Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1977
Handtökumálið í Keflavikurhliðinu:
Ökumaðurinn virti ekki
bann lögregluþjónsins
í LÖGREGLUSKVRSLU hjá lög-
reglustjóraembættinu á Keflavfk-
urflugvelli vegna handtöku fs-
lenzks starfsmanns á Keflavíkur-
flugvelli fimmtudaginn 13. okt.
s.l. kemur fram að lögregluþjónn-
inn, sem ræddi við manninn,
fylgdi bfl hans eftir þar sem mao-
urinn hafði ekki fengið leyfi til
þess að fara inn á Vallarsvæðið
með eiginkonu sína sem var ekki
með starfsmannaskfrteini að
Vallarsvæðinu þðtt hún ynni þar.
Lögregluþjónninn sem stöðvaði
manninn i hliðinu gaf lögreglu-
skýrslu um málið og þegar
Morgunblaðið innti hann eftir
upplýsingum um aðdraganda
málsins í fyrradag kvað hann sér
ekki heimilt sem Iögreglumanni
að gefa upplýsingar um lögreglu-
skýrslu  og  vísaði  til  lögreglu-
stjóra. Lögregluþjónninn kvaðst
þó taka fram að hann hefði verið
við vinnu í hliðinu sem lögreglu-
maður á vakt en ekki verkfalls-
vörður.
Samkvæmt upplýsingum Þor-
geirs Þorsteinssonar lögreglu-
stjóra á Keflavíkurflugvelli kvað
hann ljóst að lögregluþjónninn
hefði farið með bílnum nokkurn
spöl eftir að maðurinn tók skyndi-
lega af stað og lögregluþjónninn
sem hafði tak á bílnum gat ekki
sleppt án þess að eiga á hættu að
falla til jarðar. Ökumaðurinn
mun hafa stöðvað bílinn að ósk
konu sinnar, sem vakti athygli
manns síns á því að lögreglu-
þjónninn fylgdi bílnum. Þegar
ökumaðurinn stöðvaði bíl sinn
sagði lögregluþjónninn honum að
aka til lögreglustöðvarinnar sem
var i um það bil 150 m fjarlægð,
en ökumaðurinn ók hins vegar
beint til vinnustaðar síns.
Þorgeir sagði að lögregluþjónn-
inn hefði fylgt bilnum eftir vegna
þess að ökumaðurinn ók áfram
þrátt fyrir bann lögregluþjónsins.
Ökumaðurinn sjálfur var með
gild skilríki, en hann óhlýðnaðist
fyrirmælum lögregluþjónsins um
að kona hans gæti ekki farið með
honum inn á flugvöllinn vegna
þess, að hún hefði ekki vegabréf.
Síðan fóru þrír lögreglumenn á
vinnustað ökumannsins og báðu
hann að fylgja sér á lögreglustöð-
ina. Þar var maðurinn i eina
klukkustund þartil fulltrúi lög-
reglustjóra kom á vettvang um kl.
9 f.h. og kvað ekki ástæðu til þess
að hafa manninn í haldi lengur.
Hmmii>^ii
^¦ífcWÍ
Enn góð loðnuveiði
Að því er bezt var vitað f gær var enn góð loðnuveiði á miðunum við
Kolbeinsey. Var Morgunblaðinu kunnugt um fimm skip sem voru á
leið til lands. öll með fullfermi, og skipin eru: Börkur NK, Hrafn GK,
Hrafn Sveinbjarnarson GK, Loftur Baldvinsson EA og Grindvfkingur
GK.
Geirfinnsmálið:
Töluverd hækk-
un á loðnuverði
YFIRNEFND      verðlagsráðs
sjávarútvegsins ákvað á fundi f
dag nýtt lágmarksverð á loðnu til
bræðslu og gildir verðið til 31.
desember n.k. Verða nú greiddar
kr. 9,70 fyri hvert kfló, midað við
14% fituinnihald og 15% fitufrftt
þurrefni og er hér um 70 aura
hækkun að ræða.
Þá breytist verðið um 60 aura
til hækkunar eða lækkunar fyrir
hvert 1%, sem fituinnihald breyt-
ist frá viðmiðun og hlutfallslega
fyrir hvert 0,1%. Áður var þetta
viðmiðunarverð 57 aurar. Verðið
breytist um 73 aura (áður 65
aura) til hækkunar eða lækkunar
fyri  hvert  1%,  sem  þurrefnis-
Framsókn á Vesturlandi:
Sex manns gefa kost
á sér í skoðanakönnun
AKVEÐIÐ hefur verið að fram
fari skoðanakönnun um skipan
framboðslista Framsóknarflokks-
ins í Vesturlandskjördæmi við
næstu Alþingiskosningar.
í Tímanum í gær er frá því
skýrt, að sex manns gefi kost á sér
f framboðið og séu það eftir-
farandi:
Maður f éll
í sjóinn á
milli skipa
Um hádegisbilið i
gær féll maður í sjóinn,
af flutningaskipinu
Hvítá, sem nú liggur
fyrir utan Akranes.
Maðurinn náðist strax
um borð i lóðsbátinn
frá Akranesi, sem lá
utan á Hvitá, og varð
honum ekki meint af
volkinu.
Björn H. Björnsson yfir-
hafnsögumaður á Akranesi
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að litlu hefði
munað aó maðurinn
klemmdist á milli flutninga-
skipsins og lóðsbátsins. Ef
svo hefði farið, hefði ekki
þurft að spyrja að leikslok-
um, þar sem dálítil hreyfing
væri á sjónum, þar sem
Hvftá lægi fyrir festum.
Sagði Björn, að maðurinn
hefði verið á leið niður
kaðalstiga, sem hékk utan á
sfðu Hvítár, þegar hann féll
niður ámilli.
Að lokum sagði Björn að
hann teldi það orðið ófor-
svaranlegt að láta flutninga-
skipin liggja fyrir utan hafn-
ir svo dögum skipti.
Alexander Stefánsson, oddviti í
Ölafsvík, Dagbjört Höskulds-
dóttir, skrifstofumaður i Stykkis-
hólmi, Halldór E. Sigurðsson, ráð-
herra, í Borgarnesi, Jón Einars-
son, prófastur í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd, Jón Sveins-
son, dómarafulltrúi á Akranesi,
og Steinþór Þorsteinsson, kaup-
félagsstjóri í Búðardal.
Svo sem Morgunblað hefur
áður skýrt frá, ætlar Asgeir
Bjarnason alingismaður i Asgarði
ekki að gefa kost á sér til frekari
þingmennsku.
Símakerfi fyrir-
tækja gefa sig
NÚ ER orðið mjög erfitt að ná
símasambandi við sum stærri
fyrirtæki í Reykjavik, þar sem
innanhússimstöðvar fyrirtækj-
anna hafa gefið sig og ekki er gert
við þær i verkfalli opinberra
starfsmanna. Hjá Eimskipafélagi
íslands var ástandið þannig f gær
að aðeins 1 af 15 línum fyrirtækis-
ins var virk, en að sögn starfs-
manna félagsins er hægt að
hringja i númer, sem gefið er upp
í símaskrá, að nota eigi eftir kl.
17.
Fiat stolið
SAUÐUM Fiat 127, skrásetn-
mgarnúmer Y-1628, var stolið frá
horni Frakkastígs og Kárastígs
aðfararnótt s.l. laugardags. Hefur
bíllinn ekki fundizt þrátt fyrir
eftirgrennslan, en maður nokkur
á Selfossi taldi sig hafa séð bílinn
þar á ferð um helgina. Það eru
tilmæli til þeirra, sem telja sig
hafa séð umræddan bíl, að þeir
hafi strax samband við lögregl-
una.
magn breytist frá viðmiðun og
einnig hlutfallslega fyrir hvert
0,1%.
i fréttatilkynningu frá verð-
lagsráði sjávárútvegsins segir að
verðið sé uppsegjanlegt frá 16.
nóvembern.k.
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum seljenda í
nefndinni gegn atkvæðum full-
trúa kaupenda. i yfirnefndinni
áttu sæti: Ölafur Daviðsson, sem
var oddamaður nefndarinnar,
Kristján Ragnarsson og Öskar
Vigfússon af hálfu seljenda og
Guðmundur Kr. Jónsson og Vil-
hjálmur Ingvarsson af hálfu
kaupenda.
Ætla að kveða upp
dóm fyíir áramót
— enda þótt bílstjór-
inn hafí dregið fram-
burð sinn til baka
VEGNA hins breytta fram-
burðar Sigurðar Óttars
Hreinssonar, bílstjórans í
Geirsinnsmálinu, hafði
Morgunblaðið samband við
Gunnlaug Briem dómsfor-
mann og spurði, hvort bú-
ast mætti við seinkun á
dómsuppkvaðningu í Geir-
finnsmálinu.
Gunnlaugur sagði að lík-
lega myndi þessi afturköll-
un Sigurðar og eiðsvörnum
framburði seinka málinu
eitthvað, en það væri hins
vegar áfram óbreytt ætlun
dómsins að kvaða upp dóm-
inn fyrir næstu áramót.
Hljómburðurinn
einmitt
eins og þú t
óskar þér{
hann...
ii
í mótsetningu viðöll önnurstereo-heyrnar-
tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað
hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. fstaðinn
fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta
framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi - aðeins með því að færa til VFR-stillinn.
Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz
• Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100
dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% þjögun: 108 dB/1 kHz  • 3 metra gormlaga aðtaug
• „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug)
Verð kr. 23.967
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40