Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 235. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR23. OKTÖBER 1977
Niðurstöður um
jarðabætur 1976
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA land-
búnaðarins hefur fengið eftirfar-
andi uppiýsingar hjá Oíiari
Geirssyni, jarðræktarráðunaut
Búnaðarfélags fslands, um jarða-
bætur 1976.
Nýrækt og stærð túna
Arið 1976 voru nýræktir hér á
landi samtals 3140 hektarar. Af
þeim voru 1640 ha. ræktaðir á
framræstri mýri og 1500 ha. á
þurrlendi. Árið 1975 voru nýrækt-
ir 2996 ha. og 2848 ha. árið 1974.
Árið 1976 var mest ræktað á
Suðurlandi, en í Árnessýslu ,
Rangárvallasýslu og Vestur-
Skaftafellssýslu voru ræktaðir
um 1000 ha. af þessum rösklega
3000 ha., sem ræktaðir voru á
landinu öllu. t Rangárvallasýslu
bættist meira en 1. ha. við tún
hvers býlis að meðaltali og hátt í
1. ha. bættist við túnstærð í Aust-
ur- og Vestur-Skaftafellssýslu og í
Norður-Þingeyjarsýslu.
Tún á öllu landinu eru nú lík-
lega um 127.000 ha. að stærð. Þar
sem enginn einn aðili safnar sam-
an stærð þeirra túna, sem f alla úr
ræktun ár hvert, t.d. undir hús,
vegi og önnur mannvirki, er óger-
legt að segja til um nákvæma
stærð túna. Ef tekin eru öll lög-
býli, sem ekki eru i eyði, hvort
sem um engan, störan eða smáan
búrekstur er að ræða á býlinu,
verður meðaltúnstærð á býli tæp-
ir 26 ha. og hefur stækkað um 'A
ha. á árinu 1976. Ef einungis eru
tekin býli, þar sem um einhvern
búskap er að ræða, verður meðal-
túnstærð nærri 30 ha.
Grænfóður
Auk hinna 127.000 ha. túna eru
um 4000 ha. ræktaðir grænfóður-
akrar. Þeir voru á árinu 1976 alls
3976 ha. og fara stækkandi.
Helstu grænfóðurjurtirnar eru
hafrar, fóðurkál og rýgresi og eru
um 30% af grænfóðurökrunum
með hverri tegund fyrir sig. Um
10% af grænfóðurökrunum eru
vaxnir byggi og fóðurnæpu, en
stutt er siðan farið var að rækta
hana hér :' landi. Hún er hins
vegar svo efnileg grænfóðurjurt,
að ekki þykir ótrúlegt að hlutur
hennar í grænfóðurræktun eigi
eftir að aukast á næstu árum.
Útihús
Byggingarframkvæmdir voru
ámóta  miklar  á  árinu  1976 og
1975,  nema hvað verulega meira
var byggt af votheyshiöðum árið
1976.  Rými nýrra votheyshlöðu-
bygginga var árið 1976 27.892
rúm. en árið áður 17.410 rúm.
Strandamenn og Vestur-
Húnvetningar reistu helming
allra votheyshlaða, sem byggðar
voru á árinu 1976. Strandamenn
8.888     rúm.     og     Vestur-
Húnvetningar 5.032 rúm. Næstir i
röðinni eru Rangæingar með
1.667 rúm.
Vatnsveitur
Siðast liðin 5 ár hafa verið lagð-
ar nýjar vatnsveitur á fjölmörg
býli í landinu. Arið 1976 var að-
eins farið að draga úr fjölda
þeirra býla, sem fengu nýja vatns-
veitu, miðað við árið á undan, en
þó er ennþá unnið að verulega
stórum verkefnum á þessu sviði.
Mestar voru framkvæmdir í
Arnessýslu og Rangárvallasýslu,
en í báðum þessum sýslum var
unnið að stórum vatnsveitum,
sem hver um sig nær til fjöida
býla í mörgum sveitarfélögum.
Einnig voru allverulegar vatns-
veitulagnir i Eyjafirði og Norður-
Múlasýslu. Heildarkostnaður við
vatnsveitur á árinu 1976 varð
tæpar 155 milljónir króna.
Framræsla
Skurðgröftur hefur dregist
allverulega saman hin síðari ár og
í fyrra voru grafnir um 750 km af
nýjum skurðum. Þegar skurð-
gröftur náði hámarki sínu árið
1968 voru grafnir 1.630 km af
nýjum skurðum eða meira en tvö-
falt á við 1976. Hins vegar hefur
orðið veruleg aukning á endur-
bótum á framræslu lands, sem
áður hefur verið ræst og tekið til
ræktunar. Árið 1976 er áætlað að
slíkar endurbætur hafi náð til
1500 ha. ræktaðs lands.
Framlögtil
jarðabóta
Heildarupphæð  framlaga  til
framkvæmda,  sem  unnar  voru
1976, var rösklega 773 milljónir
króna og hækkuðu þau frá árinu á
Framhald á bls. 31
Björn Jóhannsson, Hafsteinn Guðmundsson og Gtsli Ölafsson með árbókina 1976.
I.ji'ism. Mlil  (>i K.M.
Árbókin 1976 er komin út
BOKAÚTGAFAN Þjóðsaga
hefur sent á markaðinn árbók-
ina 1976; „Arið 1976—stðrvio-
burðir Ifðandi stundar f mynd-
um og máli með fstenzkum sér-
kafla". Þjóosaga gefur nú ár-
bókina út f samvinnu við
Jeunesse-Verlagsanstalt       f
Sviss, sem hefur tekið við út-
gáfunni, og er f athugun að
gefa út bókaflokk um heimsvio-
burði frá aldamðtunum til
1965, þegar árbókin kom fvrsl
út hér á landi. Þessi bókaflokk-
ur Þjóðsögu verður væntanlega
í 11 bindum.
Arbókin 1976 er 320 siður i
stóru broti. Lesmál er nokkuð
aukið frá fyrri bókum, en
myndir skipta hunrduðum og
eru margar i litum. Bókin er
prentuð hjá Instituto Italiano
d'Arti Grafiche á ttaliu, en
setning og filmuvinna íslenzku
útgáfunnar unnin hjá Prent-
stofu G. Benediktsson i Reykja-
vík.
Forstjóri Þjóðsögu er Haf-
steinn Guðmundsson, ritstjórn
erlenda kaflans annaðist Gisli
Olafsson og Björn Jóhannsson
tók saman islenzka sérkaflann.
Þetta er tólfta árbókin, sem
Þjóðsaga gefur út, og sú ellefta
með islenzkum sérkafla, en sjö
fyrri árgangar eru nú uppseldir
hjá Þjóðsögu. Árbókin 1976 er
gefin út i 6000 eintökum og er
verð bókarinnar í verzlun 9.550
krónur.
Sænskur fyrirlesari
í Norræna húsinu
SÆNSKI listfræðingurinn Allan
Ellenius er gestur Norræna húss-
ins um þessar mundir, en hann er
prófessor í listasögu við Uppsala-
háskóla. Flytur hann tvo fyrir-
lestra í þessari viku og verður
hinn fyrri nk. þriðjudagskvöld,
kl. 20.30, en hinn sfðari á fimmtu-
dagskvöld á sama líma, og talar
hann  þá  um  sænska málarann
Torsten Renquist, einn sérstæð-
ast: málara Svía um þessar
mundir segir í frétt frá Norræna
húsinu. IVIeð fyrirlestrinum verða
sýndar litskyggnur.
I fyrirlestrinum í kvöld segir
Allan Ellinius frá hýbýlum aðals-
ins á stórveldistímum Svíþjóðar,
sænska aðalsins, sem komst til
valda í Sviþjóð i lok þrjátiu ára
striðsins. Segir svo í frétt frá Nor-
ræna húsinu um efni hans:
Hann komst yfir gifurleg auð-
æfi og auðkenndi hina nýfengnu
valdastöðu með mikilli skraut-
girni í hýbýlum og háttum. A
stuttu timabili reis röð aðalshalla
og slota umhverfis Malaren. Þau
voru rikulega skreytt, og nokkur
þeirra hafa varðveitzt óbreytt
fram á okkar daga, til dæmis Sko-
kloster. Allan Ellenius mun tala
um þetta gnægðar-timabil í
sænskri stilsögu, og sýna lit-
skyggnur frá höilunum.
Með Útsýn til annarra landa,

/¦**»•,
.  .diQ *
G»s1
,u«9 ¦
&*&
o*»

oO
2Í.

\P
ítltó,*;
\»u'
<J»<
d»«a
ví^^'t.IOO
^e
\*x
6"!
*v«*
^oig'
,vi<v
|V«'
rf6v>«
^O*1-
o9
\\vl9'
*&**:
Ferðaskrifstofan
JÍTSVN
°es 2  *
I   \/    °928   93;
<„'
Bygywgar-
sýning í
Birmingham
15 nóvember—22 nóvember
7 dagar
VerMrákr. 61000.+ -.
Flugfar.  gisting.  morgunverður
og flugv skattur
AUSTURSTRÆTI 17, II HÆÐ SIMI 26611 - 20100
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32