að verjendur i Geirfinnsmálinu verði handteknir fyrir að halda uppi vörnum lögum samkvæmt? Rannsóknaraðila er auðvitað rétt og skylt að rannsaka allar grunsemdir en þeir mega ekki veifa sverði réttvísinnar af slikum vigamóði að nánast tilviljun geti verið háð hver fyrir verður. Þegar ég vaknaði i morgun átti ég sist von á þvi að ég væri orðinn aðili að þessu Geiffinnsmáli, að þvi er virðist fyrir lausmælgi og ámælisverð vinnu- brögð opinberra aðila Ég vona bara að i fyrramálið, þegar ég fer að lesa blöð- in, að mér verði ekki borið á brýn að ég hafi drepið Kennedy forseta! Ég vil sem almennur borgari aðeins segja, að mér finnst þeir aðilar. sem staðið hafa að rannsókn þessa erfiða dómsmáls, eyddu betur tíma sínum i raunveruleg efnisatriði málsins án þess eins og á galdraöldinni, að sjá djöfla i hverju skoti og vera að eltast við óvið- komandi menn úti i bæ Ábyrgð þess- ara manna er mikil." sagði Jón E Ragnarsson að lokum „Vil ekkert um málið segja að svo stöddu —segir rannsóknarlögreglustjóri 99 MORGUNBLAÐIÐ hafði í gærkvöldi samband við Hall- varð Einvarðsson yfirmann Rannsóknarlögreglu rikisins og innti eftir máli því, sem gert er að umtalsefni hér á síðunni, og bar undir hann ásakanir lögfræðinganna tveggja. Hallvarður kvaðst ekki vilja tjá sig neitt um málið að svo stöddu hvað sem síðar yrði. GLÆSILEG BAÐSETT FRÁ ÍTALÍU Pantið tímanlega OPIÐ LAUGARDAG 9-6 ÍÍA1 BYGGINGAMARKAÐURINNhf VERZLANAHÖLLINNI GRETTISG. / LAUGAV. Simi 13285

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.