Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 235. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR23. OKTÓBER 1977 ¦
15
sóknir, og hinir ofsóttu leituðu skjóls í
York-kastala.
Rebekka: — Við vorum neydd til að
flýja. Maðurinn minn og sonur okkar báru
peninga í pokum á bakinu, og við vorum
neydd til að flýja. (Þögn)
— Við ætluðum að reyna að leita hælis í
kastalanum, en þeir eltu okkur, svo að
maðurinn minn opnaði einn poka af silfri
og lét það falla á veginn, svo að of-
sækjendur okkar tefðust við að tína það
upp. Það gaf okkur dálítið forskot.
—  En um leið heyrðum við hróp og
fundum lykt af brenndu holdi. Það var
hræðilegt. (Hér varð miðillinn miður sín
af geðshræringu.)
— Og þegar við komum að kastalanum,
vildu þeir ekki hleypa okkur inn. Við
máttum ekki koma inn fyrir múrana og
leita okkur skjóls. Allt fólkið þyrptist
saman og æpti, að við skyldum koma til
þess.
— Þeir hrópuðu, að við ættum að koma
út — ó, það var hræðilegt. Það var hrópað
og æpt á okkur..
Það var gefin skipun um að koma
Gyðingunum út úr kastalanum. Það er
söguleg staðreynd, að hinir umsetnu
Gyðingar gerðu sáttmála föstudaginn 16.
marz 1190 þegar þeir sáu, að aðstaða
þeirra var vonlaus. Þá skáru mennirnir
konur sínar og börn á háls og drápu siðan
hver annan.
Að lokum eru aðeins tveir sagðir hafa
verið eftir — Josce frá York og yfirrabb-
inn Yomtob. Rabbinn drap Josce og rak
síðan rýtinginn i sjálfan sig eftir að hafa
lofað að taka einn á sig sökina fyrir það
brot, sem sjálfsmorð var.
En Rebekka segir ekkert um þetta. Hún
segir, að hún og maður sinn hafi sloppið
úr kastalanum með börnum sinum, af þvi
að maður hennar hafi mútað einhverjum
til að hjálpa sér. Þau flýðu til kirkju og
leituðu athvarfs í grafhvelfingu þar.
Bloxham: — Það hefur ekki verið dóm-
kirkjan í York.
Rebekka: — Nei, nei, það var bara litil
kirkja fyrir utan múra Yorks. (Röddin er í
fjarska eins og spurningarnar komi illa
við hana. Skömmu siðar verður hún mjög
óróleg og síðan æst.) — Við heyrum i
þeim — við heyrum þá hrópa, og við erum
hrædd.
Rakel grætur — maðurinn minn er far-
inn út til að reyna að útvega mat.
Sonur minn fór með honum, og við
bíðum eftir að sonur minn komi til baka
— hann er ekki kominn enn... ekki
köminn enn.
Við heyrum hljóð sem nálgast — í
hestum á stökki. Hestarnir koma nær,
nær, nær.
Bloxham: — Ég býst við.að maðurinn
þinn komi fljótt aftur.
Rebekka: — Já, þeir verða að koma til
baka, þeir verða að koma til baka.
Vió heyrum hestana nálgast. við heyr-
ráðlegast  að vekja konuna af dásvefn-
inum.
Ég fékk Barry Dobson, prófessor í sögu
við háskólann i York, til að hlusta á segul-
böndin. Hann er sérfræðingur i sögu
Gyðinga einmitt frá þessum tíma.
Hið fyrsta, sem hann tók fram, að þó að
mál Rebekku væri meira tuttugutu aldar
enska en miðalda, þá væri frásögnin sönn
— ,,að því leyti sem við höfum vitneskju
um atburðina frá þessum tíma."
Með hliðsjón af frásögn Rebekku um
flótta hennar frá kastalanum til litlu
kirkjunnar reyndi prófessorinn að finna
leifar miðaldakirkju, sem gæti verið á
þeim stað, þar sem Rebekka leitaði
athvarfs með fjölskyldu sinni. Hann fann
aðeins einn liklegan möguleika, St. Marys
Castlegate.
Við komum í kirkjuna, þegar iðnaðar-
menn voru að breyta henni í safn. Kirkjan
kom allvel heim við lýsingu Rebekku.
Það bar bara einn agnúi á málinu —
engar miðaldakirkjur í York höfðu graf-
hvelfingar eða kjallara nema dómkirkjan.
Og Rebekka var viss um, að hún hefði
ekki fálið sig þar.
Gat það þá þýtt það, að sagan væri ekki
sönn þrátt fyrir allt?
Sex mánuðum siðar fékk ég bréf frá
Dobson, prófessor, sem hafði merkilega
sögu að segja i sambandi við endurbygg-
ingu St. Mary kirkjunnar. Einn af smiðun-
um hafði fundið eitthvað, sem gat líkzt
leifum af hvelfingu — en slíkt er mjög
sjaldgæft í York.
— Smiðurinn segir, að hann hafi rekizt
á bogagöng og hvelfingar. Það er ekki á
miklu að byggja, segir Dobson í bréfi sinu,
en þetta gæti bent til normanna — eða
rómansks stíls. Það er að segja, að þarna
sé um tímabil að ræða fyrir 1190. Það er
ástæða til að ætla, að þetta sé hvelfingin,
sem Rebekka leitaði skjóls I, en fann
dauðann í staðinn. Ef menn sem sagt
leggja trúnað á söguna.
Það er alls kostar víst, að það var kirkja
á þessum stað á þeim tíma, sem Rebekka
segir frá. Og allt „afturhvarfið" var nii
trúverðug frásögn af atburðum, sem geta
hafa átt sér stað I York 1190.
Þá er rétt að benda á það, að frásögn
Rebekku er ekki bein endursögn frásagna
sögubókanna um fjöldamorðin. Rebekka
vissi ekkert um síðustu atburði i kastalan-
um. En það var eðlilegt, þar sem hún flýði
þaðan og leitaði athvarfs í gömlu kirkj-
unni. Þess v'egna var hún ekki sjónarvott-
ur af þeim sögulegu atburðum.
Hefði Rebakka sagt, að hún hafi verið
drepin ásamt öðrum I kastalanum, hefði
frásögn hennar verið-nær óhrekjanleg,
frá sögulegu sjónarmiði.
En nú er frásögn hennar ennþá meira
sannfærandi, eftir að smiðurinn hafði af
tilviljun fundið leifar af gamalli kirkju-
hvelfingu.
Á öðru hljóðbandi er Jane Evans orðin
um ópin og köllin og grátinn. „Brennið
Gyðingana, brennið Gyðingana" hrópa
þeir. (Hér verður löng þögn.)         ,
—  Hvar er Josef? Af hverju kemur
hann ekki til baka. Af hverju kemur hann
ekki til baka? (Þögn og síðan næstum sem
óp): — Guð minn góður, þeir eru að koma,
þeir — þeir koma — Rakel grætur —
gráttu ekki — gráttu ekki — gráttu ekki.
(Þögn.)
— 0, þeir eru komnir inn i kirkjuna.
Við heyrum til þeirra. (Þögn — og síðan
með skelfingu):
— 0, nei, nei, ekki Rakel! Nei, ekki taka
hana — gerið það ekki — þeir ætla að
drepa hana — nei, gerið það ekki, nei nei.
Ekki Rakel, nei, ekki Rakel, þið megið
ekki taka Rakel.
Bloxham (miður sln): — Þeir taka hana
þó ekki, er það?
Rebekka (niðurbrotin): — Þeir hafa
tekið Rakel — þeir hafa tekið Rakel.
Bloxham: — En er þér borgið? Létu
þeir þig í friði?
Rebekka: — Dimmt — dimmt.
Þegar hér var komið, þótti Bloxham
að konunni Livoniu, sem skýrir itarlega af
eigin reynslu frá brögðum og undirferli
og uppreisninni í hinu rómverska Bret
landi árið 286 e. Kr.
Að þessu sinni fórum við á fund
prófessors Brian Hartley við Leeds há-
skóla, en hann er sérfræðingur I þessu
tímabili. Hann hlutsaði á upptökurnar og
sagði:
— Þetta er að öllu leyti trúverðug og
sannfærandi frásögn, sem kemur heim við
sögulegar staðreyndir.
— Livonia, bætti hann við, — hafði
vitneskju um vissar merkilegar, sögulegar
staðreyndir. Annars verða menn að hafa
kynnt sér fjölmörg sagnfræðileg rit til að
geta gefið svo nákvæma lýsingu á at-
burðunum.
Livonia sagöi meðal annars frá gömlu
rómversku hringleikhúsi, og prófessor
Hartley sagði við okkur að lokum:
— Ef konan verður dáleidd aftur, þá
spyrjið hana vinsamlegast, hvar leikhúsið
hafi verið. Við höfum nefnilega aldrei
getað fundið það.
Málverkasýning
Toms Krestesens
í sýningarsölum Norræna hússins er opin dagiega frá kl.
14.00—19.00 til 30. október. Verið velkomin.
Norræna húsið.
NORRÍNAHUSID POHjOLAN TAiO NORDENSHUS
Verktakar - verktakar
JCB — 3 D hjólagrafa 1971 árgerð
til sölu.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðjón Helgason.
G/obus?
LÁGMÚLI5,SÍMI81555
Félag
járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn þriðjudaginn 25. okt. 1 977 kl. 8.30 e.h. i
Tjarnarbúð, uppi.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Önnur mál.
3. Erindi: „Um eiturefni og hættuleg efni á vinnustöð-
um"
Eyjólfur  Sæmundsson  efnaverkfr.  flytur  og  svarar
fyrirspurnum.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32