Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1977
UfflHOItP
Svapt ák hvítu
1. tbl. 1. árg. 1977 — Haust
l'msjón: Erna Ragnarsdóttir.
Þaö er stefnt að þvi að koma
blaðinu út ársfjóröungslega og
vera skuldlausir áöur en við
byrjum á þvi næsta. Við vorum
svo bjartsýnir að upplagið er
1500 og er álitlegur hluti þess
reyndar þegar seldur.
Samtökin Suðurgötu 7:
Nýtt listatímarit hefur séð
dagsins Ijós, Svart á hvítu. Út-
gefendur eru Samtökin Suður-
götu 7.
Umhorfsíðan hitti að máli
nokkra af aðstandendum
blaðsins, þá Örn Jónsson, Arna
Óskarsson, Friðrik Þ. Friðriks-
son, Gunnar Harðarson og Þór-
leif V. Friðriksson og ræddum
við þá um markmið með út-
gáfu blaðsins, hvernig það
varð til, ýmsan vettvang lista
og útgáfumál.
HVERJIR STANDA
AÐ SAMTOKUM
SUÐURGÖTU 7?
Við erum myndlistarfölk,
áhugafólk um bókmenntir,
kvikmyndir, félagsfræði, úr
ýmsum stéttum og félagshóp-
um og að mestu leyti ungt fólk.
Galleriið Suðurgötu 7 er fasti
punkturinn í starfi okkar og
forsenda fyrir því að þetta
komist allt í gagnið, þ.e. þessi
tvíþætta starfsemi — gallerí
og timarit. Við erum aðstand-
endum hússins mjög þakklálir
fyrir þá velvild sem þeir hafa
sýnt okkur en við höfum afnot
af húsinu leigulaust.
HVAÐ VAKIR
FYRIR VKKUR
MEÐ UTGAFU
BLAÐSINS?
Okkur hefur þótt umræöa
um list stöðnuð hér á landi og
eins og kemur fram í fyrstu
grein blaðsins, sem ber heitið
„Að mála, sýna og selja." Þá er
listaumræða, listsköpun og
listneysla í alltof föstu formi.
Ef við tökum myndlistarmenn,
þá er þeim ætlað að sýna verk
sín með ákveðnu millibili, verk
sem eru unnin í ákveðin efni,
— skýr greinarmunur er gerð-
ur milli málara og myndhöggv-
ara, milli afstrakt og fígúra-
tifs.
Ahorfandinn hefur sitt hlut-
verk, hann þarf að þekkja
helstu listamenn þjóðarinnar,
kunna kjaftasögur um þá
gómlu góðu.
Gagnrýnendur gefa verkum
einkunnir út frá eigin fegurð-
arsmekk, listfræðingar glíma
við listasöguna og listunnend-
ur fara í frítimum sínum og
njóta sýninga og kaupa mynd
ef pláss er á stofuveggnum.
Sem sagt allt er á sínum bás —
listin er einangraður heimur
alveg út af fyrirsig.
Við trúum heldur ekki á
þessi glöggu skil milli hámenn-
ingar og fjölmiðlamenningar,
milli kvikmyndar og tónlistar,
milli umhverfis, híbýla og
vinnustaða. Hvareru mörkin?
Það má segja að markmiðið
hjá okkur sé fyrst og fremst að
skapa vettvang fyrir list og
málefnalega umræðu um Iistir,
opna möguleikana fyrir fólk til
að skiptast á skoðunum um
þau efni.
HVAÐ UM
EFNI BLAÐSINS?  *¦
Við viljum fjölbreytt efni,
sem höfðar tíl breiðs hóps og
munum við fjalla um myndlist,
kvikmyndir, tónlist, bók-
menntir og fl. Það mun að
jafnaði verða myndverkasýn-
ing í blaðinu og líklega eitt
viðtal við listamann eða aðila
sem vinnur að einhverju tján-
mmm
h
Listatímaritið Svart á hvftu
menmngareinangrunina
Við trúum ekki á þessi glöggu skil milli
hámenningar og fjðlmiðlamenningar, milli
kvikmyndar og tón/istar, milli umhverfis
og híbýla — hvar eru mörkin?
ingarformi. Við höfum einnig
mikinn áhuga á leiklist og
arkitektúr og munum reyna að
gera þeim greinum einhver
skil. Húsfriðun er t.d. mál sem
vaxandi áhugi er á á íslandi og
ætti auðvitað að miða að því að
gómul hús séu notuð — gædd
lífi — frekar en þau séu fyrst
sem safngripir, rifin úr tengsl-
um við upprunaleg umhverfi
sitt. Þetta rit gæti einnig verið
vettvangur fyrir fræðilegri
greinar heldur en dagblöðin
geta birt. Það ætlar ekki að
verða hörgull á efni í blaðið,
framboð virðist nóg og vonum
við að svo verði áf ram.
Én við getum ekki greitt rit-
laun að svo stöddu, þar sem við
hófum enn ekkert fjármagn,
og engra opinberra styrkja
notið. Það er erfitt að fá aug-
lýsingar í fyrsta tölublað rits,
sem enginn veit hvað verður
úr.
ÖII vinnsla er í sjálfboða-
vinnu og kostnaði haldið í al-
geru lágmarki, en einnig það
stendur til bóta.
m.a. öll ákvarðanataka fer
fram varðandi reksturinn á
galleríinu og ritstjórnin er kos-
in, ný fyrir hvert nýtt blað.
HVAÐHAFIÐÞIÐ
HUGSAÐ YKKUR
MEÐ SÖLU,
DREIFINGU OG
UPPLAG BLAÐSINS?
HVAÐ MEÐ
RITSTJÓRN
OG VAL EFNIS?
Reglulegir fundir eru haldn-
ir hjá samtökunum, þar sem
Við munum sjálf, hvert okk-
ar, kaupa 20 eintök, siðan fer
þetta í allar bókaverslanir úti
um allt land og m.a.s. út um
heim, einkum til íslendinga er-
lendis. Við munum einnig
selja blaðið í Suðurgötu 7.
T'
¦¦,:¦¦.
- JBik.
,#»3
.?


*   «   »
*****
HVAÐER
A DÖFINNI
HJA GALLERI
SUÐURGÖTU 7?
Vetraráætlun er í undirbún-
ingi og eru þegar hafnar til-
raunakvikmyndasýningar á
hverju kvöldi um óákveðinn
tíma. Hér er um að ræða um
einnar klukkustundar pró-
gramm frá okkur og væntan-
lega eitthvað til viðbótar, sem
fer eftir því hvað okkur berst
af kvikmyndum frá áhugafólki
úti í bæ. Auk þess er uppi
sölusýning á efri hæð hússins
á verkum eftir listamenn i
samtbkunum og fleiri aðilja.
Það má segja að galleriið sé
fullbókað fram að áramótum.
ER ÞESSU RITI
STEFNT TIL HÖFUÐS
ÖÐRUM
LISTATIMARITUM?
Nei, það er alls ekki um sam-
keppni að ræða af okkar hálfu.
Við teljum okkur höfða til
breiðari hóps en önnur slík rit,
m.a. þar sem við munum fjalla
um fleiri greinar en gert er í
öðrum ritum, og við tökum
ekki afstöðu sem hópur, held-
ur reyntim að fjalla um efni
frá fleiru en einu sjónarhorni.
Við teljum ýmislegt benda
til þess að grundvóllur sé fyrir
blaði af þessu tagi. Ahugi á
listum hefur aukist mjög, eink-
um meðal ungs fólks. Fjala-
kötturinn er gott dæmi um
þetta, sem sýnir að fleiri hafa
áhuga á góðum kvikmyndum
en áður. Stofnendur hans voru
námsfólk sem vantaði aðrar
kvikmyndir en kúrekamyndir
og fór sjálft á stúfana til þess
að auka framboðið.
Klofningurinn í timariti
Máls og menningar, stofnun
Gagns og gamans, mun vand-
aðri íslensk tónlist á markaðn-
um en nokkurn tima áður, —
þetta og ýmislegt fleira finnst
okkur benda til þess að fólk sé
móttækilegt fyrir fjölbreytni á
sviði lista og um leið kröfu-
harðara.
Þrátt fyrir að haf a gert ýmis
mistök í þessu fyrsta blaói,
sem við teljum vera til þess að
læra af, vonumst við eftir að fá
góðar viðtökur og aó okkur
takist að opna eitthvað þá ein-
angrun sem hefur verið á lista-
sviðinu og koma af stað um-
ræðu.
-^öf^
-•*.       _
-¦rtit
^V
Nokkrir af aðstandendum blaðsins, frá vinstri: Arni Óskarsson, Friðrik Þ. Friðriksson, Örn Jónsson, Gunnar Harðarson, Þórle'f-
ur V. Friðriksson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40