Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 235. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977
Kastalinn f York þar sem 150 Gyðingar voru drepnir árið 1190. Minni myndin er af Avnall Broxham
Lifa menn
oftar en
einu sinni?
Kafli úr bók eftir
Jeffrey Iverson
um Arnall Bloxham
og árangurinn af
20 ára starfi hans
við að hljóðrita
frásagnir fólks í
dásvefni af sinu
fyrra lífi. Þær
vekja furðu vegna
nákvæmni, þótt
viðkomandi sé alls
ófróður um sögu
síns fyrra tímabils.
Ég hitti Arnall Bloxham í fyrsta sinn i
október 1974. Ég heimsótti hann þá i
Cardiff til að ræða við hann um sjónvarps-
dagskrá í BBC, sem í undirbúningi var um
þennan óvenjulega, gamla mann.
„Dáleiðslu-sófi" hans var gamall, út-
skorinn eikarstóll frá Wales af þeirri
gerð, sem keltnesku skáldin voru vön að
sitja í forðum. Sjálfur sat hann við forn-
legt borð, sem á voru staflar af segul-
bandsspólum.
A hljóðböndunum voru yfir 400 dæmi
um endurholdganir, og „fórnarlömbin"
höfðu sjálf skýrt frá þeim í dáieiðslu.
Hann hefur unnið að þessu hugðarefni
sínu í tuttugu ár.
Bloxham er mjög viðfelldinn maður,
traustvekjandi og hæglátur. Við hófum að
spjalla saman, og ég hjó eftir einu nafni,
sem hann nefndi. Hann sagði, að fyrir
nokkrum árum hefði hann dáleitt og
„flutt til baka í tímanum" ungan blaða-
ljósmyndara, John Pike að nafni. Nú
þekkti ég einmitt ljósmyndara með því
nafni, og hann hafði gert margar prýðileg-
ar heimildarmyndir fyrir BBC bæði frá
Vietnam og Belfast, en nú var hann kom-
inn aftur til Cardiff. Og Pike var sannar-
lega ekki maður, sem hægt var að gabba
og fá til að trúa þokukenndum kenningum
um endurholdgun.
Ég hitti Pike skömmu seinna, og yfir
ölglasi sagði hann mér, að hann myndi vel
eftir heimsókn sinni til Arnall Bloxham. í
dáleiðslunni hafði hann séð sýnir og
myndi atburði, sem enn í dag væru honum
alger ráðgáta.
í einni upptökunni breytist Pike í
efnaðan bónda frá 17. öld. Hann lýsir
klæðaburði frá þeim tíma og mynt, sem
hann er með i vasanum. Að lokum segir
hann frá því, að hann sé ríðandi á leið til
London, til Whitehall. Og á hestbaki horf-
ir hann yfir mikinn mannfjölda og sér
hermenn Cromwells leiða Karl 1. á högg-
stokkinn.
John Pike segist greinilega muna,
hvernig ískaldur hrollur hafi farið um sig,
og hann sneri sér undan, þegar öxin féll.
Ég heimsótti Bloxham aftur, og í tvær
vikur fór ég — alltortrygginn — yfir
nokkrar hljóðritanir, sem lýstu „aftur-
hvarfi" í tímanum. Engar tvær frásagnir
voru eins.
Það var til dæmis venjuleg húsmóðir,
sem við dáleiðsluna skipti um kyn og varð
fávis sveitadrengur í framandi landi.
Og það var maöur, sem fluttist aftur I
eins konar steinöld. Þegar hann reyndi að
lýsa fólkinu, sagði hann, að enginn væri
með grátt hár.
Bloxham skýrði það þannig, að á þessum
tíma hefðu menn ekki lifað nógu lengi til
að verða gráhærðir. Var hér um að ræða
endurminningar í formi dulrænna sýna —
eða var þetta eitthvað, sem viðkomandi
hafði lesið eða heyrt og nú skaut upp úr
undirmeðvitundinni?
Skýringa á fyrirbærunum virðist vera
að leita hjá sagnfræðíngum. Með aðstoð
þeirra gæti hugsanlega verið hægt að
ganga úr skugga um, hvort einhverjar
tilraunapersónur Bloxhams hafi haft vit-
neskju um eitthvað, sem þær gætu ekki
hafa fræðst um af bókum eða frásögnum.
Það er rétt að ég segi fyrst frá tilraun,
sem ég var sjálfur vitni að. Ég heimsótti
Bioxham með starfsfélaga mínum, Beata
Lipman, sem var fús til að láta dáleiða sig
— i fyrsta sinn á ævinni.
Mér til undrunar hvarf hún strax aftur í
tímanum og lýsti tilveru sem bóndakona i
Hellas til forna. Það varð að vekja hana úr
dásvefninum, þegar hún byrjaði á fá fæð-
ingarhríðir vegna barns, sem hún var að
fara að ala hinum griska bónda sínum
Artemiusi. ..
Beata hefur aldrei verið í Grikklandi og
aldrei haft áhuga á sögu þess né þurft að
lesa hana að neiriu marki.
Þetta var i fyrsta sinn, sé ég sá Bloxham
að starfi, og ég get fullyrt, að frá honum
Nú var að vita, hvort þessi kona frá
Cardiff væri tilleiðanleg að látá dáleiða
sig enn á ný og hverfa aftur í tímanum. í
þetta sinn var ég með ljósmyndavél auk
upptökutækis. Hún féllst á þetta með því
skilyrði, að ég skýrði ekki frá hennar rétta
nafni. Það var sanngjörn krafa, og ég
kalla hana Jane Evans.
I fyrstu upptökunni varð hún að
Rebekku, gyðingakonunni í York á 12. öld.
Hún tók fyrst að lýsa dómkirkjunni í
York, eins og kirkjan kom henni fyrir
sjónir frá markaðstorgi í nágrenninu. Ar-
iðvar 1189.
Hún segir, að hún sé gift Jósef af ætt
Esekieis, efnuðum víxlara. Rebekka og
Josef eru bæði fertug að aldri og eiga tvö
börn, son, sem er 18 ára, og Rakel 11 ára.
Fjölskyldan býr í rúmgóðu steinhúsi í
norðurhluta bæjarins. Það eru þrjú stór
herbergi á fyrstu hæð og fimm á annarri
hæð. Þetta er bæjarhluti, þar sem flestir
efnaðir gyðingarbúa. Hún segir einnig frá
EGDO
komu aldrei neinar „leiðbeinandi" spurn-
ingar. Eftir að Beata var í'allin í dásvefn,
bað hann hana einfaldlega að hverfa til
baka í tímanum. Og það gerði hún...
Siðan kynnti ég mér trúverðugasta og
furðulegasta tilfellið í öllu safni Bloxhams
— konu frá Cardiff, sem gat horfið aftur
til sex gerólíkra tilvera.
Þetta er gift kona nær fertugu og vinn-
ur á skrifstofu. Og hún gat lýst nákvæm-
lega sínum sex fyrri tilverum. Hún hafði
verið:
Kona skriftlærðs manns í Bretlandi á
dögum Rómverja, árið 286 e. Kr.
Gyðingakona i York, dáin 1190.
Þjónustustúlka hjá Jacques Coeur (fé-
hrirði Karls 7.) í Frakklandi í 15. öld.
Þjónustustúlka hjá Katrinu af Aragóniu
, áður en hún varð fyrsta kona Hinriks 8. á
16. öld.
Saumakona i London (1665—1714) á
ríkisstjórnarárum Önnu, drottningar, og
loks:
Nunna i Maryland, Bandarikjunum,
dáin um 1920.
Fæddist aftur 1930.
því, að faðir hennar sé frá Kýpur og bætir
við: — Þó að við séum fædd hér, erum við
ekki Englendingar. Vió erum sem útskúf-
uð úr samfélaginu.
Faðirinn gengur i síðum frökkum, sem
eiga að líta út fyrir að vera ódýrir. — Við
erum litin hornauga vegna auðæfa okkar.
Hinir kristnu vilja gjarna klófesta hús
okkar, og við verðum öll að bera gula
hringi á brjóstinu til að sýna að við séum
Gyðingar, segir miðillinn.
— Það hæðast allir að okkur, því að við
erum hrein, og af því að við innrætum
börnum okkar að borða ekki óhreinan
mat.
Bloxham beinir frásögn hennar eitt ár
fram í tímann, þegar hún er að lýsa hinu
erfiða lífi Gyðinga i York. Hún lýsir því
svo nákvæmlega að furðu gegnir.
Gyðingahatur var þá í algleymingi.
Krossferðirnar stóðu yfir, og Gyðingar
voru stimplaðir sem trúleysingjar og sett-
ir á bekk með múhameðstrúarmönnum,
sem hinir kristnu fóru krossferðir á móti.
Afleiðingarnar urðu blóðugar Gyðingaof-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32