Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 ffgtntfrliifrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm G jðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Fjárlaga- frumvarp 1978 Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1978 var lagt fram á Alþingi i síðustu viku og nema niðurstöðutölur fjárlaga um 124 milljörðum króna. Slíkar tölur þykja að sjálfsögðu ógn- vænlegar, og til marks um sívaxandi útþenslu hins opin- bera. En tölurnar sjálfar gefa ekki endilega rétta mynd, þótt háar séu, því þær taka mið af þeirri miklu verðbólgu, sem i landinu er Ef miðað er við fjárlög yfirstandandi árs eins og þau voru afgreidd á Alþingi í desembermánuði sl. nemur hækkun útgjalda rikissjóðs um 36% á næsta ári. Kannski er slikur samanburðargrundvöllur ekki sanngjarn Ef miðað er við íjárlagafrumvarp sl. haust verður útkoman önnur En allt er þetta nú talnaleikur. Hér er um að ræða siðasta fjárlagafrumvarp, sem núverandi rikisstjórn leggur fram fyrir kosningar og því for- vitnilegt að sjá hvernig hún hefur haldið á ríkisfjármálunum á þessu fjögurra ára tímabili. Á árinu 1975, sem var fyrsta heila starfsár þessarar ríkis- stjórnar, voru að sjálfsögðu i gildí fjárlög, sem að langmestu leyti voru mótuð af vinstri stjórninni sem fór frá völdum siðla sumars 1974. Þá nam hlutfall rikisútgjalda af þjóðar- framleiðslu 3 1,4%. Á þessu ári er gert ráð fyrir þvi, að hlutfall rikisútgjalda af þjóðarfram- ieiðslu verði komið niður í 27,3% og eins og fjárlaga- frumvarpið liggur nú fyrir má gera ráð fyrir, að hlutfall rikis- útgjalda af þjóðarframleiðslu verði svipað á næsta ári. Þetta þýðir, að i fjögurra ára fjár- málaráðherratið Matthiasar Á Mathiesen hefur tekizt að lækka hlutfall útgjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu um 4.1 prósentustig og verður ekki annað sagt, en að þar sé um mjög verulegan árangur að læða og að fjármálastjórn rikis- ins á þessum tíma hafi verið í samræmi við stefnu og mark- mið Sjálfstæðisflokksins. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var mjög verulegur greiðsluhalli á rikissjóði og sá greiðsluhalli hélt áfram á árinu 1975. Það hefur að sjálfsögðu verið eitt helzta markmíð ríkis- stjórnarinnar og fjármálaráð- herra að koma á jöfnuði i út- gjöldum rikisins og það tókst nokkurn veginn á árinu 1976 rneð frávikum, sem engu máli nkipta í þessu stóra dæmi, og allt bendir til þess, að )öfnuður verði einnig i fjármálum ríkisins á þessu ári. Þetta þýðir, að Matthíasi Á Mathiesen, fjár- málaráðherra, hefur tekizt á þessum fjórum árum að breyta stöðunni i ríkisfjármálunum frá mjög verulegum greiðsluhalla sem nam þúsundum milljóna á árinu 1975 í jöfnuð á árinu 1 976 og 1 977. Er það einnig i samræmi við stefnu og mark- mið Sjálfstæðisflokksins, um leið og þessi breyting á stöðu rikisfjármálanna hefur gert það að verkum, að ekki er lengur hægt að saka rikissjóð um að hann hafi stórkostlega verð- bólguhvetjandi áhrif í efna- hagslifinu. í hinu nýja fjárlagafrumvarpi vekur einnig athygli, að gert er ráð fyrir 5% samdrætti opin- berra framkvæmda og er það í samræmi við þá stefnu Sjalf- stæðisflokksins, að draga eigi umsvif ríkisins saman eins og mögulegt er. Hins vegar er gert ráð fyrir stórauknum fram- kvæmdum til vegamála og ætlunin er að fjármagna þær með þvi að hækka benzínskatt um 1 5 kr. Sjálfsagt verður hér um umdeilda ráðstöfun að ræða. Engum getur þó bland- azt hugur um að mjög rik þörf er á að gera stórátak í vega- málum á næstu árum. Það þarf að gera mikið átak í þvi að leggja varanlegt slitlag á þjóð- vegi. Og kröfur almennings um það munu fara sívaxandi á næstu árum i Ijósi þess, að varanleg gatnagerð er nú kom- in mjög langt i þéttbýli. En þá vaknar sú spurning, hvort bif- reiðaeigendur í landinu eru reiðubúnir til þess að greiða viðbótarskatt til þess að hraða vegaframkvæmdum. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það og sjálfsagt munu raddir heyrast um að nær væri að beina auknu fjármagni úr ríkissjóði til vegaframkvæmda, fjármagni sem með einum eða öðrum hætti sé tekíð af umferðinni í formi skattgreiðslna. Engu að síður hefur aldrei verið komizt hjá því, þegár þurft hefur að gera stórátök í vegamálum, að skattleggja bifreiðaeigendur sérstaklega Þannig sættu menn sig t.d við að greiða sérstakt vegagjald fyrstu árin, sem varanlegt slitlag var á veginum milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Og ekki er ólíklegt, að hafi almenningur sannfæringu fyrir því að nú verði gert myndarlegt átak í þvi að leggja varanlegt slitlag á þjóðvegi í mesta þéttbýli jafn- hliða rösklegum vegafram- kvæmdum í dreifbýlinu, þá muni reynast meiri stuðningur við þessa skattheimtu en margur hyggur. Fjörugar umræö- W — A • 1 Tillaga tll s í stafsetningardc Z í stofni orða en felld niður í miðmynd; VILHJÁLMUR Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi til laga um setningu reglna um íslenzka stafsetningu í neðri deild Alþingis í gær. Er ræða hans birt í heild á öðrum stað í blaðinu í dag. Hér á eftir verða raktar efnislega umræður um frumvarpið og íslenzkar stafsetningarreglur. Inn í þær umræður kom sáttahugmynd, sem rakin var til Halldórs Halldórssonar, prófessors, á ráðstefnu menntamálaráðuneytis, málvísindamanna og íslenzkukennara um þetta efni. Ofbeldi við tunguna Magnús Kjartansson (Abl) sagði frumvarpið hófsamlegt og skynsamlegt á flesta grein. Von- andi upphæfust ekki deilur um einskisverða hluti nú, eins og áð- ur í stafsetningarumræðum, sem gjarnan væri gripið til, eins og rjúpunnar, þegar fela ætti hin stærri vandamál í þjóðfélaginu. I raun ætti aðeins ein regla að gilda um stafsetningu: að hún væri sem auðlærðust, að unnt væri að læra hana fyrirhafnarlítið i barna- skóla. Ritað mál á að vera sem líkast töluðu máli. Eina athuga- semd sagðist Magnús gera við auglýsingu frá menntamálaráð- herra, sem frumvarpi fylgdi sem fylgiskjal. Þar segði að rita ætti með litlum staf: framsóknarmað- ur, sjálfstæðismaður, alþýðu- flokksmaður o.sv.frv. Þar stæði alþýðuflokksmaður en ekki al- þýðumaður, þvi þetta væri tvennt ólíkt. Með sama hætti væri rangt að segja t.d. framsóknarmaður en ekki framsóknarflokksmaður. Annað tveggja ætti að rita þessi orð með stórum staf, sérheiti yfir flokksmenn, eða skrifa sjálf- stæðisflokksmaður t.d. Annað væri ofbeldi við tunguna. Hann myndi aldrei fara að fyrirmælum menntamálaráðherra um þetta efni. Frumvarpið ekki stjórnarfrumvarp Sverrir Hermannsson (S) lagði áherzlu á að frumvarpíð væri ekki stjórnarfrumvarp, heldur flutt af menntamálaráðherra. Hann væri að visu sáttur við efnisatriði frumvarpsins, þó að opna þyrfti meir þá ráðgjafanefnd, sem um væri fjallað, og myndi hann koma á framfæri breytingartillögu þar um. Sömuleiðis væri rétt að hugsanleg stafsetningarákvörðun ráðherra, að fenginni ábendingu ráðgjafanefndar, hlyti samþykki Alþingis í formi þingsályktunar. Ekki bæri að skipa stafsetningu með lögum. En áður en slíkt frumvarp fengi framgang þyrfti að ná samkomulagi á Alþingi um þau atriði, er í fljótræði voru ákvörðuð 1973 og 1974 — eða leið- réttingu þar á. Að vísu má segja að Alþingi hafi áður tekið af skar- ið um þetta efni. Alþingi sam- þykkti þingsályktun, þar sem tek- in var ákvörðun um að hrundið skyldi þeirri ákvörðun að fella z-una niður. Þessi vilji þingsins var hins vegar ekki virtur. Ráð- Ökuljósin eru ódýrasta líf- tryggingin í rökkri og dimmu Ráðlegast er fyrir ökumenn a8 tendra ökuljósin fyrr en seinna eins og öku- maður bifreiðarinnar á þessari mynd hefu' gert. Ökuljósin tryggjj að ökumaður sjái ve fram fyrir bifreiðina oc ennfremur sjá aðri vegfarendur bifreiðinj frekar. herrar eru framkvæmdastjórar Alþingis, eins og Magnús Kjartansson, er hér talaði áðan, segir í frumvarpi sínu um Iðn- tæknistofnun og ber að fram- kvæma vilja þess. Bæði fyrrver- andi og núverandi menntamála- ráðherra hafa farið fram hjá þess- um þingvilja. Og það er ekki síður alvarlegt mál en hvernig búning- ur islenzkrar tungu er í rituðu máli. Áskorun, undirrituð af meirihluta þingmanna, um sama efni var sent menntamálaráð- herra. Þá var lagt fram frumvarp til laga, sem samþykkt var í neðri deild Alþingis með 25:14 atkvæð- um. Vegna tímaskorts — á siðasta degi þings — vísaði efri deild þessu frumvarpi til ríkisstjórnar- innar. En það speglaði vilja þing- halda þvi fram, eins og Magnús Kjartansson, að búningur málsins í rituðu máli hefði ekki úrslita- þýðingu, að uppruni málsins skipti ekki máli. Rakti Sverrir ýmis dæmi um gildi Z-u fyrir móðurmálskennslu, skilning á uppruna orða og málþróun. Sverrir sagði það höfuðkost framkomins frumvarps að það útilokaði ámóta ákvarðanatöku eins og breytingin frá 1973 hefði verið. En áður en það yrði sam- þykkt, þyrfti að ná sáttum um deiluatriðin. Það væri rangt hjá menntamálaráðherra að sú ráð- stefna, sem ráðuneytið gekkst fyr- ir, hefði í engu gefið sáttavon. Þvert á móti. Sjálfur forma'ður endurskoðunarnefndarinnar, Halldór Halldórsson, prófessor, manna engu að síður. Tímaskort- ur var eina forsendan tilgreind fyrir vísun til ríkisstjórnar. Vilji þingsins hefur þvi komið fram. Síðan rakti Sverrir aðdraganda og framkvæmd stafsetningar- breytinga 1973 og 1974, sem hann fór um hörðum orðum, bæði í framkvæmda-og efnisatriðum. Um stafsetningu, sem byggði einvörðungu á mæltu máli, ekki uppruna, sagði Sverrir, að hún leiddi í beinar ógöngur. Fyrir mörgum áratugum hefði hljóð- villa verið algeng sums staðar í landi, þó nú væri að mestu horfin. Menn hefðu þá talað um „sekur og sker“ (Sykur og skyr). Engum datt hins vegar i hug að setja þann framburð í ritreglur. Sverrir rakti deilur fyrri tíðar um íslenzka stafsetningu, sem endaði með sáttum eftir beztu manna yfirsýn árið 1929; þeim ritreglum, sem gilt hefðu fram á okkar áratug. Með samræmdri stafsetningu, sem ákveðin var 1929, hefði tekizt að ná þeirri sátt, sem enginn hefði við raskað fyrr en 1973. Tilgangslaust væri að hefði varpað fram á lokastundum ráðstefnunnar þeirri sáttahug- mynd, að z yrði geymd í stofni orða en felld úr miðmyndarend- ingum. Mér er ákaflega annt um stafsetníngu frá 1929 og vildi helzt við hana búa. En ég legg höfuðáherzlu á að bundinn sé endi á núverandi ástand í staf- setningarmálum með samkomu- lagi, er allir geti sæmilega við unað. Þess vegna hefi ég undirbú- ið tillögu til þingsályktunar um slika sátt á grunni þeim, er Hall- dór Halldórsson vék að. Ef sú sáttatillaga verður samþykkt mun ég fylgja frumvarpi menntamála- ráðherra, sem hér er til umræðu, með áður um getinni breytingu á skipan ráðgjafanefndar. Frumvarp um formsatriði — ekki efnisatriði Gylfi Þ. Gfslason (A). Þetta frumvarp fjallar ekki um, hvern- ig íslenzk stafsetning skuli vera, heldur um formsatriði, hvernig farið skuli með, þá er ákvörðun er tekin um stafsetningu. Ég get fall-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.