Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 231. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1977
Ekki talin ástæða
til gæzluvarðhalds
- þegar fyrra nauðgunarmálið var í rannsókn
VEGNA fréttar í blaðinu í gær
um nauðgunarmál í Keflavík, en
þar hefur 19 ára piltur verið
handtekinn tvisvar á nokkrum
vikum fyrir slík brot, hafði Mbl.
samhand við Þóri Oddsson, stað-
gengil rannsóknarlögreglustjóra,
og spurði  hann hvernig mál  af
þessu tagi væru meðhöndluð og
hvort fangelsunum væri ekki
beitt.
Þórir svaraði því til, aö venjan
væri sú að þegar nauðgun væri
kærö og hinn seki næðist og játaði
fullkomlega brot sitt, væri honum
Framhald á bls 18.
Langlínustöðin í Breiðholti bilaði:
Verkfallsverðirnir
virtu ekki úrskurð
k j aradeilunefndar
VIÐGERÐARMONNUM frá Pósti
& síma var í gær meinaður að-
;aii«ur að langlínustöðinni í
Rreiðholti til viðgerðar, af verk-
fallsvörðum BSRB, en viðgerðar-
mennirnir höfðu þá undir hönd-
um úrskurð kjaradeilunefndar,
þar sem leyfi var veitt til viðgerð-
ar á stöðinni, þar sem það var
talið varða öryggi íbúa Mývatns-
sveitar. En yfir helmingur allra
símalína til Mývatnss'veitar liggja
í gegnum langlínustöðina. Verk-
fallsverðir BSRB neituðu þeim
um inngöngu á þeirri forsendu að
fyrir lægi bréf frá verkfallsnefnd
BSRB, þar sem bann væri við þvf
að hleypa nokkrum þarna inn.
Morgunblaöið sneri sér til Þor-
varðar Jónssonar yfirverkfræö-
ings hjá Pösti & síma, en hahn var
viðstaddur þegar viðgerðarmönri-
um þeirra var meinaður aðgangur
að stöðinni og innti hann eftir
forsendum fyrir þessari undan-
þágubeiðni Pósts & síma. — Þessi
beiðni okkar er fyrst og fremst
send þar sem þessi bilun er talin
varða öryggi ibúa Mývatnssveitar,
en allar línur f'rá Reykjavik þarna
norður liggja í gegnum stöðina í
Breiðholti. Viö urðum því í hæsta
máta undrandi þegar okkur var
meinaður aögangur, meö úrskurð
kjaradeilunefndar upp á vasann.
Þá sneri Morgunblaðið sér til
Pfls Guðmundssonar hjá verk-
fallsnefnd BSRB og spurði hannn
um afstöðu nefndarinnar í þessu
máli. — Víð höfnuðum beíðni um
viðgerð í langlínustöðinni í Breið-
holti á þeirri forsendu að kunnug-
ir menn töldu að nóg væri að gera
við bilunina í aðalstöðinni í mið-
bæ til þess að samband kæmist á
við Mývatnssveit og sú viðgerð
hefur þegar farið fram. Við
myndum aö sjálfsögðu aldrei
standa í vegi fyrir öryggi Mývetn-
inga á nokkurn hátt, sagði Páll að
lokum.
Atök í stjórnarráði
— segja verkfallsverðir
Ekki beinlínis átök
— segir ráðuneytisstjóri
TIL ATAKA kom í gær milli
starfsmanna í stjórnarráðinu
og verkfallsvarða BSRB, sem
höföu stillt sér upp fyrir fram-
an dyr mötuneytis starfs-
manna, en starfsmennirnir æfl-
uðu inn f mötuneytið til að fá
sér kaffisopa. Stjórn BSRB
ræddi þetta mál á fundi í gær
og vítti meint lagabrot og of-
beldi af hendi ráðuneytisstjóra
og háttsettra embættismanna í
launadeild fjármálaráðuneytis-
ins, en þeir munu hafa a-tlað að
fá sér kaffisopa. Morgunblað-
inu barst f gærkvöldi frásögn
verkfallsvarða BSRB í Arnar-
hvoli af þessum atburði og fer
frásögnin hér á eftir:
Slrax í upphafi verkfalls
opinberra staifsmanna reis
ágreiningur uin starfrækslu
mötuneytis Stjórnarráðsins f
Arnarhvoli. ^greiningurinn
var milli fjármálaráðuneytisins
og verkfall.snefndar Félags
starfsmanna Stjórnarráðsins.
Félagið taldi að þar sem for-
stöðukona mötuneytisins tekur
laun samkvæmt samningi
B.S.R.B., þá bæri að loka mötu-
neytinu. Verkfallsnefnd hafði
fyrir daginn í dag gert tvær
Framhald á bls. 21.
Verkfallsverðir BSRB við Langlínustöðina í Breiðholti skoða úrskurð kjaradeilu-
nefndar hjá viðgerðarmönnum Pósts & síma, en meina þeim eigi að síður aðgang.
BSRB veittí undanþágu
til launagreiðslnanna
UNDANÞAGA hefur nú verið
veitt til þess að ríkisslofnanir geti
gengið frá laiinagreiðsliini til
vikulaiiiiainaniia úr röðum iðnað-
ar- og verkamanna, sem vinna hjá
stofnunum og fyrirtækjum ríkis-
ins. Eins og fram kom í Mbl. í gær
fengu þessir aðilar ekki greidd
laun sl. föstudag, eins og samn-
ingar gera ráð fyrir vegna verk-
fallsBSRB.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
íslands, skýrði Mbl. svo frá í gær,
að vinsamlegum viðræðum BSRB-
manna og fulltrúa almennra
verkalýðsfélaga um þetta efni
hefði lyktað á þá lund að BSRB
hefði fyrir sitt leyti veitt heimild
til þess að launagreiðslur til þess-
ara starfsmanna gætu farið fram.
Þó væri ekki gert ráð fyrir að
fullnaðaruppgjör launa færi fram
heldur yrði um að ræða eina fasta
greiðslu. Guðmundur bjóst við að
reynt yrði að hrinda þessu í fram-
kvæmd í dag.
Guðmundur gat þess ennfrem-
ur, að verkamenn og iðnaðar-
menn hjá Reykjavíkurborg hefðu
strax um hádegi í fyrradag fengið
greidd laun sín. Strax og samning-
ar hefðu tekizt á sunnudagskvöld.
hefði fjöldi fólks verið fenginn til
þess að fara i þessa launaútreikn-
inga og tekizt að ljúka því verki á
þessari einu nóttu sem alla jafnan
tæki 3—4 daga. „Þetta er frábær-
lega vel að verki staðið," sagði
Guðmundur J. Guðmundsson og
benti á að þarna hefði verið um að
ræða launaútreikninga 4—500
manna.
Ekkert heflað vegna
verkfallsins og vegir
víða orðnir holóttir
Vilja verk-
falísréttinn
A DAGLEGUM fundi Starfs-
mannafélags ríkisstofnana í dag
voru 105 mættir. Þar var meðal
annars rætt um verkfallsrétt
vegna endurskoðunar á launalið
væntanlegra     kjarasamninga.
Greidd voru atkvæði um þetta
mál og urðu úrslit þau að 104
vildu verkfallsrétt með endur-
skoðunarákvæðunum og einn var
mótfallinn verkfallsrétti.
(Fríttatilk. fráBSRB).
Verkfallsmálum meðal
lögr eglumanna breytt
BREYTT hefur verið fram-
kvæmd verkfallsmála hjá lög-
reglunni, en eins og kunnugt er
hafði Lögreglufélag Reykjavfk-
ur gefið út bréf, þar sem sagði
að eftirlit skyldi vera í lág-
marki og að eftirlitsferðir væru
verkfallsbrot. Nú hefur hins
vegar verið tekinn upp sá hátt-
ur, að árdegis verða daglegar
viðræður milli yfirmanna lög-
reglunnar og fulltrúa hinna
ýmsu deilda. Verður þar rætt
um það, hvernig ástand mála
er, og á hvern h'átt lögreglu-
stjóri hafi ákveðið að haga lög-
gæzlu.
Björn  Sigurðsson,  formaður
Lögreglufélagsins sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
þetta nýja bréf félagsins, sem
útgefið var i gær til allra lög-
reglumanna, hefði verið samið í
ljósi þess að ástandið væri
breytingum háð. Rætt verður á
fundunum ástand næturinnar
og á hvern hátt lögreglustjóri
ætli að haga löggæzlu. Björn
kvað mikla breytingu hafa orð-
ið á þörf fyrir lögreglueftirliti
eftir að samningar tókust við
Reykjavíkurborg, en í verk-
fallsástandinu hefði einnig um-
ferð orðið mun hraðari og
menn ekið ógætilegar en áður.
Þá  kvað  Björn  Sigurðsson
innbrot hafa verið að aukast
eftir því sem á verkfallið hefur
liðið. Nefndi hann sem dæmi að
i Arbæjarhverfi hefði undan-
farin misseri verið mjög rólegt,
en þar hefði ástand hins vegar
nú breytzt til hins verra. Hefði
þessi breyting verið lögreglu-
mönnum mikið áhyggjuefni,
einkum með tilliti til þess, að
Arbæjarhverfi væri stórt, en
lögreglulið þar fámennt. Fjall-
að hefði verið um þessi mál i
gær, m.a. á stjórnar- og trún-
aðarmannaráðsfundi í Lög-
reglufélaginu, þar sem yfirlög-
regluþjónar voru einnig við-
staddir.
FÆRÐ er víðast hvar með bezta
móti á landinu og er það að þakka
einstakri haustbiíðu, að því er
Arnkell Einarsson hjá vegaeftir-
litinu tjáði Mbl. í gær. Hins vegar
eru vegir víða orðnir holóttir þar
eð þeir hafa ekki verið heflaðir í
rúma viku vegna verkfalls BSRB,
en flestir verkstjórar Vegagerðar-
innar eru meðlimir bandalagsins.
Annars hefur vegaeftirlitið
fengið mjög stopular fréttir að
undanförnu vegna lélegs sima-
sambands og verkfallsins. Þó er
ljóst að Breiðdalsheiði er orðin
ófær en Þorskafjarðarheiði er að
öllum líkindum fær ennþá.
Vegurinn við Ös í Breiðdal fór i
sundur vegna vatnavaxta aðfarar-
nótt s.l. laugardags en undanþága
fékkst tll að lagfæra veginn.
Arnkell vildi koma því á fram-
færi, að fljótt gætu skipast veður i
lofti þegar komið væri svona
langt fram á haustið og ef vegir
teppast vegna snjóa yrði ekkert
mokað vegna verkfallsins.
Valur, FH og
landsliðið
fá undanþágu
VERKFALLSNEFNÐ     BSRB
ákvað á fundi í gærkvöldi að veita
þremur handknattleiksflokkum
undanþágu til að fara flugleiðis í
keppni í útlöndum.
Umræddir flokkar eru Valur,
sem keppir í Evrópumóti meist-
araliða í Færeyjum, FH, sem
keppir i Evrópukeppni bikar-
meistara í Finnlandi og íslenzka
kvennalandsliðið, sem er að fara
til keppni í Þýzkalandi.
Valur og FH höfðu óskað und-
anþágu til að komast til leikjanna
ytra, en fengu þá neitun. I ráði er
að allir flokkarnir fari utan i
sömu flugvél á morgun.
Yfirlýsing frá Starfs-
mannafélagi Ríkisútvarps
Morgunblaðinu barst í gær eft-
irfarandi frá Starfsmannafélagi
Rikisútvarpsins:
Þar sem Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar Iætur Morg-
unblaðinu í té þær upplýsingar i
dag, að verkfallsnefnd B.S.R.B.
hafi neitað félaginu um að „aug-
lýsa mætti afboðun verkfalls i út-
varpinu með veðurfregnum kl.
22.15 um kvöldið", er rétt að upp-
lýsa eftirfarandi:
1. A félagsfundi Starfsmanna-
félags Reykjavikurborgar, mánu-
daginn 10. okt. tilkynnti formaður
félagsins undir lok fundarins að
úrslit atkvæðagreiðslunnar um
samningana, yrðu tilkynnt í út-
varpi morguninn eftir um leið og
veðurfregnir yrðu lesnar. Þetta
var mörg hundruð manns tilkynnt
án þess að nokkuð samráð væri
haft við Starfsmannafélag Ríkis-
útvarpsins eða aðra sem málið
varðaði, eftir því sem best er vit-
að.
2. Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar  beit  svo  höfuðið  af
skömminni með þvi að læða úr-
Framhald á bls 18.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32