Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 229. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTOBER 1977
fllttrgmtMafeifr
Útgefandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jónannsson
Ámi Garðar Kristinsson.
Aoalstræti 6, simi 10100.
ASalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1500.00 kr. á manuði innanlands.
i lausasölu 80.00 kr. eintakiS.
Ilögum þeim um kjara-
samning     Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja,
sem veittu opinberum
starfsmönnum verkfalls-
rétt segir svo í 26. grein:
„Þótt löglegt verkfall sé
hafið er starfsmönnum,
sem í verkfalli eru, skylt að
starfa svo, að haldið verði
uppi nauðsynlegri öryggis-
vörzlu og heilsugæzlu.
Kjaradeilunfend ákveður
hvaða einstakir menn skuli
vinna í verkfalli og hún
skiptir vinnuskyldu á milli
manna. Um laun og kjör
þessara manna meðan á
verkfalli stendur skal fara
eftir þeim kjarasamningi,
sem gerður verður að
loknu verkfalli."
Þau vandamál, sem upp
hafa komið við fram-
kvæmd fyrsta verkfalls op-
inberra starfsmanna, og
eru mjög alvarleg, eru
fyrst og fremst sprottin af
því,  að  Bandalag  starfs-
hefur því miður sýnt úr-
skurðum kjaradeilunefnd-
ar virðingarleysi, og með
því reynt að brjóta þessi
ákvæði niður.
Við framkvæmd þessa
verkfalls opinberra starfs-
manna hafa komið upp
vandamál við hliðin á
Keflavíkurflugvelli vegna
þess, að lögreglumenn i
hliðinu framfylgdu ekki
úrskurði kjaradeilunefnd-
ar. Órói hefur skapast á
sjúkrahúsum vegna þess,
að BSRB hefur ekki virt
úrskurði kjaradeilunefnd-
ar. Vandræði hafa orðið
hjá Hjúkrunarskólanum
vegna þess að BSRB hefur
ekki virt úrskurði kjara-
deilunefndar. Virðingar-
Ieysi  BSRB  gagnvart  úr-
er vakin á þeim viðurlög-
um, sem eru við því að
brjóta þessi lög.
Auðvitað getur BSRB
haft sínar skoðanir á rétt-
mæti úrskurða kjaradeilu-
nefndar. BSRB getur deilt
á úrskurði kjaradeilu-
nefndar en BSRB getur
ekki haft þessa úrskurði að
engu eins og gerzt hefur
hvað eftir annað að undan-
förnu. Hið alvarlega við
þessa vihnudeilu opin-
berra starfsmanna er ekki
það, að samningar hafa
ekki tekizt um kaup og
kjör. Hið alvarlega er
heldur ekki, að verkfall
hefur skollið á, stendur
enn og lausn ekki í sjón-
máli. Hið alvarlega er það,
að BSRB hefur ekki alfarið
BSRB og úrskurðir
k j ar adeilunefndar
manna ríkis og bæja, sem
undirritaði samning við
stjórnvöld fyrir rúmum
tveimur árum um þetta
skilyrðislausa úrskurða-
vald    kjaradeilunefndar,
skurðum kjaradeilunefnd-
ar hefur verið slíkt fyrstu
daga verkfallsins, að kjara-
deilunefnd hefur séð sig
tilneydda til að senda
BSRB bréf þar sem athygli
virt landsins lög, sem þar
að auki eru sett nákvæm-
lega í samræmi við
samninga, sem forráða-
menn BSRB hafa skrifað
undir.
Vel má vera, að forráða-
menn BSRB hafi ekki
stjórn á þessu verkfalli.
Vel má vera, að reynslu-
leysi BSRB í verkfalli sé
svo mikið, að þar hafi allt
gengið á afturfótum fyrstu
daga. Það kann að vera
skýring á framferði BSRB
að einhverju leyti. Sú
staðreynd að verkfalls-
verðir BSRB sem virtu að
vettugi fyrirmæli BSRB á
Keflavíkurflugvelli, voru
krafðir skýringa á þeirri
framkomu af hálfu for-
ráðamanna bandalagsins
gefur vísbendingu um, að
tilraun sé gerð til þess að
hafa einhverja stjórn á
þessum       verkfallsað-
gerðum. Það er vel, ef svo
er.
En verði ekki nú þegar
gjörbreyting á afstöðu
BSRB til úrskurða kjara-
deilunefndar er ekki hægt
að afsaka eitt eða annað
með reynsluleysi eða
stjórnleysi. Þá hlýtur að
koma til kasta fram-
kvæmdavaldsins að fylgja
fram landsins lögum. Og þá
vaknar óhjákvæmilega sú
spurning, hvert afl hið
stjórnskipulega     fram-
kvæmdavald hefur til þess
að sjá um, að lögin verði
virt.
Rey kj aví kurbréf
«Laugardagur 15. október
Samþykkt verk-
fallsréttar BSRB
Fróðlegt er, í ljósi þeirra at-
burða, sem nú eru að gerast. aó
rifja upp umræður á Alþingi og
afstöðu þingmanna til verkfalls-
réttar opinberra starfsmanna en
þær umræður fóru fram í maí-
mánuði 1976. I stuttu máli sagt
var mjög víðtæk samstaða á Al-
þingi um að veita opinberum
sl arf smönnum     verkf allsrétt.
Rikisstjórnin lagði fram frum-
varp þess efnis, sem byggt var á
samkomulagi, sem nokkru áður
hafði verið gert við Bandalag
starfsmanna rikis og bæja. Tals-
menn stjórnarandstöðuflokkanna
þriggja, Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og SFV lýstu yfir ein-
dregnum stuðningi við frumvarp-
ið. Það var einungis meðal nokk-
urra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, sem efasemda gætti
um, að skynsamlega væri að verki
staðið — nokkrir þingmenn
flokksins greiddu atkvæði gegn
frumvarpinu eða sátu hjá við at-
kvæðagreiðslu um það. Langur
aðdragandi var að þessari laga-
setningu. Á árinu 1875 voru sett
lög á Aiþingi tslendinga um skip-
an launamála opinberra starfs-
manna og var þar ákveðið, að
þingið sjálft skyldi ákveða launa-
kjör þeirra með lögum hverju
sinni. Þessi skipan hélzt fram til
ársins 1962 er opinberum starfs-
mönnum var veittur samnings-
réttur en hins vegar ákvæði um,
að tækjust samningar ekki, skyldi
sérstakur kjaradómur ákvarða
launakjör þeirra.  Lagasetningin
frá 1962 var talin mjög stórt skref
í réttindabaráttu opinberra starfs-
manna og er eftirtektarvert í
þessu sambandi, aó það eru ríkis-
stjórnir undir forsæti Sjálfstæðis-
flokksins og þar sem Sjálfstæðís-
menn fara með embætti fjármála-
ráðherra, sem í báðum tilvikum
veita opinberum starfsmönnum
réttindi, sem þeir hafa barizt fyr-
ir. Mættu þeir opinberir starfs-
menn. sem hneigjast til þess að
ætla. að núverandi ríkis.stjórn eða
Sjálfslæðisflokkurinn sé þeim
óvinveitt, hafa þetta í huga. I
hinum fræga málefnasamningi
vinstri stjórnarinnar var ákvæði
um að veita skyldi opinberum
starfsmönnum verkfallsrétt. Ekki
stóð vinstri stjórnin við þau fyrir-
heit og mætti það líka vera opin-
berum starfsmönnum nokkurt
umhugsunarefni í hita kjarabar-
áttu þeirra þessa dagana. Hins
vegar voru þær breytingar gerðar
á samningamálum opinberra
starfsmanna í tíð vinstri stjórnar,
að Bandalag háskólamanna fékk
samningsrétt.
Haustið 1975 hófust svo viðræð-
ur milli ríkisstjórnarinnar, BSRB
og BHM um verkfallsréttarmálin
og leiddu þær viðræður til þess
samkomulags, sem í upphafi var
vikið að og frumvarp ríkisstjórn-
arinnar i maí 1976 byggðist á.
Þegar Matthías A. Mathiesen fjár-
málaráðherra fylgdi frumvarpinu
úr hlaði í efri deild Alþingis, lýsti
hann afstöðu ríkisstjórnarinnar
til þessa máls með svofelldum
orðum: „Með frv. þessu, ef að
lögum verður, er stigið stórt skref
í kjarasamningamálum opinberra
starfsmanna. Hér er um áfanga að
ræða, sem markar þáttaskil í sam-
skiptum ríkisins og Bandalags
starfsmanna ríkisins. Krafan um
verkfallsrétt er jafngömul sam-
tökum starfsmanna hins opin-
bera, þó að hún hafi ekki fengið
hljómgrunn meðai ráðamanna
fyrr en nú á slðustu árum. Af
hálfu rikisvaldsins hefur kröfum
um verkfallsrétt jafnan verið
mætt með kröfum um sjálfstæð-
ari samningsgerð opinberra
starfsmanna og afnám þeirra sér-
stöku réttinda sem opinberir
starfsmenn hafa haft umíram
aðra launþega. Með árunum hef-
ur dregið úr þeirri sérstöðu, sem
opinberir starfsmenn hafa haft og
einkum hefur verið fólgin í verð-
tryggingu lífeyris og æviráðn-
ingu. Annars vegar hafa aðilar
vinnumarkaðarins náð samkomu-
lagi um verðtryggingu lífeyris
þeirra launþega, sem eru i líf-
eyrissjóðum innan ASt og hins
vegar hafa stjórnvöld í vaxandi
mæli ráðið starfsmenn með gagn-
kvæmum uppsagnarfresti. Með
samkomulagi því, sem liggur til
grundvallar lagafrumvarpi þessu,
er gert ráð fyrir, að dregið verði
enn úr þeirri sérstöðu, sem opin-
berir starfsmenn hafa haft um
ráðningarform og fjármögnun líf-
eyrisréttindasinna."
Siðan vék fjármálaráðherra sér-
staklega að verkfallsréttinum,
sem frumvarpið gerði ráð fyrir aó
veita opinberum starfsmönnum
og sagði um afstöðu ríkisstjórnar-
innar til hans: „Afstaða rikis-
stjórnarinnar til þessa frumvarps
réðst þó ekki síður af þvi, að
verkfallsréttur sá, sem það fjallar
um, er háður skynsamlegum tak-
"mórkum. í fyrsta lagi er verkfalls-
rétturinn einungis á hendi heild-
ars'amtaka til stuðnings kröfum
um aðalkjarasamning, sem gildir
skemmst í tvö ár, en ekki sérkröf-
um einstakra hópa. í öðru lagi er
óheimilt að hefja verkfall nema
áður hafi verið felld sáttatillaga í
atkvæðagreiðslu, sem a.m.k.
helmingur atkvæðisbærra starfs-
manna hefur tekið þátt í. i þriðja
lagi er verkfallsboðunarfrestur
15 dagar og sáttanefnd heimilt að
fresta verkfalli í aðra 15 daga. ÖIl
þessi atriði eiga að tryggja, að það
sé ekki gripið til verkfallsvopns-
andstöðu sinni við frumvarpið.
Hann sagði m.a. í ræðu: ,,Ég tel að
í þessu felist röng og varhugaverð
stefna. Þetta samrýmist hvorki
okkar veika ríkisvaldi né reynslu
þeirri, sem við höfum af verkföll-
um í þessu landi ... Hvergi í
sjálfstæðu ríki er ríkisvaldið veik-
ara en einmitt hér á landi og það
ætti ekki að þurfa að minna á
þessa staðreynd, svo greypt sem
hún ætti að vera i okkar þjóðar-
vitund. Sporin hræða. Við minn-
umst fjörbrota okkar forna þjóð-
veldis og hver örlagavaldur það
var, að á skorti ríkisvaldið. Ég er
ins nema að vel yfirveguðu máli
og að undangenginni almennri
könnun á vilja starfsmanna þar
sem krafizt er lýðræðislegrar lág-
marksþátttöku. Síðast en ekki sízt
eru í frumvarpinu ákvæði um að
tryggja borgurunum nauðsynlega
öryggis- og heilsugæzluþjónustu
þótt til verkfalls opinberra starfs-
manna komi."
Svo mörg voru þau orð fjár-
málaráðherra vorið 1976.
Andstaða á
Alþingi
Við þessa fyrstu umræðu í efri
deild Alþingis kom strax í ljós, að
nokkur andstaða var innan Sjálf-
stæðisflokksins við veitingu verk-
fallsréttar til opinberra starfs-
manna. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson varð fyrstur þing-
manna til þess að lýsa eindregið
ekki að jafna þessu við ástandið í
dag. Við getum þó verið allir sam-
mála um, að okkar ríkisvald er
veikt. Það ástand er ekki sam-
bærilegt við það, sem annars stað-
ar gerist.-Við höfum ekki her og
ætlum okkur ekki að hafa her. En
í öðrum löndum er herinn þrauta-
ráðið þar sem hermenn eru látnir
ganga í ýmis störf sem nauðsyn-
leg eru til þess að halda uppi
þeirri þjónustu, sem hvert riki
verður að sjá um undir öllum
kringumstæðum."
Jón heitinn Arnason lýsti einn-
ig miklum efasemdum um rétt-
mæti þessa frumvarps, sem þarna
, var til umræðu. Hann sagði í
ræðu við aðra umræðu í efri
deild: „En allt fyrir það er ég
þeirrar skoðunar, að þennan rétt
eigi ekki að samþykkja til handa
opinberum starfsmónnum nema
þvf aðeins að þeir sitji við sama
borð og aðrir launþegar í landinu,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36