Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 Gnnnar Þórðarson "Máekki limmnr'? Gunnar Þórðarson með lummu dagsins í barminum. GUNNAR Þórðarson hefur lengi verið álitinn einn fremsti popptónlistarmað- ur okkar Islendinga og varð m.a. fyrstur úr þeirri stétt til að hljóta lista- mannalaun. Hann hefur undanfarin ár, frá þvf að hann hætti að leika í hljómsveit að staðaldri, aðallega fengizt við að leika inn á hljómplötur og hefur samhliða því í æ ríkara mæli farið að út- setja tónlist og stjórna undirleik á plötum annarra listamanna. Yfirleitt hefur allt sem Gunnar hefur snert á, breytzt í gull, eins og hjá Mídasi konungi. Með öðr- um orðum, þær plötur sem hann hefur átt aðild að, hafa yfirleitt hlotið mjög góðar viðtökur og margar hverjar selzt í stærri upplögum en almennt tíðkast hér. Má sem dæmi um þetta nefna gengi Lónlí blú bojs, Ríó, Vísna- plötunnar og fleiri platna, þar sem Gunnar hefur verið einn af leiðandi aðil- um í mótun og fram- setningu tónlistarinnar. Og sem dæmi um plötur sem hann hefur átt aðild að sem útsetjari og stjórn- andi má nefna „Látum sem ekkert c“ með Halla, Ladda og Gísla Rúnari, „Eniga Meniga“ með Olgu Guðrúnu og jólaplötuna „Jólastjörnur“ frá sfðasta ári. Raunar hefur Gunnar verið svo eftirsóttur til slíkra starfa með ýmsum listamönnum, að hann hefur ekki haft undan og honum hefur ekki unnizt tími til að gera nema eina plötu í eigin nafni. Sem dæmi um annirnar má nefna, að á síðasta ári gaf útgáfu- fyrirtæki hans, VMIR, út fjórar plötur, þar sem hann kom alls staðar við sögu, þ.e. „Látum sem ekkert c“, Lónlí blú bojs á ferð, Jensen og Jóiastjörnur. Auk þess átti hann sinn þátt í gerð plötu Ríós, „Verst af öllu“, og fleira mætti nefna. Lónlí blú bojs fóru í heiljarmikla landreisu þessu til viðbótar. Strax eftir áramótin fór Gunnar að vinna að tónlistinni fyrir sjónvarpsmyndina „Blóð- rautt sólarlag“ og þar á eftir komu plötuupptökur með Ríó og fyrir Vísnaplötuna seinni. Ríó hélt síðan í landreisu á síðast- liðnu sumri og skrapp auk þess til Kanada. Gunnar hefur því haft feykinóg að gera — og í reynd hefur hann ekki getað unnið að neinum sjálfstæðum verkefnum fyrr en nú fyrir skömmu, að næði gafst. Og það næði notaði Gunnar til að gera plötu með gömlum og vinsælum slögurum, lögum sem íslenzkir söngvarar gerðu fræg og vinsæl fyrir 20—25 árum. Meðal þeirra eru lög eins og „0, nema ég“, „Nú liggur vel á mér", „Lóa litla á brú“, „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“, „Dísa í dala- kofanum" og „Anna I Hlíð“. Gunnar annaðist allar út- setningar og st jórnun. Hann leikur sjálfur á fjölmörg hljóð- færi, eins og svo oft áður, en honum til aðstoðar við undirleik eru þeir Sigurður Karlsson (trommur), Tómas Tómasson (bassi), Nikulás Róbertsson (píanó), Sigurður Rúnar Jónsson (fiðla) og Hannes Jón Hannesson (kassagftar). Söngurinn er hins vegar af vörum söngflokks sem nefnist „Lumrnur". Platan á nefnilega að heita „Gamlar, góðar iummur", og þar munu Gunnar Þórðarson og „Lummur" flytja — eða öllu heldur færa mönnum gamlar, góðar lummur, eins og fyrr var nefnt. Söngflokkinn Lummur skipa þau Linda Gísladóttir, Ragnhild- ur Gísladóttir, Ölafur Þórðarson, Jóhann Helgason og Valur Emils- son. (Jlaf og Jóhann þarf ekki að kynna, en Valur Emilsson var liðsmaður hinna fyrstu Öðmanna forðum tíð, Ragnhildur hefur samið lög, m.a. á plötuna Jensen og auk þess syngur hún á nýju Visnaplötunni, en Linda kom m.a. við sögu á einni plötu Gylfa Ægissonar. En nú kynnu sumir að spyrja, eins og Slagbrandur: Hvers vegna fór Gunnar Þórðarson að „baka lummur" þegar hann losnaði úrvinnuþjarkinu, í stað þess að gera aðra sólóplötu? Hvers vegna fór han ekki að rækta sinn eigin garð, í stað þess að halda áfram að vinna í görðum annarra? „Mig hefur lengi langað til að taka þessi gömlu lög fyrir og nú gafst tími til þess,“ sagði Gunnar í samtali við Slagbrand á dögun- um. „Mig langaði að útsetja tón- listina upp á nýtt og flytja hana á nútimalegan hátt. Þá hefur mig líka lengi langað til að vinna með karl- og kvensöngvurum, nota raddirnar, og þetta féll mæta vel saman. Mér fannst sem slíkur söngflokkur myndi víkka gömlu lögin út, ná meiru út úr þeim en áður. — Ég hef útsett lögin upp á nýtt og breytt þeim og aukið við þau sums staðar. Það eru töluverð tilbrigði í þessu.“ — En af hverju ekki sólóplötu? Marga er farið að lengja eftir henni. „Ég ætla að gera hana næst. Ég fer núna að gera tónlist við kvik- myndina Lilju, en siðan hefur mér dottið í hug að gera tvöfalt albúm. Ég hef verið beðinn að semja verk fyrir Sinfóníuna og það myndi þá taka eina hliðina." — Er kannski erfiðara að semja efni fyrir sólóplötu en að vinna að útsetningum ágömlum lögum eða að semja ný lög við gamla texta, eins og t.d. fyrir Vísnaplöt- una? „Já, þessi „úrvinnsla" liggur einhver veginn betur fyrir mér og er fljótunnari. Aður fyrr gerði ég mest af því að semja lögin fyrst og síðan voru settir við þau textar, en nú upp á siðkastið hef ég aðallega gert lög við texta sem hafa legið fyrir. — Þegar ég gerði sólóplötuna, þá var ég heima í einn og hálfan mánuð og samdi, gerði ekkert annað á meðan. Ég hef bara ekki haft tíma til að vinna þannig á þessu ári.“ — Nú varðstu fyrir talsverðri gagnrýni í fyrra, þegar Vísna- platan kom út, varst kallaður Ijót- um nöfnum og sumir töldu, að sá sem hefði hlotið listamannalaun ætti að vinna að alvarlegri verk- efnum en þú hefur nú verið að fást við. „£g tók gagnrýnina dálítið al- varlega í fyrra, en nú snertir hún mig ekki eins. Það er hægt að setja út á allt mögulegt og ég vil bara leyfa mönnum að gera það eins og þeir vilja. En mér finnst líka, að ég eigi að fá að ráða því sjálfur hvað ég geri. Mér finnst gaman að þessari tónlist sem ég hef verið að fást við, til dæmis „lummunum". Það eru sumir sem telja að ég ætti bara að vera að semja einhverja klassík. En mér finnst ég bara ekki hafa tilfinn- ingu fyrir því.“ I þessu sambandi má nefna það, sem fróður maður sagði i samtali við Slagbrand: Gunnar langar til að vinna að þessari tónlist, hann hefur gaman af henni og það er ekki hægt að gera að því þótt tónlistarsmekkur hans sé sá sami og meðal fólksins í landinu. Plöt- ur Gunnars hafa orðið mjög vin- sælar og það er ekki hægt að ásaka hann fyrir þær vinsældir. Hann flytur þá tónlist sem hann hefur áhuga á og fólkið vill heyra hana. Það er hljómplötufyrirtæki Gunnars, Vmir, sem gefur plöt- una með lummunum út, og er það fyrsta plata fyrirtækisins á þessu ári, en á síðasta ári gaf það út fjórar plötur. Hvers vegna hefur útgáfa ekki verið meiri á þessu ári? „Eg er bara búinn að vera upp- tekinn í öðru og hef ekki haft tíma til þess fyrr að fara að gefa út. Það fer eiginlega ekki al- mennilega saman að vera plötuút- gefandi og virkur tónlistarmaður, nema þá að maður ákveði að vinna eingöngu við plötugerð slns eigin fyrirtækis," segir Gunnar. Eins og fyrr var nefnt fer Gunn- ar nú að finna að tónlist við kvik- myndina Lilju. Hann hefur á undanförnum árum fengizt tals- vert við gerð tónlistar fyrir kvik- myndir og leikhúsverk og Slag- brandur spurði hann hvort ekki færi að verða grundvöllur fyrir útgáfu plötu með slíkri tónlist eftir hann: „Þegar tónlistin við Lilju er fullgerð, þá er komið efni á stóra plötu, held ég, en ég veit ekki hvort það svarar kostnaði að gefa slíkt efni út,“ svarar Gunnar. Það sem Gunnar á við, er að hann efast um að almenningur hafi áhuga á að kaupa slíka plötu. Kannski, kannski ekki. En víst er, að fólk hefur hingað til viljað hlusta á tónlist Gunnars Þórðar- sonar. Nú hafa verið gefin út á plötum um 120 lög eftir Gunnar og önnur lög sem hann hefur út- sett eða mótað að miklu leyti eru líklega orðin álika mörg og þau frumsömdu. Þannig er ekki óeðli- legt að állta, að um 240 lög með gæðastimpli Gunnars hafi verið flutt opinberlega, en það sam- svarar efni á 20 stórar plötur. Tilsamanburðar má nefna, að Elvis Presley gerði liðlega 50 stórar plötur og var þó byrjaður á slíkri iðju á meðan Gunnar var enn stráklingur. Elvis gerði líka plötur fyrir alla stærstu plötu- markaði heims, en Gunnar hefur eingöngu gert plötur fyrir ís- lenzkan markað, enn sem komið er. Framlag Gunnars er því með ólíkindum og kæmi varla á óvart þótt þjóðin væri búin að fá leið á honum. En þess sjást engin merki og Slagbrandur á von á að menn vilji hlýða á verk Gunnars Þórð- arsonar lengi enn. —sh. Söngflokkurinn Lummur: Olafur Þórðarson, Ragnhildur Glsladóttir, Jóhann Helgason, Linda Gfsladóttir og Valur Emilsson. Ljósm.: Friðþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.