Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 231. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÖBER 1977
tftgtmlrlafrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Bjorn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aoalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
Áskriftargjald 1 500 00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 80.00 kr. eintakið.
Kjöriníbrenni-
depli á ný
Verkfallsbarátta BSRB og aðferðir samtakanna í henni hafa
verið mjög í sviðsljósinu að undanförnu en minna hefur farið
fyrir sjálfri kjarabaráttunni og umræðum um sjálf kjaramál
opinberra starfsmanna. I fyrradag hófust hins vegar samningavið-
ræður á ný að tilhlutan sáttasemjara og í gærkvöldi var talið
hugsanlegt að einhver hreyfing kynni að komast á samninga-
málin. Ekkert lá þó ákyeðið fyrir um það, þegar þetta var ritað.
Nú þegar kjaramálin sjálf eru að komast í brennipunkt á ný er
kannski ekki úr vegi að rífja upp afstöðu Morgunblaðsins til kjara
opinberra starfsmanna eins og hún kom fram i forystugrein
blaðsins hinn 6. október sl. þegar úrslit lágu fyrir i allsherjar-
atkvæðagreiðslu um sáttatillöguna Þá sagði Morgunblaðið m.a. í
íorystugrein: „Morgunblaðið hefur ekki treyst sér til að hvetja
opinbera starfsmenn til að samþykkja alfarið sáttatillöguna, þó
það geri sér hins vegar grein fyrir því, að það var ábyrgðarhluti að
fella hana, eins og ástatt er í þjóðfélaginu. Vissir hópar opinberra
starfsmanna eru ekki of sælir af launum sínum. Það er alls ekki út
í hött að finna leiðir til að lyfta kjörum þeirra. Hitt er svo jafn rétt,
að margir opinberir starfsmenn hafa sæmileg eða nokkuð góð
laun og enn aðrir ágæt. Nú þarf að leggja áherzlu á að skilja þarna
á milli og róa að því öllum árum að þeir, sem minnst hafa, rétti
sinn hlut. Það er engum til góðs að of mikils launamisræmis gæti
í þjóðfélagi okkar . ." Og Morgunblaðið segir ennfremur í
þessari forystugrein: „Það hafa þó ekki verið opinberir starfs-
menn, sem skarað hafa í eld verðbólgubálsins á undanförnum
árum. Þvert á móti; þeir hafa margir sýnt mikið langlundargeð.
Má i því sambandi minna á svokallaða olíusamninga, á tímum
vinstrí stjórnar, er þá skipuðu opinberum starfsmönnum, ekki sízt
hinum lægst launuðu, aftar launþegum hins frjálsa vinnumark-
aðar." Og enn segir Morgunblaðið: „Óskir opinberra starfsmanna
eru þær helztar að samtök þeirra nái fram hækkun á lægstu
launum, einnig einhverjum leiðréttingum í miðju launastigans „tíl
samræmingar við aðra starfshópa í þjóðfélaginu" eins og komizt
hefur verið að orði."
Morgunblaðið hefur gagnrýnt verkfallsforystu BSRB harðlega
síðustu daga fyrir framkvæmd verkfallsins Sú gagnrýni hefur
verið byggð á óhrekjanlegum rökum En það er ekki úr vegi nú,
þegar samningaviðræður standa yfir á ný, að minna á, að
Morgunblaðið hefur sýnt skilning á nauðsyn kjarabóta fyrir
opinbera starfsmenn eins og ofangreindar tilvitnanir sýna. Mætti
það verða til umhugsunar fyrir þá, sem veitzt hafa að Morgun-
blaðinu með sleggjudómum einungis vegna þess, að blaðið hefur
flutt sannar og réttar fréttir af verkum verkfallsforystu BSRB
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra gerði skýra grein fyrir
afstöðu ríkisstjórnarinnar til samningamála BSRB á Alþingi í
fyrradag. í þingræðu benti forsætisráðherra á, að krafa BSRB um
endurskoðunarrétt á samningstíma með verkfallsrétti fæli í sér
brigðir á þvi samkomulagi, sem gert var við BSRB, þegar lögin
um verkfallsrétt voru sett. Forsætisráðherra kvað upp úr með það,
að útilokað væri að samþykkja slíkan endurskoðunarrétt með
verkfallsrétti og ríkisstjórnin mundi ekki beita sér fyrir slíkri
lagasetningu.
Þá gerði forsætisráðherra að umtalsefni kjör hinna lægst
launuðu meðal opinberra starfsmanna og sagði, að ríkisstjórnin
gæti ekki gengið lengra í málum þeirra en hún hefði gert með
síðasta tilboði sínu, þar sem kjör BSRB væru þá komin upp fyrir
hinn almenna vinnumarkað og væri það því óverjandi Hins vegar
sagði Geir Hallgrímsson, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til þess að
tryggja að enginn starfsmaður, sem næði starfsfestu sæti lengi í
neðstu þrepum launastigans.
Þá ræddi Geir Hallgrímsson um miðbik launastigans og sagði
ríkisstjórnina hafa gengið svo langt til móts við kröfur BSRB um
15—20% hækkun um miðbik launastigans umfram hækkanir
ASÍ, að naumast væri hægt að ganga lengra, ef ekki ætti að
hleypa af stað óstöðvandi kjarakapphlaupi.
í lok ræðu sinnar lýsti Geir Hallgrímsson þeirri von sinni að þeir
almennu hagsmunir yrðu virtir sem í því væru fólgnir að
starfsmenn ríkisins fengju sambærileg kjör og aðrir vinnandi
menn í landinu. Eins og fram kemur í þessari ræðu forsætisráð-
herra er afstaða ríkisstjórnarinnar i samningamálum BSRB afar
skýr og ætti það út af fyrir sig að skapa grundvöll til samninga, ef
forystumenn BSRB eru að sama skapi fúsir til þess að leiða þessa
deilu til lykta. Matthías Á Mathiesen fjármálaráðherra sagði í
viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann vonaðist til þess að menn
drægju nokkurn iærdóm af þessari deilu Á því er full þörf og er
ekki vafi á því, að ýmislegt, sem fram hefur komið í sambandi við
hana, mun verða mönnum ærið umhugsunarefni á næstu mánuð-
um
Gerð sundlaugar við Grens-
ásdeild til umræðu á Alþingi
Á ALÞINGI í gær kom fram fyrirspurn frá Magnúsi Kjartanssyni alþingismanni til
forsætisráðherra, hvað liði framkvæmdum við gerð sundlaugar við Grensásdeild
Borgarspítalans, en framkvæmd þess máls hafði verið skotið til ríkisstjórnarinnar,
eftir miklar umræður á síðasta þingi. Af þessu tilefni voru mættir á þingpalla
fjölmargir sjúklingar Grensasdeildarinnar ásamt hjúkrunarfólki, sem var þvi til
aðstoðar.
Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, svaraði því til að reiknað væri með sérstakri
fjárveitingu í fjárlögum næsta árs til þessara framkvæmda. Nokkrar meiri umræður
urðu um málið og vísast í því tilefni á þingsíðu blaðsins en eftir umræður um þetta
mál var sjúklingum deildarinnar ásamt hjúkrunarfólki boðið í kaffi hjá Alþingi og
fór þá Morgunblaðið og ræddi við einn sjúkling deildarinnar og lækni. Fara þau
viðtöl hér á eftir:
Sjúklingum hjálpað af þingpöllum í gær.
„Okkur
mikið hjart-
ansmál
að fá
sundlaug
að
deildinni"
ÞETTA er okkur starfsfólkinu
alveg eins og sjúklingum
mikið hjartansmál, að fá
þessa sundlaug að Grensás-
deildinni. það yrði alger bylt-
ing fyrir alla endurhæfingu
hjá okkur, sagði Jóhann
Gunnar Þorbergsson, læknir
við Gressásdeild Borgar-
spítalans, er Morgunblaðið,
ræddi við hann á þingpöllum
í gær.
Fyrir lamað fólk og fólk með
skerta hreyfigetu er þetta
ótrúlegur munur að fá vatnið
inn i endurhæfinguna. Allar
hreyfingar verða miklu léttari í
vatninu, þannig að endurhæf-
ing verður öll mun léttari, þeg-
Jóhann Gunnar Þorbergsson, læknir
við Grensásdeild Borgarspítalans.
ar fólkið finnur að hreyfingarn-
ar eru miklu léttari eykur það
sjálfstraustið til muna, en það
verður þess aftur valdandi að
allur bati verður miklu fljótari
Þá er það okkar draumur, að
með komu slíkrar sundlaugar
gætum við hjálpað mun fleira
fólki heldur en því sem á deild-
inni dvelst hverju sinni. Það er
mikill fjöldi af fólki, sérstaklega
gómlu fólki sem er heima hjá
sér og nýtur engra aðstoðar
við, en með tilkomu laugar-
innar myndi það gjörbreytast.
Þá er gaman að geta þess að
erlendir sérfræðingar, sem hafa
heimsótt okkur hafa sagt mér
að Grensásdeildin yrði i
fremstu röð endurhæfingar-
stöðva, aðeins ef hún fengi
sundlaug.
Það að endurhæfing sé allt
of dýrt fyrirbæri, tel ég alranga
skoðun, endurhæfingin er
aldrei of dýru verði keypt, hún
skilar sér ætíð margfaldlega
aftur Enda er það okkar stefna
að sem allraflestir sjúklingar
sem leita okkar hjálpar geti
hjálpað sér að mestu sjálfir, en
það er aðeins hægt, fáum við
sundlaug að deildinni.
Það var í morgun þegar flest-
ir sjúklingarnir mættu i æfing-
ar, sem þeir fóru fram á það að
þeim yrði hjálpað til að komast
á þingpalla, til þess að geta
fylgst með þeim umræðum,
sem þar kynnu að verða um
þetta mál. Okkur fannst þetta
alveg sjálfsagt og flest allt
starfslið deildarinnar var boðið
og búið að veita sina aðstoð í
þessu sambandi, sagði Jóhann
að lokum.
SKAMMDEGIÐ
KALLAR
ÁAUKNA ADGÆZLU
OF STUT1
VELDUl
EIN algengasta tegund árekstra eru
aftanákeyrslur, sem má oft rekja til
gáleysis eSa athugunarleysis öku-
manna. „Ég leit aðeins til hliðar,"
heyrist oft sagt eftir þessa árekstra,
„betta gerðist svo fljótt " Okumenn
fylgjast ekki nógu vel með og að sögn
lögreglunnar er algengasta orsök
þessara árekstra að ökumenn hafa ekki
nógu langt bil milli ökutækja.
Á  s.l.   ári  urðu  439  aftanákeyrslur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32