Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 235. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
Áskrrftargjald 1500.00 k
í lausasölu 80
hf. Árvakur. ReykjavSk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi GarSar Kristinsson.
Aoalstræti 6. simi 10100.
Aftalstræti 6, sími 22480.
r. á minuSi innanlands.
.00 kr. eintakiS.
Þegar um kjaramál
er að ræða er það ekki
einungis krónutöluhækk-
un launa, sem máli skiptir,
heldur samanburður á
milli stétta og starfshópa.
Raunar er það skoðun
margra, sem lengi hafa
staðið í kjaradeilum, að
samanburðurinn skiptir
meira máli heldur en
krónutöluhækkunin sjáif.
Ef hægt er að benda á til-
tekinn starfshóp og halda
því fram með rökum, að
hann hafi náð betri kjörum
og meiri hlunnindum en
annar á svipuðu sviði er
erfitt að standa gegn sam-
bærilegum kjarabótum.
Þessi samanburður við
aðrar stéttir hefur verið
ein helzta röksemd opin-
berra starfsmanna fyrir
því, að þeim beri nú
nokkru  meiri launahækk-
anir heldur en um var sam-
ið á hinum almenna vinnu-
markaði sl. sumar. Þeir
hafa bent á að fólk, sem
vinnur í opinberri þjón-
ustu, hafi búið við lægri
launakjör  en  fólk,  sem
semjendum þeirra, ríki og
sveitarfélögum. Af þeim
sökum fela kjarasamning-
ar þeir, sem sveitarfélögin
hafa nú þegar gert, í sér
mun meiri launahækkanir
en samið var um við ASl í
sumar og tilboð ríkisins til
BSRB byggja einnig á sam-
bærilegri hækkun umfram
ASÍ-rammann. Fleiri en
sveitarfélög og ríki hafa
viðurkennt      réttmæti
krafna opinberra starfs-
manna um leiðréttingu.
Þannig hafa helztu Ieiðtog-
ar stjórnarandstöðunnar á
þingi, þeir Lúðvík Jóseps-
son og Gylfi Þ. Gíslason,
talað í þingsölum á þann
veg aó þeir telji þessar leið-
réttingar eðlilegar.
En með sama hætti og
mörk í launabaráttu
þeirra. Um leið og lengra
er gengið í leiðréttingu en
góðu hófi gegnir snýst
dæmið við. Þá fara aðrar
stéttir og aðrir starfshópar
að bera sín laun saman við
launakjör opinberra starfs-
manna og telja á grund-
velli þeirra, að þeim beri
leiðrétting og viðbótar-
hækkun til þess að standa
jafnfætis      opinberum
starfsmönnum. Þá blasir
við sú mynd, ef t.d. ASÍ
getur fært fram haldbær
rök fyrir sínu máli, að
verkalýðsfélögin hefjast
handa og krefjast nýrra
launahækkana og svo koll
af kolli. Það eru þessi við-
horf, þessi samanburður,
sem   setur   opinberum
Samanburður
milli starfshópa
vinni áþekk störf hjá
einkaaðilum. Þessu vilji
þeir ekki una og þess
vegna sé sanngjarnt og
réttlátt, að þeir hljóti
nokkra leiðréttingu sinna
mála. Þessi röksemd opin-
berra starfsmanna hefur
verið  viðurkennd  af  við-
samanburðurinn hefur
gert opinberum starfs-
mönnum kleyft að rök-
styðja og réttlæta kröfur
um nokkru meiri hækkanir
sér til handa en aðrir laun-
þegar hafa fengið á þessu
ári setur þessi samanburð-
ur þeim einnig viss tak-
starfsmönnum viss tak-
mörk og viðsemjendum
þeirra einnig.
Af hálfu ríkisstjórnar-
innar var talið sl. sumar, að
með ASÍ-samningum hefði
verið teflt á tæpasta vað í
launahækkunum. t ljósi
þeirrar afstöðu ríkisstjórn-
arinnar þá, er sýnt, að hún
hlýtur að halda þannig á
kjarasamningum þegar
hún á í hlut, að ekki verði
gengið svo langt að öng-
þveiti skapist í launamál-
um. Á ríkisstjórninni hvílir
skylda gagnvart öllum
launþegum i landinu. Hún
getur ekki afhent einum
hópi launþega meiri kjara-
bætur en hún taldi rétt að
aðrir fengju. Samanburð-
urinn gildir einnig gagn-
vart henni. Verkafólkið í
frystihúsum, öðrum fisk-
vinnslustöðvum,     verk-
smiðjum og á öðrum vinnu-
stöðum tekur eftir því,
hvort rikisstjórnin telur
eðlilegt, að hennar starfs-
menn fái meiri launahækk-
anir en verkafólkió.
Hér er því um að ræða
samanburð á alla vegu.
Friður helzt ekki í landinu
nema eðlilegt jafnvægi ríki
inilli allra hagsmunahópa.
Um leið og einum tekst að
ná meira en öðrum fer allt
úr skorðum og ófriður
skapast. Þetta er sá grund-
völlur, sem afstaða ríkis-
stjórnarinnar í kjarasamn-
ingum við BSRB byggir á.
Þetta eru sjónarmið, sem
nauðsynlegt er, að félags-
menn í BSRB geri sér
grein fyrir. Þau byggja á
sanngirni gagnvart þeim
en einnig sanngirni gagn-
vart öðru launafólki í land-
inu.
¦1   ¦»   ¦¦   Éæ   aæ   É*   Éa   ¦   a>   áa   ¦>  af>  Éaæ  afc  ¦%  æfc-  áæt  ~a%-  "W "Tr' T "T~ *T* •^T' ,nlfc"^r'nT"^Tw'^rjHl"VJ^P"^r*"^^^^"^^ ^^^™"^^"^^^^-*
j Reykjavíkurbréf
Laugardagur 22. október
Fulltrúi tveggja
frændþjóða
Ludvig Storr aðalræðismaður,
sem varð áttræður sl. föstudag, er
í hópi merkustu útlendinga, sem
setzt hafa aö hér á landi. Raunar
má segja, að hann sé nú meiri
íslendingur en margir þeir, sem
fæðzt hafa á tslandi, og hagur
þjóðarinnar er honum ávallt efst í
huga. Þó Storr hafi fæðzt í Sölv-
gade í Kaupmannahöfn flytur
hann mál Íslands oft og einatt af
meiri þunga og umhyggju en þeir
sem hér eru fæddir, en hefur þó
aldrei gleymt ættjörð sinni né
æskuumhverfi í Danmörk. F'áir
hafa eflt vináttu Dana og Islend-
inga jafn mikið og Storr, enda
öllum hnútum kunnugur í sam-
skiptum þjóðanna og hefur verið
ræðismaður Dana hér á landi um
40 ára skeið. Hann hefur búið hér
hálfan sjötta áratug og rekið virt
og farsælt fyrirtæki, þar sem
einkum er höndlað með gler og
glervöru, enda má segja, að hann
sé alinn upp, þar sem slík fram-
leiðsla hefur verið ræktuð um
margra alda skeið. Faðir hans var
glergerðarmaður í Kaupmanna-
höfn, en dó ungur, og þá stóð
móðir Storrs ein uppi með 8 börn.
Þá var þröngt í búi. En Storr gekk
frá fyrsta fari vasklega fram i
lífsbaráttunni, og þegar hann rót-
festist hér 1922, tók hann með sér
kunnáttu og hæfni, sem við þurft-
um á að halda. Ætt hans er komin
úr Tékkóslóvakíu og eru heimild-
ir fyrir því, að forfeður hans hafa
starfað að glergerð bæði þar, í
Þýzkalandi  og  Danmörku  um
fjögurra alda skeið. Við höfum
því í starfi Storrs notið ávaxtar
ræktaðrar verkkunnáttu frá
meginlandi Evrópu.
En mest og bezt vann Storr ætt-
jörð sinni, Danmörk, og fóstur-
landi, íslandi, þegar hann var
yfirmaður sendiráðsskrifstofu
Dana hér 1944. Þá skipti miklu
máli, að slíkur maður skyldi vera
í forsvari fyrir Dönum hér, þegar
island varð lýðveldi, en þá sat
Fontainy, sendiherra, í Englandi
og gat ekki sinnt störfum sínum
hér á landi vegna styrjaldarinnar.
Þá fengu sambandsslit íslands og
Danmerkur farsælan endi og víst
er það, að Storr mun ekki hafa átt
minnstan þátt í því tilbrigði lýð-
veldishátíðar, sem hvað mest
gladdi islendinga, þ.e. skeyti
Kristjáns konungs X, sem lesið
var upp á Þingvelli. Vafalaust
verður það rifjað upp, þó síðar
verði.
Ludvig Storr hefur verið aðal-
ræðismaður Dana um margra ára-
tuga skeið, eins og fyrr getur. Á
þeim tíma hefur enginn herlend-
ur maður haft eins náin og góð
samskipti við Grænlendinga og
hann og hefur starf hans í þeim
efnum verið Dönum og Grænlend-
ingum ómetanlegt. Hlýhugur
þeirra hjóna í garð Grænlendinga
er þess eðlis, að lengi verður mun-
að.
Ludvig Storr hefur ávallt sýnt
Morgunblaðinu hlýhug og vin-
áttu. Við notum tækifærið til að
þakka hvort tveggja, nú þegar við
sendum þeim hjónum afmælis-
kveðjur á áttræðisafmæli þessa
danska fóstursonar islands.
íslendingar
eru andvígir
sturlunga-
aldarsiðgæði
Það er athyglisvert, hvernig
verkföll geta haft áhrif á fólk líkt
og sjúkdómar. 1 verkföllum fá
margir hita og útbrot með marg-
víslegum hætti eins og líkami.
sem bregzt hart við vondri hita-
sótt. Fólk, sem venjulega er
ókvalrátt og fremur farsælt í
starfi og stjórnar geði sinu af
kurteisi og tillitssemi við aðra,
umhverfist allt í einu, eins og það
hafi tekið einhverja hatramma
umferðarpest. Ný og áður óþekkt
skapeinkenni koma í ljós og það
getur jafnvel bæði orðið ósann-
gjarnt, órökvíst, taugabilað og of-
stopafullt. Við höfum nú síðast
séð þetta i fari einstaka verkfalls-
varða BSRB, sem hafa ekki sézt
fyrir og jafnvel ekki þótt tiltöku-
mál, þó að landslög séu brotin,
enda þótt þeir séu hversdagslega
og við eðlilegar aðstæður lög-
hlýðnir borgarar. Það er illt að sjá
tilfinningalíf fólks fara úr skorð-
um með þeim hætti, sem nú hefur
verið lýst. Það er ekki sízt leitt
vegna þess, að menn ná ekki tak-
marki með ofstopa, leiða ekki
hagsmunasamtök til sigurs með
ósanngirni, jafnvel tilraun til of-
beldis, sem vekur aðeins andúð og
andstöðu og getur skaðað góðan
málstað. Því miður höfum við orð-
ið vitni að því undanfarið, að
nokkrir verkfallsnefndarmenn
BSRB hafa gengið svo Iangt í van-
hugsuðum aðgerðum sínum, að
þeir hafa komið óorði á verkfalls-
framkvæmdina. Tiltölulega gott
verkfall er orðið að vondu strandi
í höndunum á klaufskri forystu
BSRB. Þetta höfum við ekki reynt
hér á landi um langt skeið, en við
skulum afgreiða mistökin með
reynsluleysi.
Það er ekkert skemmtilegt að
þurfa að rifja þetta upp. En
Morgunblaðið telur sér það samt
nauðsynlegt, svo harkalega sem
þetta jafnvægislausa fólk hefur
ráðizt á blaðið að ósekju. Það sér
flís i annars auga, en ekki bjálk-
ann í sínu eigin. Jafnvel höfund-
ur árásargreinarinnar á Morgun-
blaðið, sem þekkir öðrum fremur
hvernig unnið er hér á blaðinu,
fullyrðir í hita baráttunnar i
rangri og ósannri yfirlýsingu, sem
gefin er útí nafni BSRB, að
Morgunblaðið hafi flutt rang-
snúnar og hlutdrægar fréttir af
verkfallsbrotum forystumanna
BSRB. Auðvitað veit hann að
þetta er rangt. Morgunblaðið
skilur á milli frétta og skoðana,
enda eru fréttir eitt, en skoðanir
annað.
Það er athyglisvert, að Morgun-
blaðið hefur ekki verið gagnrýnt
fyrir afstöðuna til kjaramála
BSRB, enda hefur það rétt BSRB-
mönnum hjálparhönd í þeim efn-
um, ekki sízt hinum lægst laun-
uðu. Á það hefur þó ekki verið
minnzt, því síður hefur það verið
þakkað. En aftur á móti er gerð
árás á blaðið fyrir að segja satt og
rétt frá verkfallsframkvæmdum.
Þetta fólk kemur og segir: Þið
eigið bara að segja „góðar" fréttir
af okkur. En það getur heiðarlegt
blað ekki gert. Menn, sem telja
sér það til tjóns, að verk þeirra
komi fyrir augu blaðalesenda,
eiga að iðka sjálfsgagnrýni i stað
þess að reyna að koma óorði á
aðra. En með árásunum á
Morgunblaðið og tilraunum til að
hvítþvo sig hafa verkfallsforingj-
ar BSRB viðurkennt, að við þá
eigi hið fornkveðna, að þeir hafi
gjört það vonda, sem þeir vildu
ekki.
Ef maður bitur hund, þá getur
maður ekki komið og úthrópað
blað, sem frá þvi segir. Að segja
frá því, að einhver bíti hund er
ekki sama og að bíta hund.
Þetta er sett fram til athugun-
ar. Morgunblaðið treystir því
einnig, að jafnvægislausir vinir
þess í verkfallsbaráttu BSRB sjái
blaðið aftur í réttu ljósi, þegar
tilfinningasemin og mesti móður-
inn er runninn af þeim og þeir
eru búnir að losa sig við bjálkann
í eigin auga. BSRB-forystan má
ekki láta það henda sig að þykjast
geta staðið í sporum fornra kon-
unga, sem refsuðu mönnum fyrir
að bera þeim ill tíðindi. Þau
vondu tiðindi, sem fólk fékk af
verkfallsmönnum eru ekki vanda-
mál Morgunblaðsins, heldur
BSRB-forystunnar. Hitt er annað
mál, að brigzlyrði og aðdróttanir í
garð blaðsins, hafa aukið því les-
endur og hlýhug og hafa Morgun-
blaðsmenn orðið áþreifanlega
varir við það síðustu daga, enda
öllum augljóst, sem óbrenglaðir
eru á taugum og skapsmunum, að
þetta eru órökstuddar og órétt-
mætar ásakanir, þó að hitt sé rétt,
að blaðið hafi varað ákaft við upp-
Iausn og ofbeldi. Það mun halda
því áfram við vaxandi vinsældir
þeirra, sem einhvers meta, að fast
sé tekið á þeim, sem virða hvorki
lög né leikreglur lýðveldisins. En
blaðið kippir sér ekki upp við
andúð og ámæli hinna. Því má svo
bæta við að verkfallsframkvæmd-
ir BSRB-forystunnar hafa breytzt
stórlega til batnaðar i þessari
viku, miðað við þau ósköp sem
yfir dundu í byrjun verkfalls.
Sjálfsagður
hlutur
Þegar skýrt var í fréttum frá
væntanlegu frumvarpi um samn-
ingsrétt opinberra starfsmanna í
aprilmánuði 1976 sagði formaður
BSRB, Kristján Thorlacius, að
hann vildi, að það kæmi fram „í
sambandi við öryggisgæzlu og
heilsugæzlu, hjúkrun og fleira, að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32