Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977
Flugráni
afstýrt í
Djibouti
Djihouti. n.oklóhi'r. Kcutcr
TVEIR menn voru skotnir til
bana og nokkrir særðust þegar
tveir vopnaðir menn reyndu að
ræna lítilli flugvel í eigu flug-
félagsins í Djibouti í bænum
Tadjourah i norðurhluta landsins
í gær.
Þeir sem biðu bana voru frans-
kur flugmaður vélarinnar og öldr-
uð kona. Ræningjarnir voru taldir
vera af ættflokki Afara sem eru i
meirihluta í Tadjourah-héraði.
Málið virðist standa i sambandi
við vopnafund á þessu svæði fyrir
skömmu. íbúarnir eru ósammala í
afstöðu til skæruliða í grannland-
inu Eþíópiu.
Hjartaþeg-
inn látinn
Höfðaborg 17. október.
Rauter.
S-AFRISKI maðurinn, sem dr.
Christian Barnard græddi í sjimp-
ansa-hjarta fyrir helgi, lézt í dag,
82 klukkustundum eftir aðgerð-
ina, að sögn talsmanns Groote
Schuur-sjúkrahússins í Höfða-
borg. Að sögn talsmannsins varð
vart við blóðrásartruflanir i nótt
og tókst ekki að laga þær. Sagði
talsmaðurinn að ekki yrði vitað
um orsakir truflananna fyrr en
eftir krufningu. Fortes, sem var
59 ára að aldri, var að dauða kom-
inn, er Barnard græddi hjartað í
hann til að létta á sjúku hjarta
hans, þar sem ekki var hægt að fá
hjartagjafa til að bjarga lífi
mannsins.
— Verður tek-
ið til við
launaliðinn?
Framhald af bls. 40  § ,
gætu hvílzt. Var svo aftur
haldið áfram klukkan 19 og
fundi slitið um miðnætti.
Var þá ákveðið að hitzt yrði
að nýju klukkan 14 í dag.
— Bann við
andófí...
Framhald af bls. 1
hlutastjórn Vorsters hefur bann-
að að starfa eru fjólmenn kristi-
leg samtók presta og leikmanna
sem skipuð eru bæði hvítum og
blökkumönnum. Svarta þjóðar-
fylkingin, þrenn stúdentasamtök,
Samband hörundsdökkra blaða-
manna og Foreldrasamtök
blókkumanna.
Beyers Naude, einn forystu-
maður kristilegu samtakanna,
sem að ofan getur, sagði að þetta
væri „ómurlegur sorgardagur í
Suður-Afríku — en hann verður
til þess eins að flýta fyrir enda-
lokum núverandi harðstjórnar".
Fáeinum   mínútum   eftir   að
Naude, sem er einn þekktasti and-
ófsmaður úr hópi hvitra manna í
Suður-Afríku, lét þessi orð falla,
færði öryggislögreglan honum
bannfæringarskjal þar sem hon-
um er gert að halda sig innan
marka Jóhannesarborgar næstu
fimm árin, og hafa á þeim tíma
vikulega samband vió lögregluna,
auk þess sem hann má ekki sækja
mannfundi eða láta fjölmiðla
hafa neitt eftir sér. Á sama hátt
var annar hvítur málsvari blökku-
manna, Donald Woods, bann-
færður, en hann er ritstjóri blaðs-
ins Dispatch.
„Afríkanar hafa trtí á aðgerð-
um, sem bera vitni um styrkleika
og ríkisstjórnir verða að sýna að
þær kunni að bregðast við óró-
leika á réttan hátt," var sú skoð-
un, sem upplýsingamálaráðherra
S-Afriku, Connie Mulder, lét í ljós
vegna atburðanna í morgun á
fundi með erlendum fréttamönn-
um í dag. Ráðherrann var inntur
eftir því hvort búast mætti við þvi
að útgáfa fleiri blaða yrði bönnuð
á næstunni, og svaraði hann þvi
til að líta bæri á aðgerðirnar I dag
sem almenna viðvörun um að
ekki mætti misnota þann rétt sem
menn hefðu til að gagnrýna. I
sama streng tók Kriiger dóms-
málaráðherra, sem sagði að kenna
mætti „smáhópi stjórnleysingja"
um hversu málum væri nú komið
og yrði fylgzt náið með ástandinu
„og gripið til nýrra aðgerða ef
þurfa þætti".
Ljóst er að handtökurnar i
morgun yoru skipulagðar með
það fyrir augum að fórnarlömbin
hefðu ekki fengið (ækifæri til að
lesa boðskap málgagns stjórnar-
innar um bann við starfsemi sam-
taka þeirra, sem hafa jafnrétti
kynþáttanna á stefnuskrá sinni.
Af opinberri hálfu kom ekkert
það fram í dag, sem gefur til
kynna hversu margar handtökur
eru i samræmi við það ákvæði í
öryggislöggjöfinni sem heimilar
handtöku án réttarhalda.
— Lík Schleyers
fannst...
Framhald af bls. 1
sem frömdu sjálfsmorð í gær.
Vestur-þýzka stjórnin neitaði
jafnan að veróa við þessum kröf-
um þrátt fyrir þrýsting af hálfu
fjölskyldu SchJeyers og tilboð
sonar hans um að taka sjálfur upp
samningaviðræður við hryðju-
verkamennina og reiða fram 15
milljónir dala i lausnargjald.
Vestur-þýzka stjórnin strengdi
þess heit í kvöld að koma höndum
yfir morðingja Schleyers og koma
yfir þá lögum fyrir hið „lúalega
ódæði", eins og talsmaður stjórn-
arinnar orðaði það í opinberri
yfirlýsingu í kvóld. Hann sagði að
vestur-þýzka rikið mundi láta
einskis ófreistað í eltingarleikn-
um við morðingjana.
— Samningarnir
Framhald af bls. 2
samninganna.      Starfs-
mennirnir vilja hafa verk-
fallsrétt og geta sagt upp
samningnum ef slíkt gerist
en bæjarstjórnirnar líta
svo á að þær hafi ekki laga-
heimild til þess að sam-
þykkja verkfallsréttinn á
miójum 2ja ára samnings-
tíma.
— Fangelsis-
stjórinn rekinn
Framhald af bls. 1
skotvopii verið falið.
Þá skýrði saksóknar-
inn frá því að inilli
þilja f einangrunar-
álmunni hefði fundizt
hlerunarútbúnaður.
Lögfræðingar, sem á
sinum tíma voru verj-
endur Baaders, Enssl-
ins og Raspes, bera
brigður á fullyrðingar
v-þýzkra stjórnvaida
um dánarorsakir, en
belgískur      lækna-
prófessor, sem við-
staddur var krufningu
líkanna í dag, lýsti því
yfir í kvöld, að frá
læknisfræðilegu sjón-
armiði væri trúlegt að
fangarnir hefðu fram-
ið sjálfsmorð, þótt
Iæknar gætu að sjálf-
sögðu ekki fullyrt að
dauðdagann     hefði
ekki borið að með öðr-
um hætti.
Talsmaður dóms-
málaráðuneytisins í
Bonn telur fullvíst að
fangarnir hafi komið
sér saman um aó
fremja sjálfsmorð eft-
ir að þeim hafði borizt
fregn um að gislarnir
86 um borð í Luft-
hansaþotunni       í
Mogadishu hefðu ver-
ið frelsaðir. A fundi
með fréttamönnum i
dag sagði sami tals-
maður, að eina ástæð-
an fyrir því að dregið
væri í efa að fangarnir
hefðu framið sjálfs-
morð væri sú, að engin
skýring væri til á þvi
hvernig Baader og
Raspe hefði tekizt að
komast yfir skotvopn,
auk þess sem algjör-
Iega væri á huldu
hvernig fangarnir,
sem allir voru í
einangrun,     hefðu
fengið fregnir af
áhlaupinu á þotuna.
Annar japönsku hryðjuverkamannanna, sem tóku
langferðabifreið við Nagasaki á laugardag. Hann
var felldur á sunnudag, er lögreglan gerði árás á
bifreiðina, eins og sézt á meðfylgjandi mynd.
— froikjör sjálf-
stæðismanna
Framhald af bls. 2
vík og fulltrúaráðs flokksins i
Reykjavík fljótlega eftir að
frestur til að gera tillögu um
frambjóðendur til prófkjörs renn-
ur út 26. október nk. en síðan yrði
unnið að því að stilla upp próf-
kjórslista og kvað Björgólfur
stefnt að því að listinn lægi fyrir
snemma í nóvember en prófkjörið
sjálft færi síðan fram dagana 19.,
20. og 21. nóvember, eins og áður
segir.
----------. i >
-Deilt um af-
greiðslu plöntu-
sendingar
Framhald af bls. 2
nefnd að verða við beiðni
dánarbtis Gunnars Björns-
sonar, Hveragerði og heimila
tollafgreiðslu á plöntusend-
ingu, sem flutt var til Jandsins
með flugvél frá Iscargo 15.
október 1977 eins og um
neyðarsendingu væri að ræða.
Nefndin hefur gengið úr
skugga um með viðtali við garð-
yrkjufræðing að sending þessi
liggur undir skemmdum, þar
sem um umtalsvert eignartjón
yrði að ræða telur nefndin að
ákvöróun um tollafgreiðslu
sendingarinnar vera / sínum
verkahring. Einnig liggur fyrir
að reynt var að koma i veg fyrir
að sendingin færi af stað til
landsins vegna yfirvofandi
verkfalls.
Heimild þessi nær einungis
til græðlinga en ekki lauka.
Virðingarfyllst,
f.h. Kjaradeilunefndar.
Helgi V. Jónsson"
t svarbréfi Verkfallsnefndar
BSRBsegir m.a.:
„BSRB telur að framan-
greind afstaða Kjaradeilu-
nefndar sé hrein lögleysa og
þar fari nefndin langt útfyrir
þann verkahring, sem henni er
afmarkaður í 26. gr. laga
29/1976.
Enn skal bent á greinargerð
með lögunum þar sem segir um
26. grein:
„Hér er gert ráð fyrir að
verkfallsrétti verði þau tak-
mörk sett, að öryggi og heilsu
fólks verði ekki stefnt í hættu."
Hér er starfsvettvangur
Kjaradeilunefndar skýrt af-
markaður. Því er ljóst að um er
að ræða valdþurrð, \>ar sem
Kjaradeilunefnd heimilar toll-
afgreiðslu blóma- eða plóntu-
sendingar. Slíkt getur á engan
hátt varðað líf og heilsu manna.
Þá skal á það bent, að hér er
um að ræða verðmæti að fjár-
hæð kr. 4—500 þús. Það telur
Kjaradeilunefnd „meiriháttar
verðmæti".
1 bréfi Kjaradeilunefndar
segir einnig:
„Einnig liggur fyrir að reynt
var að koma í veg fyrir að send-
ingin færi af stað til landsins
vegna yfirvofandi verkfalls."
Það skal upplýst, að varan
var send til landsins eftir að
verkfall BSRB var hafið og
telexsamband við útlönd var
opið um það leyti, sem varan
var send af stað, og því hefði
ekkert átt að vera því til fyrir-
stöðu að stöðva sendinguna.
Verkfallsnefnd BSRB mót-
mælir harðlega þessari ákvörð-
un Kjaradeilunefndar sem
ólöglegri og áskilur sér allan
rétt í málinu.
Viðingarfyllst,
f.h. Verkfallsnefndar BSRB
P4U (iuómunðxson".
— Sakharov
Framhald af bls. 1
Hinn geðlæknirinn er Alex-
ander Podrabinek, sem er 23
ára, og segir í bréfi þvi sem
Sakharov undirritar ásamt
Pjotr Grigorenko og fleiri
þekktum andófsmönnum, að
búast megi við því að hann
verði handtekinn fljótlega,
nema vestrænir baráttumenn
fyrir mannréttindun snúist til
varnar honum.
Bréfió, sem birt var frétta-
mönnum á heimili Sakharovs i
dag, er stílað til alheimssam-
taka geðlækna og Amnesty
International, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels I síð-
ustu viku eins og fram hefur
komið af fréttum.
— Mælt fyrir
frumvarpi
Framhald af bls. 21
kvæmd laga þessara skal þess gætt að
stuðlað sé að æskilegri festu i staf-
setningu og reglum ekki breytt örar en
nauðsynlegt þykir til samræmis við
eðlilega málþróun
Hér er lögð áhersla á, að festa sé
æskileg i stafsetningu og í greininni sé
ætlað að tryggja að þeirra sjónarmið
verði gætt við framkvæmd laganna.
Hygg ég. eins og áður hefur komið
fram, að þetta sé i samræmi við
skoðun velflestra (slendinga
Loks er svo i fjórðu grein ákvæði um
það, að áður en settar eru staf-
setningarreglur eða gerðar breytingar á
þeim, þá skuli afla heimildar Samein-
aðs Alþingis tif breytinganna í formi
þingsályktunar
Með þessu ákvæði er þvi slegið
föstu. að þær stafsetningarreglur eða
breytingar á stafsetningarreglum, sem
menntamálaráðuneytið hyggst gefa út
að fengnum tillögum sérfræðinganna.
að þær verði hverju sinni lagðar fyrir
Sameinað Alþingi sem fylgiskjal með
tillögu til þingsályktunar um heimild til
útgáfu. Ég hef þessi orð ekki mikið
fleiri en legg á það megináherslu, að
með þessu frumvarpi er reynt að
tryggja æskilega festu i stafsetning-
unni og að tryggja hvort tveggja. að
sjónarmið sérfræðinga fái að njóta sin
en verði þó ekki gerð gildandi nema
Alþingt hafi kynnt sér þau og sam-
þykkt.
Ég legg svo til. að frumvarpinu verði
að lokinni þessari umræðu visað til
menntamálanef ndar
— Aðeins æfing
Framhald af bls. 1
grein, sem ber fyrirsögnina
„Lógin náyfir alla".
Um leið fordæmir Rude Pravo
skrif blaða á Vesturlöndum um
málið og lýsir þau „rógburð um
þá, sem standi vörð um lög og rétt
og tilraun til að setja geisJabaug á
sakborninga".
Enda þótt dómarnir yfir
Lederer, Havel og Pavlicek séu
skilorðsbundnir, telja andófs-
menn að Lederer sé t haldi I
Ruzyne-fangelsinu i einu úthverfi
Prag. I kvöld efndu nokkrir
stuðningsmanna hans til mót-
mælagöngu að fangelsinu. Þar á
meðal var Rudolf Slansky, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri tékkn-
eska kommúnistaflokksins. Gang-
an fór friðsamlega fram og lét
lögreglan hana afskiptalausa.
— Fjörugar
umræður
Framhaldaf bls. 21
varðveita hana, tala og skrifa. Að
vera viriur alþýðunnar er heldur
ekki að gera engar kröfur til
hennar, sagði þingmaðurinn.
Siðan rakti Jónas ýmis dæmi
um gildi z í kennslu — og til að
auðvelda skilning á einstökum
orðum, uppruna þeirra og inn-
taki. Einnig að sérkennum máls í
einstökum byggðarlögum eða
landshlutum, er auðguðu máJið og
gerðu það blæbrigðaríkara. Jafn-
vel flámæli, sem eitt sinn var
landlægt eystra, en er nú að
mestu horfið, jók á blæbirgði
tungunnar, og menn gátu talað,
kostaríka íslenzku, sem til fyrir-
myndar var, þrát t fyrir það.
— Sumir þingmanna tóku oftar
en einu sinni til máls — en frá
þeim orðaábæti verður ekki frek-
ar greint.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40